Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 5
bKammdegispunglyndi. Tréskurðar- mynd eftir Edvard Munch. annars að sjúkdómurinn virðist fjórum sinnum algengari á meðal kvenna en karla, og er enginn þekktur geðsjúkdómur sem er svo kynskiptur sem þessi. Og meðal þessara kvenna kemur einnig í ljós að truflanir vegna tíðahringsins verða einnig þung- bærari yfir veturinn. Þá hefur at- hugun leitt (ljós að konur hald- nar þessum sjúkdómi eiga lang- flest börn í maí en fæst á tímabi- linu ágúst-september, sem bend- ir til þess að birtan hafi áhrif á frjósemi þeirra. Athuganir hafa bent til þess að skammdegissjúk- lingar hafi jafnframt meira af hormóninu prólactín í blóðinu, og kunni það að tengjast frjóse- minni, en prólactín ræður fengit- íma og litaskiptum hjá lægri spendýrum. Þá hefur rannsókn ( Norður- Noregi leitt í ljós að 23% íbúa þar þjást af svefndrunga og minnkaðri vinnugetu í skamm- deginu, og segja höfundar greinarinnar í American Journal of Public Health að athuganir bendi til að að minnsta kosti fimmti hver maður verði fyrir meiri eða minni truflunum af skammdeginu og að tíðni þung- lyndiseinkenna fari vaxandi eftir því sem lengra dregur frá mið- baug. Högni Óskarsson geðlæknir sagði okkur hins vegar að könnun sem hann hefði gert á tíðni þung- lyndis eftir árstíðum hér á landi hefði ekki bent til þess að þung- lyndistilfelli væru áberandi fleiri í skammdeginu en á öðrum árstím- um, en hins vegar væri skamm- degisþunglyndið viðurkenndur sjúkdómur þótt vægi hans virtist ekki mikið ef tekið er mið af öðr- um geðrænum truflunum. Tals- vert vantaði þó á að þetta væri fullrannsakað enn. Þessa dagana er rannsókna- stofa Geðdeildar Landspítalans einmitt að hefja rannsókn á tíðni sjúkdómsins hér á landi, og mun Andrés Magnússon læknir veita henni forstöðu. Hitt er hins vegar ljóst að aukinn skilningur manna á áhrif- um birtunnar á geðheilsu okkar hefur jafnframt beint athygli manna að áhrifum dagsbirtu og raflýsingar í skammdeginu á vel- líðan og heilsu þeirra sem teljast vera heilbrigðir, og á því sviði virðast menn nú vera að hallast æ meir að því, að taka eigi upp raf- lýsingu með dagsbirtuljósi í ríka- ra mæli á vinnustöðum og heimil- um, til varnar þeim drunga sem skammdegið færir okkur flestum (einhverjum mæli. -ólg Helmildir: Amerlcan Journal of Pu- bllc Health, jan. 1987. Sclence Tlm- es, vísindasérrlt The New York Tlmes frá 26.06.81. Sama blað frá 19.12.85. Photoblology and Phot- ochemistry, 1983. Högni Óskars- son geðlæknlr, Hope Knútsson iðjuþjálfi, Andrés Magnússon læknir og Arngrfmur Baldursson sölumaður (Natura Casa. Arngrlmur Baldursson setur upp dagsbirtuljósplpu hjá Natura Casa. Bylting f innanhúss- lýsingu segir Arngrímur Baldursson hjá Natura Casa Dagsbirtuljóspípurnar eru að valda byltingu í innanhúss- lýsingu, segir Amgrímur Bald- ursson hjá versluninni Natura Casa, en verslun þessi er með umboð fyrir dagsbirtu- Ijóspípur af gerðinni T rue-Lite frá bandaríska fyrirtækinu Duro-Test International. Ljóspípur þessar eru sniðnar að litrófi dagsbirtunnar og hafa verið viðurkenndar sem lækningatæki gegn skamm- degisþunglyndi. Við höfum haft þessar pípur í sölu hér síðan í september í hitt- eðfyrra og æ fleiri fyrirtæki kaupa nú þessar pípur sem vinnulýsingu í stað hinna venjulegu flúorljósa. Ástæða þess að farið var að framleiða ljós af þessari gerð var fyrst og fremst sú að kvartanir hafa orðið æ algengari um augnþreytu og höfuðverk á vinnustöðum þar sem venjuleg flúorlýsing er algengust. Við höf- um líka fengið skjalfest svör við- skiptavina okkar um að þessi nýja lýsing hafi skilað sér í betri vinnuafköstum og betri líðan starfsfólks. Þetta hefur líka verið staðfest með rannsóknum er- lendis, þar sem tilraun við Cornell-háskólann gaf meðal annars til kynna að þessi lýsing skilaði sér í betri einbeitingu og betri námsárangri nemenda. Ein venjuleg ljóspípa af þessari gerð hjá Natura Casa kostar 987 krónur, sem er nálægt helmingi meira en venjulegar pípur. Sá mismunur á að skila sér, sagði Arngrímur, í betri líðan og betri afköstum starfsfólks, auk þess sem pípan á að endast 24000 ljóstíma og henni fylgir 2 ára ábyrgð. —61g ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.