Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 9
TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINAR - TRYGGINGAR - Ný lög um fæðingarorlof Um áramótin gengu ígildi ný lög um fœðingarorlof, en fyrirkomulag á greiðslum og hins vegar íþeim er annars vegar tekið upp nýtt lengist fœðingarorlofið Samkvæmt reglugerð um fæð- ingarorlof eiga allir þeir sem ekki njóta óskertra launa hjá vinnu- veitanda í fæðingarorlofi rétt á bótum Tryggingastofnunar í 4 mánuði árið 1988, í 5 mánuði eftir 1. janúar 1989 og í 6 mánuði eftir 1. janúar 1990. Þeir sem fá óskert laun í fæðingarorlofi samkvæmt kjarasamningum, s.s. opinberir starfsmenn og bankamenn geta hins vegar sótt um fæðingarorlof fyrir fjórða mánuðinn (fimmta og sjötta árin 1989 og 1990) hafi fæð- ingarorlof þessara aðila ekki ver- ið lengt með reglugerð eða kjara- samningum. í reglugerð um fæðingarorlof er gert ráð fyrir því að þær konur sem fæða á ákveðnu tímabili fyrir þau áramót sem lenging fæðing- arorlofs tekur gildi, njóti sömu réttinda og þær konur sem fæða eftir áramót. í reglugerðinni segir: „Ef fæðingarorlof hefur ekki hafist fyrir 1. október 1987 skal vegna fæðinga á tímabilinu 1. október-31. október 1987 greiða bætur í fæðingarorlofi samkvæmt reglugerð þessari í einn mánuð á árinu 1988. Vegna fæðinga 1. nóvember-30. nóvem- ber skal greiða bætur í æðingaror- lofi samkvæmt reglugerð þessari í tvo mánuði á árinu 1988 og vegna fæðinga 1. desemnber-31. des- ember 1987 skal greiða bætur í fæðingarorlofi samkvæmt reglu- gerð þessari í þrjá mánuði á árinu 1988. Ef fæðingarorlof hefur ekki hafíst fyrir 1. september 1988 skal vegna fæðinga á tímabilinu 1. september-31. desember 1988 greiða bætur í fæðingarorlofi samkvæmt reglugerð þessari í fimm mánuði á árunum 1988- 1989. Ef fæðingarorlof hefur ekki hafist fyrir 1. ágúst 1989 skal vegna fæðinga á tímabilinu 1. ágúst-31. desember greiða bætur í fæðingarorlofi samkvæmt reglu- gerð þessari í sex mánuði á árun- um 1989-1990. Félagsmenn í samtökum opin- berra starfsmanna, bankamanna eða annarra stéttarfélaga er njóta óskertra launa í þrjá mánuði í fæðingarorlofi samkvæmt kjara- samningum og sem fæða barn á tímabilinu 1. október-31. des- ember 1987 (1. september-31. desember 1988 og 1. ágúst-31. desember 1989) skulu eiga rétt á bótum í fæðingarorlofi fyrir fjórða mánuðinn (fjórða og fimmta mánuðinn eftir 1. janúar 1989 og fjórða, fimmta og sjötta mánuðinn eftir 1. janúar 1990) frá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt þeim reglum sem sett- ar eru í reglugerð þessari, enda hafi launað fæðingarorlof þessara aðila ekki verið lengt með reglu- gerð eða kjarasamningi.“ Fœðingargreiðslur Fæðingargreiðslur eru greiddar annars vegar sem fæðingarstyrk- ur og hins vegar sem fæðingar- dagpeningar. Fæðingarstyrkur er nú 17,370 krónur á mánuði og fullir fæðingardagpeningar 729 krónur á dag, þannig að samtals nema fullar greiðslur tæplega 40 þúsund krónum á mánuði. Fœðingarstyrkur Fæðingarstyrkur greiðist ein- göngu mæðrum, en foreldrum er í sjálfsvald sett hvort tekur fæð- ingardagpeningana, nema fyrsta mánuðinn. Þá eru eingöngu móðurinni ætlaðir peningarnir. Samkvæmt reglugerðinni ber að hefja greiðslu fæðingarstyrks við fæðingarmánuð bamsins, en konan á þó kost á styrknum allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag ef læknisvottorð eða vottorð heilsugæslustöðvar liggur fyrir. Greiðsla fæðingarstyrks framlengist um einn mánuð fyrir hvert barn umfram eitt ef fleiri fæðast í einu. Við andvana fæðirfgu eftir 28 vikna meðgöngutíma greiðist styrkur í 3 mánuði, en vegna fóst- urláts eftir 20 vikna meðgöngu greiðist fæðingarstyrkur í 2 mán- uði. Kjörforeldrar, uppeldis- eða fósturforeldrar, vegna töku barns yngra en fimm ára, eiga rétt á fæðingarstyrk í 3 mánuði (4 mán- uði 1989 og 5 mánuði 1990). Séu fleirburar innan 5 ára aldurs settir í fóstur á sama stað eða ættleiddir af sömu fósturforeldrum greiðist fæðingarstyrkur einum mánuði lengur fyrir hvert bam umfram eitt. Greiðslur fæðingarstyurks falla niður frá þeim degi sem for- eldri lætur frá sér barn vegna ætt- leiðingar, uppeldis eða fósturs eða til varanlegrar dvalar á stofn- un. Þó skal aldrei greiða fæðing- arstyrk til móður í skemmri tíma en 2 mánuði eftir fæðingu í þeim tilvikum sem hér um ræðir. „Ef um alvarlegan sjúkleika bams er að ræða, sem krefst nán- ari umönnunar foreldris, fram- lengist greiðsla fæðingarstyrks til móður um einn mánuð. Þörf fyrir aukna umönnun barns skal rökstudd með læknis- vottorði sem staðfest er af trygg- ingaráði. Sé bamshafandi konu nauð- synlegt af heilsufars- eða örygg- isástæðum að leggja niður störf meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma barns skal hún eiga rétt til fæðingarstyrks í þann tíma, þó aldrei lengur en í tvo mánuði, enda verði ekki við komið breytingum á starfsháttum hennar eða tilfærslu í starfi.“ Fœðingar- dagpeningar Upphæð fæðingardagpeninga ákvarðast af þeim dagvinnu- stundafjölda sem foreldri hefur unnið 12 mánuði fyrir töku fæð- ingarorlofs. Dagvinnustundir samkvæmt reglugerðinni eru all- ar vinnustundir, allt að 40 stundir á viku, án tillits til þess á hvaða tíma sólarhringsins þær eru unnar og gildir einu hvort foreldri er at- vinnurekandi eða launþegi. 12 mánaða tímabil er þannig ákveð- ið: „1. Umsókn móður um fæðing- arorlof. a) Hafi kona tekið sér orlof frá launuðum störfum mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma bamsins eða fyrr, skal miða við tólf mán- aða tímabilið frá því mánuði fyrir fæðingu og síðan 12 mánuði aftur í tímann. b) Taki konan sér orlof frá launuðum störfum með styttri fyrirvara en mánuði fyrir fæðingu skal miða 12 mánaða tímabilið við þá dagsetningu er orlof frá störfum hófst. 2. Umsókn föður um fæðingaror- lof. 12 mánaða tímabilið miðast við þann tíma, er faðir tekur fæðing- arorlof og síðan 12 mánuði aftur í tímann. Fullra fæðingardagpeninga njóta þeir sem unnið hafa 1032- 2064 dagvinnustundir á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingar- orlofs. Hálfra fæðingardagpeninga njóta þeir sem unnið hafa 516- 1031 dagvinnustund á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingaror- lofs. Um atvinnuþátttöku eftirtal- inna starfshópa gilda svofelldar sérreglur: 1. Atvinnuþátttaka maka bænda við landbúnaðarstörf skal teljast 1.600 stundir á ári á sauðfjárbú- um og 1.704 stundir á kúabúum. Atvinnuþátttöku maka bænda á blönduðum búum eða í öðrum búgreinum skal meta hverju sinni. 2. Foreldri, sem rekur sjálfstæða atvinnustarfsemi eða vinnur við sjálfstæða atvinnustarfsemi án þess að þiggja laun sem launþegi, skal sanna vinnustundafjölda og launagreiðslu með skattframtali, staðfestingu löggilds endurskoð- anda, skattkorti, staðfestingu líf- eyrissjóðs um greiðslu iðgjalda eða á annan hátt. 3. Foreldri sem vinnur launuð störf í heimahúsi án þess að vinn- an sé unnin á vegum fyrirtækis, skal, auk vinnuveitendavottorðs, sanna vinnuframlag sitt með skattframtali, skattkorti eða staðfestingu verkalýðsfélags eða lífeyrissjóðs, eftir því sem við á. 4. Foreldri sem hefur stundað nám að aðalstarfi í a.m.k. 6 mán- uði á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs á rétt á fullum fæðingardagpeningum, enda jafngildi slíkt nám a.m.k. 1032 vinnustundum. Foreldri sem hefur stundað nám að aðalstarfi í 3-6 mánuði á síðastliðnum 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs, á rétt á hálf- um fæðingardagpeningum, enda jafngildi slíkt nám a.m.k. 516 dagvinnustundum. Til sönnunar um skólavist skal leggja fram vottorð frá viðkom- andi skóla. Verklegt nám stundað á síð- ustu 12 mánuðum fyrir töku fæð- ingarorlofs skal meta til jafns við atvinnuþátttöku. Til atvinnuþátttöku telst sá tími sem foreldri hefur notið at- vinnuleysisbóta. Hafi foreldri af heilsufars- ástæðum látið af launuðum störf- um á síðustu 12 mánuðum fyrir töku fæðingarorlofs skal veik- indatíminn teljast jafngildur vinnuframlagi samkvæmt reglu- gerð þessari, enda hafi foreldri átt rétt til greiðslu launa eða sjúkra- (slysa-) dagpeninga á veikindatímabilinu. Áætlað vinnuframlag sam- kvæmt 1. málsgrein skal miðað við þau laun eða dagpeninga, sem foreldri hefur átt rétt til á veikindatímabilinu. Verðandi móðir má hefja töku fæðingardagpeninga allt að ein- um mánuði fyrir áætlaðan fæð- ingardag, enda leggi hún niður launuð störf frá sama tíma. Stað- festa skal áætlaðan fæðingardag með læknisvottorði. Beri fæðingu að fyrir áætlaða töku fæðingarorlofs miðast greiðslur fæðingardagpeninga til móður við íæðingarmánuð barns. Nú hefur móðir fengið fæðing- ardagpeninga í a.m.k. einn mán- uð eftir fæðingu og á þá faðir rétt á greiðslu fæðingardagpeninga í stað móður ef hún óskar þess, enda leggi hann niður launaða vinnu á meðan. Foreldrar geta skipt með sér fæðingarorlofi eða verið í fæðing- arorlofi saman, þó þannig að greiðslur til þeirra sameiginlega nemi ekki meira en fjögurra mán- aða fæðingardagpeningum (fimm mánaða eftir 1. janúar 1989 og sex mánaða eftir 1. janúar 1990). Taki foreldrar samanlagt ekki allt það fæðingarorlof sem þeir eiga rétt á falla niður fæðingar- dagpeningagreiðslur fyrir þann tíma sem ekki er nýttur.“ Um greiðslur fæðingardagpen- inga vegna ættleiðingar, fósturs eða varanlegrar dvalar á stofnun gildir það sama og um greiðslu fæðingarstyrks. Sama á við um greiðslur vegna fjölburafæðinga, vegna andvanafæðingar eða fóst- urláts og um lengingu greiðslna vegna heilsufars móður eða heilsufars bams. Þrlðjudagur 26. janúar 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.