Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 16
HUGVEKJAUM HEIMFA Um það leyti sem jólaundir- búningur var að hefjast í löndum kristinna manna bár- ust þau tíðindi, að fanska her- foringjanum Mafart hefði ver- ið leyft að yfirgefa Kyrrahafs- eyjuna, þar sem hann var í e.k. útlegð, og snúa til París- ar, og var skýrt frá því að það leyfi hefði verið veitt af heilsu- farsástæðum, þótt heimildum bæri reyndar ekki saman um það hvort herforinginn þjáðist af magakvilla eða þunglyndi. Mafart var einn af þeim leyni- þjónustumönnum frönsku, sem stóðu að sprengjutil- ræðinu i höfninni f Auckland í Nýja Sjálandi sumarið 1985, þegar skipi Grænfriðunga „Rainbow Warrior" varsökkt og Ijósmyndari einn úrþeirra hóp lót lífið, og var hann að því leyti óheppnari en flestir hinna, sem hurfu sporlaust úr landi, að hann náðist og var dæmdur (fangelsi í Nýja Sjá- landi. Vegna mikils þrýstings frá Frökkum féllust Nýsjá- lendingar þó síðar á að leyfa honum að fara úr landi gegn því loforði, að hann yrði látinn afplána hluta fangelsisdóms- ins á lítilli Kyrrahafseyju, sem Frakkar ráða yfir, og fengi ekki að fara þaðan undir neinu yfirskini. Ekki verður sagt, að fregnin um heimkomu Mafarts hafi vakið mikla athygli f Frakklandi, enda urðu franskir fjölmiðlar ekki fyrstir til að skýra frá henni, en annað kom þó af stað umræðum og lagði undir sig dálkarými á forsíðum blaða svo um munaði, og það voru hin furðulegu við- brögð Nýsjálendinga. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum brugðust þeir nefnilega ókvæða við. David Lange forsætisráð- herra kallaði í skyndingu saman blaðamannafund í skrifstofu sinni og sakaði Frakka um samn- ingsrof: hefði það verið grund- vallaratriði samnings þjóðanna, að Mafart skyldi fá að dúsa á eyjunni í ákveðinn tfma nema Nýsjálendingar gæfu samþykki sitt til að honum yrði sleppt, og ekki væri hægt að bera við neinum heilsufarsástæðum til að breyta því nema nýsjálenskir læknar fengju fyrst að kanna mál- ið. Prátt fyrir þessi ákvæði hefðu Frakkar þverneitað að nokkur nýsjálenskur læknir fengi að lfta á Mafart á eyjunni og ekki einu sinni viljað gefa þeim landgöngu- leyfi þar, heldur hefðu þeir ákveðið upp á sitt eindæmi að leyfa honum að fara til Parísar. Því hefði m.a. verið borið við, að heilsufar sprengjutilræðismanns- ins hefði verið orðið svo bágbor- ið, að hann hefði orðið að komast samstundis undir hendur sér- fræðinga á Signubökkum, en samt hefði heimflutningurinn dregist lengi, þannig að þessi átylla virtist f meira lagi hæpin og hefði verið nægur tími til að senda heilt sjúkrahús frá Nýja Sjálandi á vettvang. Nýsjálensk dagblöð slógu þessari frétt upp á forsfðum og réðust heiftarlega á Frakka: töldu þeir að heilsufars- ástæðurnar væru ekki annað en aumleg átylla og væri bert að í þessum málum virtu Frakkar alls ekki gerða samninga og hefðu aldrei ætlað að gera, - hygðust þeir einungis smeygja Mafart undan refsingu. Bresk blöð tóku f sama streng og hömuðust gegn nágrönnunum fyrir sunnan Erm- arsund. Frökkum sárnaði mjög þessi mannúðarsnauða harka og skiln- ingsleysi. Því er nokkuð til sem er dapurlegra og nístir hjartað meir en hryðjuverkamaöur sem liggur upp í rúmi í fangelsi eða útlegð með magann krambúleraðan af of miklu kókoshnetu-áti og græt- ur sárlega af heimþrá svona rétt fyrir hátíð barnanna? Embættis- menn í utanríkisráðuneytinu vörpuðu fram þeirri spurningu í áheyrn fréttamanna, hvort Ný- sjálendingum fyndist nú ekki kominn tfmi til að gleyma þessu máli og draga fjöður yfir allt sam- an, en blaðamönnum fannst eng- in ástæða til þess í svona alvar- legu máli að stilla orðum sfnum f hóf. Birtu þeir flennistórar fyrir- sagnir og harðyrtar forsíðugrein- ar um „svívirðilegar árásir á Frakkland“ og um Nýsjálend- inga, sem „ofsæktu leyniþjón- ustumanninn fársjúkan". Ekki var annað að sjá en al- menningur f Frakklandi væri blaðamönnunum fyllilega sam- mála og skyldi það ekki koma neinum á óvart. Þegar frönsku agentarnir komu sprengjunni fyrir í skipi Grænfriðunga var það á leiðinni inn á lokað tilrauna- svæði við Kyrrahafseyjar til að reyna að vekja athygli á þeim kjarnorkutilraunum sem Frakkar gera á þessum slóðum með eins mikilli leynd og þeim frekast er unnt, og til að trufla þær á ein- hvern hátt ef kostur væri. Nú vill svo til að í Frakklandi rfkir alger Mafart:Magaveikur,„ og fullkomin þjóðareining um þessar tilraunir með kjarnorku- vopn í vísindaskyni, - svo mikil að henni verður við fátt jafnað á Vesturlöndum nema þá einna helst við þjóðareiningu tslend- inga um nauðsyn þess að murka lífið úr hvölum í vísindaskyni á norðurhöfum. Segja Frakkar gjarnan að ekkert sé út á Græn- friðunga að setja svo lengi sem þeir berjast fyrir náttúruvernd og reyni að koma í veg fyrir veiðar á stórum sjávarspendýrum, sem séu í útrýmingarhættu, en ef þeir ætli að skipta sér af vísindaiðkun- um Frakka við Kyrrahafseyjar, fari þeir illyrmislega út fyrir það hlutverk sem þeir hafi afmarkað sér. Með því að ráðast þannig á þjóðarhagsmuni Fransmanna komi þeir eiginlega upp um sig, því á bak við slíkar aðgerðir hljóti að standa leyniþjónustur er- lendra stórvelda, sem vilji með öllum brögðum hindra viðleitni Frakka til að ná fullu sjálfstæði í kjarnorkuvopnavísindamálum. Af þessum ástæðum hafi leyni- þjónusta landsins haft fullan rétt til að láta til skarar skríða gegn þessum óeirðarseggjum Græn- friðunga. Charles Hernu varnar- málaráðherra, sem látinn var bera pólitíska ábyrgð á spreng- jutilræðinu í Auckland og varð að segja af sér embætti, hlaut fyrir þetta mál gífurlegar vinsældir í Frakklandi, og stjórnarandstæð- ingar gagnrýndu stjórnina einna helst fyrir það að hún hefði ekki sýnt Grænfriðungum og hand- bendum þeirra Nýsjálendingum nægilega mikla hörku. Þegar Chirac tók við völdum, var það eitt af markmiðum hans að ná Mafart og kollega hans, herkon- unni Prieur sem einnig hafði ver- ið gómuð, sem fyrst úr nýsjálen- skum fangelsum. Upplausn kom í franska deild Grænfriðunga, því menn vildu að vísu berjast gegn hvaladrápum en ekki gegn hags- munum síns eigin lands, og var deildin lögð niður skömmu fyrir jól. Það er í rauninni dapurlegt, að Frakkar skuli standa svo einir í þessu máli sem raun ber vitni. Þótt lítið hafi verið skrifað um heimkomu Mafarts á íslandi, 16 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.