Þjóðviljinn - 23.01.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Síða 1
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn leiðirWatson útúrSíðumúlafangelsinu ígæreftiryfirheyrslurog þorramat. (Mynd: EÖI.) Watson harðánægður Paul Watson segist harðánœgður með athygli vegna hand töku hans hér og erlendis. Segir ósatt að hann hafi dregið fyrri framburð um hlutdeild að skemmdarverkum til baka. Ætlar að halda áfram að hvetja til skemmdarverka Paul var öskurciður þegar við töluðum við hann rétt fyrir brottför hans í gær vegna þeirra yfírlýsinga lögreglunnar að hann hefði dregið fyrri framburð til baka. Að sögn Watsons gerði hann það ekki og hann sagðist hafa sagt við lögregluna að hann myndi halda áfram að eiga aðild að skemmdarverkum á íslandi ef hvalveiðum yrði haldið áfram. Hins vegar var hann harðánægð- ur með alla þá athygli sem sam- tökin hafa fengið með handtöku hans, sagði Magnús Skarphéðins- son hvalavinur en hann náði að spjalla við Paul Watson, forystu- mann Sea Shepherd samtakanna áður en honum var vísað úr landi í gær eftir sólarhrings gæsluvarð- hald og yfirhcyrslur hjá RLR. Paul Watson var handtekinn við komu sína til landsins í fyrra- dag vegna yfirlýsinga sem hann hefur gefið um hlutdeild sína að skemmdarverkum samtakanna á íslandi. í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að í yfirheyrslunum hafi Watson haldið því fram að hann hafi hvorki átt þátt í skemmdarverk- unum né undirbúningi þeirra. Ríkissaksóknari taldi því ekki ástæðu til þess að gefa út opin- bera ákæru á hendur Watson, en með tilliti til fyrra framferðis hans í íslenskri lögsögu og marg- ítrekaðar yfirlýsingar hans sem dómsmálaráðuneytið telur beinast gegn íslenskum hagsmun- um, var honum vísað úr landi. Verður Watson framvegis meinuð endurkoma til landsins sem og til annarra Norðurlanda. Að sögn Magnúsar Skarphéð- inssonar var Paul Watson mjög vel búinn undir handtöku og yfir- heyrslur, en hann hafði bæði ráð- fært sig við lögfræðinga og gefið fjölmiðlum um allan heim til kynna við hverju mætti búast. Þá má geta þess að í viðtali við Wat- son sem birtist f nýútkomnu Þjóðlífi sagði hann að það yrði bæði hvölunum og samtökunum til mikils gagns yrði hann hand- tekinn við komuna til Reykjavík- ur. „Það væri það besta sem fyrir gæti komið,“ sagði Watson í við- talinu. Að sögn Magnúsar Skarp- héðinssonar hefur símhringing- um til landsins frá erlendum fjöl- miðlum ekki linnt frá handtöku Watsons. -K.ÓI. Rannsóknir Sjúklegt skammdegi? Lœknir til starfa á geðdeild Landspítalans til að rannsaka ‘punglyndi vegna birtuleysis í skammdeginu Barnabótahækkun 125 kr. á mánuði Hækkun barnabóta sem eiga að sögn stjórnvalda að vega upp á móti áhrifum matarskattsins eru 125 kr. á mánuði fyrir 1 barn og 190 kr. á mánuði fyrir önnur börn í fjölskyldu. Hæsti mögulegi barnabótauki hækkar um 280 kr. á mánuði þannig að hækkun barnabóta og barnabótaauka fyrir fjölskyldu með 2 börn yfir 7 ára aldri getur mest orðið 870 kr. á mánuði. - Þessar tölur hef ég látið taka saman og fengið staðfestar hjá Alþýðusambandinu og fjármála- ráðuneytinu, en þetta er sú hækk- un sem fjármálaráðherra básúnar í fjölmiðlum að eigi að vega upp á móti 1800 kr. hækkun matar- skattarins á mánuði á hverja meðalfjölskyldu, sagði Svavar Gestsson alþm. í samtali við Þjóðviljann í gær. -Ig. Nú í vikunni hóf Andrés Magnússon læknir störf hjá rannsóknastofu geðdeildar Landspítalans við að kanna tíðni skammdegisþunglyndis meðal Is- lendinga. Sjúkdómur þessi hefur nýlega verið viðurkenndur af læknavísindunum í kjölfar nýrra upplýsinga um áhrif birtunnar á geðheilbrigði manna. Andrés sagði í samtali við Þjóðviljann, að sjúkdómurinn hefði reynst vandamál hjá ákveðnum hópi á meðal þjóða á svipaðri breiddargráðu og því mætti ætla að hann væri jafn- mikið vandamál hér á landi. Erlendis eru þeir sem greindir eru með sjúkdóminn hvattir til útivistar í björtu yfir vetrarmán- uðina auk þess sem notuð er ljós- lækning með náttúrlegu dagsbirt- uljósi. Andrés sagði að sól- arljósalampar dygðu ekki gegn sjúkdóminum, þar sem áhrif birt- unnar kæmu fyrst og fremst í gegnum augun, en venjulegir sól- arljósalampar væru hættulegir fyrir sjónina. Nánar er fjallað um skamm- degisþunglyndi í Sunnudagsblaði Þjóðviljans í dag, en Andrés Magnússon biður þá sem telja sig illa haldna af þessum sjúkdómi að hafa samband við sig hjá Geð- deild Landspítalans í síma 29000 eða bréfleiðis með upplýsingum um sjúkdómseinkenni og heimil- isfang. -ólg. Sjá Sunnudagsblaðið bls. 4-5 Ráðstefna hvalveiðiríkja Halldor áfram í faraifiroddi Svœðasamtök rædd. ís- lendingarsjá um nýjan fund. Auglýsingaherferð undirbúin „Ráðstefnan ákvað að halda áfram samráði þessara þjóða og tóku íslendingar að sér að sjá um að þessar þjóðir hittast aftur ein- hverntíman í framtíðinni," sagði Halldór Ásgrímsson blaða- mönnum í gær að lokinni ráð- stefnu hvalveiðiríkja. Halldór sagði óákveðið hve- nær hist yrði aftur, en bjóst við að það skýrðist síðar á árinu. Hins- vegar virðist allt benda til að vinnuhópur um auglýsingar- og kynningarherferð fyrir ríkin verði stofnaður á næstu mánuð- um. Að sögn Halldórs fékkst engin ákveðin niðurstaða í umræðunni um svæðasamtök hvalveiðiríkja, enda ekki stefnt að slíku, hins- vegar hefði verið ákveðið að halda áfram samráði og í því fæl- ist meðal annars að þátttakendur á ráðstefnunni kynntu þessa hug- mynd í sínu heimalandi. Þá sagði Halldór að úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hefði ekki komið til umræðu, enda væri slíkt mál viðkomandi ríkis- stjórna, og ekki þessa fundar. -Sáf Útvarp Rótin lengst til hægri Útvarp Rót mun hafa hæsta út- sendinganúmer FM bylgjunnar, 106.8, og lengst til hægri á út- varpstækjunum þegar að útsend- ingar hefjast á sunnudag. Utsendingin á sunnudag hefst klukkan 13.00 með hátíðardag- skrá þar sem allir dagskráraðilar kynna þætti sína. Gestir koma í heimsókn og syngja, leika á hljóðfæri, lesa upp og spauga. Þá verða viðtöl við ýmislegt fólk og nokkrir stuttir samtalsþættir. Opið hús verður á Utvarp Rót fyrsta daginn, það er til húsa að Brautarholti 3. -K.ÓI. Matarreikningar Úr 22 í 28 Útgjöld meðalfjölskyldu til matvörukaupa hafa hækkað um 23,7% á hálfu ári. Matarreikn- ingurinn er nú í janúar 28.200, en var 22.800 krónur í júlímánuði á síðasta ári, segir í samþykkt miðstjórnar ASI þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli við matar- skattinum. Á sama tíma og matarreikning- ur heimilanna hefur stórhækkað hafa lágmarkslaun í landinu að- eins hækkað um 2.100 krónur, segir í samþykktinni þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum. Samþykktin hefur verið send forsætisráðherra og fjármálaráð- herra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.