Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 16
 VY Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓWflUINN Miðvikudagur 20. janúar 1988 14. tölublað 53. örgangur Bolungarvík Ratsjárstöðinni seinkar Kristinn H. Gunnarsson:Ratsjárstöðinni seinkar um eittár. Vantar húsnœðifyrir starfsmenn og sjóradar ókominn. Heimamenn óánœgðir með hlut varnarmálaskrifstofunnar r Eg fæ ekki betur séð en að rat- sjárstöðin hér uppi á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík verði ekki tekin í noktun fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi. Það er seinkun um eitt ár, sem er í sjálfu sér harla gott. Það er til að mynda ekkert farið að huga að húsnæði fyrir starfs- mennina, sagði Kristinn H.Gunnarsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Bolungarvík, í samtali við Þjóðviljann. Að sögn Kristins er almenna ratsjáin fyrir stöðina væntanleg, en ekkert bólar á sérstökum ra- dar fyrir sjóumferð, sem þó var búið að lofa heimamönnum, og var ein bitastæðasta dúsan sem fylgismenn stöðvarinnar flögg- uðu framan í heimamenn. Krist- inn sagði ennfremur að menn þar vestra væru mjög óhressir með þær fréttir sem hafa borist vestur að tilvonandi íslenskir starfs- menn stöðvarinnar hafi ekki fengið neina þjálfun í að fylgjast með umferð skipa og báta, en fengið mikla þjálfun í Bandaríkj- unum í öllu því sem viðkemur fluginu. Heimamenn eru ekki ánægðir með framkomu varnarmáladeild- ar utanríkisráðuneytisins í sinn garð og hafa ítrekað reynt að koma á fundi með fulltrúum hennar en án árangurs. Á sínum tíma lagði bærinn út í 2 milljóna króna kostnað við að kaupa upp hús sem stóðu í vegi fyrir vega- lagningu að fjallinu og var ma. skipulagi bæjarins flýtt af þeim sökum. En vegurinn var aldrei fullgerður og svo virðist sem bær- inn eigi að taka við honum hálfkláruðum og þurfi einnig að standa straum að kostnaði við að fullgera hann. „Fylgismenn ratsjárstöðvar- innar í bæjarstjórninni þegja þunnu hljóði og þetta hefur ekki verið rætt einu orði í bæjarstjórn- inni. Það bendir því allt til þess að bæjarsjóður þurfi að borga vega- lagninguna fyrir utan annan kostnað," sagði Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Þjóðviljanum ekki tekist að ná tali af Jóni Böðvarssyni, for- stöðumanni Ratsjárstofnunar,en stöðin á Bolafjalli heyrir undir þá stofnun. -grh Það var Ijóst af þeim ummælum um ráðamenn þjóðarinnar sem fiskverkakonurnar í Sjólastöðinni létu flakka í viðræðum i/ið Ólaf Ragnar og Geir Gunnarsson I gær, að verkafólk hefur fengið mikið meira en nóg. Mynd Sig. Lífskjörin Fólc er oröiö öimagna Ólafur Ragnar og Geir Gunnarsson heimsœkja vinnustaði íHafnarfirði. Örvœnting meðal verkafólks vegna lágra launa og dýrtíðar. Tíðrœtt um matarskatt og aukna skattbyrði Kí Félagsdómur úrskurði um lagatúlkun Ágreiningur er á millifé- lagsmálaráðuneytisins og Kennarasambandsins um túlkun á lögum um kjarasamninga. Ólíklegt að ríkið samþykki launa- hœkkun sem ganga ætti í gildi 1. febrúar - Ef við fáum ekki hækkunina 1. febrúar þá tökum við skrefið til fulls og sendum málið fyrir félags- dóm, sagði Svanhildur Kaaber formaður Kennarasambands ís- lands, en sambandið hefur fengið þau skilaboð frá fjármálaráðu- neytinu að ólíklegt sé að 3% hækkun sem ganga átti í gildi 1. febrúar samkvæmt þeim samn- ingi sem kennarar hafa nú sagt upp, komi til framkvæmda. Að sögn Svanhildar er það ekki vafaatriði að kennurum beri að fá hækkunina greidda sam- kvæmt 12. grein laga um kjara- samninga opinberra starfs- manna, en þar segir: „Nú rennur kjarasamningur út vegna upp- sagnar. Skal þó eftir honum farið þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður“. Aðspurð um hvort kennarar hafi rætt verkfallsað- gerðir gangi hækkunin ekki í gildi, sagði Svanhildur að verkfall hafi komið til tals en ekki hafi enn verið ákveðið að leita eftir verk- fallsheimild félagsmanna. essir háu herrar í ríkisstjórn- að vinna í frystihúsi í nokkurn svitna fyrir litlu kaupi, sagði fisk- inni ættu að vera skyldaðir til tíma og reyna það af eigin raun að vinnslukona í Sjólastöðinni í Mið-Ameríka Stuðningur við friðaráæHun Utanríkisráðherrar Norðurlandanna: Lausn án utanaðkomandi íhlutunar verður að virða Utanríkisráðherrar Norður- landanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við friðará- ætlun Mið-Ameríkuríkjanna í tii- efni fundar forseta ríkjanna í Costa Rica í sl. viku. Ráðherrarnir láta í ljós þá von sína að fundur forsetanna hafi já- kvæð áhrif á frekari friðarumleit- anir og að friðaráætluninni verði hrundið í framkvæmd. Þá er einnig fagnað áframhaldandi við- leitni til eflingar lýðræðis, sátta og gagnkvæms trausts. - Mikilvægt er, að öll ríki sem hafa tengsl við eða hagsmuna að gæta á svæðinu viðri hin þjóðrétt- arlegu grundvallaratriði sem friðaráætlunin hvílir á. Vilja Mið- Ameríkuríkjanna til að leysa vandamál sín án utanaðkomandi íhlutunar verður að virða, segir í yfirlýsingu utanríkisráðherra Norðurlandanna. Hafnarfirði, í viðræðum við Ólaf Ragnar Grímsson, formann Al- þýðubandalagsins og Geir Gunn- arsson, alþingismann sem sóttu heim nokkra vinnustaði í Hafnar- firði í gær. Á þeim vinnustöðum sem Ólafur Ragnar Grímsson og Geir Gunnarsson heimsóttu í gær kom fram í viðræðum við verkafólk að því brennur heilög reiði í brjósti vegna stóraukinna álaga á launþega að undanförnu og var víða haft að orði að ekki hefði verið á bætandi, þar sem fólk hefði átt í fullu fangi fyrir með að láta enda ná saman í heimilisbók- haldinu. -rk - Við höfum litið svo á að þeg- ar samningi hefur verið sagt upp skuli eftir honum farið eins og hann er þegar hann rennur út. Ákvæði sem ganga í gildi eftir að hann er runnin út skuli því ekki koma til framkvæmda, sagði Ind- riði Þorláksson tormaður samn- inganefndar ríkisins. - Við erum hins vegar að láta lögfræðing at- huga málið og við munum eflaust fara að eftir því sem lögfræðingar okkar telja rétta túlkun og fram- kvæmd. Að sögn Svanhildar hafa engar miklar skriður verið á almennum samningaviðræðum KÍ og fjár- málaráðuneytisins. - Við erum enn, á báða bóga, að velta fyrir okkurýmsum hugmyndum, sagði Svanhildur. -K.Ól. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.