Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR ísrael og herteknu svœðin Palestínumenn barðir til óbóta ísraelskir hermenn virðast hafa tekiðfeginshendifyrirskipun Rabíns varnarmálaráðherra um að spara hvergi barsmíðarnar w I sraelskir hermenn börðu að minnsta kosti 50 Palestfnu- menn til óbóta í flóttamannabúð- um á Gazasvæðinu í gær, daginn eftir að varnarmálaráðherrann Yitzhak Rabín iýsti þvf yfir að héðan í frá myndu dátar sínir brúka „afl, mátt og barsmíðar“ til þess að brjóta mótmæli á her- teknu svæðunum á bak aftur. Kona er nefnd Angela Wil- liams og er hún starfandi yfir- maður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna á Gazasvæðinu. Greindi hún fréttamönnum frá því að hjúkrunarfólk heilsugæsl- ustöðvar í Jadalya flóttamanna- búðunum hefði gert að alvar- legum sárum 52 palestínskra ung- menna í gær sem ísraelskir her- menn hefðu barið með kylfum. Fimm þeirra hefðu þurft að leggj- ast inná sjúkrahús. „Læknamir voru forviða er þeir sáu hve illa fólkið var leikið eftir barsmíðarnar. Margir voru beinbrotnir og flestir með stór gapandi sár.“ Fréttamaður Reuters að nafni Steve Weizman sagðist í gær hafa orðið vitni að því er ísraelskir hermenn vopnaðir tröllakylfum hefðu sparkað upp hurðum á heimilum palestínskra fjöl- skyldna í Kaburah búðunum í Ramallah, dregið unglinga út og Ungur Palestínumaður veifar fána þjóðar sinnar á Gazasvæðinu. Líbanon Sítar aflétta herkví Leiðtogi amalsíta vottar Palestínumönnum á herteknu svœðunum við ísrael virðingu sína meðþvíað aflétta umsátri umflóttamannabúðir brœðra þeirra í Vestur-Beirút Vigamenn af trúflokki sítamús- lima afléttu í gær umsátri sínu um flóttamannabúðir Palestinu- manna í Vestur-Beirút, þrem árum eftir að þeir tóku sér stöðu umhverfis þær. Sjónarvottar greindu frá því að mörg hundruð dátar Amal- hreyfingarinnar og sjöttu deildar líbanska hersins, sem einkum er skipuð sítum, hefðu tekið saman föggur sínar og yfirgefið skot- stöður utan Shatila og Bourj-al Barajneh búðanna. Þær kváðu vera lítið meir pn rústir og brak eftir átökin undánfarin ár er kost- að hafa að minnsta kosti 2,500 manns lífið. Um 250 sýrlenskir hermenn hreiðruðu um sig á 17 stöðum við búðirnar eftir að sít- arnir voru á brott. Það var Amalforinginn Nabih Berry sem ákvað á laugardaginn var að aflétta umsátri um þrennar flóttamannabúðir í Vestur- Beirút og Suður-Líbanon. Kvað hann orsök þessarar nýju tillits- semi sinnar við palestínska flótta- menn í landinu vera hetjuleg bar- átta bræðra þeirra við ofurefli á herteknu svæðunum í ísrael, Gaza og vesturbakka Jórdanár. Hinsvegar gat hann þess ekki hvort amalsítar við Rashidiyeh- búðir Palestínumanna, steinsnar frá hafnarborginni Tyre í suðri, yrðu látnir fylgja fordæmi vopn- abræðra sinna. Innbyggjarar flóttamannabúð- anna í Vestur-Beirút voru vita- skuld himinlifandi að sleppa loks úr skotfæri amalsíta. Fréttir herma að þúsundir Palestínu- manna, karlar, konur og böm hefðu dansað og sungið af fögn- uði þegar fyrstu sýrlensku her- mennirnir skutu upp kollinum og báru þeim tíðindin. Reuter misþyrmt þeim og neytt þá til að rífa niður vegatálma. Ungir Palestínumenn létu grjóthríð dynja á fjendum sínum, reistu vegatálma og brenndu hjólbarða í nokkrum þorpum nærri Jerúsalem og Ramallah í gær. Víða skarst í odda milli þeirra og ísraleskra barsmíða- dáta. ísraelskur herforingi sagði að hver sá Palestínumaður er virti útgöngubannið á herteknu svæð- unum að vettugi gæti átt á hættu að verða barinn. Heimildamenn úr röðum Palestínumanna segja hinsvegar að hermenn ryddust unnvörpum inná heimili fólks, drægju unglinga út fyrir dyr og misþyrmdu þeim. í gær lögðu fjölmargir læknar við sjúkrahús á Gazasvæðinu nið- ur vinnu til að mótmæla skefja- lausu ofbeldi hers og lögreglu og til að krefjast þess að læknar og sjúkrabifreiðar fengju að fara hindrunarlaust inní flóttamanna- búðir Palestínumanna. í gær var vegið að Rabín vam- armálaráðherra í leiðara dag- blaðsins „Jerúsalempósturinn." Leiðarinn bar yfirskriftina „Frá barsmíðum til hins banvæna“ og þar er ráðherrann húðskammað- ur fyrir ruddafengið tungutak. „í ræðu sinni brúkaði Rabín orð sem ef til vill væri við hæfi að vamarmálaráðherra viðhefði í annarskonar þjóðskipulagi og ólíkri siðmenningu þar sem eng- inn skeytir hætishót um örlög náungans“. Sá atburður átti sér stað við út- jaðar Nuseirat flóttamannabúð- anna á Gaza í gær að ísraelsdáti hafði í hótunum við fréttamann Reuters er hugðist grennslast fyrir um örlög ungs Palestínu- manns er hermenn höfðu dregið inní afskekkta byggingu. „Komdu, komdu, ég ætla að méla gleraugun þín, myndavélina þína og sjálfan þig,“ kvað dátinn hafa sagt og sveiflað kylfu sinni. Fréttamaðurinn komst aldrei á snoðir um örlög unglingsins og mátti þakka fyrir að sleppa sjálf- ur óskaddaður. Reuter Vestur-Pýskaland Póstburðarharmur Að sögn háttsettra manna í vesturþýska póstmálaráðu- neytinu í Bonn er þrítugasti hver þarlendur póstburðarsveinn bit- inn af hundi á ári hverju. í skýrslu sem gefin var sam- bandsþinginu í Bonn um þetta mál í gær kemur fram að 2,800 af 60 þúsund póstmönnum lýðveld- isins geta reiknað með því að hundshvoftur rífi bót úr buxum þeirra og bita úr fleski þeirra í ár. I skýrslu þessari er ennfremur þær upplýsingar að finna að í 7 af hverjum 100 vinnuslysatilfellum póstburðarfólks á umliðnum aldarhelmingi hafi Snati litli ekki verið frír af sök. Reuter þlÓflWILJINN 0 68 13 33 Tíminn 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er og borgar sig, BLAÐBERAR ÓSKAST KIÖLBRAimSXÓUNII BREIÐHOUl Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fyrirsæta Fyrirsætu vantar aö myndlistardeild Fjölbrauta- skólans í Breiöholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 75600. Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkut þlÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.