Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.01.1988, Blaðsíða 11
MINNING Hrafh Sveinbjamarson á Hallormsstað fœddur 09.10.1923 - dáinn 18.01.1988 í minningu Hrafns Rísið árla til verka leggið vegslóða að hjörtum hinna deigu urðið tepruskapinn horfið um sviðið leikið ekki hlutverk beininga- manns innan um fjallagrösin leggið á dalinn hlœið kitlandi að ófœrð í Grœfum beinið framsókn uppyfir kallið til söngs: „hafaldan háa hvað viltu mér?“ vekið samt ekki orminn setjið markið hátt hefjið gottáttuhríslu til vegs á auðnum landsins rísið árla til verka í minningu Hrafns. Gunnar Guttormsson „Aldrei varstu á þeirra bandi, sem máttu sín meir...“ H.K.L. Hrafn var uppreisnarmaður að eðlisfari. Hann þoldi ekki rang- læti við lítilmagna. Ef hann varð vitni að því, réðst hann af sinni gríðarlegu snerpu á ofbeldis- manninn, hversu stór sem hann var og sterkur og hafði hann undir. Hann hefði staðið fremst- ur í fylkingu í áhlaupinu á Bastill- una og hlaðið götuvígi meðal kommúnarðanna í París og ör- ugglega orðið fyrstur til að brjóta upp dyr Vetrarhallarinnar, ef hann hefði lifað á þeim tíma og stað, þegar þessir atburðir gerð- ust. Einu sinni fyrir meira en hálfri öld voru þeir að spila á Karlsstöðum. Þórhallur frændi minn, sem þá var bara 10 eða 11 ára gamall og herbergisfélagi Hrafns, sem var talsvert eldri og miklu stærri en Hrafn. Herberg- isfélaginn hafði rangt við í spilun- um og Hrafn tók eftir því. Hann stökk á herbergisfélagann og hafði hann óðara undir, lagðist ofan á hann og tók fyrir kverk- arnar á honum, svo að félaginn gat rétt stunið upp orði til að biðj- ast vægðar. Oftar snaraði hann þeim þó í gólfið úr ræðustóli á kappræðu- fundum, þegar hann spratt upp úr salnum, hljóp í ræðustólinn og hleypti af skothríð hnyttnisyrða, sem aldrei stóð nema örfáar mín- útur, en skotmarkið lá kylliflatt með dynjandi hlátur fundar- manna yfir sér, svo að þakið ætl- aði að fjúka af salnum. Mér datt alltaf í hug vélbyssa, þegar Hrafn fíraði á andstæðingana á fundum eða þegar hann lenti í orðasennu við þá við ýmis tækifæri. Ágúst á Hofi lýsti þessu eftirminnilega, þegar hann kom heim úr leiðang- ri af Austurlandi á vegum Sauðfjárveikivarna og sagði að annað tveggja, sem 'sér væri minnisstæðast úr þeirri ferð væri „kjafturinn á ráðsmanninum á Hallormsstað“. Já, það sveið margan undan þeim kjafti. En hann gat líka skemmt mörgum. Þegar svo bar undir. Hann var um áratuga skeið óbrigðull tæki- færisræðumaður. Hann talaði alltaf stutt - ég held oftast ekki meira en 5 mínútur - en geigaði sjaldnast og þakið ætlaði af saln- um. Hann var óskaplegur ærsla- belgur lengi frameftir ævi - áflogahundur í æsku og fram yfir tvítugt, hló hvellum hlátri - lengi - allt til síðustu stundar, þótt hann hefði tapað miklu af snerp- unni, sem ég hefi varla kynnst slíkri - nema þá helst hjá vini hans Gvendi Jó, sem hann flaugst oft á við á yngri árum. En mitt í ærslunum og hlátrinum var hann ofur viðkvæmur og - þótt ein- kennilegt kunni að virðast - mjög dulur. Við höfðum þekkst í yfir 40 ár, líklega eins vel og hægt er að búast við um tvo menn, verið fóstbræður frá því hann kom til foreldra minna 19 ára unglingur. Ég var að sækja hann eftir fjög- urra vikna dvöl á sjúkrastöðinni á Sogni. Þá varð ég þess áskynja, að við hlið mér í bflnum sat mað- ur, sem ég kannaðist ekki al- mennilega við, ræddi um vanda- mál sín eins og sjálfsagðan hlut. Svona hafði hann verið dulur öll þessi ár. Og svona merkileg var sú reynsla sem hann hafði öðlast á þessari sjúkrastöð og hann tal- aði um með djúpu þakklæti síð- ustu æviár sín. Hann mátti ekkert aumt sjá, þá var hann til með að gefa allt, sem hann átti á þeirri stundu til þess að hjálpa, öll börn hændust að honum. Allir strákar sem voru sendir til hans í sveit, bundust við hann órjúfanlegum tryggðum,. þótt engir aðrir gætu kannski tjónkað við suma þeirra. Hann var mjög skarpur og rök- vís, ef því var að skipta, en gat verið rökheldur, ef þannig lá á honum. Hann minntist oft á það og hló mikið að þegar hann átti í „Kúastríðinu" langa við Hákon húsbónda minn, sem síðar varð, og Guttorm frænda minn, að þeir tóku einu sinni snarpa brýnu sem oftar nágrannarnir útaf kúa- beitinni og Guttormur sagði: „Hrafn, ég krefst þess að þú talir af viti!“ Þá var Hrafni öllum lokið og rimmunni lauk með löngum skellihlátri hans. Hann var sem sagt maður hins talaða orðs, en hann skrifaði ákaflega lítið, nema stöku sinn- um vísur en átti þó heldur erfitt með það. Það var ekki hans stíll. En hann var ekki eins og marg- ir málsnjallir menn bara maður orðsins. Hann var líka maður at- hafna. Hann sá ógjarnan hindr- anir og kom iðulega í kring því, sem flestir töldu óhugsandi eða óðs manns æði. Ef hann langaði til að gera eitthvað, gerði hann það. Ekki bara fyrir sjálfan sig, heldur líka fyrir samfélag sitt. Fyrir því skildi hann eftir sig spor í sveit sinni og héraði, sem lengi munu sjást. Það væri löng saga að rekja, en verður ekki gert hér. Um miðjan aldur fór að bera á eiginleika í fari hans, sem átti eftir að magnast með árunum og gefa lífi hans fyllingu: Hann var ólæknandi safnari. Kannski var það af því, að hann var bláfá- tækur í æsku, eða kannski lá það í skapgerðinni. Kannski kveikti það í safnaranum í honum, að hann tók við lítilli bókaverslun sem faðir minn rak á Hallorms- stað og móðir mín eftir hans dag. Hrafn fór að hjálpa móður minni með þessa litlu bókaverslun síð- ustu árin, sem hún lifði, og rak hana eftir lát móður minnar 1944. Þá varð hann handgenginn bókum og byrjaði smátt og smátt að safna þeim. Áður las hann mest reyfara - og var fljótur að því, eins og flestu, sem hann fékkst við. Það mætti skrifa langt mál um þennan kafla í ævi Hrafns, en hér er ekki rúm til þess. Hins vegar lauk honum með því, að í stof- unni og á háaloftinu á Hjalla er nú mikið og fágætlega fallegt bókasafn, sem trúlega tekur fram flestum, ef ekki öllum á Austur- landi a.m.k. Hann nostraði við þetta safn, lét Tryggva bróður sinn og fleiri úrvalsbókbindara binda bækurnar fyrir sig. Hann safnaði fleiru: Mynt, hestum, fjöllum og óbyggðum. Öræfin náðu heljartökum á hon- um síðustu tuttugu árin eða meira. Ekki man ég, hvernig sú glíma hófst. En ein fyrsta - ef ekki alfyrsta - öræfaferð hans að vetrarlagi var sú, sem hann fór með Ingimar Þórðarsyni og þriðja manni að kanna hlaupið í Brúarjökli í janúar 1964. í þeirri terð lagði hann höndina að græn- um vegg jökulsins og fann, hvernig hann rykktist fram óstöðvandi um 1 metra á klukku- stund. Þarna hitti Hrafn loks þann ofjarl sinn, sem síðan sleppti aldrei af honum takinu og dró hann til sín á ólíklegustu árs- tímum. Um leið eignaðist hann marga vini meðal ferðafélaga og nýja hugsjón til að berjast fyrir. Að opna þennan töfraheim sem flestum, er ekki áður höfðu átt þess kost. Enn einu sinni að hjálpa öðrum og gleðja þá. Löneu áður hafði hann um langt árabil helgað öðrum hug- sjónum krafta sína og ekki hlíft sjálfum sér í baráttu fyrir þeim. Samvinnuhugsjóninni og hinum pólitíska armi hennar, Fram- sóknarflokknum. í þeirri baráttu sveiflaði hann oft sverði, svo að mörg sýndust á lofti. Og var þá ekki heldur feiminn við að senda samherjum tóninn, ef honum fannst þá skorta hugrekki eða gleyma þeirri grundvallarhug- sjón að vernda lítilmagnann. Og leiðin lá svo í verkalýðsbar- áttuna eftir að hann kom í raðir launamanna, fyrst í félagsskap vörubifreiðarstjóra og síðast verkamanna. Hver var svo lífsferill þessa gáskafulla, en viðkvæma og dula baráttujaxls? Hann fæddist á Hólmum í Reyðarfirði 9. október 1913. For- eldrar hans voru Sveinbjörn P. Guðmundsson frá Skáleyjum á Breiðafirði og Guðný Hansdóttir Beck frá Sómastöðum í Reyðar- firði. Þau fluttust í kauptúnið Búðareyri við Reyðarfjörð 1915. Þar ólst Hrafn upp hjá foreldrum sínum bernskuárin. Sumarið 1921 dó Guðný móðir Hrafns. Þá leystist heimilið upp, en börnin voru 9 talsins. Fjögur þeirra fóru í fóstur hjá skyldmennum. Hrafn fór vorið 1922 í Sómastaði til Páls móðurbróður síns Beck. Þar átti hann heima til hausts 1932. Er þessum bernsku- og unglingsár- um lýst á einstaklega minnisstæð- an hátt í bók þeirri, er Ármann Halldórsson skráði eftir Hrafni og lýsti í umhverfinu, sem hann ólst upp í, og út kom 1986. í október 1932 réðst Hrafn í vinnumennsku til foreldra minna að Hallormsstað. Var hann þenn- an fyrsta vetur kyndarj í hús- mæðraskólanum og hafði þann starfa á hendi næstu vetur, en vann aðra hluta ársins við venju- leg sveitastörf á skólabúinu. Vorið 1937 réðst Hrafn í vega- vinnu. Hann segir sjálfur í minn- ingabókinni, að foreldrar mínir hafi viljað láta sig „forframast í skóla. Einkum var Blöndal um- hugað um, að af því yrði, og ég samþykkti það án brennandi námsáhuga, en hugði þó allgott til nýrra kynna“. Er fram á sumarið kom, fór Hrafn með flokki Einars Jónssonar yfirverk- stjóra norður á Fjöll og dvöldust þar, þangað til snjóar hömluðu vinnu um haustið. Oft minntist Hrafn þessarar dvalar á fjöllun- um - og kannski hefur hún kveikt í honum fjallafýsnina, sem síðar varð honum árátta. Þetta haust fór hann svo í Bændaskólann á Hvanneyri og dvaldi þar samfleytt til vors 1939, en þá lauk hann búfræðiprófi. Hann taldi ætíð þessa Hvann- eyrarvist hafa orðið sér til gæfu og þroska. Einkanlega rómaði hann ágæti Runólfs Sveinssonar skólastjóra. Þegar austur kom í Hallorms- stað um vorið voru þau umskipti orðin, að faðir minn hafði orðið úti á fjallvegi um veturinn, en hann hafði skrifað Hrafni um vet- urinn og beðið hann að koma til sín að lokinni skólavist. Svo fór þó, að Hrafn réðst þetta sumar í vinnu að Skriðuklaustri til Gunn- ars Gunnarssonar skálds í stóran vinnuflokk, sem reisti hið mikla hús hans um sumarið. Veturinn eftir var hann vetrarmaður í Geitagerði í Fljótsdal hjá Helgu og Vigfúsi Þormar. Vorið 1940 kom hann svo al- kominn tii móður minnar að Hallormsstað og gerðist ráðs- maður á búi hennar, og var það meðan hún lifði, en eftir það til ársins 1952, er hann eignaðist það og rak til 1960, að hann hætti bú- skap. Uppúr 1950 fór Hrafn að stunda akstur með vörubíl sam- hliða búskapnum og gerði það meira og minna fram um 1970. Eftir það var hann flest sumur verkstjóri á sumrin við lagningu slóða og vega vegna virkjunar- rannsókna á Fljótsdalsheiði, kall- aður „slóðameistari“ fyrstu sumrin, en vann annars á vetrum hjá Skógrækt ríkisins á Hallorms- stað og frá áramótum til vors endurskoðandi Kaupfélags Hér- aðsbúa. Hann hafði raunar haft það starf með höndum frá því einhvern tíma uppúr 1960. Þetta er nú í fáum dráttum starfsferill Hrafns. Haustið 1947 giftust þau Hrafn og Þórný Friðriksdóttir frá Efri- Hólum í Núpasveit. Hún hafði gerst kennslukona hjá móður minni haustið 1933 og varð skóla- stýra eftir hana 1944. Gegndi hún því starfi til 1953. Þá fluttu þau Hrafn og Þórný í nýreist hús sitt á Hjalla og bjuggu þar, meðan bæði lifðu og héldu fagurt heim- ili, sem enn einkennist af áhuga- málum beggja: Vefnaði Þórnýjar og bókasafni Hrafns. Veturinn 1953 eignuðust þau dóttur, er skírð var Sigrún eftir móður minni. Sigrún Hrafnsdóttir býr þar nú með manni sínum, Sigur- jóni Haukssyni eðlisfræðingi, og tveimur dætrum sínum kornung- um. Er þar komin önnur Þórný, sem varð augasteinn Hafns eins og nærri má geta. Hrafn hafði ekki dvalið lengi á Hallormsstað eftir heimkomuna 1940, er hann var kvaddur til þátttöku í félagsmálum sveitar- innar. Hann hlaut kosningu í hreppsnefnd vorið 1946. Var hann þá strax kjörinn oddviti Vallahrepps og gegndi því starfi til 1973. Sýsiunefndarmaður var hann kosinn 1947 og var það óslitið til dauðadags. Ýmsum fleiri félagsstörfum gegndi hann, sem hér verða ekki talin. En þess verður þó að geta, að hann var alla oddvitatíð sína mikill áhrifa- maður í því merkilega samstarfi, sem myndaðist 1944, er sjúkra- skýli var reist á Egilsstöðum, milli hreppanna 10 á Héraði og haldist hefir til þessa dags. Svon- efndur oddvitafundur þessara hreppa varð að sjálfsprottinni stofnun, sem enn starfar, án nokkurrar hliðstæðu á íslandi, og stýrir rekstri heilsugæslustöðvar- innar á Egilsstöðum og héraðs- heimilisins Valaskjálfar. í öllum þessum málum var Hrafn ætíð fyrstur að hvetja til framkvæmda og hvers kyns dáða. Kyrrstaða var orð sem hið heita skap hans þoldi ekki og hann gat heldur ekki horft upp á hana í kringum sig. Hann var alltaf eitthvað að brjótast um. Stundum tók það hann langan tíma að ljúka ýmsum uppátækjum sínum, svo að manni datt jafnvel í hug, að hon- um væri nóg að hafa ætlað að gera þetta og hitt. En það fór svo, að hann endaði flest sín uppátæki - og er meira en sagt verður um marga hugsjónamenn. Hann var fram eftir árum við hestaheilsu, þótt hann hlífði sér hvergi, einkanlega í mörgum og býsna ævintýralegum vetrarferð- um (sem hann lýsir vel í minn- ingabókinni). Og við vinnu var hann hamhleypa fram eftir ævi. Hann var vinmargur, eins og eðlilegt var um svo skemmtilegan fjörmann, skáldmæltan og fynd- inn - „enda var Hrafn gersemi í orðaskaki", skrifar Ágúst á Hofi. En hann var líka með afbrigðum vinfastur. Var vinátta hans við Gunnar Gunnarsson skáld gott dæmi um það. Það er skarð fyrir skildi á Hér- aði, þegar Hrafn Sveinbjarnar- son er allur. En einkanlega verð- ur það skarð stórt á Hallorms- stað, sem Hrafn átti mikinn þátt í að gera að miðstöð sveitarinnar. Ég hlýt að minnast þess sérstak- lega, hvílíkur styrktarmaður hann var skógræktinni þar í orði og verki - átti m.a. fyrstu hug- myndina, sem fæddi af sér svo- nefnda Fljótsdalsáætlun, þótt hún væri síðar mótuð af öðrum. En þessi skógræktaráætlun var undanfari þeirra héraðsskógar- áætlana, sem nú eru tískuorð víða um land. Við leiðarlok þakka ég Hrafni fóstbróður mínum samfylgdina í rúma hálta öld. Bróðurhönd hans, sem ætíð var útrétt, var mér oft og tíðum betri en engin. Laugardagur 23. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Sigurður Blöndal Framboðsfrestur Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmann- aráðs og endurskoðenda í Sveinafélagi pípu- lagningamanna fyrir árið 1988. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrif- stofu félagsins, Skipholti 70, eigi síðar en kl. 18.00 föstudaginn 29. janúar 1988. Kjörstjórn Faðir okkar og tengdafaðir Frímann Á. Jónasson fyrrv. skólastjóri, sem lést hinn 16. þ.m., verður jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. Ragnheiður Frímannsdóttir Ove Krebs Birna Frímannsdóttir Trúmann Kristiansen Jónas Frímannsson Margrét Loftsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.