Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 2
SPURNINGim Sigurður R. Bergdal nemi: Því er nú erfitt að svara enn sem komið er. Ætli hún komi ekki til með að höfða nokkuð til sömu hlustenda og Rás 1 ? Hverju spáirðu útvarps- stöðinni Rót sem nú er að hefja útsendingar? Þórður Jónsson verslunarmaður: Maður botnar orðið ekkert í öllum þessum útvarpsstöðvum. Þetta gargar í eyrunum á manni allan sólarhringinn. Baldur Johnsen tölvufræðingur: Ætli framtíð stöðvarinnar fari ekki nokkuð eftir því hvernig henni tekst að byggja sig upp? Er þetta ekki allt spurning um peninga? Davíð Vikarsson sölumaður: Ég held að stöðin komi til með að spjara sig. Hún er öllum opin og það er ótvíræður kostur við hana. Róbert Þ. Rafnsson verslunarmaður: Ég veit nú ekki hvernig þetta mun ganga. Stöðin er rétt að fara af stað og of snemmt að fella dóm um hana. FRÉTTIR Orkustofnun Málsókn til skoðunar Fjármálaráðuneytið tregðast við að greiða þeim starfsmönnum biðlaun sem sagt var upp ífyrra eir starfsmenn Orkustofnun- ar sem sagt var upp í fyrra- haust íhuga nú málsókn með fulltingi stéttarfélaga sinna á hendur ríkisvaidinu vegna ágreinings um biðlaun. - Það liggur fyrir samþykkt frá launamálaráði BHMR um að reka réttar þessa fólks. Það er óviðunandi að ríkið ráði fólk í vinnu í tiltölulega skamman tíma með lélegum starfsréttindum; kjaradómur hefur hvað eftir ann- að dæmt opinberum starfsmönn- um lægri laun en tíðkast á al- mennum vinnumarkaði, og þá vísað meðal annars til öryggis í starfi. Uppsagnirnar á Orku- stofnun leiða í ljós hvert þetta ör- yggi er í raun, sagði Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR, en stjórn launamála- ráðsins er nú með til umræðu leiðir til að ná fram rétti áður- nefndra starfsmanna Orkustofn- unar. Uppsagnirnar á Orkustofnun komu til í septemberlok. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur rann því út um áramót, og hefur síðan staðið í stappi með biðlaun. Að áliti ríkislögmanns ber að greiða fastráðnum starfsmönnum biðlaun í 6 til 12 mánuði eftir starfsaldri; þeim sem eru á þriggja ára samningi laun í tvo til þrjá mánuði, en einsársmönnum ekkert. Að sögn Helgu Tulinius, for- manns starfsmannafélags Orku- stofnunar, tilkynnti fjármála- ráðuneytið bréflega 22. desemb- er að engin biðlaun yrði greidd. Eftir fundahöld Félags íslenskra náttúrufræðínga með fulltrúum iðnaðar- og fjármálaráðuneytis tilkynnti hið síðarnefnda að farið yrði að áliti ríkislögmanns. Eftir sem áður eru þrír árs- menn Orkustofnunar úti í kuld- anum. Þá er á það að líta, að sögn Helgu, að biðlaun þeirra sem þau fá taka einungis til dagvinnu. HS Glaðir dagskrárgerðarmenn frá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins á Rótinni í gær þar sem þau voru að leggja lokahönd á fyrstu Rauðhettuna sem send verður út síðdegis í dag. Frá v. Dýrleif Bjarnadóttir, Jóhannes Kristjánsson og Jón Helgi Þórarinsson. Mynd-E.ÓI. Útvarp Rótin skýtur rótum Fœrri komast að en vilja íRótarútvarpið. Þóroddur Bjarnason útvarpsstjóri: Geysilegur áhugi. Byrjunin lofar góðu. Auglýsingatímar upppantaðir Bœkur 100 valdar skákir Jóhanns „Hundrað valdar skákir Jó- hanns Hjartarsonar“ heitir nýút- komin bók sem Torfi Stefánsson hefur tekið saman og var varla hægt að velja betri tíma nú í upp- hafi einvígisins í Saint John. í bókinni eru birtar og skýrðar hundrað skákir Jóhanns og ferli hans lýst frá því hann sigraði nær óþekktur í B-riðli haustmóts TR 13 ára árið 1976. í síðari hluta bókarinnar er lýst gangi mála um- ferð fyrir umferð á síðustu þrem- ur stórmótum Jóhanns í Moskvu, Szirak og Belgrad. Auk Torfa eiga Jóhann og Elvar Guðmunds- son hlut að skýringum. Bókin „auðveldar mönnum ekki aðeins að fylgjast með og skilja betur skákir einvígisins út- frá fyrri skákum Jóhanns" segir í kynningu, „heldur gefur einnig góða innsýn í skákstfl hans og opnar augu manna fyrir því hví- líkur afburðaskákmaður hann er orðinn. Auk þess er bókin ómiss- andi þáttur í skáksögu íslands.“ Hér var fullt hús allan sunnu- daginn og síminn hefur varla þagnað hjá okkur. Fólk sýnir þessu mikinn áhuga og við höfum ekki getað heypt öllum þeim fé- lögum og samtökum að í dag- skránni sem vilja starfa með okk- ur, sagði Þóroddur Bjarnason út- varpsstjóri á útvarpi Rót, sem hóf útsendingar á sunnudag. 27 félög og samtök, þar á með- al ailra stjórnmálaflokka í landinu nema Sjálfstæðisflokks- ins, taka þátt í Rótarútvarpinu en að sögn Þórodds eru nálægt 300 manns sem vinna að dagskrár- gerð fyrir stöðina. - Móttökurnar hafa verið ein- staklega góðar og við erum þegar farin að huga að lengingu beinnar útsendingar, svo að allir sem áhuga hafa geti tekið þátt í þessu með okkur. Auglýsendur hafa einnig tekið vel við sér og auglýs- ingatímar eru þegar uppseldir fram eftir vikunni. Rótarútvarpið sendir út í 10 klukkustundir dag hvern og nást sendingar allt austur í Landeyjar og vestur um Snæfellsnes. -lg- Grikklandsvinir Xanþippa og systur hennar Grikklandsvinafélagið Hellas efnir til fundar á fimmtudaginn kl. 20.30 í Geirs- búð að Vesturgötu 6 (við hliðina á Nausti). Gestur fundarins verður herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up og talar um efnið „Xanþippa og systur hennar“ eða með öðrum orðum um stöðu og kjör kvenna í Grikkiandi til forna. Að máli hans loknu verða almennar um- ræður og fyrirspurnir sem frum- mælandi svarar. Sýndar verða tvær kynningar- myndir frá Grikklandi af mynd- böndum og rætt um fyrirhugaða menningarferð til Grikklands sem hefst 4. júní og stendur í þrjár vikur. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.