Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 8
Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í „Gufuveita - Skiljur". Verkið felst í efnisútvegun og smíði tveggja gufuskilja og tveggja rakaskilja með tilheyrandi bún- aði. Heildarþungi er ca. 40 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í að setja upp og ganga frá sjö rafdrifnum krönum og tveimur rafdrifnum talíum í húsum Nesjavallavirkjunar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 REYKJKIÍKURBORG Jhzuátvi Stiuáui Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsfólk vantar í eldhús 75% starf. Vinnutími frá kl. 8-14. Unnið aðra hverja helgi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Fiskeldi Staða sérfræðings í fiskeldi við Bændaskólann á Hólum er laus til umsóknar. Verkefni: Kennsla, rannsóknir og leiðbeiningar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri stöií, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar n.k. Upplýsingar um starfið gefur Jón Bjarnason skólastjóri í síma 95-5961. Landbúnaðarráðuneytið, 19. janúar 1988 Laust starf hjá Biskupsstofu Starf skrifstofustjóra hjá Biskupsstofu er laust til umsóknar. Hér er um nýtt starf að ræða, en skrif- stofustjóri á m.a. að hafa yfirumsjón með öllum fjármálum biskupsembættisins. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknir er greini nám og fyrri störf umsækj- enda sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Áður auglýstur umsóknarfrestur er hér með fram- lengdur til 5. febrúar 1988. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 19. janúar 1988 Klara Schabbel 48 Frida Wesolek 55 Anna Krauss 57 58 Konurnar þrettán. Nasisminn Þretfán konur líflátnar Liane Berkowitz 19 á þrjátíu og níu mínútum Kvöld eitt í aprílmánuði 1940 voru tveir ungir Skagfirðingar staddir niðri í Austurstræti. Strætið var troðfullt af fólki svo að þeir sem þar voru á ferð í bílum, áttu erfitt með að komast leiðarsinnar. Flest var þettafólk ungt, vel klætt og mannvænlegt að sjá. Þjóðverjar höfðu hafið innrás í Noreg. Morgunblaðið hafði þá aðsetur sitt í Austurstræti. Jafn- ótt og fréttir bárust af innrásinni voru þær birtar í sýningarglugga blaðsins. Allar voru þær á eina leið, Þjóðverjar unnu á þrátt fyrir vasklega vörn Norðmanna. Að- eins þeir, sem næstir stóðu glugg- anum, sáu hvað stóð á fregnmiðunum. En hver frétt barst með flughraða frá manni til manns og mannfjöldinn öskraði af hrifningu. Hvað var hér að gerast? Var allt þetta unga fólk raunverulega aðdáendur nasismans? Fagnaði það virkilega örlögum norsku þjóðarinnar? Eða gerði það sér enga grein fyrir því hvað á seyði var? Myndi þetta fólk taka því með sama fögnuði ef Þjóðverjar gerðu innrás hér? Ég veit það ekki. Hitt veit ég, að nasisminn hafði víða grafið um sig meðal þjóðarinnar á þessum árum og það í meira mæli en fram kom á yfirborðinu. Ungir nasistar komu sér upp barsmíðaliði í höfuðborg- inni. Þeir létu talsvert á sér bera í bæjum og þorpum víða út um land. Á einstaka sveitabæjum mátti meira að segja sjá haka- krossfánann dreginn að húni á hátíðum og tyllidögum. Vitað var að sumir framámenn þjóðarinnar höfðu samúð með nasismanum, svo að ekki sé meira sagt. Virðu- legur og vel metinn stjórnmála- maður gaf íslensku nasistunum m.a. þá einkunn, að þeir væru „unglingar með hreinar hugs- anir“. Hinir ungu Skagfirðingar áttu dálítið erfitt með að átta sig á hin- um „hreinu hugsunum" í Austur- strætinu og hurfu brátt til her- bergis síns í Herkastalanum. Nasisminn átti þegar hér var komið sögu, býsna langan blóð- feril að baki. Og honum lauk ekki fyrr en Þjóðverjar höfðu verið sigraðir. Ef nokkuð var jukust jafnvel ofbeldisverkin eftir því sem leið á styrjöldina og úrslitin tóku að gerast einsýnni. Mætti um það nefna ýmis dæmi. Enginn íslendingar hefur kynnt þessari þjóð rækilegar hryðjuverk nasista en Einar Ol- geirsson m.a. í riti sínu Rétti. í 3. hefti Réttar á sl. ári dregur hann fram enn eitt: „13 konur hálshög- gnar á 39 mínútum 5. ágúst 1943“. í>á höfðu þessar konur sem allar tilheyrðu leynisam- tökum, sem unnu gegn nasistast- jóminni, setið um skeið í fanglesi við Plötzensee í Berlín, dæmdar til dauða. Og þann 5. ágúst 1943 ! var dauðadómnum fullnægt. Fyrst gekk á högfstokkinn Fri- da Wesolek, 55 ára saamakona og kommúnisti. Hún vtssi að eigin- maður hennar og i| árs gamall faðir hennar höfðu verið líflátnir nokkmm mínútum áður. Síðan kom Ursula Goetze, 27 ára stúd- ent og kommúnisti. Næst var það Marie Terwiel 33 ára saumakona óflokksbundin, gyðingur. Hún vissi að foreldrar hennar höfðu, árangurslaust, reynt að bjarga bömum hennar úr klóm nasista. Og svo hver á fætur annarri: Oda Scottmuller, 39 ára dansari, óf- Iokksbundin. Rose Schlösinger 35 ára, vélritari og kommúnisti. Maður hennar framdi sjálfsmorð er hann frétti um dauðadóminn. Hilde Coppi starfsstúlka, kom- múnisti. I síðasta bréfi sínu hafði hún áhyggjur af „litla Hans“ sem hún fæddi í fangelsinu en maður hennar, „stóri Hans“ hafði verið hálshöggvinn í des. 1942. Klara Schabbel 48 ára vélritari og kom- múnisti. Else Imme 57 ára deildarstjóri, óflokksbundin. Eva-Maria Buch 22 ára aðstoðar- stúlka, óflokksbundin. Anne Krauss 58 ára verslunarkona, óf- lokksbundin. Ingeborg Kummer- ow 30 ára starfsstúlka, óflokks- bundin. Hún vissi að innan skamms færi maður hennar sömu leið og að börn þeirra tvö yrðu þá munaðarlaus. Cato Bontjes 22 ára leirkerasmiður, óflokksbund- inn. Og loks Liane Berkowitz 19 ára nemandi, óflokksbundin. Hún hafði fætt bam í fangelsinu. Á einum 39 mínútum höfðu þess- ar 13 konur látið lífið fyrir böðu- lshendi nasismans. Talið er víst að Þjóðverjar hafi haft fullan hug á því að hemema ísland á styrjaldarárunum. En Bretar urðu fyrri til og hefur þó trúlega munað mjóu. Úrslitin í því kapphlaupi voru mikið lán fyrir íslendinga, ekki síður ung- lingana í Austurstrætinu og skoð- anabræður þeirra en okkur hin. - mhg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Sunnudagur 24. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.