Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 6
Leiðtogar Evrópuríkja á fundi í Kaupmannahöfn í desember. Veiður Samkopiulagi þeirra Reagans og Gorbatsjovs, Inf-samkomu- laginu, um eyðingu allra meðal- drægra kjarnorkuvopna hefur verið fagnað í Evrópu sem annars staðar. Þó hafa viðbrögðin við því verið langt í frá samhljóða, og í gangi eru nú víðtæk skoðana- skipti í Evrópu um öryggis- og varnarmál og þátt Evrópu í varð- veislu friðarins. í þeim skoðanaskiptum hafa hægri menn jafnt sem vinstri menn verið sammála um að styrkja beri verulega vægi Evr- ópu innan NATO, en ágreining- ur hefur hins vegar verið uppi um með hvaða hætti það skyldi verða. Hefur klofnings einkum gætt í röðum hægrimanna, þar sem vart hefur orðið þeirra skoðana að nú þurfi að efla og bæta kjarnorku- varnir Breta og Frakka í anda fæl- ingarstefnunnar og auka við hefðbundinn vígbúnað til móts við yfirburði Varsjárbandalags- ríkjanna á því sviði, á meðan frjálslynd öfl og vinstriflokkarnir hafa sagt að nú ætti að fylgja Inf- samkomulaginu eftir með enn frekari fækkun kjarnorkuvopna og gagnkvæmum samningum um fækkun í hefðbundnum vígbún- aði, þar sem jafnframt yrði reynt að efla gagnkvæmt traust austurs og vesturs með aukinni pólitískri, efnahagslegri og menningarlegri samvinnu. í þessum skoðanaskiptum er tekist á um hlutverk og stefnu Evrópubandalagsins, og jafn- framt um afstöðu Evrópuríkja innan NATO til mótunar fram- tíðarstefnu bandaiagsins í örygg- ismálum. Þar er líka tekist á um þau meginsjónarmið, hvort tryggja beri öryggi með hervaldi eða með gagnkvæmu trausti, sem reist sé á pólitískri, efnahagslegri og menningarlegri samvinnu á milli austurs og vesturs. Þessar umræður skipta því sköpum um framtíð álfunnar, og þar getur sameiginlegur vilji vinstriaflanna og vesturevrópskrar verkalýðs- hreyfingar ráðið úrslitum. Tvöfeldni Marg- aretar Thatcher Flestum er minnisstætt þegar Margaret Thatcher varð einna fyrst vestrænna leiðtoga til þess að fagna hinu sögulega samkomulagi Reagans og Gor- batsjovs skömmu fyrir jól með yfirlýsingu um að hér hefði verið stigið stórt skref í átt til friðar og öryggis. Það kom hins vegar brátt í ljós að í samkomulaginu sá hún ekki bara leið til afvopnunar, heldur líka tilefni nýrrar vígvæð- ingar. Thatcher hefur semsagt lýst því yfir, að í ljósi hins nýja samkomulags beri NATO að vinna að endurbótum og aukningu þeirra kjarnorkuvarna sem eftir verða í Evrópu eftir að bandarísku stýriflaugarnar og Pershing-flaugarnar verða fjar- lægðar. Þar á hún auðvitað við kjarnorkuvopn Breta og Frakka. Denis Healy, talsmaður breska Verkamannaflokksins í örygg- ismálum, hefur nýverið ásamt með nokkrum þingmönnum úr flokki sósíaldemóktrata og frjáls- lyndra vakið athygli á því að innan breska íhaldsflokksins og breska hersins væri nú uppi ráða- brugg um að koma meðaldrægum flugskeytum fyrir um borð í flug- vélum og kafbátum í stað þeirra flugskeyta á landi, sem hið nýja samkomulag gerir ráð fyrir að verði eytt. Þessar hugmyndir eru um- deildar innan breska íhalds- flokksins og hafa að sjálfsögðu vakið mikla andúð í röðum Verkamannaflokksins og meðal frjálslyndra og sósíaldemókrata, sem vilja fylgja Inf- samkomulaginu eftir með enn frekari takmörkun vígbúnaðar. Fœllngar- stefna Chiracs Viðbrögð franskra stjórnvalda við Inf-samkomulaginu voru þau neikvæðustu sem heyrðust í álf- unni. Chirac forsætisráðherra Frakka sagði að menn skyldu ekki „gera sér þær grillur að með samkomulaginu hafi verið stigið mikilvægt skref á sviði öryggis- mála“. Skömmu fyrir áramótin hélt Chirac ræðu í Vísindastofnun franska hersins, þar sem hann tal- aði um nauðsyn þess að styrkja „kjarnorkufælingu Evrópu", en það vildi hann gera með því að bæta nýrri stýriflaug af bresk- franskri gerð við kjarnorkuvopn- abúnað þessara ríkja auk þess sem taka ætti upp nýja franska eldflaug af gerðinni „Hader“, sem dregur yfir 450 km vega- lengd. Franska stjórnin hefur semsagt lýst þeirri skoðun sinni að eyðing meðaldrægu eldflauganna skapi vissa hættu fyrir öryggi Evrópu, og að við því verði að bregðast með aukinni kjarnorkuvígvæð- ingu Frakka og Breta. Afstaða franskra sósíalista Mitterrand Frakklandsforseti og franski sósíalistaflokkurinn hafa hins vegar haft annan skiln- ing á þessum málum. Þegar fyrir rúmu ári síðan hafnaði Mitter- rand Frakklandsforseti þátttöku Frakka í stjörnustríðsrannsókn- um Bandaríkjamanna á þeim for- sendum að Frakkar mættu ekkert það gera er staðið gæti í vegi fyrir samkomulagi stórveldanna um takmörkun vopna. Mitterrand hefur nýlega ráðist gegn andstæð- ingum Inf-samkomulagsins og sagt þá „styðja í raun óhóflega vígvæðingu". Franski sósíalistaflokkurinn hefur lengi vel haft nokkuð óljósa afstöðu í þessum málum, en ný- verið ritaði Lionel Jospin, ritari flokksins, grein í dagblaðið Le Monde, sem tekur af allan vafa um stefnu flokksins. Þar segir að Inf-samkomulagið sé mikilvægur áfangi sem eigi að geta leitt til helmingsfækkunar langdrægra kjarnorkuvopna (sem eru megin- þorri allra kjarnorkuvopna). Hann bætir því jafnframt við að þegar stórveldin hafi náð vissum árangri á sviði afvopnunar og fækkað langdrægum sprengjum sínum t.d. niður í 1000, þá ættu Frakkar að geta gert hið sama og fækkað sínum vopnum t.d. úr 300 í 200. Jospin talar einnig um nauðsyn þess að semja um fækk- un í hefðbundnum herafla og að Sovétmenn afsali sér efnavopn- um svo að Frakkar sjái sig ekki knúna til að koma sér upp slíkum vopnum. Hins vegar sagðist Josp- in ekki vilja gefa kjarnorkuvarnir Frakka upp á bátinn að fullu, þar sem ekki væri hægt að sjá fram á eyðingu allra kjarnorkuvopna í fyrirsjáanlegri framtíð. Sérstaða Breta og Frakka Ef litið er til annarra Evrópu- ríkja verður vart við sömu um- ræðuna, og hvarvetna er sama spurningin á dagskrá: hver á að vera hlutur Evrópu í því nýja andrúmslofti bættra samskipta austurs og vesturs, sem Inf- samningurinn hefur skapað? Hefur Evrópa hlutverki að gegna í því að knýja fram víðtækari af- vopnunarsamninga, eða á Inf- samkomulagið að verða tilefni þess að efla sjálfstæða kjamorku- vígvæðingu Evrópu, þar sem Bretar og Frakkar taki í raun við því hlutverki Bandaríkjamanna að halda „kjarnorkuregnhlífinni“ yfir álfunni? í evrópsku samhengi hafa hægri-öflin í Bretlandi og Frakk- Iandi sérstöðu vegna kjamorku- vopnanna sem þessi lönd ráða yfir ein V-Evrópurfkja. En hlið- stæðar raddir má þó finna meðal hægri-aflanna í öðmm ríkjum, þótt þær séu í minnihluta. Þannig segir til dæmis Detlev Albers, einn af hugmyndafræðingum vesturþýskra jafnaðarmanna, í nýlegu viðtali að þótt yfirgnæf- andi meirihluti Vesturþjóðverja hafi fagnað Inf-samningnum og vilji fylgja honum eftir með frek- ari afvopnun, þá séu engu að síður þau öfl virk innan raða hægrimanna, sem vilji gera Inf- samninginn tilefni til aukinnar hefðbundinnar vígvæðingar. Al- bers segir að vesturþýskir jafnað- armenn byggi hugmyndir sínar í öryggismálum ekki lengur á fæl- ingarstefnunni, heldur á hug- myndinni um „sameiginlegt ör- yggi“ og því sé þeim í mun að sameiginlegur kjamorkuvopna- forði Breta og Frakka verði ekki til þess að hindra frekari árangur í afvopnunarmálum. Hann segir að vesturþýskir jafnaðarmenn vilji stefna að því að kjamorku- vopnum verði útrýmt með pólit- ískum samningum, hefðbundn- um vopnum fækkað og gengið verði þannig frá málunum með pólitískum samningum að livor- ugum aðilanum verði í raun kleift að hefja árás á hinn. Afstaða vinstrimanna Vesturþýskir jafnaðarmenn og ítalskir kommúnistar hafa að mörgu leyti svipaða afstöðu til þessara mála. Þeir hafa ásakað hægriöflin í Bretlandi og Frakk- landi fyrir að hugsa enn sam- kvæmt fælingarstefnunni, þar sem varnir Evrópu eigi að byggj- ast á „flexible response", það er að segja að hægt verði að grípa jöfnum höndum til hefðbundinna vopna og takmarkaðs kjarnorku- hernaðar. Eina breytingin við Inf-samninginn sé samkvæmt þessum gömlu hugmyndum að nú eigi Bretar og Frakkar að taka við hlutverki Bandaríkjamanna. í nýlegri grein eftir einn af sér- fræðingum ítalska kommúnista- flokksins í varnar- og öryggismál- um, Antonio Rubbi, segir að nú sé þörf á nýjum hugsunarhætti varðandi varnarmál, og að menn verði að gera sér grein fyrir þvf að raunverulegt öryggi verði aldrei tryggt með hemaðaruppbygg- ingu, heldur einungis með því að byggja upp ný sambönd er hvfli á gagnkvæmu trausti, pólitískri samvinnu austur- og Vestur- Evrópu og á hernaðarlegu jafnvægi sem færa þurfi stöðugt niður á lægra stig. Hingað til hafa Evrópuríkin í austri og vestri ver- ið sem áhorfendur að leik stór- veldanna, en nú sé komið að Evr- ópu að segja sitt. Þegar farið verði að tala um hefðbundin vopn og efnavopn séu Evrópurik- in beinn samningsaðili. Ein fyrsta spurningin sem Evrópuríkin þurfi nú að taka afstöðu til sé út- rýming þeirra skammdrægu eld- flauga, sem menn óttist nú svo mjög í báðum þýsku ríkjunum. Nýr hugsunarhóttur Rubbi segir að ítalskir komm- únistar geri sér ekki þær grillur að það sé einfalt og létt verk að skapa kjarnorkuvopnalausa Evr- ópu, en munurinn á afstöðu þeirra og afstöðu Thatcher sé sá, að þeir geti séð fyrir sér heim án kjarnorkuvopna, og að fyrir þeim 6 SÍÐA - ÞJÖÐVIUINN Sunnudagur 24. janúar 1987 Sunri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.