Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. janúar 1988 15. tölublað 53. árgangur Kjarasamningar Ný þjóðarsátt á döfinni Útspil krata: Nýþjóðarsátt á teikniborðinu á Vestfjörðum og Suðurnesjum. Skattaívilnanir ístað taxtahœkkana. Karvel Pálmason: Skammtímasamningar komatilgreina. Björn Grétar Sveinsson: Skattaívilnanir engin lausn Sjá bls. 3 -Sáf/rk Ný þjóðarsátt virðist vera að fæðast að undirlagi krata í verkalýðshreyfingunni, en Jón Baldvin Hannibalsson mun eiga stóran þátt í því að þjóðarsátt er nú á teikniborðinu á Vestfjörðum og Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum ÞjóðvUjans hefur fjár- málaráðherrann tekið vel í þá hugmynd að veita fiskverkafólki skattívilnanir á borð við þær sem sjómenn njóta, gegn „hóflegum kaupkröfum". Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða neitaði þessu þegar Þjóðviljinn spurði hann tíðinda af fundi hans og fjármálaráðherra fyrr í vik- unni. í höfuðvígjum krata í verka- lýðshreyfingunni, - Vestfjörðum og Suðurnesjum, er nú allt kapp lagt á að samningar til skamms tíma takist hið fyrsta á fyrrnefnd- um nótum, sem geti lagt línurnar fyrir aðra. Formaður og varaformaður Verkamannasambandsins hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að þess beri að freista að ná skammtímasamningum, þar sem allt kapp yrði lagt á að rétta kjör þeirra lægstlaunuðu, meðan tím- inn yrði undirbúinn fyrir samn- inga til lengri tíma. I viðtali við Þjóðviljann sagði Karvel Pálmason að æskilegt væri að ríkisvaldið hefði hönd í bagga með gerð kjarasamninga, t.d. með því að hækka skattleysis- mörk hjá fiskvinnslufólki. - Skattaívilnanir eru engin allsherjar lausn. Skattaafsláttur réttir ekki hlut þeirra sem hafa laun undir skattleysismörkum, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Hvalveiðiráðstefnan Leynd og pukur Ekkiuppgefiðfyrren ídaghvarráðstefnan verður haldin. Sendinefnd íslands mjög stór. Kristján Loftsson einn af íslenskufulltrúunum á ráðstefnunni Það verður ekki staðfest fyrr en á milli klukkan átta og níu í fyrramálið hva'r ráðstefnan yerð- ur haldin, sagði Haukur Ólafs- son, deildarstjóri í utanríkisráð- uncytinu, í samtali við Þjóðvilj- Útvarp Borgara- flokkurínn íRót Borgaraflokkurinn verður meðfasta þœtti í Útvarpi Rót. Hulda Jensdóttir Ijós- móðir líka Borgaruflokkurinn hefur feng- ið fasta þætti hjá útvarpsstöðinni Rót og verður þeim útvarpað aðra hverja viku á miðvikudags- kvöldum. Þá hefur Hulda Jcns- dóttír Ijósmóðir fengið fastan tíma í útvarpinu á sunnudags- kvöldum og hcitir þátturinn Lff- vernd. Útvarpið hefur útsending- ar nk. sunnudag. „Við erum bara ánægð með þetta," sagði Þóroddur Bjarna- son framkvæmdarstjón Rótar í samtali við Þjóðviljann. Þórodd- ur sagði að þessir aðilar hefðu sótt um að hafa þátt eins og aðrir sem eru með dagskrárgerð í út- varpinu en útvarpið sé öllum opið. „Útvarp Rót hefur enga á- kveðna pólitíska stefnu. Pólitísk stefna þess er summa þeirra hópa sem þar verða með þætti," sagði Þóroddur. -K.Ól. ann í gær um ráðstefnu hvalveiði- þjóða sem sett verður í Reykjavík í dag. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mun setja ráð- stefnuna klukkan níu árdegis í dag og fá biaðamenn að hlusta á setningarávarpið, sem verður á ensku. Eftir það er ráðstefnan lokuð fjölmiðlum, sem og öðr- um. Haukur sagði að búið væri að ákveða ráðstefnustaðinn en ekki mætti gefa neinar upplýsingar um hvar hann væri. Hann sagði að lögreglan myndi hafa einhvern viðbúnað í kringum ráðstefnuna auk þess sem gæsla hefur verið efld við hvalbátana. íslenska sendinefndin er að sögn Hauks mjög stór og er Krist- ján Loftsson í nefndinni, auk Halldórs Ásgrímssonar, sem er formaður íslensku sendinefndar- innar, og Steingríms Hermanns- sonar. Haukur vildi ekki gefa nánari upplýsingar um hvernig sendinefndin er samsett, en sagði að blaðamenn fengju lista yfir hana. Hinar þátttökuþjóðirnar senda misstórar sendinefndir. Græn- lendingar senda tvo áheyrnarfull- trúa, Rússar, Færeyingar og Kan- adamenn senda þrjá fulltrúa hver þjóð. Japanir senda 7 fulltrúa og Norðmenn 12. Atli Dam er eini erlendi ráðherrann sem sækir ráðstefn- una. Hinar þjóðirnar senda emb- ættismenn og vísindamenn utan Japanir en formaður sendinefnd- ar þeirra er þingmaður. -Sáf Löggæsla hef ur verið ef Id mjög við hvalbátana vegna ráðstefnu h val veiðiþjóöa í Reykjavík í dag og á morgun. Mynd - E.ÓI. Bifreiðagjöld Osvífinn snjósleðareikningur Stefán Rögnvaldsson: 11 þúsund króna gjaldfyrir gamlan snjósleða Bændur í Öxnafirði í N- Þingeyjarsýslu hafa fengið reikning lyrir bifreiðagjöld af snjósleðum og ber þeún að gr%iða rúmar ellefu þúsund krónur af sleðunum í ár. Að sögn Stefáns Rögnvalds- sonar, bónda að Leifsstöðum í Öxnafirði, fékk hann reikning fyrir bifreiðagjöld fyrir hálft árið nýlega og ber honum að greiða 5.145 krónur fyrir jeppa sem hann á, 3.815 krónur fyrir fólks- bíl og 5.675 krónur fyrir gamlan snjósleða frá 1977. Hann sagðist hafa haldið að hér væri um misskilning að ræða en komist að því að fleiri bændur á næstu bæjum hefðu fengið svip- aða reikninga. „Það er ekki einsog við notum þessa snjósleða til að leika okkur, heldur eru þeir m.a. notaðir í eft- irleitir á heiðunum. Þetta er því einhver ósvífnasti reikningur sem ég hef fengið fram til þessa." Stefán sagðist aka snjósleðan- um um 5-600 kílómetra á ári og aðallega væri það utan vega. -Sáf Alþýðublaðið KWi r út í loftið „Þetta er gaspur út í loftið, tal- að af manni sem ekkert þekkir til verkalýðsbaráttu né þeirra kjara sem verkafólk verður að lifa við," sagði Karvel Pálmason um leiðara Alþýðublaðsins i gær. í leiðaranum er ferð þeirra Karvels og Guðmundar J. Guð- mundssonar um landið til að kanna hug félagsmanna í Verka- mannasambandinu, kölluð ferð án fyrirheits sem sé meira í þágu verkalýðsforystunnar en verka- lýðsins sjálfs. Karvel sagði að ferð þessi hefði verið samþykkt einróma á fram- kvæmdastjórnarfundi VMSÍ og meðal þeirra sem lögðu þetta til voru góðir og gegnir kratar á borð við Guðríði Elíasdóttur og Rögnu Bergmann. „Sá sem skrifaði þetta ætti að reyna að lifa af þeim launum sem greidd eru í frystihúsi." -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.