Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. janúar 1988 19. tölublað 53. árgangur Vestfirðir Kratasamningar um kjaraskerðingu Kjaraskerðingin óbœtt til ársloka ísamningum ASV. Lœgstu laun 31.475 krónur. 1500krónurfyrst3% íaprttog2,5% í ágúst. Einndagur íorlofsaukaeftir 10ára starfásama vinnustað. Treystá að verbólga lœkkií12%. Ósamiðum greiðslu fyrir matartíma og niðurfellingu eftirvinnutaxta Með kjarasamningi ASV og at- vinnurekenda, sem undirrit- aður var í gær, er kjaraskerðing undanfarinna missera óbætt. Ætlað er að kjararýrnun frá 1. október s.l. að telja og til áramóta nemi 9% og eru þá áhrif matar- skattsins ótalin. Samningurinn er metinn sem 12-13% kauphækkun á lægstu laun og er þá miðað við að verðbólga verði ekki meiri en 12% á árinu. 1500 krónur bætast ofan á mánaðarlaun fiskvinnslu- fólks þegar og kaup hækkar um 3% f aprfl og 2,5% i ágúst. Byrj- unarmánaðarlaun fiskverkafólks eru eftir samninginn 31.475 krón- ur og mánaðarlaun þeirra sem lokið hafa námskeiðum 34.075 krónur. Samningurinn gildir til ársloka. - Eftir því sem við heimtum meira, þá fáum við það bara í bakið aftur. Það er óhætt að segja að þetta er ekki verðbólgusamn- ingur, sagði einn samninganefnd- armanna Jón Guðjónsson, for- maður verkalýðsfélagsins Skjald- ar á Flateyri. Námskeiðsálag fiskverkafólks hækkar úr 1600 krónum í 2600 krónur og 2% bætast ofan á kaup eftir eins árs starfsaldur, 3% eftir þrjú ár 5%, eftir sjö ár og 7% eftir fimmtán ára starfsaldur. Jafn- framt lengist orlof þeirra sem unnið hafa hjá sama atvinnurek- anda í tíu ár eða lengur um einn virkan orlofsdag. Aftur á móti er ekkert afráðið um greiðslu fyrir matartíma og að næturvinna gildi eftir dagvinnu, en Alþýðusambandið hafði gert kröfu um þetta tvennt. í samkomulagi ASV og at- vinnurekenda er bónusnum varp- að fyrir róða og tekið upp s.k. hlutaskiptakerfi, - nýtt afkasta- hvetjandi launakerfi, þar sem gert er ráð fyrir að kaupauki fisk- verkafólks ráðist af framleiðni og útflutningsverði sjávarafurða. Enn er ófrágengið um nánari út- færslu á þessu nýja launakerfi. Engin kauptryggingarákvæði eru í samningnum, en ASV getur krafist endurskoðunar á launalið samningsins, fari framfærsluvísi- tala fram úr spám stjórnvalda. Að sögn samninganefndar- manna Alþýðusambands Vest- fjarða eru fyrri kröfur um skatta- ívilnanir enn í fullu gildi, en ríkis- stjómin mun ræða þau mál á fundi sínum fyrir hádegið í dag. Þorsteinn Pálsson sagði í sjón- varpsfréttum í gær að sér sýndist full langt seilst til kauphækkana með samkomulaginu á Vest- fjörðum. -rk Pétur Sigurðsson formaður ASV hefur samið á Vestfjörðum um skert kjör hjá fiskverkunarfólki þegar litið er til kaupmáttarrýrnunar síðustu mánaða. Karl Steinar Guðnason er helsti hvatamaður slíkra samninga á Suðurnesjum og hefur pantað viðtal hjá fjármálaráðherra til að greiða fyrir þeim samningum. Pétur Sigurðsson og Karl Steinar Guðnason hafa einir forystumanna verkalýðssamtaka lýst stuðningi við matarskatt Jóns Baldvins Hannibalssonar. Húsnœðisstofnun Vestfirðir - engin fyriimynd Björn Grétar Sveinsson, Höfn: Fráleitir samningar. Jón Kjartansson, Eyjum: Sýnist vanta mikið uppá Nei, þetta er ekki fyrirmynd. Það er alls ekki hægt að ganga að þessu samkomulagi, þar sem kjaraskerðingin er fest í sessi. Við getum samið á þessum nótum, en slíkir samningar fengjust seint samþykktir í félögunum, sagði Björn Grétar Sveinsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, er hann var inntur álits á Vestfjarðasamn- ingnum. - Þessi samningur er fjarri því sem við getum fallist á. Hann býr til mun fleiri vandamál en hann leysir, sagði Björn. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að sér sýndist í fljótu bragði að samningurinn bætti ekki fisk- verkafólki upp kjaraskerðingu undanfarinna missera og vægi ekki upp á móti því launaskriði sem ýmsar aðrar stéttir hefðu notið. - Okkur hér í Eyjum reiknast svo til að fiskverkafólk þurfi um 20-25% launahækkun og mér sýnist vanta ansi mikið uppá að það hafi náðst á Vestfjörðum. Jón sagði að samningarnir virt- ust marka að einu leyti tímamót. - Það er mikil bót að því að losna við einstaklingsbónusinn, jafn ómannúðlegur og hann er. Hins vegar er margt á huldu um hluta- skiptakerfið og hvernig það kem- ur til með að reynast, sagði Jón. -rk Fjórtán miljarða skuld Húsnœðisstofnun skuldar um 20 miljarða ílokþessa árs. Miðað við óbreytt ríkisframlag verður stofnunin gjaldþrota árið 2003 H úsnæðisstofnun ríkisins skuldaði lífeyrissjóðunum nærri 14 miljarða um síðustu ára- mót, þar af var skuld Byggingar- sjóðs ríkisins um 11,5 miljarðar og skuld Byggingarsjóðs verka- manna um 2,2 miljarðar. í ár munu sjóðirnir kaupa fyrir 6,3 mfljarða, þannig að í árslok verð- ur skuldin komin i 20 miljarða króna en endurgreiðslur Húsn- æðisstofnunar til lífeyrissjóðanna í ár verða um 1,4 miljarðar króna. Skuld Húsnæðisstofnunar við lífeyrissjóðina mun margfaldast mjög á næstu árum ef lífeyris- sjóðirnir halda áfram að kaupa fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu af stofnuninni. Sem dæmi má taka árið 2010, en þá er áætlað að ráð- stöfunarfé lífeyrissjóðanna verði um 54 miljarðar og að sjóðirnir kaupi því fyrir um 30 miljarða af Húsnæðisstofnun það árið. Stofnunin mun hinsvegar sam- kvæmt þessari áætlun þurfa að greiða lífeyrissjóðunum um 22 miljarða króna til baka árið 2010, þ.e.a.s. ef Húsnæðisstofnun verður ekki orðin gjaldþrota. Miðað við að framlag ríkis- sjóðs sé óbreytt að verðgildi, eða 1.150 miljónir króna á ári og og Húsnæðisstofnun láni á 3,5% vöxtum en fái fjármagnið á 6,2% vöxtum hjá lífeyrissjóðunum, verður kerfið gjaldþrota árið 2003, samkvæmt reiknilíkani sem Seðlabankinn hefur gert fyrir Húsnæðisstofnun. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.