Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 15
I kvöld veröa aðeins tveir leikir í handknatt- leiknum samkvæmt mótabók HSÍ. í 1. deild kvenna mætast Fram og Haukar og í 2. deild karla leika lið Ármanns og Fylkis. Báðir leikirnir verða í Höllinni og hefst karlaleikurinn kl. 20 en kvennaleikurinn kl. 21.15 og þetta líka... Gary Bailey fyrrum markvörður Manchester Unit- ed og enska landsliðsins hefur ákveðið að ganga til liðs við knatt- spyrnufélag í Jóhannesarborg. Bail- ey, sem er fæddur í Suður-Afríku, varð að hætta að leika knattspyrnu vegna þrálátra hnémeiðsla. Bailey hefur skrifað undir 1 árs samning við félagið en hann er nú 29 ára. „Hnéð á mér er enn ekki nógu sterkt til þess að þola ensku 1. deildina en ég held að með réttri þjálf- un ætti ég að geta spilað með suður- afrísku liði," sagði Bailey. Lengsta tennislota sem leikin hefur verið í Opna ástralska tennismótinu til þessa var leikin ( gær. Þá áttust við Kanadamennirnir Grant Connell og Glenn Michidata. Þeir þurftu að leika fimm lotur til þess að fá fram úrslit og samtals tóku þessar fimm lotur fimm klukkutíma og tíu mínútur (5 klst. og 10 mín.). Fyrra metið var fjórir tímar og 51 mínúta. Loturnar fimm sem spilaðar voru á mettíma fóru 6-7, 7-6, 6-7, 6-3 og 19- 17. Kópavogshlaup UBK fer fram laugardaginn 23. janúar n.k. og hefst við Vallargerðisvöll kl.14. Keppt er f karla- kvenna- og drengjaflokkum. í karlaflokkinum eru hlaupnir 6 km. í kvenna og drengja flokkum 3,5 km. Skráning í hlaupið fer fram á staðnum. Umsjón með hlaupinu hefur frjálsíþróttsdeild UBK. Frammarar leita nú logandi Ijósi að gömlum myndum úr sögu félagsins. Ástæðan er sú að fólagið verður 80 ára 1. maí. Vfðir Sigurðsson vinnur nú að því að skrá sögu félagsins og vantar mynd- efni frá ýmsum tímabilum úr sögu þess. Allir þeir sem geta veitt Frömmur- um lið eru hvattir til þess að hafa sam- band við Víði í síma 75209 eða Birgi Lúðvíksson í síma 37050. ítölsk íþróttablöð hafa hvatt Knattspyrnu- ráð Evrópu UEFA til að leyfa enskum knattspyrnuliðum að leika í Evrópu- keppninni að nýju. ítalskir blaðamenn telja að enskum knattspyrnumönnum hafi verið refsað nægilega. Þegar 39 áhorfendur lótust á Heysel leikvang- inum 1985 þar sem leikur Liverpool og Juventus fór fram þá var áhang- endum Liverpool liðsins kennt algjör- lega um. En ítalskir blaðamenn telja að það sé ósanngjarnt að dæma Englendingana eina. „Það er kominn tími til að bjóða Englendingana velkomna að nýju,“ segir I leiðara eins blaðsins. „Það á að leyfa enskum liðum að keppa að nýju í keppninni 1988-89. Ensku liðin hafa þegar tekið út sína refsingu." írar hafa einnig farið fram á það við UEFA að leyfa enskum knattspyrnuliðum að taka þátt I Evrópukeppninni 1988- 89. Á fundi I Monte Carlo I gær hafn- aði stjórn UEFA beiðni franna. Loka- ákvörðun I málinu verður tekin á stjórnarfundi UEFAI Skotlandi I maí. Það er því enn von til þess að ensk knattspyrnulið fái að taka þátt I Evr- ópukeppninni 1988-89. Grískur knattspyrnuáhugamaður hefur verið dæmdur I sex og hálfs árs fangelsi fyrir óeirðir. Maðurinn var dæmdur fyrir að myrða annan áhugamann með flugeldi. Vasilis Thedthorides skaut flugeldi I manninn skömmu áður en leikur Larissa og Paok Salon- ika I grísku 1. deildinni hófst. ÍÞRÓTTIR Kristfn Arnþórsdóttir fór á kostum I gær og skoraði 9 mörk. Handknattleikur Stórsigrar Vals og FH Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik í gær- kvöldi. KR fór í heimsókn að Hlíðarenda og FH fékk Þrótt í heimsókn. Það var augljóst á báðum þess- um leikjum að þarna mættust topplið og botnlið. Valur sigraði KR 24-18 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 14-9. Bæði liðin sýndu oft á tíðum góða takta en inn á milli datt leikurinn algjörlega niður. Kristín Amþórsdóttir skoraði flest mörk Valsstúlkna (9) en Sig- urbjörg Sigþórsdóttir flest mörk fyrir vesturbæjarliðið (8). í Hafnarfirði áttust við FH og Þróttur. FH vann stórsigur 33-14. Þróttarar hafa enn ekki unnið leik í deildinni og blasir ekkert annað en fall við þeim. FH og Valur eru nú jöfn í 2.-3. sæti 1. deildar með 18 stig. Fram er enn í efsta sætinu og á einn leik til góða. -ih Lyfjamisnotkun Skautamenn með lyfsolu? Skautahlaupari játar sölu en dregur til baka Á föstudaginn játaði Norðmað- urinn Stein Krosby að hafa keypt lyfið Steriod, sem bannað er af öllum frjálsíþróttaráðum og sam- tökum, af Rússanum Nikolai Gul- yayev. En yfirheyrslum á þriðjudag- inn dró hann skyndilega til baka fyrri framburð sinn eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. í yfir- heyrslunum sagðist hann fyrst hafa gert sér grein fyrir málinu á mánudagskvöldið og séð að hann hefði sagt ósatt. í fyrri framburði sínum segist Krosby aðeins hafa selt töflur til fólks í líkamsræktarstöðvum, en ekki til annars íþróttafólks. En nú segir hann að þeir félagar hafi ákveðið að Norðmaðurinn skyldi fá töflur og myndi selja þær í Nor- egi en hann hafi aldrei fengið neinar. Þeir hafi síðan ætlað að skipta á milli sín ágóðanum. Gul- yayev, sem mun keppa í Calgary í næsta mánuði neitar að hafa nokkurn tímann selt slíkar töflur. Upp komst um málið þegar Gulyayev afhenti pakka til ann- ars skautamanns, Björn Nyland, á móti í Innsbruck í Austurríki. 1 pakkanum reyndust síðan vera 600 sovéskar steriod töflur og átti Nyland að afhenda Krosby þær. í viðtali við norska nkissjónvarpið á mánudag sagðist Nyland vera mjög vonsvikinn yfir því að hafa verið notaður sem sendill með ól- öglegar töflur án sinnar vitundar. Annar skautahlaupari, Geir Karlstad sem er heimsmethafi í 5000 metra skautahlaupi, viður- kenndi einnig að hafa borið pakka á milli Krosby og Gulyay- ;v en aldrei opnað þá. Sturia missa Taka leikbannið út í leiknum við ÍBK. ívar Webster fékk vítur Sturla Örlygsson og Valur Ingi- mundarson voru dæmdir í eins leiks bann af aganefnd KKI í gær. Bannið kemur á óheppilegasta tíma fyrir Njarðvíkurliðið þar sem Sturla og Valur þurfa að taka út bannið í leiknum gegn ÍBK. Dómstóll UMSK dæmdi einnig í máli ívars Websters í gær, en ívar lenti í útistöðum við einn leikmanna Breiðabliks fyrir ára- mótin. Dómstólinn sá ekki á- stæðu til að setja ívar í bann og fékk hann aðeins vítur fyrir fram- ferði sitt. Ástæðan fyrir því að mál ívars Websters var ekki tekið fyrir af aganefnd KKÍ eins og mál Vals og Sturlu er sú að dómarar sáu ekki atvikið í Digranesi er ívar sló Blikann og gátu þeir því ekki kært það til aganefndar. Dóm- stóll UMSK varð að byggja dóm- inn á lögregluskýrslum er teknar voru á staðnum. -ih Ólafur Þórðarson íþróttamaöur Akraness Knattspyrnukappinn og harðjax- linn Ólafur Þórðarson var valinn Iþróttamaður Akraness fyrir skömmu. Kjörinu var lýst í nýrri fél- agsaðstöðu IA á Jaðarbökkum. Ólafur er öllum knattspyrnu- unnendum að góðu kunnur og kemur það fáum á óvart að hann skuli hafa hlotið þennan heiður. Hann var einn af sterkustu leik- mönnum Akranessliðsins á síð- asta ári og lék með þremur lands- Iiðum íslands. Hann lék þrjá landsleiki með A-landsliðinu, þrjá leiki með Ólympíulandslið- inu og fjóra leiki með landsliði skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Preben Elkjær til Argentínu? Talið að Verona skipti á Preben Elkjœr og Caniggia Talið er að italska knattspyrn- ufélagið Verona muni skipta á danska landsliðsmanninum Pre- ben Elkjær Larsen og argent- inska landsliðsmanninum Claudio Caniggia. Einn af forsvarsmönnum Ver- ona sagði að allt væri mögulegt þegar tveir aðilar settust niður til að ræða viðskipti. Caniggia keppti með landsliði Argentínu í keppninni um Suður- Amenkubikarinn á sfðasta Hann leikur nú með River P en það lið hefur m.a. sign keppninni um besta félagslic Ameríku og Heimsmeist; keppni félagsliða. Talið er Verona þurfi að greiða um milljónir dollara fyrir Canií en argentínska félagið a.n helmmgi hærri upphæð f Danann. -ih/rei Borðtennis Punktamót hjá KR Á sunnudaginn var haldið purtktamót í KR-heimilinu við Frostaskjól. Voru keppendur um sextíu og var keppt í fyrsta og öðrum flokki karla ásamt kvennaflokki. Úrslit 1. flokkur karla: 1. sæti Halldór Björnsson Stjörnunni 2. sæti Trausti Kristjánsson Víkingi 3-4. sæti Davíð Pálsson Erninum 3-4. sæti Jónas Kristjánsson Ernin- um Halldór sigraði Trausta 21-23, 21-16 og 21-6 í úrslitaleik. 2. flokkur karla: 1. sæti Snorri Briem KR 2. sæti Haraldur Kristinsson Erninum 3-4. sæti Tryggvi Valsson Víkingi 3-4. sæti Pétur Kristjánsson Stjörn- unni Snorri sigraði Harald 21-13,21 -23 og 21-18 í úrslitaleik og flytst bví í 1 flokk. Kvennaflokkur: 1. sæti Berglind Sigurjónsdóttir KR 2. sæti Auður Þorláksdóttir KR 3-4. sæti Hjördís Þorkelsdóttir Víkingi 3-4. sæti Elín Éva Grímsdóttir KR Berglind sigraði Auði 21-17 og 21-18 í úrslitaleik. -ste Fimmtudagur 21. janúar 1987 þjóðvíLJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.