Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 5
ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGI ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGI ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGI Snemma beygist krókurinn, segir máltækið, en óvíst er hvort þessi heimsókn strákanna á þingpalla hefur glætt áhuga þeirra á frama í stjórnmálum í framtíðinni. Myndir E.ÓI. Verkstjóm í molum Þó oft væri þunnskipað í þingsalnum við umræðu hópuðust þingmenn í salinn þegar kom að atkvæðagreiðslu. „Ef ég hefði verið ráðinn í vinnu hingað væri égfyrir löngu búinn að segja upp,“ sagði einn nýliðanna í liði al- þingismanna þegar mest gekk á í kringum jólin. „Maður hafði nú gert sér ákveðnar hugmyndir um vinnubrögðin hér á Alþingi, að þau væru ekki alltaf til fyrirmyndar, en þessi hringavitleysatekurút yfirallan þjófabálk. Áflestum vinnustöðum er vinnan skipu- lögð fyrirfram og fólk veit nokkurnveginn hvaða verk bíða þeirra að morgni, en hér breytist dagskráin á klukku- tímafresti, allteftirþví hvernig stendur í bólið hjá ráðherrun- i ■ m “ Fæsta óraði fyrir þeim darrað- ardansi sem var á Alþingi nú í árslok og upphafi þessa árs, þeg- ar 110. löggjafarþing þjóðarinnar var sett í haust. Voru flestir þeirrar skoðunar að þinghaldið yrði með daufara móti þar sem ríkisstjórnin hafði stærri meiri- hluta en ríkisstjórnir undanfarna áratugi. Það var því ekki búist við miklu af stjórnarandstöðunni. Þingmönnum og flokkum fjölgar Þinghaldið var að mörgu leyti öðru vísi en undanfarin ár. í fyrsta lagi hafði þingmönnum fjölgað um þrjá, voru 63 í stað 60 á síðasta kjörtímabili. Þá hafði flokkum einnig fjölgað, voru tveimur fleiri en á síðasta kjört- ímabili. Nýju þingflokkarnir voru annarsvegar Borgaraflokk- ur, með sex þingmenn, og Samtök jafnréttis og félags- hyggju, sem margir líta reyndar á sem sérframboð Stefáns Val- geirssonar. Þingflokkur Kvennalistans hafði einnig stækkað, sem heyrir til nýmæla, því nýir flokkar hafa sjaldan náð fótfestu lengur en eitt kjörtímabil. Þá hefur Sjálfstæðis- flokkurinn aldrei verið jafn lítill og nú og í fyrsta skipti í sögunni var Alþýðuflokkurinn stærri en Alþýðubandalagið. Þegar allt þetta er skoðað sést að fjórflokkakerfið svokallaða virðist liðið undir lok. Reyndar er erfitt að spá í framtíð nýju flokk- anna. Nokkuð ljóst er að flokkur Stefáns Valgeirssonar verður ekki til langframa, hinsvegar gæti Þjóðarflokkurinn náð manni inn á þing núna, séu niðurstöður skoðanakannana skoðaðar. Þá á Kvennalistinn stöðugt meira fylgi að fagna, þótt ekki beri mikið á listanum í umræðunni. Borgar- aflokkurinn virðist einnig eiga sitt trausta fylgi, þó það sé nokkru minna en í síðustu kosn- ingum, og þeir sem héldu að hér væri bara um stundarupphlaup hjá Albert Guðmundssyni að ræða hafa nú flestir skipt um skoðun. Ekkert bendir til að þessir flóttamenn úr íhaldinu snúi í bráð til föðurhúsanna. Óeining í ríkisstjórninni Strax í upphafi þings lýsti ríkis- stjórnin því yfir að á þessu lög- gjafarþingi yrði staðið í stór- ræðum og boðuðu ráðherrarnir á annað hundrað frumvörp sem lögð yrðu fram á þinginu. Bið varð þó á því að þau frumvörp kæmu fram og ef stjómarand- staðan hefði ekki verið til staðar hefði þinghald legið niðri að mestu leyti fram í desember, en þá rigndi inn frumvörpum frá ríkisstjórninni og nú lá mikið á að sem flest þessara frumvarpa yrðu að lögum fyrir jól. Fljótlega í haust var ljóst að þó ríkisstjórnin hefði mikinn þing- meirihluta að baki sér var tölu- verð óeining meðal þeirra flokka sem stóðu að stjórninni og að ein- staka þingmenn flokkanna þriggja myndu fara sínar eigin leiðir. Karvel Pálmason lýsti því yfir að hann styddi ekki ríkis- stjórnina, heldur myndi láta sam- visku sína ráða um afstöðu til ein- stakra þingmála og ráðherrar jafnt sem þingmenn höfðu fyrir- vara um mörg þeirra mála sem boðuð höfðu verið. Fyrst skal staldrað við fjár- lögin. Ríkisstjórnin áformaði upphaflega að ná niður fjárlaga- hallanum á þremur árum en þeg- ar kom fram á haustið kom í ljós að efnahagshorfurnar voru miklu verri en áætlað hafði verið og við- skiptahallinn meiri. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun um að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum strax á fjárlögum 1988. Þetta þýddi að skurðarhnífnum varð að beita með mun róttækari hætti en áður hafði verið áformað og afla varð meiri tekna. Jón Baldvin boðaði matarskattinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Jón Baldvin varð að fresta álagningu matarskattsins fram yfir áramót vegna mótmæla verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarandstöðunnar. Margir stjórnarþingmenn voru einnig ef- ins um ágæti matarskattsins, einkum framsóknarmenn sem óttuðust afleiðingarnar fyrir sölu á landbúnaðarvörum, en þær þóttu nógu dýrar fyrir tíð þessa illræmda skatts. Þá voru ýmsir sjálfstæðismenn einnig efins um . skattinn og almennt um skatta- jft, gleði fjármálaráðherrans. Karvel w Flmmtudagur 21. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.