Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 11
TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - best er samt ga eldvarnarteppi indslökkvitæki, eða kolsýrutæki. X L £ Á BRUNAMALASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 59. 101 REYKJAVÍK SIMI 91-25350 BEST ER: Ef þú hefur vatnsslöngu nærri vatns- krana, sem þú getur tengt viö hann með viðeigandi tengi. Siönguna er hægt að tengja á augna- bliki og þá hefuröu gott slökkvitæki. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Ný umferðarlög Sigurjón Pétursson, formaður samstarfsnefndartryggingafélaganna: Ökumenn sjá sjálfir um skýrslugerð ef einungis verður tjón á munum í umferðarlögunum sem sam- þykkt voru síðastliðið vor og taka gildi 1. mars er það meðai ný- mæla að sjálfsábyrgð bíleigenda fellur niður, en þessi liður hefur vegið nokkuð þungt í iðgjöldun- um, að sögn Sigurjóns Péturs- sonar hjá Sjóvá, en hann er for- maður samstarfsnefndar bif- reiðatryggingafélaganna. Þá breytist ábyrgðartryggingin að sögn Sigurjóns; bætur til far- þega jafnt sem ökumanna hækka ef líkamstjón verða, og getur ökumaður fengið bætur allt að 10 milljónum, en það er margföld upphæð miðað við það sem áður hefur gilt. í bílslysuni hingað til hefur eigandi ekki fengið krónu í bætur ef hann er farþegi í eigin bíl. Með nýju lögunum er þessu kippt í lið- inn, að sögn Sigurjóns. Samkvæmt nýju umferðarl- ögunum verður ekki lengur skylt að kalla lögregluna á vettvang ef einungis verður tjón á munum í umferðaróhöppum (bflum, girð- ingum, o.s.frv.). Svokölluð tjónstilkynningareyðublöð vera send öllum bfleigendum samfara lagabreytingunni 1. mars, og ef óhöpp af þessu tagi á sér stað taka „óhappamennirnir“ skýrsluna sjálfir, skrifa undir og koma henni rétta boðleið til trygginga- félaganna. Sigurjón sagði að búast mætti við að þessi gangur mála leiddi til mikils tímaspamaðar; núna líður stundum hálfur mánuður áður en skýrslur berast frá lögreglunni, og því er tímasparnaðurinn augljós. Fyrir bragðið munu til- kynningar um tjón á munum ber- ast fyrr til félaganna en nú er, sagði hann. Handarvik sem lögreglan losnar við þegar nýju umferðarlögin taka gildi 1. mars. Fyrir þann tíma fá bíleigendur svokölluð tjónstilkynningareyðublöð í hendurnar, og annast sjálfir skýrslugerð ef umferðaróhappið tekur einungis til tjóns á HS munum. FYRSTU 10 MÍNÚTURNAR ERU MIKILVÆGASTAR! Flestir eldsvoðar byrja sem lítill eldur, sem næst- um ætið vex hraöar og með meiri ofsa en maður á von á. Þess vegna er það þýðingarmikið að þú vitir hvernig þú átt að bregðast við þar til slökkviliðið er komið á brunastað. Skoðaðu myndirnar vel. Geröu þér grein fyrir hvað þú myndir gera ef eldsvoði brytist út. Kannaðu leiö- ir til undankomu, viðvörunar og til að slökkva eld. é JSV bjarga fólki HRINGJA I SLOKKVILIÐIÐ SLÖKKVA ELDINN (ef mögulegt er) HÆTTA! NOTIÐ ALDREI VATN Á LOGANDI FEITI! FEITISPOTTAR Slökkvið á eldavélinni. Leggið stórt lok á pottinn og látið það vera þar uns feitin er orðin köld. Einn- ig má nota rakt samanbrotið hand- klæði. MUNIÐ! CC Eld i uppstoppuðum hús- gögnum má slökkva með vatni. Eldinn má jafnvel k með ábreiðu og si^tf' er slökkt i glóðunumariíovatni. Garðkanna geUt^Jil dæmis verið ágaekWpeirra nota. Reynið aldrei að taka upp pott með brennandi feiti. Þú getur brennt þig og misst hann niður. RÁÐ TIL AÐ SLÖKKVA ELD: HÚSGÖGN OG INNRÉTTINGAR Meiri hluti húsgagna og innréttinga er úr tré, klæði, plasti og því liku, sem allt er mjög eldfimt. Eld i öllum þessum efnum má slökkva með vatni. Búið með sjálfsábyrgðina

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.