Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 9
„Dýrtíðin aldrei meiri og kjörin verri. Svívirðaað láglaunafólk greiði sama skatthlutfall og banka- stjóraraf300.000 kr. mánaðarlaunum. * Oskiljanlegt hvað mönn- unum gengur til með matarskattinum. “Með Geir Gunnarssyni og OlafiRagnariávinnu- stöðum í Hafnarfirði ýmsir á orði að það væri hámark ósvífninnar þegar fjármálaráð- herra Jón Baldvin segði uppí opið geðið á fólki í fjölmiðlum að það yrði hlegið að því eftir nokkur ár fyrir að kvarta undan efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar. - Hann skyldi vera minnugur þess að sá hlær best sem síðast hlær. Verkafólk hefur ekki sagt sitt síðasta orð, sagði roskin fisk- verkakona, sem sagðist muna tímana tvenna í kjaramálum. - Það má ekki endurtaka sig að það verði samið við atvinnurek- endur á sömu nótum og síðast. Skilji verkalýðsforustan ekki þetta þá höfum við ansi lítið með slíka fugla að gera. -rk SNYRTIVÖRURNAR eru lækkaðar á sama tíma og maturinn er skattlagður. Svona ráðslag er óskiljanlegt með öllu, sögðu kennarar í Öldutúnsskóla við hádegisverðarborðið á kennarastofunni. svo goou örvæntingu yfir dýrtíðinni, for- undran yfir efnahagsaðgerð- um ríkisstjórnarinnarog hei- laga vandlætingu vegna vinn- uþrældóms og lágra launa bar alls staðar á góma hjá launþegum sem GeirGunn- arsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu við á vinnu- stöðum í Hafnarfirði fyrr í vik- unni. Samt varengan bilbug að finna á fólki þótt á móti blési - kaupaukinn væri til í samfélaginu, það ætti bara eftir að sækja hann. - Það er ekkert nýtt að at- vinnurekendur barmi sér. Hve- nær hafa þeir ekki rekið upp ramakvein þegar kjarasamningar standa fyrir dyrum og biðlað til vinveitts ríkisvalds um að skerða laun verkafólks? Það er alltaf ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, sagði einn verkakarl- anna í skipasmíðastöðinni Dröfn. - Hva, við héldum að þið létuð ekki sjá ykkur nema rétt fyrir kosningar eins og pólitíkusa er siður. Við höfum ekki átt öðru að venjast, sögðu karlarnir í slippn- um hjá Dröfn, blánefjaðir í nepj- unni, þegar Geir og Ólafur birt- ust fyrirvaralaust. Ólafur Ragnar og Geir sögðu að þeir væru ekki komnir til að messa yfir mannskapnum ein- hverjar kosningaræður. Til- gangur heimsóknarinnar væri fremur sá að heyra milliliðalaust frá launafólki hvern hug það bæri í brjósti til matarskattsins og ann- arra dýrtíðaraðgerða ríkisstjórn- arinnar og hvaða blikur væru á Iofti í kjaramálunum. - Þegar við vorum á yfirreið fyrir síðustu kosningar tókuð þið það loforð af okkur að við kæm- um áður en langt um liði. Það loforð erum við nú að efna, sagði Geir við karlana í slippnum, sem voru fegnir smá hvfld frá vinnu og skeyttu ekki um framleiðnitap BESSI Jóhannsson hjúkrunarfræðingur og Sveinn Guðbjartsson, forstjóri Sól- vangs, sögðu að það væri eiginlega orðinn ógjörningur að fá hjúkrunarfólk til að gegna heilum stöðum. - Menn fá einfaldlega meira fyrir að ráða sig í hluta úr stöðu og bæta sér upp launin með aukavöktum. Það hlýtur þó hver ábyrgur stjórnmálamaður að sjá að það er ekkert vit í heilbrigðiskerfi sem er rekið á aukavinnu. Þetta kemur ekki til með að lagast fyrr en grunnlaunin eru hækkuð, sagði Bessi, en hann er með 52.000 króna mánaðarlaun fyrir að gegna 100% stöðu. - SÁ hlær best sem síðast hlær. Verkafólk hefur ekki enn sagt sitt síðasta orð - það skyldi Jón Baldvin muna þegar hann sendir okkur tóninn í fjölmiðlum og segir að það verði hlegið að umvöndunum okkar vegna matarskattsins eftir nokkur ár. Þetta roskna fiskvinnslufólk hjá Sjólastöðinni virtist hvergi bangið þótt það fái litlar þakkir hjá atvinnurekendum og ríkisstjórn fyrir að strita í sveita síns andlits. fyrirtækisins á meðan. En slíkar óumsamdar hvfldir er víst litið á sem vinnusvik á æðri stöðum. - Maður fer að kannast við sig þegar verðbólgan þýtur upp eins og núna, heyrðist einn slippkarl- anna muldra, þegar Ólafur og Geir minntu á að Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son hefðu þrástagast á því í kosn- ingabaráttunni í vor og sögðu allt vera í lukkunnar velstandi í stjóm efnahagsmála. - Og nú hrópar Steingrimur að Róm brenni. Mér er spurn hver kveikti í? Hann gat þess ekki, sagði Ólafur Ragnar. - Ég held að menn hafi tekið hæfilega mikið mark á Jóni Bald- vin í vor þegar hann sagði að krat- arnir myndu leggja á stóreigna- skatt kæmust þeir að kjötkötlu- num. Hvað gerist? Jón lætur standa sig að því að fara eftir ráð- leggingum íhaldsins og leggja á matarskatt. - Já, og svo á láglaunafólk von á meiri glaðningi ef að líkum lætur. Kemur ekki virðisauka- skattur næst og álögumar á lág- launafólk þyngjast enn? - í sjálfu sér er ekki annað hægt en að fagna staðgreiðslu op- inberra gjalda. En það nær nátt- úrlega engri átt að skattbyrðin sé aukin um leið og sama skatthlut- fall sett á þá sem draga fram lífið á nauðþurftatekjum og til dæmis bankastjóra með upp undir 300.000 króna mánaðarlaun. Þetta vom meðal þeirra um- mæla sem karlamir í slippnum létu flakka í viðræðum við gestina og lái þeim hver sem vill. Á kennarastofunni í Öldutúns- skóla tók fólk ekki eins stórt uppí sig, en auðheyrt var að ánægja með kjör og álögur var síst meiri en hjá slippkörlunum. - Vörumar hækkuðu sam- stundis. Það stóð ekki á því. En óvíst er hvenær lækkunin skilar sér á hinum vörutegundunum sem áttu að lækka, sagði kennslu- kona á miðjum aldri í sambandi við umræður sem spunnust um breytingar á tollum og aðflutn- ingsgjöldum. - Þessi matarskattur er hreinasta svívirða. Ég get bara ómögulega skilið hvað mönnun- um gengur til með þessu. Á sama tíma og matvælin eru skattlögð, er verið að lækka tolla á snyrti- vömm og öðmm lúxus, var við- kvæði sem heyrðist úr hverju horni á kennarastofunni. - Það fæst varla nokkur til starfa á þessum launum og vakta- vinnu í þokkabót, sagði ganga- stúlka á Sólvangi. - Ég er búin að vinna hér í 18 ár og kaupið fer lítið hækkandi. Maður rétt sligast yfir 40 þúsund- in með því að vinna fulla vakta- vinnu og skrapa í nokkrar auka- vaktir á mánuði. Ja, það vildi ég svo fegin sleppa aukavöktunum, en hver hefur efni á því, sagði önnur gangastúlka. - Ég get engan veginn séð hvernig fólk með börn og á stríp- uðum töxtunum á að geta séð sér og sínum farborða í allri þeirri dýrtíð sem hér ríkir. Þótt ljótt sé frá að segja þá er það bónusinn sem gerir gæfu- muninn hjá mér - án hans væri þetta ekki hægt. Því miður ansi langt í land með að hægt verði að framfleyta sér á dagvinnutekjun- um einum saman og maður þurfi ekki að vera að slíta sér út fyrir fjandans bónusinn, sagði fisk- verkakona í Sjólastöðinni, þegar Ólaf Ragnar og Geir bar að garði í kaffitímanum. Fiskverkafólkinu í Sjólastöð- inni var auðheyrilega mikið niðri fyrir þegar talið barst að matar- skattinum og dýrtíðinni. Höfðu KAREN Viðars starfsstúlka setur rúll- ur í Sigrúnu Sæmundsdóttur heimilis- mann á Sólvangi. Karen hefur heilar 22.000 krónur á mánuði fyrir 70% vinnu. - Ég skúra í aukavinnu til þess að við hjónin getum náð endum sam- an. Það getur ekki heitið að neitt sé eftir þegar búið er að borga húsaleigu uppá 20.000 og greiða 8000 með barninu hjá dagmömmu. ÞÓRA Ámadóttir, gangastúlka á elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi hefur 38.000 króna laun á mánuði fyrir fulla vinnu. - Þegar vaktir og álag bætist við tosast launin uppí 47.000. - Það er ekki svo að maður geti stungið þessum aurum í vasann og notað þá til frílystinga. Nóg komið af — ÉG vildi nú ekki orða þetta svona að hlutfallslega meira fari af launum láglaunafólks í kaup á mat eftir matar- skattinn. Það fer hreinlega allt kaupið í matinn núna, sagði einn slippkarl- anna í Dröfn við þá Geir og Óiaf Ragnar. Myndir Sig. Lífskjörin 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 21. janúar 1987 Fimmtudagur 21. Janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.