Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 24.01.1988, Blaðsíða 19
SKÁK Snorri Bergsson með forystu á Skákþingi Reykjavíkur Andersson og Karpov efstir í Wijk aan Zee Snorri Bergsson er efstur á Skákþingi Reykjavíkurþegar tefldar hafa verið sex umferðir af eliefu. Snorri vann einn sig- urstranglegasta keppandann, Sævar Bjarnason í 6. umferð og komst við það á toppinn. Baráttan er geysihörð og eins og sakir standa virðast um 10 manns geta unnið mótið. Þeg- ar þetta er ritað er ólokið bið- skák Ágústar Karlssonar og Jóhannesar Ágústssonar en Ágúst var með sigurvænlega stöðu og gat náð Snorra með sigri. Staðan að sex umferðum lokn- um var þessi: 1. Snorri Bergsson 5>/2 v. 2.-3. Björn F. Björnsson og Sæberg Sigurðsson 5 v. 4.-11. Sævar Bjarnason, Bjarni Einarsson, Jón Þorsteinsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Guðmundur Gíslason, Þröstur Þórhallsson, Hrannar Baldursson og Sigurður Freyr Jónatansson allir með 4Vi vinn- ing. I sjöundu umferð (tefld á föstudagskvöldið) voru líkur á því að Snorri tefldi við Ágúst, Björn við Sæberg, Sævar við Bjarna, Jón við Þorstein, Guð- mundur við Hrannar og Þröstur við Sigurð Frey. Áttunda umferð verður svo tefld sunnudaginn 24. janúar en síðasta umferðin hefst 31. janúar. Áskorendaeinvígin að hefjast Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að um þessa helgi hefjast í Saint John áskorendaeinvígin í skák. Jóhann Hjartarson byrjar þá baráttu sína við Viktor Korts- noj. Sá sem þessar línur ritar verður staddur í Saint John og mun lýsa því sem fyrir augu ber. I síðasta helgarpistli voru keppn- inni í Saint John gerð rækileg skil og ekki ástæða til að bæta þar um. Karpov og Anders- son efstiríWijkaan Zee Anatoly Karpov tók sér ekki mikið frí frá taflmennsku eftir orrahríðina í Sevilla. Hann teflir mun meira en Kasparov og held- ur þannig styrk sínum. Svíinn Ulf Andersson byrjaði mótið með miklum krafti og náði strax góðri forystu á Karpov sem mátti þola tap í annarri umferð fyrir júgósl- avneska stórmeistaranum Nikol- ic. Andersson hefur heldur hægt ferðina og í 10. umferð náði Karpov að komast upp við hlið- ina á honum. Staðan varþá þessi: 1.-2. Andersson og Karpov 7 v. 3.-4. Georgiev og Farago 5'/2 v. 5.-7. Tal, Agdestein og Hiibner allir með 5 vinninga. 8.-12. Nikol- ic, Van der Wiel, Sosonko, Han- sen og Piket allir með 4Vi v. 13. Ljubojevic 4 v. 14. Ven der Sterr- en 3 v. Ulf Andersson er þekktur í skákheiminum fyrir yfirburða- tækni sína. Hann getur unnið nánast hvern sem er með því að færa sér í nyt smávægilegustu yfirburði. Fyrr á árum átti Andersson það til að tefla gullfal- legar sóknarskákir, fræg er t.d. skák hans við Leonid heitinn Stein sem tefld var á Reykjavík- urmótinu 1972. Þá sjaldan Andersson teflir í þessum anda tvinnar hann saman næmum skilningi sínum á stöðubaráttu og fléttuhæfileikum sínum en þeir eru oft vanmetnir þó staðreyndin sé auðvitað sú að Ándersson, líkt og Tigran Petrosjan, er geysilega taktískur skákmaður og er yfir- leitt löngu búinn að útiloka allar brellur áður en andstæðingnum dettur þær í hug. í Wijk aan Zee tefldi Andersson eftirfarandi skák gegn neðsta manni mótsins og þar færir Svíinn mönnum heim sanninn um að hann getur líka teflt upp á kóngssókn. Van der Sterren - Ulf Andersson Bogoindversk-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6. 3. Rf3 Bb4+ Bogoindverska vörnin hefur löngum haft jafnteflisorð á sér og Andersson beitti henni við öll möguleg tækifæri. Þekkt er t.d. jafnteflisskák hans við Kasparov á ólympíumótinu í Luzern 1982 en eftir að Svíinn tapaði fyrir Karpov í keppninni „Heimurinn" - Sovétríkin hefur Ulf beitt henni sjaldnar. 4. Bd2 Bxd2+ 5. Dxd2 d5 5. Rc3 0-0 7. e3 De7 8. Hcl Rbd7 9. Dc2 Hd8 10. cxd5 exd5 11. Bd3 Rf8 12. 0-0 c6 13. a3 Rg6 Van der Sterren hagar tafl- mennsku sinni líkt og Karpov í áðurnefndri skák en Andersson hefur skipt um áætlun og stefnir liði sínu á kóngsvænginn. 14. h3 Veikir kóngsvænginn að óþörfu. 14. ... Hd6! Skemmtilega leikið. Þessi hrókur á eftir að koma mikið við sögu. 15. Hfel Bd7 16. Rd2 14. h3 var leikið til að hindra Bg4 en samt hörfar riddarinn. Þetta er ekki mjög rökrétt. 16.... He817. Rfl Re418. f3Rxc3 19. bxc3 He6 Svartur hefur náð heldur betri stöðu þó mikið sé eftir af skák- inni. Nú er best að leika 20. c4 en hvítur vill ekki missa a3-peðið. 20. Bf5? Hf6 21. e4 dxe4 22. fxe4 Rh4! Þarna stendur riddarinn mjög vel til sóknar. Hvítur hefur ratað í mikla erfiðleika. 23. Bxd7 Dxd7 24. Rg3 Hg6 25. Df2 Hee6! 26. Df4 Dd8 27. e5 „Fórnin" á g3 vofir yfir og hvít- ur fær ekkert að gert. Tilraun til að valda g2-peðið dugar skammt: 27. Hc2 Hef6! 28. De5 (28. Dxh4 Hfl+ o.s.frv.) Hf3! 29. Rfl Hxh3 o.s.frv. 27. ... Hxg3! 28. Dxg3 Hg6 29. Dd3 Rxg2 30. Dxg6 Það er ekki um annað að ræða vegna hótunarinnar 30. ... Rf4+ 30. ... hxg6 31. Kxg2 Dd5+ 32. Kg3 Db3! Vinnur annað peð. Úrslitin eru ráðin. 33. He3 Dxa3 34. Hfl a5 35. Hf4 Db3 36. Hfe4 De6 37. h4 b5 Úrvinnslan vefst ekki fyrir Andersson. Áður en a-peðið tekur á rás skorðar hann peð hvíts. 38. Hel a4 39. H4e2 Dc4 40. He3 a3 - og hvítur gafst upp. Góður skókbœklingur fyrir unga iðkendur Vert er að vekja athygli á vönd- uðum skákbæklingi um endatöfl sem nýlega er kominn út. Það er IBM, Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur sem gefa þennan bækling út. Honum er dreift ókeypis hjá Skáksambandi íslands, Laugavegi 71. í inngangsorðum sínum segir Jó- hann Hjartarson stórmeistari m.a. að dæmin, sem tekin séu í bæklingnum, komi iðulega upp í alvarlegum skákmótum. Undir þessi orð er hægt að taka. Dæmin eru einföld og skýr og ættu að nýtast skákáhugamönnum án til- lits til getu og kunnáttu. Hólaskóli auglýsir Starfsmaöur óskast sem fyrst að loðdýrabúi Bændaskólans á Hólum. Búfræðimenntun æskileg. Umsóknarfrestur til 31. janúar. Upplýsingar gefnar í síma 95-5961 - 95-5962. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkróki Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 82 fullgildra félags- manna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðarm- annaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðju- daginn 2. febrúar nk. Stjórn Félags járniðnaðarmanna REYKJMJÍKURBORG Jícui&<zn, Stödívi Gjaldheimtan í Reykjavík Tryggvagötu 28 Óskar eftir starfsmanni til að annast bókhald og daglegt uppgjör. Upplýsingar veitir Hilmar Garðarsson í síma 17940. REYKJÞNÍKURBORG fH MP £<zumvi Sfödun MIF Byggingadeild Borgarverkfræðings Óskar að ráða skrifstofumann. Starfið felst í tölvuskráningu reikninga, ritvinnslu, móttöku skilaboða, skjalavörslu og fleira. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri Bygginga- deildar, Skúlatúni 2, sími 18000. Dagvist barna Efrihlíð Fóstra óskast til starfa við dagheimilið Efrihlíð við Stigahlíð. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 83560.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.