Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 10
FRONSKUNAMSKEID ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. jan- úar. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefsl fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsing- ar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslu- kortaþjónusta. Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar 150 REYK^AVÍK - SÍMI 686095 Verkstjóranámskeið fiskvinnslunnar hefjast að nýju í Hótel Borgarnesi að morgni 28. janúar. Kenndar verða samtímis fyrri og seinni önn. Verkstjórar eru hvattir til að láta þessi námskeið ekki framhjá sér fara og skrá sig hjá skrifstolu Starfsfræðslunefndarinnar í síma 91 -686095 fyrir þriðjudaginn 26. janúar. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboðum í byggingu þjónustuhússfyrirtjaldbúðirí Laugardal. Húsiðer að flatarmáli 223 m2 og rúmmálið 595 m3. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sirni 25800 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. 18. janúar 1988 Fjármálaráðuneytið PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða að Gufuskálum flokksstjóra rafeindavirkja Boðið er upp á þjálfunarnámskeið í Bandaríkjun- um að reynslutíma loknum. Húsnæði ásamt húsgögnum er til reiðu á staðn- um. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra Gufuskálum í síma 93-66604. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Þingmenn á almennum stjórnmálafundum í þinghléi Húsavík Steingrímur J. Sigfússon veröur á fundi í félagsheimilinu á Húsavík fimmtudaginn 21. janúar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Akureyri Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Alþýðu- húsinu á Akureyri föstudaginn 22. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Ólafsfjörður Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Tjarnar- borg í Ólafsfirði sunnudaginn 24. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Alþýðubandalagið I Kópavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn, 30. janúar Húsið verður opnað kl. 19:00 og verður þá boðið upp á lystauka Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guðmundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitin Haukar leikur fyrir dansi. Miðsala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn 28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frá tekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750. Stjórnin Alþýðubandalagið Skagafirði Félagsfundur Fundur í Villa Nova, Sauðárkróki, mánudaginn 25. janúar kl. 20 30 Fundarefni: 1) Félagsstarfið. 2) Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar. 3) Ónnurmál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Siglufirði Kaffifundur alla miðvikudaga Hinir vinsælu kaffifundir verða í Suðurgötu 10 á miðvikudögum frá klukkan 17-19 e.h. - Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Afmælisundirbúningur Vegna undirbúnings fyrir 30 ára afmæli Alþýðubandalagsins í Hafnarf irði 5. mars n.k. boðar stjórn félagsins til fundar í Skálanum, Strandgötu 41, iaugardaginn 23. janúar n.k. kl 10.00. Til umræðu verður útgáfa afmælisblaðs félagsins og eru allir þeir sem áhuga hafa á að vinna að útgáfunni eða eru með tillögur um efni og vinnslu hvattir til að mæta á fundinn. _________________________________________________Stjórnin Félagsfundur Alþýðubandalagsins á Þorlákshöfn verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 að Haukabergi 6. Á fundinum mæta Svavar Gestsson og Margrét Frímannsdóttir. - Allir velkomnir. Spilakvöld Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fyrsta spilakvöld vetrarins verður haldið kl. 20:30 þriðjudaginn 26. janúar I Miðgarði, Hverfisgötu 105. ABR Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi Vopnafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30. Bakkafjörður, opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni, föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Eskifjörður, félagsfundur ABE, föstudaginn 22. janúar kl. 20.30. Fáskrúðsfjörður, aðalfundur Alþýð- ubandafélags Fáskrúðsfjarðar í Verkalýðshúsinu, mánudaginn 25. janúar kl. 20:30. Höfn f Hornafirði, opinn fundur í Miðgarði, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:30. Hjörleifur Hjörleifur Gutt- ormsson alþing- ismaður heldur áfram ferð um kjördæmið í kom- andi viku, kemur á vinnustaði og verður á fundum sem hér segir: Breiðdalur, opinn fundur í Staðar- borg, fimmtudaginn 28. janúar kl. 20:30. Reyðarfjörður, aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Reyðarfjarðar í Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20:30. Alþýðubandalagið - kjördæmisráð Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur Þingmennirnir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða þjóðmálin við félaga og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, miðvikudaqinn 27. janúar kl. 20.30. ATH! Fundurinn verður í sal verkalýðsfélagsins Þórs, Árvirkjahúsinu við Eyra- veg. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin ERLENDAR FRÉTTIR Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn í Þinghóli, Hamraborg 11, mánu- daginn 25. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar fyrir 1988, önnur mál. Stjórnin Alþýóubandalagið I Kópavogi Morgunkaffi Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Eggert Gautur Gunnarsson, fulltrúi í félagsmálaráði, verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 23. janúar frá 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin Líbanon/England Ár frá hvarfi Waites íranskir byltingar- verðir sagðir gœta hans í Vestur-Beirút í gær hófst annað ár aumrar vistar Terrys Waites í dýflissu líb- anskra mannræningja. Kvittur um að hann yrði hugsanlega Iátinn laus einhvern næstu daga virðist hafa verið úr lausu lofti gripinn. Þvert á móti eru ekki taldar miklar líkur á því eftir að fréttir bárust um að hans væri núorðið gætt af írönskum bylt- ingarvörðum. Waite er 48 gamall erindreki erkibiskupsins í Kantaraborg, Róberts Runcies. Hann hvarf sporlaust í Vestur-Beirút þann 20.janúar í fyrra er hann var þar í embættiserindum, hugðist hann reyna að telja ræningjum Banda- ríkjamannanna Terrys Ander- sons og Tómasar Sutherlands hughvarf og fá þá leysta úr haldi. I gær báðu breskir trúmenn fyrir erindrekanum og Runcie lét útvarpa ávarpi er hann vonaði að bærist undirmanni sínum til eyma. í því er honum tjáð að fjöl- skylda hans sé við góða heilsu og hlakki til endurfundanna. Haft er eftir heimildamanni í Líbanon sem ekki er vanur að fara með staðlausa stafi að ír- anskir byltingarverðir hefðu tekið við vörslu Waites og ann- arra erlendra gísla í landinu fyrir þrem vikum. Markmiðið kvað vera að koma í veg fyrir að ríkis- stjórnir kaupi þá lausa af sítasam- tökunum er höfðu þá í haldi án þess að stjórnvöld í Teheran væru spurð leyfis. Heimildamaðurinn hefur orð- ið: „íranir vilja að allar samn- ingaviðræður um lausn gíslanna fari fram fyrir milligöngu þeirra. Gíslamálið er nú alfarið í hönd- um þeirra." Hann bætti því við að Waite og þorri annarra erlendra gísla væra hafðir í haldi einhvers- staðar í suðurhverfum Vestur- Beirút en þar búa sítar og ráða því sem þeir ráða vilja. Engir hópar hafa lýst ábyrgð- inni á brottnámi Waites á hendur sér né hefur nokkurs lausnar- gjalds verið krafist. Hið eina sem bendir til þess að sítar hafi hann í haldi fremur en einhverjir aðrir er yfirlýsing frá „Byltingarsinn- uðu réttlætissamtökunum" frá því í febrúar í fyrra. Þar er honum borið á brýn að hafa gengið er- inda bandarísku leyniþjónust- unnar CIA og hafa haft hlerunar- tæki í fórum sínum. íranir hafa hinsvegar ítrekað þvegið hendur sínar af ráni Waites og vilja ekk- ert við hann kannast. Reuter 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.