Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 10
MINNING Theodór Grímur Guðmundsson fœddur 9.3.1966 - dáinn 12.1.1988 Það var að kvöldi 12. janúar, að bróðir minn hringdi til að til- kynna lát einkasonar síns. Við slíka óvænta harmafregn setur mann hljóðan, verður tregt um tal og á erfitt með að viðurkenna staðreyndir fyrir sjálfum sér. Theodór Grímur Guðmunds- son fæddist á Blönduósi 9. mars 1966, sonur hjónanna Elínar G. Grímsdóttur og Guðmundar Kr. Theodórssonar, fjórða barn þeirra í röðinni. Þrjár dætur áttu þau fyrir, en tvær bættust síðar í þennan myndarlega og vel gerða barnahóp. Theodór Grímur fæddist nokkrum dögum eftir lát Theo- dórs afa síns og varð sem nærri má geta augasteinn foreldra og systra. Þessi fallegi drengur með dökka hárið var okkur öllum í fjölskyldunni mikið kær. Þá vor- um við nýlega flutt suður, en margar eru ferðirnar sem farnar hafa verið á milli og oft hefur ver- ið gist á Húnabrautinni hjá bróður, mágkonu og börnum þeirra. Árin liðu í faðmi fjölskyldu, námi lokið sem hægt var að stunda heima og svo farið í Menntaskólann á Akureyri, en þar býr elsta systir Theodórs Gríms og var hann námstímann á heimili systur sinnar og manns hennar, en þau reyndust honum sem bestu foreldrar. Snemma kom fram áhugi hans á félagsmál- um og tók hann virkan þátt í þeim, samviskusamur svo af bar við þau störf, sem og annað sem hann tók að sér, hægur, prúður og elskulegur drengur, en samt ákevðinn í skoðunum. Þegar vor- aði fór hann heim og vann á sumrin í Mjólkursamlaginu á Blönduósi, en þar starfaði Theo- dór afi hans til æviloka og faðir hans er búinn að vinna þar mörg árin. Theodór Grímur útskrifaðist stúdent frá Menntaskóla Akur- eyrar af félagsfræðibraut 17. júní 1986 og innritaðist í Háskóla ís- lands í sagnfræði um haustið sama ár. Þá var orðið styttra á milli og kom hann oft á okkar heimili og höfðum við ánægju af. Alltaf var sama hlýja viðmótið og þakka ég nú þær samverustundir sem við fjölskyldan áttum með honum. Hann var fulitrúi vinstri manna í Lánasjóði íslenskra námsmanna á vegum stúdentaráðs. Sumar- vinnu var hann búinn að fá í Finn- landi síðastliðið vor, en hætti við það og tók að sér starf á skrifstofu stúdentaráðs, vegna áhuga síns á félagsmálum og hagsmunamál- um stúdenta. Lífið er tilviljanak- ennt, hann dó sama dag og Stef- anía amma hans, 12. janúar, en hún dó árið 1982. Það er mikil eftirsjá í svo efnilegum og vel gerðum ungum manni, en við geymum öll minninguna um góð- an dreng. Jarðarför hans fer fram laugar- daginn 23. janúar frá Blönduós- kirkju. Megi góður guð styrkja og styðja bróður minn, mágkonu, dætur, tengdasyni og börn þeirra í þeirra miklu sorg og almáttugur guðs friður fylgi frænda mínum til nýrra heimkynna. Ragnhildur A. Theodórsdótir Sannlega segi ég yður: Sannleikurinn er eins og barn. Þegar þér misbjóðið honum dreg- urhann sig í hlé og horfir á yður stórum, spurulum augum. Birgir Sigurðsson: Á jörð ertu kominn. Félagi Theodór! Sumir menn eru gæddir þeim sjaldgæfa hæfileika að geta búið hugsanir sínar í orð, ég er ekki einn þeirra. Orð mín eru því að- eins ræfilslegur endurómur þeirra tilfinninga sem þau standa fyrir. Samt vildi ég kveðja þig, þú tekur viljann fyrir verkið. Við urðum félagar í kosninga- baráttunni hér í Háskólanum fyrir réttu ári. Þá vorum við Vinstrimenn samhentur hópur og við létum þá Vökupilta fá til te- vatnsins. Við bárum hugsjónir í brjósti okkar og vildum berjast fyrir þeim. í kjölfar kosninganna tókst þú á hendur það erfiða hlut- skipti sem hvorki ég né aðrir treystu sér í, að veita okkur for- ystu í Stúdentaráði. Þetta hlutskipti reyndist þér erfitt. Sú barátta sem í hönd fór hefur ekki skilað þeim árangri sem við væntum enda hefur óvin- veitt ríkisvald engan skilning á ranglæti eða réttlæti og við náms- menn erum ekki lengur það sterka afl sem við eitt sinn vorum. Verra var þó að við, vinir þínir og félagar, veittum þér ekki þann stuðning sem þú þurftir. Þú tókst við árásum á okkur og sast undir óvenju rætnum persónulegum svívirðingum af hálfu andstæð- inga okkar. Þetta tókstu þér nærri, en við þessu máttirðu bú- ast, enda varla annars að vænta úr þeirri áttinni. Hitt kom þér á óvart hve tvístraðir við samherjar þínir vorum sem heild og í hvert sinn sem við hefðum þurft að fyl- kja liði að baki þér þá brugðumst við. í daggetum við aðeins harm- að hvernig fór og það er sárt, því það svíður undan sektarkenn- dinni. Félagi Theodór. Við vorum báðir sósíalistar, bárum sömu hugsjónir í brjósti og töldum að okkur bæri siðferðileg skylda til að reyna að bæta það samfélag sem við lifðum í. Við vonuðumst til að sjá árangur þeirrar baráttu einhvern tíma. Árangursem fæli í sér lítið eitt betra mannlíf sem einkenndist meira af frelsi, jöfnu- ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra Ólafsfjörður Svanfríður Jónasdóttir og Steingrímur J. Sigfússon verða á fundi í Tjarnar- borg í Ólafsfirði sunnudaginn 24. janúar. Fundurinn hefst kl. 20:30. Spilakvöld Alþýðubandalagsins í Reykjavík Fyrsta spilakvöld vetrarins verður haldið kl. 20:30 þriðjudaginn 26. janúar í Miðgarði, Hverfisgötu 105. ABR Alþýðubandalagið Skagafirði Félagsfundur Fundur í Villa Nova, Sauðárkróki, mánudaginn 25. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1) Félagsstarfið. 2) Fjárhagsáaetlun Sauðárkróksbæjar. 3) Önnur mál. ði og réttlæti en það sem við þekktum. Þótt þín njóti ekki lengur við í þeirri baráttu, þá munum við sem eftir erum, geyma minningu þína í hjarta okkar ásamt hugsjónunum. Hún mun berjast með okkur. Þinn félagi, Runólfur Ágústsson Leiðir okkar Theódórs lágu fyrst saman norður á Akureyri fyrir nokkrum árum. Þar var hann einn í hópi ungs róttæks fólks sem ekki lét sér nægja að tala um hlutina, um heiminn og löngun sína til að breyta honum. Teddi lagði sitt af mörkum m.a. með starfi í félagsskap vinstri manna í menntaskólanum og með þátttöku í pólitísku starfi á staðnum og skrifum í Norður- land. Þarna norður á Akureyri hóf- ust kynni okkar sem héldust síð- an en urðu styttri en mig uggði. Þó nógu löng til þess að ég kveð þennan unga og efnilega félaga með söknuði og eftirsjá. Síð- ustu misserin helgaði Theódór réttindabaráttu námsmanna mest alla starfskrafta sína. Til þeirra starfa gekk hann af sömu alvöru og heilindum og einkenndu alla hans framgöngu. Égvarð þess oft var, þegar hugðarefni hans á þessu sviði bar á góma okkar í milli, að hann tók það nærri sér þegar hægt miðaði. Ég þykist þó skilja betur nú en áður hver áraun honum hefur verið það hlutskipti að vinna að áhugamál- um sínum og hugsjónum við jafn mótdrægar aðstæður í þjóðfé- laginu og ríkt hafa um skeið. Námsmenn og ungt fólk hafa misst ötulan liðsmann sinnar rétt- indabaráttu. Þegar ungur maður mætir ör- lögum sínum með skyndilegum hætti, verða orð næsta fátækleg. Þau eru þó eitt af því fáa sem í mínu valdi stendur fyrir utan það að reyna hér eftir sem hingað til að leggja þeim hugsjónum lið sem við Theódór áttum sameigin- legar. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Steingrímur J. Sigfússon Sár er sá missir, þegar stúdent- ar missa svo skyndilega einn helsta fulltrúa sinn í baráttunni fyrir réttlátum kjörum. Sárara er þó að svo ungur maður sem Theodór, með alla þá möguleika sem framtíðin kann að fela, skuli hverfa af lífsins braut jafn snemma. Theodór, eða Teddi eins og hann kallaðist okkar á meðal, starfaði sem framkvæmdastjóri stúdentaráðs og fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Við sem sitjum í stjórn stúdentaráðs áttum því náið samstarf við Tedda, jafn- framt því sem okkur gafst kostur á að fylgjast með starfi hans í Lánasjóðnum. Setan í stjórn Lánasjóðsins er án efa það starf sem mikilvægast er fyrir hagsmuni stúdenta og nauðsyn- legt að sá sem þar situr hafi skiln- ing á lífi og lífskjörum stúdenta. Þessum skilningi bjó Teddi yfir og á þessum skilningi, ásamt djúpri réttlætiskennd, byggði hann starf sitt. Þannig lagði hann með starfi sínu lóð á vogarskálar jafnréttis og aukinna menntunar- möguleika öllum til handa. Jafn- framt var Teddi óþreytandi við að sjá til þess að hinir fjölmörgu umbjóðendur hans fengju rétt- láta afgreiðslu á sínum málum innan Lánasjóðsins. Stjórn stúdentaráðs kveður Theodór með söknuði, hlýhug og þakklæti fyrir hans framlag til bættra námsmöguleika. Við munum einbeita okkur að því að halda áfram starfi í hans anda. Fjölskyldu hans og vinum vottum við okkar innilegustu samúð í þeirra miklu sorg. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands Það var í ársbyrjun 1987 að Fé- lagi vinstrimanna í Háskóla ís- lands barst öflugur liðsauki. Þá kom til starfa Theodór Grímur Guðmundsson, nemi á 1. ári í sagnfræði. Fyrir dyrum stóð hörð kosningabarátta hér í Háskólan- um og vatt Teddi sér beint í slaginn. Það duldist engum, sem vann með Tedda, að hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og hugsjónir, sem hann var reiðubúinn að leggja sig allan fram um að vinna að. Hann varð því fljótt einn af virkustu félögunum í baráttunni fyrir hagsmunum námsmanna og ávann sér mikið traust allra þeirra sem kynni höfðu af hon- um. Eftir kosningarnar tók Teddi að sér hið erfiða starf fulltrúa stúdenta í stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og fram- kvæmdastjóra stúdentaráðs. Það er óvanalegt að nýliði í stúdentar- áði og 1. árs nemi gegni slíkri stöðu en Teddi setti sig gaumgæfilega inn í öll mál og undirbjó störf sín vandlega. Hvergi var komið að tómum kof- unum hjá honum varðandi mál- efni LÍN. Það átti ekki við Tedda að vinna störf sín með látum eða há- vaða. Hann leit á sig sem starfs- mann allra stúdenta og sóttist ekki eftir athygli og viðurkenn- ingum, heldur árangri. Eljusemi og nákvæmni voru þau vopn í hagsmunabaráttunni sem honum var eðlislægast að beita. Teddi var hugsjónamaður og hafði stundum á orði, þegar á brattann var að sækja, að sér fyndist stúdentar almennt ekki skoða málefni sín í nægilega víðu pólitísku samhengi eða taka nægilega virkan þátt í baráttunni fyrir eigin hagsmunum og barna sinna. Teddi var líka góður vinur og félagi. Hann lét sig aldrei vanta þar sem vinstrimenn komu sam- an til að gera sér glaðan dag. Á slíkum stundum átti hann það gjarnan til að varpa fram frum- sömdum spakmælum eða orðatil- tækjum. Margar þessara setninga urðu fleygar innan okkar raða og lifa enn góðu lífi, líkt og verk hans og allar minningarnar um ánægjulegar samverustundir í starfi og leik. Eftir Tedda liggur geysimikil vinna, sem bæði er haldgott vega- nesti í átökum framtíðarinnar og grunnur að mörgum góðum mál- um. Nú, þegar við kveðjum fallinn félaga og vin, er það okkur helst til huggunar að mega taka upp merki hans og halda áfram að berjast fyrir þeim hugsjónum sem hann lifði fyrir. Fjölskyldu Tedda sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fclag vinstrimanna H.í. Við sjáum eftir góðum dreng og samstarfsmanni sem hafði hug- sjónir til að skapa betri heim. Við kveðjum atorkusaman og ósér- hlífinn vin, Theodór Grím Guð- mundsson, sem stappaði í okkur stálinu þegar á móti blés. Starf Theodórs er okkur hvatning og við munum minnast hans í áfram- haldandi starfi okkar. Við vott- um öllum aðstandendum Theo- dórs okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Félag umbótasinnaðra stúdenta Hann var við nám í Menntaskólanum á Akureyri þegar nokkrir félagar tóku sig saman um að stofna Æskulýðs- fylkingardeild þar í bæ. Það leið ekki á löngu áður en Theodór var orðinn virkur félagi enda var bar- áttan fyrir bættu þjóðfélagi órjúf- anlegur hluti af lífi hans. Teddi var rétt fluttur suður til Reykja- víkur, til að leggja stund á sagn- fræði við Háskóla íslands, þegar hann birtist á fundi hjá Æsku- lýðsfylkingunni í Reykjavík. Hann var virkur í stefnumótun innan Æskulýðsfylkingarinnar og beitti sér sérstaklega í þeim mál- um sem hann þekkti af eigin raun, þ.e. baráttu námsmanna og réttindum landsbyggðarinnar, enda alinn upp á Blönduósi. Teddi vildi alltaf vera þar sem eitthvað var að gerast. Gott dæmi um það var framlag hans við að koma grasrótarútvarpinu Rót á laggirnar og var það vel við hæfi að hann sat í fyrstu stjórn þess. Helsti baráttuvettvangur Tedda síðasta árið var í stúdenta- pólitíkinni, en hlýs viðmóts hans og greiðvikni fengum við í Æsku- lýðsfylkingunni þó alltaf notið. Það er ef til vill nokkuð táknrænt fyrir hann að leggja til að ræktað- ar yrðu kartöflur til fjáröflunar fyrir hreyfinguna. Ef við legðum vinnu í að rækta, myndum við uppskera. Theodór var góður félagi sem nú er sárt saknað. Hann kveður okkur ungur, en afrakstur verka sinna skilur hann eftir okkur hin- um til hvatningar. Við skulum heiðra minningu hans í öflugri baráttu fyrir sameiginlegum hug- sjónum okkar. Við sendum fjölskyldu Theo- dórs innilegar samúðarkveðjur. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Theodór Grímur Guðmunds- son er látinn, langt um aldur fram. Fráfall hans var okkur, fé- lögum hans hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, mikið áfall. Theodór kom inn í stjórn Lánasjóðsins síðastliðið vor. Fljótt kom í ljós einlægur áhugi hans á lífskjörum námsmanna. í starfi stjórnarinnar er iðulega tekist kröftuglega á. Theodór reyndist þar ötull málsvari náms- manna, hugrakkur og fylginn sér. Hann lagði sig allan fram, var fimur í málflutningi á fundum og hafði gaman af rökræðum. Theo- dór var hugsjónamaður, sem bar hag lítilmagnans mjög fyrir brjósti. Hann hreif jafnaldra sína með sér og þau höfðu valið Theo- dór til að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum. Sárt er að sjá á eftir góðum dreng svo alltof, alltof fljótt. Stjórn og starfsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna munu ætíð minnast Theodórs Gríms Guð- mundssonar með hlýhug. For- eldrum hans og ástvinum sendum við samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Árdís Þórðardóttir Elín Pálsdóttir 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.