Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 11
Grikkir áttu sórstaka leiklist- argyðju, Þalíu, og fundu leiklist- inaeiginlega upp. Garcia Lorca sagði að ekki væri til betra tæki til að breyta andlegu ástandi heillar þjóðaren leikhús og Milan Kund- era fullyrti að aldrei yrði hægt að drepa leikhúsið. Þegar það var reynt ÍTékkóslóvakíu, settu menn bara upp leikrit heima í stofunnihjásór. Síðustu ár hafa frjálsir leikhóp- arsprottið áfæturog minnirá bílskúrshljómsveitir á f rumárum pönksins. Settar hafa verið upp á annan tug leiksýninga, fyrir utan starfsemi stóru leikhúsannasem eru: Alþýðuleikhúsið, Eggleik- húsið, P-leikhúsið, FrúEmilía, Porspro toto, Revíuleikhúsið, eihleikhúsið, Leikhúsíkirkju, Ás- leikhúsið, Hugleikur, Brúðu- leikhúsið, Þráinn Karlsson og Hlaðvarpinn. Þá má minna á Veit mamma hvað ég vil og Gaman- leikhúsið sem eru áhugaleikhús barnaog unglinga. Á kaffihúsum, háaloftum og kjöllurum er leikið af fullum krafti og enginn segist gera þaö peninganna vegna. Hér hafa áður orðið til önnur leikhús en Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið, mismunandi langlíf. Nefna má Leiksmiðjuna, Grímu, Litla Leikfélagið, Stúd- entaleikhúsið og Hitt-leikhúsið. En Alþýðuleikhúsið og Egg- leikhúsið hafa hinsvegar náð að festa sig í sessi. En hvað er að gerast núna? Er þróunin til f ram- búðar og hvaðan kemur hún? Hvernig gengur leikhópunum að starfa, hvaðan fá þeir styrki? Fá þeir styrki? Hvað með aðsókn og húsnæði? Hverskonar verkefni fást þeir við? Er starf þeirra mark- visst andóf gegn stóru leikhúsun- um eða eðlilegur hluti af leikhúsl- ífinu? Og hvernig er með ís- lenska leikritahöfunda? Fjölgar þeim í réttu hlutfalli viðöll þessi nýju leikhús? Eftir á að hyggja sýnist mér að hinirfrjálsu leikhópar reyni með leikritavali sínu að sýna einangr- un manneskjunnarog rofin tengsl, á meðan stóru leikhúsin sniðganga þann veruleika, með sýningum sem mest er til kostað af þeirra hálfu. En það er svo efni í aðra grein. Leikgleði og hugsjónir vantar ekki. En stærstu vandamál frjálsu leikhópanna eru húsnæð- isleysi og styrkveitingar. Andrés Sigurvinsson gerðist svo djarfur að setja Heimkomuna eftir Pinter upp í (slensku óperunni. Sumir eru vondir útí hvað kvikmyndum ergert fjárhagslega hátt undir höfði. Kári Halldór sagði að að- sókn að íslensku óperunni sýndi aðtónlistaruppeldi hefði skilað sér en breiður aldurshópur sækir óperuna. Söngkennsla er í grunnskólalögum og tónlistar- skólar vel sóttir en hinsvegar er engin leiklistarkennsla í grunn- skólum og erfitt fyrir leikhúsin að fá aðgang að skólunum. Guðjón Pedersen benti á að Revíu- leikhúsið væri eina fyrirtækið sem hefði sett upp barnaleikrit í vetur. Félagar í eih-leikhúsinu segjast ekki vera reiðir ungir menn. Þá langi bara til að leika og komu þessvegna á fót sýningum í Djúpinu við Hafnarstræti. Viðar Eggertsson segirað Eggleikhús- ið sé nafn á þörf. En Eggleikhúsið sýnir nýtt íslenskt verk, í veitinga- húsinu Mandaríninn við Tryggva- götu. í merkri grein sem Viðar rit- ar í leikskrá segir m.a.: leik- listarlög landsins eru þannig úr garði gerð, að ef þeir væru pípu- lagningarmenn, tölvufræðingar eða annað gott fólk, án fjögurra ára leiklistarmenntunar og jafnvel margra ára starfsreynslu í leikhúsi, þá fengju þeir umsvifa- laustfjárveitingu, en listamenn þjóðarokkareru stoltir og gera kröfurtil sjálfra sín og vilja standa „professional" að sínum verkum. Þeir gera þá kröfu til sín, og áhorf- endur eiga að gera þær kröfur til þeirralíka." Katrín Hall Endatafl. Eftir Samuel Beckett. Gránufjelagið æfir. Rósa Guðný Þórsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Árni Pétur Guðjónsson og Barði Guðmundsson fara með hlutverkin. Myndir: Sig. Alþýðuleikhúsið Leikhúsin hafa brugðist Inga Bjarnason leikstýrði Pint- ersýningu Alþýðuleikhússins og situr í leiklistarráði, sem veitir um- sagnirtil menntamálaráðuneytis, hvernig skipta skuli því fé, sem er úthlutað til starfsemi f rjálsra at- vinnuleikhópa. „Framkvæmda- nefnd er skipuð til þriggja ára, af leiklistarráði, en í því eiga fulltrúa allar leiklistarstofnanir í landinu. Skv. lögum og reglugerð erfram- kvæmdanefndin umsagnaraðili um allt sem lýtur að leiklist í landinu. Drjúgurtími fer í úthlutun og baráttu fyrir bættum hag leikhópa. Síðast var upphæðin 2 miljónirogfjórirfengu úthlutun. Aðeins er hægt að sinna broti af umsóknunum." En hvemig stendur á öllum þessum frjálsu leikhópum? „Hin svokölluðu stofnana- leikhús hafa brugðist skyldu sinni og uppeldisstarf, sem eðlilegt er að fari fram innan stóru leikhús- anna, er vanrækt. Ungir leik- stjórar og leikarar verða að fá að spreyta sig á krefjandi verkefn- um. Mér er tamt að taka dæmi úr tónlistinni: Nemandi sem reynir sig aldrei við Beethoven og Moz- art verður aldrei góður tónlistar- maður. Ef við lítum á verkefna- val stóru leikhúsanna sem stend- ur, þá eru fá verk líkleg til að þroska listamennina. Því betri bókmenntaverk sem maður glím- ir við, því meiri þroska nær hann. En það gleðilega við frjálsu leikhópana er, að við höfum fengið til liðs við okkur gamla og reynda leikara, sem brillera, t.d. í P-leikhúsinu. List lærist ekki nema af snillingum og af hinum eldri. Frjálsir leikhópar skapa að- hald og vissa breidd og þetta ætti að örva hvert annað ef allt er með felldu. Það gerðist í Evrópu upp- úr 1960. En það er hlálegt að við höfum engan stað. Þetta er vít- amínssprauta fyrir stóru leikhús- in og leikhópamir skila inn fólki með reynslu, sem það hefði aldrei fengið þar. Þegar fólk gerir betur en það getur, verður list til. En það gerist ekki nema með erf- iðu verkefni. Svo finnst mér skrít- ið að sjá marga okkar fremstu listamenn verklausa ár eftir ár.“ En eru til áhorfendur á allar þessar sýningar? „Aðsóknin hefur alltaf komið mér á óvart. íslendingar eru nýj- ungagjarnir og tilbúnir til að fylgja okkur uppá háaloft og elta okkur oní kjallara. Góð aðsókn ergóður jarðvegur. Þessvegna er ég hrædd við þá afsiðun sem núna á sér stað í stóru leikhúsunum, þarsem reynt er að telja fólki trú um að söngleikirnir séu list, en ekki afþreying. Því má aldrei rugla saman. Vesalingarnir eru pakkamatur frá útlöndum og tónlistin breytir ekki um tónteg- und alla sýninguna." Hverjar eru helstar lausnirfyrir starfsemi frjálsu leikhópanna? „Óratími fer í að leita að hús- næði og síðan þarf að búa til leikhús í húsi sem ekki er leikhús. Stærsti hlutinn fer í að greiða húsaleigu og auglýsingar og fólk vinnur iðulega kauplaust. Stórt húsnæði sem rúmaði alla leikhóp- ana finnst mér heppileg lausn. Þar sem hægt yrði að halda tón- leika, skáld gætu lesið úr verkum sínum og þar yrði griðastaður fyrir allar listgreinar. Eg vann við þannig hús í Cardiffe í Wales og við græddum óendanlega mikið á því návígi. Það eru til félagsheim- ili allsstaðar útá landi en hvergi í Reykjavík. Ég er mótfallin þriðju stofnuninni. Og þó við eignuð- umst sérstakt hús utanum okkur, kemur það ekki í veg fyrir kaffihúsa- og vinnustaðaleikhús. En í húsinu geta þeir hópar haft æfingaaðstöðu." 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. janúar 1987 Frú Emllía æfir Kontrabassann, eftir Þatrick Suskind. Árni Pétur Guðjónsson ( hlutverki sínu. Viðtöl: Elísabet Jökulsdóttir Gránufjelagið Hluti af leikhúslífinu Kári Halldór, leikstjóri og leiklistarkennari, er að setja upp Endatafl eftir Samuel Beckett.í þýðingu Árna Ibsen. Það er Gránufjelagið sem heldur utan- um sýninguna, sem verðurfar- andsýning. Árni Pétur Guðjóns- son, Hjálmar Hjálmarsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Barði Guðmundsson leika í Endatafli. „Gránufjelagið setti upp Frö- ken Júlíu 1983 sem var síðasta leiksýning í Hafnarbíói, en það var rifið af ástæðum sem ég skil ekki enn. Að stofna leikhús bygg- ist á því að þéna sæmilega og geta samræmt tíma sinn fjölskyldulífi, ef því er að skipta, og daglegu brauðstriti. Síðustu fjögur árin hafa verið erfið fyrir leikhópa. Það sem einkennir þá er að þeir sameinast um verkefni og svo fer óhemju tími í að leita að húsnæði. Við æfum í húsi í Borgartúni sem kostar 30 þúsund kr. á mánuði í Ieigu. Frjálsir leikhópar eru búnir að fá á sig barlómsorð og ég held að það sé kominn tími til að sam- einast um leiðir og vinna að sam- eiginlegum hagsmunum. Við þurfum 800 ferm. hús. Hið opin- bera, fyrirtæki og leikhópar ættu að sameinast um húsnæði sem rekið væri í hlutafélagi. Það er einsog öll hús séu rifin sem er reynt að leggja undir leiklist. Sal- urinn í Félagsstofnun stúdenta, sem fólk var farið að rata á, var lagður undir bóksölu og Tjarnar- bíó er notað undir fyrirlestra.“ Hvað um styrkveitingar sem eru í boði? „Styrkimir em eiginlega bjam- argreiði. Upphæðina þarf að hækka verulega. Af hálfu ríkisins er beðið um nákvæma kostnaðar- áætlun, sem fer mikill tími í að útbúa og sumir verða dauð- hræddir bara við að sjá eyðublöð- in. Kostnaðaráætlanir standast heldur aldrei. Og hvaða tilgangi þjónar það að setja upp slíka áætlun sem þú færð aldrei greidda? Stofnanaleikhúsunum er ekki boðið uppá þannig vinnu- brögð. Kostnaður við að sýna í litlu húsnæði er t.d. hlutfallslega meiri, hvað snertir auglýsingar. Hverja sýningu þarf að auglýsa, hvort sem um er að ræða 30 manns eða 100 manna. Mér finnst líka að Listahátíð ætti að athuga þann möguleika að styrkja frjálsa leikhópa.“ En hversvegna verða frjálsir leikhópar til? „Fólk langar til að glíma við ákveðin verkefni. Mig hefur dreymt um að setja upp Endatafl í mörg ár. Leikarar og leikstjórar bíða ekki lengur eftir að stóru leikhúsin hói í þá. Menn vilja tak- ast á við eigin hugmyndir, skapa sér reynslu og fást við skapandi leiklist. Sumir vilja gefa sér betri tíma en tíðkast í stofnanaleikhús- unum. Frjálsir leikhópar gefa ekki endilega óánægju til kynna, eða eru viðbót, einsog sumir halda fram. Þeir em hluti af leikhúslífinu og áhorfendur hafa sýnt að þeir hafa áhuga. Það hef- ur ekki dregið úr aðsókn hinna leikhúsanna. Og gæði sýningar segir heldur ekki um hve margir komu. Það er mikið að gerjast undir niðri, bæði í leikhúsinu og þjóðfélaginu, sem ég skilgreini ekki í stuttu máli, en ég er sannfærður um að starf frjálsu leikhópanna núna geti af sér mjög spennandi hluti á næstu fjórum árum.“ Frú Emilía Fjórir veggir Guðjón Pedersen leikari, starf- ar með Frú Emilíu, sem nokkrir ungir leikarar stofnuðu í fyrra og sýndu leikritið Mercedes, í kjall- ara Hlaðvarpans, eftir að hafa fengið styrk f rá menntamála- ráðuneytinu. Frú Emilíafrum- sýnirummiðjanfebrúar, Kontra- bassann, eftir PatrickSuskind, án þess að hafa fengið styrk. Hvernig er þetta haegt? „Inni í kostnaðaráætlun minni felst sú bjartsýni að áhorfendur láti sjá sig. Við höfum æft á vinnustofu okkar og sýnum sennilega þar. Það er 55 ferm. húsnæði. Verkefnaval frjálsu leikhópanna miðast við fá- mennar sýningar. Leikritið er mónólógur í fullri lengd, en það eru ótal þættir sem þarf að brúa, þó ekki séu fleiri leikendur. Leiktjöld og búningar kosta sitt og við erum svo sérvitur að vilja gefa út verkin sem við sýnum og gerum það í leikskrá. Það er fullt af leikritum sem okkur langar til að koma á framfæri og ótal leikritaskáld sem fslendingar hafa ekki fengið að kynnast. En þrátt fyrir starf frjálsu leikhóp- anna hafa þeir samt sem áður ekki þau tækifæri til að „experim- enta“ sem skyldi, vegna húsnæðis- og peningaleysis. Það er alltaf verið að tala um að málin reddist þegar Iðnó losnar, en hús- ið hentar okkur engan veginn.“ Hvernig hús sérðu fyrir þér? „Fjóra veggi. Stórt tómt her- bergi þar sem er hátt til lofts. Svo verður bylting þegar Borgarl- eikhúsið kemst í gagnið. Það býð- ur uppá ótal möguleika." Afliverju verða til frjálsir leikhópar? „Menn nenna ekki lengur að sitja og bíða. Við höfum séð að þetta er hægt og menn vilja standa og falla með hugmyndúm sínum og hrinda þeim í fram- kvæmd. Fá tækifæri til leikstjórn- ar gefast innan stóru leikhúsanna þannig ef að maður hefur áhuga verður hann að gera þetta sjálfur. Einhverra hluta vegna virðumst við ekki hafa sömu aðstöðu í leikhúsunum og kynslóðin á undan. En ég held að frjálsir leikhópar séu ekki bara andóf, verkefnaval í stóru leikhúsunum hefur ekki verið slæmt í vetur, heldur vilja menn starfa sjálf- stætt, safna reynslu og vita hvað þeir geta tekist á við. Svo eru ís- lendingar vitlausir í leikhús og það hlýtur að örva okkur til að búa til leikhús. Við erum núna með íslenskan höfund á okkar snærum, sem er að skrifa fyrir okkur, en nafn hans verður ekki gefið upp að svo stöddu. En það verður vissulega gaman af frjálsu leikhóparnir geta orðið jarðveg- ur fyrir íslenska leikritun.“ As-leikhúsið Leiklist er nœrandi Ásdís Skúladóttirer leikstjóri verksins Farðuekki, eftir Margar- etJohansen. GunnarGunn- arsson þýddi verkið en Jakob ÞórEinarsson og Ragnheiður Tryggvadóttir fara með hlutverk- in. Sýnt verður á Galdraloftinu við Hafnarstræti og það heitir Ás- leikhúsið. „Við spilum út hæsta trompinu með þeirri áhættu sem fylgir því að setja upp leiksýningu. Eg sótti um styrk frá menntamálaráðu- neyti og fékk hann. Það var svo lág upphæð þegar til kom, að mitt fyrsta viðbragð var að þetta væri nánast bj amargreiði. Og ég hugs- aði mig tvisvar um. En ákvað svo að ég hefði verið heppnari en margir sem ekkert fengu. Ég tal- aði við mitt fólk og við lögðum upp, með það að samkomulagi að við fengjum ekkert kaup. Við vinnum öll aðra vinnu á meðan, því ekki er hægt að vera kauplaus í heila tvo mánuði. Peningarnir faraíhúsaleigu, ljósabúnað, bún- inga, leikmuni og við þurfum að greiða hvíslara, sýningarstjóra og ljósamanni laun. En það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna við leiklist og ég hlakka til að fara á hverja æfingu. Leiklist er endurnærandi." En afhvetju ftjálsir leikhópar? „Það em fleiri sem vilja starfa sjálfstætt. Leikarar og leikstjórar fá ekki tækifæri innan stóra Ieikhúsanna. En málið er að skapa eigið leikhús. Alþýðu- leikhúsið og Egg-leikhúsið hafa ratt farveginn að mörgu leyti. En leikhús á að vera eins fjölbreytt og kostur er, þannig að hún rúm- ast ekki öll innan stóru leikhús- anna. En þetta er mikið fjárhags- legt átak og fólk endist ekki ár eftir ár.“ Hvað sagði svo þitt fólk þegar þú bauðst því að vinna með þér? „Ástæðan fyrir því að þau stökkva útí þetta er sú að þau langar til að leika þessi hlutverk og þar komum við að listam- annseðlinu. Hlutverkin spanna allar hugsanlegar tilfinninga- sveiflur, þannig eru þau mikil reynsla fyrir þau. Og þau hafa sjálf valið. Reynslan er tvíþætt: Hlutverkin eru krefjandi en þro- skandi um leið og það er reynsla að vinna við svo mikla áhættu, bæði hvað snertir samstarf og peningahliðina.“ Pors pro toto Dans og leiklist „Pars pro toto er latína og þýð- ir: Hluti af heild. Verkefnið sem við ætlum að sýna, um mánaða- mótin febrúar-mars, erþriðja verkefni hópsins. Við fengum styrk f rá leiklistarráði og það er í fyrsta skipti sem danshópur fær slíkan styrk og mér finnst það af- skaplega jákvætt, er bæði traust og viðurkenning. Þróunin í Evr- ópuersúaðdansinneraðvinna mikið á og líka í leikhúsinu," sagði Katrín Hall, sem er ein af forkólfum Parspro toto. Það eru félagar úr íslenska dansflokkn- um, ásamt Auði Bjarnadótturog Ellert Ingimundarsyni, sem að honum standa. „Okkur langar til að búa til leikhús og tvinna saman dans og leiklist. Dans er ekki bara ballett og við eram ekki sátt við þá hug- mynd að dans sé upphafin list- grein og eitthvað sem fólk skilur ekki. Þetta er mikil samvinna, við völdum þá leið að hafa leikstjóra, sem er Guðjón Pedersen, en ég og Lára Stefánsdóttir tókum að okkur að semja dansspor.“ En geturðu lýst verkinu nánar? „Handritið að Dauðasyndun- um sjö er sá grunnur sem við upp- haflega byggjum á, en eram núna komin óralangt frá handritinu. Kjartan Ólafsson semur tónlist og Ragnhildur Stefánsdóttir hög- gmyndari gerir leikmynd og bún- inga. Við erum að leita að heppi- legu húsnæði fyrir sýningar. En höfum fengið fyrir velvilja að æfa uppí Þjóðleikhúsi og eins æfum við á öðrum stöðum í bænum. Við vinnum kauplaust og í svona hlutverki er maður alltaf að biðja fólk um að gera sér greiða. Það fer þá eftir áhuga hvers og eins, hvort hann sættir sig við þá upp- hæð sem við getum boðið. En við vildum reyna sjálfstætt starf. Dansflokkurinn sýnir kannski tvisvar á ári, en við vildum gera eitthvað meira og reyna aðrar leiðir en þær sem farnar eru í stóra leikhúsunum. Við gerum þetta af áhuga og mundum aldrei gera þetta peninganna vegna, en það var mikil hvatning að fá þennan styrk.“ Sunnudagur 24. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.