Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 SÍM Aðför að myndlistar- Listskreytingasjóður ríkisins óstarfhæfur vegna stórlega skertr- ar veitingar áfjár- lögum Stjórn sambands íslenskra myndllstarmanna lýsir furðu sinni á meðferð ijárveitingar- nefndar og Alþingis á lögum um Listskreytingasjóð ríkisins nr. 34/ 1982, og mótmælir harðlega stór- felldum niðurskurði á fjárfram- lagi til sjóðsins. Niðurskurðurinn nemur 3/4 hlutum af lögmætu framlagi. í lögum Listskreytingasjóös er kveðið á um stofnun sjóðs, er hafi það markmið að fegra opinberar byggingar með listaverkum. Ennfremur segir þar: „Tekjur sjóðsins eru: Árlegt framlag ríkisins. Framlagið nemur 1% álagi á samanlagðar fjárveitingar rfkissjóðs í A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem ríkissjóður stendur að einn eða með öðrum. Af fylgiskjölum fjárlaga má ráða að fjárveitingar til opinberra bygginga á árinu 1988 eru áætlað- ar 1.890 millj. kr. Samkvæmt of- angreindu skal fjárveiting til sjóðsins lögum samkvæmt vera 18.9 millj kr. Sjóðurinn fær hins vegar úthlutað á fjárlögum 5 millj. kr. og nemur skerðing fjárframlags nálægt 3/4 hlutum. Stjórn sambands íslenskra myndlistarmanna telur þennan stórfellda niðurskurð aðför að hagsmunum myndlistarmanna og ekki síður aðför að því menning- arframtaki sem lög um List- skreytingasjóð ríkisins eru. Sjóðnum er með slíku smánarf- ramlagi gert ókleift að sinna því hlutverki sem honum er ætlað. LG Hafrannsókn Loðnuleiðangur Ókynþroska loðna könnuð Öðru hvoru mcgin við næstu helgi fer rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í rannsóknaferð til að mæla stofninn af ókynþroska loðnu, sem verður væntanlega uppistaðan í loðnuveiðunum á næstu vertíð, Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnun- ar átti Bjarni Sæmundsson að leggja af stað í gær samkvæmt áætlun, en þar sem skipið hefur verið í slipp að undanförnu seinkaði ferðinni um nokkra daga. Stofnstærð ókynþroska loðnu verður könnuð allt frá norðanverðum Austfjörðum og vestur með Norðurlandi og djúpt út af Vestfjörðum. Leiðangurs- stjóri í þessari ferð verður Hjálm- ar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. -grh blÓÐVILIIN Fimmtudagur 21. janúar 1988 15. tölublað 53. órgangur Yflrdráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF HÆKKUN IÐGIAIDA Tll IÍFEYRISSJÓÐA Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: 1987 1988 1989 Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj byggingamanna Dagsbrúnar og Framsóknar Félags garöyrkjumanna framreiðslumanna málm- og skipasmiða matreiðslumanna rafiðnaðarmanna Sóknar Lsj. verksmiðjufólks Lsj. Vesturlands Lsj. Bolungarvíkur Lsj. Vestfirðinga Lsj. verkamanna, Hvammstanga Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Lsj. Iðju á Akureyri Lsj. Sameining, Akureyri Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.