Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR VMSI Ut úr vítahringnum Karvel Pálmason: Það kemur til greina að gera skammtímasamning. Fyrst og fremst leiðréttingu á launum þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs. Matarskatturinn auðveldar ekki samningsgerðina „Það kemur vel tíl greina að gera skammtímasamning til tveggja, þriggja mánaða og er þá fyrst og fremst verið að tala um leiðréttingu á launum þess fólks sem ekki hefur notið launaskriðs- ins og hefur setið eftir. Prósentu- hækkun sem fer upp allan launa- skalann kemur hinsvegar ekki til greina að okkar mati,“ sagði Kar- vel Pálmason við Þjóðviljann í gær. Karvel sagði að vel kæmi til greina að ríkisstjórnin kæmi inn í slíka samninga t.d. með því að hækka skattleysismörk hjá fisk- vinnslufólki. Hann sagðist hins- vegar ekki vilja upplifa þjóðar- sátt á borð við þá sem gerð var í jólaföstusamningunum, sem var ekki þríhliða samkomulag, held- ur tvíhliða samkomulag ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar og atvinnurekenda. Karvel sagðist telja æskilegt að ríkisvaldið hefði hönd í bagga við gerð kjarasamninga en það yrði þá að standa við sinn hluta sam- komulagsins. „Ég hef alla tíð hvatt til þess að menn reyni að brjótast út úr þessum vítahring þar sem prósentuhækkunin fer upp allan launastigann og tel því rétt ef þarf að leiðrétta laun þeirra sem eru ofarlega í stigan- um, að það verði krónuhækkun sem gangi upp hann.“ Náist ekki samkomulag um skammtímasamning má búast við að fleiri félög leiti verkfallsheim- ildar. Að sögn Karvels hefur \'er- ið einhugur á fundum þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar um að Verkamannasambandið leiði samningana að þessu sinni. Hann sagðist hafa spurt fundar- menn á fundi Einingar í fyrra- kvöld hvort fólk væri tilbúið að fara í hart til að ná fram leiðrétt- ingu á sínum kjörum og hefði þá kveðið við já yfir allan salinn. Að lokum sagðist Karvel hafa fundið mikla andstöðu við matar- skattinn allsstaðar þar sem þeir Guðmundur hefðu fundað. „Það kom mér ekki á óvart. Það er ljóst að matarskatturinn auðveld- ar ekki samningsgerðina nú.“ í gær hafði verið áformaður fundur á Egilsstöðum en vegna veðurs var ákveðið að fresta þeim fundi. í stað þess héldu þeir Kar- vel og Guðmundur fund á Hellu. -Sáf Austurland Skattaívilnanir engin lausn Björn Grétar Sveinsson: Skattaívilnanir engin allsherjarlausn. Hrafnkell A. Jónsson: Niðurgreiðsla matvæla besti skattaafslátturinn Vinnuveitendur og ríkisstjórn- in geta sjálfsagt fallist á skatt- aívilnanir fiskvinnslufólki til handa, en þá aðeins gegn því að launahækkanir verði litlar sem engar. Ég er ekki farinn að sjá fram á að fólk sætti sig slíkt ráðs- lag, sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs á Eskifirði, er borið var undir hann hvort með tilraunum Vestfirðinga og Suðurnesja- manna til að ná samningum á þessum nótum til skemmri tíma væri verið að leggja línurnar að nýrri þjóðarsátt. - Eigi samningar að takast til skamms tíma, þá er það algert skilyrði að fiskverkafólk hljóti þær launabætur sem það hefur verið hlunnfarið um í launaskriði undanfarinna missera og fái starfsaldurshækkanir eins og aðr- ir hafa fengið, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Horna- firði. - Gerist ekkert markvert í samningamálum fyrir mánaða- mót þá verður verkalýðshreyf- ingin að blása til orustu. Leggi fólk á annað borð niður vinnu verður það ekki gert nema það nái fram umtalsverðum launa- hækkunum sem eru á öðrum nót- um en VSÍ og þjóðhagsspárinn- ar. Hrafnkell sagði að það gæti vel hugsast að önuglyndi vinnu- veitenda gagnvart kröfum Ausfirðinga mætti skoða f því ljósi að þeir hefðu verið að bíða eftir einhverju í þá veru sem talað er um á Vestfjörðum og Suður- nesjum. Björn Grétar sagði að nokkru leyti vera komnar upp sömu for- sendur í fiskvinnunni og giltu um sjómennskuna þegar sjómanna- frádrátturinn var tekinn upp svo unnt væri að fá mannskap í atvinnugreinina. - Menn skyldu þó athuga að skattafrádráttur kemur að litlu haldi fyrir þann stóra hóp fisk- verkafólks sem hefur ekki hærri tekjur en það að tæplega nái skattleysismörkum. Og mér er spurn hvað eigi að gera við ýmsa aðra hópa launafólks sem hefur viðlíka kjör og einstæða foreldra, sagði Björn. - Ég sé ekki hvernig skattaaf- sláttur á að skila sér til þess fisk- vinnslufólks sem greiðir enga skatta sökum lágra launa. Einu skattaívilnanirnar sem ég sé fyrir mér sem skiluðu sér beint til lág- launafólks væri umtalsverð nið- urgreiðsla á matvælum, sagði Hrafnkell. -rk Suðurnes Þreifað á atvinnu- rekendum Guðrún Ólafsdóttir: Jákvœðar undirtektir atvinnurekenda - Ég læt ekkert uppi við fjöl- miðla annað en það að verkalýðs- félögin áttu jákvæðar og gagnleg- ar viðræður við atvinnurekendur í gær og annar fundur verður haldinn á föstudag. Fyrst spurt er þá er það rétt að rætt hefur verið um skammtímasamkomulag og skattaívilnanir fiskvinnslufólki til handa, sagði Guðrún Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Keflavíkur. Verkalýðsfélögin á Suðurnesj- um hafa hafið samningaviðræður við atvinnurekendur um kjara- samninga til skamms tíma. Haft hefur verið eftir Karli Steinari Guðnasyni, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágr. að möguleikar séu á samkomulagi. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans leggja talsmenn verka- lýðsfélaganna syðra ríkari áherslu á skattafslátt og iaunal- eiðréttingar einstakra hópa en beinar kauphækkanir, á svipaðan hátt og gert er í samningaviðræð- unum á Vestfjörðum. En á báð- um þessum stöðum eru tvö helstu höfuðvígi Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni. -rk Sykurmolarnir Kaldtr sviti stefnir hátt Velgengni Sykurmolanna á er- lendri grund virðist ekkert vera að linna ef marka má þær pantanir sem vcrslanir í Bretlandi hafa gert á nýjustu smáskífu þeirra, Cold sweat, en um 20 þús- und plötur eru nú þegar farnar í verslanir aðeins tveimur dögum eftir að platan kemur út. „Miðað viö velgengni Afmælis þá áttum við nú hálfvegis von á þessu,“ sagði Sigtryggur Baldurs- son sykurmoli í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Það verður hins vegar mjög spennandi að sjá hvernig Cold sweat reiðir af því Iagið er mjög ólíkt Afmælinu.“ Sigtryggur sagði jafnframt að lagið væri strax komið inná spila- lista hjá útvarpsstöðvum BBC, en með því tryggir útvarpsstöðin að lagið er spilað mjög oft. Syk- urmolarnir stefna að því að breið- skífa sú sem þeir hafa verið að vinna að komi út ekki síðar en í mars, en að sögn hans verða þar lög sem eiga möguleika á að kom- ast ofarlega á vinsældalistann ef marka má velgengni Afmælis og Cold Sweat. Myndband Óskars Jónassonar með laginu Cold sweat verður væntanlega fljótlega sýnt í sjón- varpsstöðvum í Bretlandi, þ.e.a.s. ef samkomulag næst um örfá myndskeið á bandinu, en að sögn Sigtryggs fara nokkur atriði fyrir brjóstið á Bretanum. Sykurmolarnir stefna að því að halda tónleika á Hótel Borg 4. febrúar nk. þar sem þeir kynna m.a. lögin af væntanlegri breið- skífu sinni. —K.Ól. Kílóið af gellu og af laxi, sem Gunnlaugur Þórhallsson, verslunarstjóri hjá Kron heldur á, kostar í dag það sama, eða 395 krónur út úr búð! Mynd: E. Ól. Soðning Gellur á laxaverði Það er orðið heldur betur dýrt að kaupa sér gellur í soðið, því í dag kostar eitt kfló af gellum 395 krónur, sem er það sama og eitt kfló af laxi kostar. Að sögn Gunnlaugs Þórhalls- sonar, verslunarstjóra hjá Kron í Stakkahlíðinni, er þetta verð á gellunum rosalega hátt. Sagði hann að innkaupsverðið á þeim vera 299 krónur, á sama tfma og verðið á laxinum hefði lækkað að mun og vera sérlega gott um þess- ar mundir. Ástæðan fyrir því er mikið framboð á honum. Einhver áhöld virðast vera á því hvað söluskatturinn eigi að vera mikill á gellunum og hafa fisksalar sem Gunnlaugur hefur haft samband við, ráðlagt honum að hafa hann aðeins 10% en aðrir að hann eigi að vera 25%. í sam- tali við Þjóðviljann sagði Gunn- laugur að álgningin á gellunum væri 32% og inni í þeirri tölu væri 25% söluskattur. „Það sjá allir sem vilja vita að þá er ekki eftir fyrir búðina nema 7% sem er það allra lægsta sem hægt er að kom- ast af með,“ sagði Gunnlaugur Þórhallsson. Fiskseljendur sem Þjóðviljinn hafði samband við í gær út af þessu verði á gellunum, sögðust ekki trúa þessu háa verði á þeim, en almennt eru gellur ekki á boð- stólum í fiskbúðum í dag og erfitt að fá þær í sölu. -grh Fimmtudagur 21. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.