Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 15
Heimsbikarkeppnin Sigurður Gunnarsson maikhæstur íslendinga Það voru Austur-Þjóðverjar sem áttu markhæsta manninn í heimsbikarkeppninni en bræður þeirra í Vestur-Þýskalandi komu á hæla þeirra. Markhæstir Rudiger Borchard A-Þýskalandi ....25 Jochen Fraatz V-Þýskalandi....23 Janos Gyurka Ungverjalandi....22 Eugenio Serrano Spáni.........22 Laszlo Marosi Ungverjalandi...20 Veselin Vujovic Júgóslavíu....19 Juan Melo Spáni................18 Sigurður Gunnarsson Islandi...17 Milan Isakovic Júgóslavíu.....17 K. Sletting-Jensen Danmörku...16 Geza Lehl Ungverjalandi........15 Martin Schwalb V-Þýskalandi...15 Þorgils Ó. Mathiesen fslandi.14 Kristján Arason íslandi......14 Úrsiít lokaleikjanna Leikið um 1. og 2. sœtið V-Þjóðverjar-A-Þjóðverjar 18-17 Leikið um 3. og 4. sætið Svíþjóð-lsland.......23-20 Leikið um 5. og 6. sætið Júgóslavía-Ungverjaland 24-23 Leikið um 7. og 8. sætið Spánn-Danmörk.........32-26 ÍÞRÓTTIR Frjálsar Gott hjá frjálsíþróttafólki Þrjú silfur og eitt brons. Stutt í íslandsmet Handbolti FH og Stjarnan í bikarkeppninni Nú er búið að draga saman í bikarkeppninni í handboltanum. Má búast við að aðalleikur um- ferðarinnar verði FH og Stjarn- an. Karlar 16 liða úrslit Þróttur og Fylkir HK og KR FH og Stjarnan Selfoss og UBK Grótta og Vfkingur ÍR og Fram Reynir 03 Valur ÍBV og Armann Konur 8 liða úrslit Stjarnan og KR UMFA/ÍBK og Valur Þór Akureyri og FH ÍBV og Fram Fimm frjálsíþróttamenn gerðu góða ferð á Skoska meistara- mótið í frjálsum innanhúss sem haldið var í Ayrshire í nágrenni Glasgow um helgina. Jóhann Jóhannsson ÍR hljóp 60 metra á 7,14 sek en hann komst úr sínum riðli og einnig úr milliriðli og hljóp á þessum tíma í undanúrslitum. Lenti hann í 17. sæti í heildina. Einnig hljóp hann í 200 metra hlaupi og hljóp þar á 23,16 í milliriðli sem kom honum í 11. sæti í heildina í því hlaupi. Þórdís Gísladóttir HSK varð 3. í hástökki, stökk 1.86. Hún var jöfn þeirri í öðru sæti en notaði fleiri tilraunir. Hæst bar árangur Gunnlaugs Knattspyrna Soffía Gestsdóttir HSK fékk silfur Birgir í Þór Hafdís í UBK Birgir Skúlason hinn eitilharði varnarmaður úr Völsung hefur tilkynnt félagaskipti yfir í Þór Akureyri. Birgir var ein aðaldrif- fjöðurin í liði Völsunga í sumar og er það því mikil blóðtaka fyrir Völsung að hann skuli hverfa frá félaginu. Þá hefur Hafdís Guðjónsdóttir tilkynnt félagaskipti úr Fram í Breiðablik. Hafdíser beturþekkt úr handboltanum en hefur spark- að bolta með Fram í nokkur ár. Fram-stúlkurnar unnu sér sæti í 1. deild á síðasta ári. -ih París-Dakar rall Bíl Ari Vatanens stolið Verður kannski vikið úr keppni Einn mótorhjólakappi í viðbót látinn Finninn Ari Vatanen fékk að halda áfram keppni í rallýinu á meðan athugað er hvort hann skuli rekinn úr keppninni. Á mánudaginn var Vatanen of seinn til keppni eftir að hafa heimt Peogeot-bíl sinn úr hönd- um ræningja en honum var stolið og heimtuðu ræningjarnir lausnargjald sem nam tæpum 5,000,000 frönkum en það eru tæpar þrjár og hálf miljón ís- Badminton Kínverjar sigursælir á World Grand Prix í Hong Kong Nýverið lauk í Hong Kong stóru badmintonmóti. Kínverjar unnu fjórar greinar af fimm en náðu að næla í einn sigur. Úrslit Einliðaleikur karla: 1. sæti Xiong Guobao Kína 2. Eddy Kurniawan Indlandi 3-4. Misbun Sidek Malasíu 3-4. Darren Hall England Einliðaleikur kvenna: 1. sæti Li Lingwei Kína 2. Han Aiping Kína 3-4. Qian Ping Kína 3-4. Kirsten Larsen Danmörku Tvíliðaleik karla: 1. sæti Tian Bingyi/LiYongbo Kína 2. Zhang Qiang/Zhou Jincan Kína 3-4. Liem Swie King/Eddy Haton Ind- landi 3-4. Sawai Chanseorasmee- /Sakrapee Thongsari Thailandi 5-6. Mark Christiansen/Stefan Karls- son Danmörk/Svíþjóð 5-6. Per-Gunnar Jönsson/Jan-Erik Antonsson Svíþjóð Tviliðaleikur kvenna: 1. sæti Guan Weizhen/Lin Ying Kína 2. Myung Hee Chung/Hye Young Hwang Kóreu 3-4. Dorte Kjaer/Nettie Nielsen Dan- mörk 3-4. Maria Bengtsson/Christine Magnusson Svíþjóð 5-6. Eline Coene/Erica van Dijck Hol- landi 5-6.Gillian Clark/Gillian Gowers Eng- landi Tvenndarleikur: 1. sæti Stefan Karlsson/Maria Bengt- son Svíþjóð 2. Billy Gilliland/Gillian Gowers Skotland/England 3-4. Martin Dew/Gillian Gilks Eng- landi 3-4. Chan Chi Choi/Amy Chan Honq Kong 5-6. Henrik Svarrer/Dorte Kjaer Dan- mörku 5-6. Peter Buch/Grete Mogensen Danmörku \ Verðlaunaféð var ekki skorið við nögl, 150.000 dollarar sem eru rúmar fimm og hálf miljón. ste Grettissonar en hann stökk 2,10 í hástökki og hafnaði í 2. sæti. Er þetta stökk aðeins tvo sentimetra frá íslandsmeti sem hann setti sjálfur fyrir skömmu. Súsanna Þórisdóttir FH keppti í langstökki og varð í 2. sæti. Hún stökk 5,63 sem er sjö sentimetra frá hennar besta. Soffía Gestsdóttir HSK varð önnur í kúluvarpi, varpaði kúl- unni 13.08 metra. Þó það sé ekki með hennar besta árangri kom það henni þó í silfursætið. -ste JóhannJóhannssonÍRkomst í undanúrslit. Skíði Tomba með aðra höndina á heimsbikamum lenskra króna. Bflnum var stolið frá aðsetri Peugeot liðsins um morguninn en fannst fjórum tím- um síðar á ruslahaugum borgar- innar. Yfirvöld keppninnar segja að keppendum skuli vikið úr keppni ef þeir koma 30 mínútum of seint en FISA sem ku vera hið alþjóð- lega mótor-íþrótta- ráð féllst á að leyfa Vatanen, sem hefur verið efstur allt rallið, að halda áfram á meðan fundað er um málið. Pe- ugoet liðið hefur bent á að þjófn- aðurinn sé sérstakur og Finninn hafi ekki á nokkurn hátt getað gert nokkuð í málinu. En yfirvöld segja enn að það megi ekki leyfa neinar undan- tekningar og því verði að víkja Vatanen úr keppni. Það verði að halda sig við reglurnar og ekki megi taka til greina neina undan- tekningu. Þó er ekki víst að Ari Vatanen verði vikið úr keppni því þjófnað- urinn er eins og áður sagði ekkert venjulegur og er hætta á að mót- herjar taki upp á alls kyns brell- um til að koma keppinautum sín- um úr keppni. Enn eitt dauðsfall Franski mótorhjólakappinn, sem slasaðist þegar hann datt af BMW hjóli sínu, lést á spítala í grennd við París á þriðjudag. Þetta var í fjórða sinn sem Jean-Claude, 31 árs, tók þátt í París-Dakar rallinu en hann ók mótorhjóli í fylgdarsveit Mitterr- ands Frakklandsforseta. Þetta er fjórða dauðsfallið í þessari keppni en það tuttugustu og fjórða frá upphafi. Mótmæli vegna rallsins aukast stöðugt og mun Jean-Marie Balestre forseti FISA halda fund strax eftir rallið með skipuleggjendum keppninn- ar um framtíð þess. -ste ítalinn Alberto Tomba sigraði í enn einni svigkeppninni í Bad Kleinkirchheim á sunnudaginn. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir sigur Tomba í keppninni um heimsbikarinn, hann hefur 30 stiga forystu á Pirmin Zurbriggen frá Sviss. í keppninni á sunnu- daginn var Tomba langfyrstur. Hann var fyrstur í báðum ferðun- um og var 2 sekúndum á undan næsta manni í samanlögðum tíma. Tomba hefur nú lokið sex keppnum og verið fyrstur í fimm en annar í einni. Það var Austurríkismaðurinn Tomas Stangassinger sem varð annar á sunnudaginn og landi hans Bernhard Gastrein þriðji. „Það var frábært að sigra í þess- ari keppni því ég var enn hálf svekktur eftir tapið í Lienz“ sagði Tomba eftir keppnina á sunnu- daginn. Tomba er aðeins 21 árs gamall, sonur lögreglumanns frá Bologna á Ítalíu. Takist Tomba að sigra í svigkeppninni þá verður hann fyrsti ítalinn til þess síðan 1974 er Gustav Thoeni vann það afrek. Tomba er nokkuð viss um að sér vegni vel á Ólympíuleikunum í Calgary. „Eg er viss um að ég vinn í Calgary," sagði Tomba. „Égþarf bara að skíða af eðlilegri getu til þess að verða fyrstur." Helsti keppinautur Tomba Svisslendingurinn Pirmin Zur- briggen átti í erfiðleikum í fyrri umferðinni á sunnudaginn. Hann varð í 59. sæti og tókst ekki að ljúka seinni umferðinni. Efstu menn í heimsbikar- keppninni: 1. AlbertoTombaítalíu..181 stig 2. PirminZurbriggenSviss ... 151 stig 3. Hubert Strolz Austurríki 82 stig 4. Markus WasmeierV-Þýskalandi 79 stig 5. GuentherMader Austurríki 76 stig -ih/reuter England Graham Roberts í Glagow Rangers til langframa í gærkvöldi skrifaði Graham Roberts undir þriggja ára samn- ing við stórliðið Glasgow Ran- gers. Mun hann því vera samn- ingsbundinn þar til hann verður 32 ára. Hann er þriðji leikmaðurinn sem fer á „langtímasamning" hjá liðinu en fyrir eru á slíkum samn- ing markvörðurinn Chris Wood og varnarmaðurinn Terry Butc- her. -ste England Enskir í vanda Blaðakóngurinn Maxwell hótar hörðu ef hann fœr ekki að kaupa Watford Knattspymuyfirvöld í Eng- landi eru komin í talsverðan vanda vegna þess að þeir hertu reglur um kaup á knattspyrnulið- um. Svo gæti farið að framtíð Wat- ford sem knattspyrnuliðs væri í hættu ef blaðakóngurinn Robert Maxwell, sem þegar á stóra hluti af Derby og Oxford liðunum reyndi að bjóða enn á ný í Wat- ford. Maxwell hefur varað við afleiðingunum ef hann fær ekki að kaupa 92 prósent af rokk- stjörnunni Elton John en á sér- stökum fundi formanna fyrstu deildar liðanna voru samþykktar hertar reglur sem heimila að einn maður eigi aðeins eitt lið. Forsprakki formannanna sagði það yrði að sporna við þessari til- raun og gera allt sem hægt væri til að hindra slík yfirráð sem blaða- kóngurinn stefndi á. Maxwell hefur áður sagt að hann muni hætta öllum af- skiptum af knattspyrnu ef hann fengi ekki vilja sínum framgengt og Derby liðið hefur hótað að lögsóknum ef Maxwell verður hrakinn frá þeim. - ste Mlðvikudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.