Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 13
íslandsmótið í innanhússknattspyrnu Fram og Valur íslandsmeistarar Valur, ÍBV, ÍR og Leifturfélluíaðra deild. Æsispennandi úrslitakeppni í báðum flokkum íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu lauk um helgina. Frammarar sigruðu í meistara- flokki karla en Valsstúlkurnar í kvennaflokki. íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hefur sennilega aldrei ver- ið eins jafnt og spennandi og nú. Úrslitakeppnirnar voru eins og þær gerast bestar, mikil barátta og framlengingar tíðar. Það voru Frammarar sem stóðu uppi sem íslandsmeistarar í 1. deild karla. Þeir unnu verð- skuldaðan sigur á Víkingum í úr- slitaleik eftir að hafa átt í basli með Þróttara í 8 liða úrslitum. Leikur Fram og Þróttar var sögulegur. Hraðinn í leiknum var gffurlegur og mörkin mörg. Guð- mundur Haraldsson, sá ágæti dómari, dæmdi leikinn og hafa honum sjaldan verið eins mis- lagðar hendur og þá. Stundum vissu hvorki leikmenn né áhorf- endur hvað dómarinn dæmdi en höfðu þrátt fyrir allt mikla skemmtun af leiknum. Leikir í meistaraflokki karla innanhúss eru 2x10 mínútur og eftir að venjulegur leiktími var úti í leik Fram og Þróttar var staðan jöfn 10-10. Varð því að framlengja leikinn um 2x3 mínútur. Enn var jafnt á öllum tölum og leit út fyrir að gripið yrði til vítaspyrnu- keppni. Þá tók Arnljótur Davíðs- son til sinna ráða og tryggði Fram sigur með stórglæsilegu marki þegar örskammt var til leiksloka, 14-13. Þau átta lið sem komust í úr- slitakeppnina voru: Fram, Þrótt- ur, KA. Víkingur, Fylkir, KS, KR og IA. Allir leikirnir í 8 liða úrslitun- um voru jafnir og spennandi þó ekki hafi þurft að grípa til fram- lengingar nema í leik Fram og Þróttar. Úrslitaleikurinn var á milli Fram og Víkings. Fyrri hálfleikur var heldur tíð- indalítill. Víkingar skoruðu fyrsta markið en Frammarar komust yfir fyrir hálfleik 2-1. Síðari háífleikur var öllu fjörugri en sá fyrri. Besti leikmaður Vík- ings, Hlynur Stefánsson, sá um að halda Frömmurum við efnið. En enginn má við margnum og Frammarar voru sterkari á enda- sprettinum og sigruðu 5-3. Þau óvæntu tíðindi gerðust á innanhússmótinu að íslands- meistarar Vals í utanhússknatt- spyrnu féllu í 2. deild ásamt ÍR, Leiftri og ÍBV. í kvennaflokki var ekki síður spennandi keppni. Það voru fjögur Iið sem unnu sér rétt til að spila í úrslitakeppninni, KR, Stjarnan, ÍA og Valur. Þessi lið bera nú höfuð og herðar yfir önnur lið í kvennaknattspyrnu bæði utanhúss og innan. f undanúrslitunum mættust lið KR og Stjörnunnar. Með Stjörn- unni léku fyrrum liðsmenn ÍA þær Ragna Lóa Stefánsdóttir og Laufey Sigurðardóttir og munar um minna. KR stúlkurnar sem sigruðu í mótinu í fyrra spiluðu með sitt sterkasta lið. Eftir venj u- legan leiktíma, 2x8 mínútur, var staðan jöfn 4-4. Var því fram- lengt um 2x2:30 mínútur. Stjörnustúlkurnar höfðu betur í framlengingunni. Magnea Magn- úsdóttir, sem lék með UBK lengi vel, skoraði fimmta mark þeirra í fyrri hálfleik framlengingarinnar en Jóna Kristjánsdóttir jafnaði metin rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var rétt að verða búinn og fólk farið að búa sig undir víta- spyrnukeppni er Ragna Lóa skoraði sigurmark Stjörnunnar með þrumuskoti. Hinn undanúrslitaleikurinn var á milli Vals og ÍA. Valur sigr- aði6-4eftirframlengingu. Skaga- stelpurnar voru óheppnar að mis- sa stöðugt menn útaf og Valss- túlkurnar að sama skapi hepp- nar. Úrslitaleikurinn var á milli Vals og Stjörnunnar. Valur hafði yfirhöndina allan leikinn. Stjarn- an náði þó að jafna framanaf og var jafnt í hálfleik 2-2. í síðari hálfleik færðist fjör í Valsstúlkur og náðu þær þriggja marka for- ystu 7-4 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Stjarnan náði þó að klóra í bakkann og skoraði Laufey tvö mörk áður en leiktím- inn rann út. 4. deild karla var einnig leikin um helgina. Það verða Hafnir, Sindri, Hvöt og Árvakur sem leika í 3. deild að ári. Lokastaðan í 4. deild A-riöill Sindri 3 3 0 0 i 15-4 6 Afturelding... 3 2 0 1 19-8 4 Geislinn 3 1 0 2 ! 7-20 2 Ægir 3 0 0 3 0-9 0 B-riðill Hvöt 3 3 0 0 28-10 6 Hrafnkell 3 2 0 1 20-14 4 Neisti 3 1 0 2 12-17 2 Ösp 3 0 0 3 11-30 0 C-riðill USAH6 3 2 1 0 21-10 5 HSS 3 2 1 0 24-15 5 Höfrungur... 3 1 0 2 14-26 2 Hvatberi 3 0 0 3 11-20 0 D-riðill Hafnir 3 3 0 0 20-12 6 Snaefell 3 2 0 1 24-11 4 Þórsmörk... 3 1 0 2 14-26 2 Eyfellingur... 3 0 0 3 11-20 0 E-riðill Tindastóll.... 3 2 0 1 13-14 4 Árroðinn 3 2 0 1 10-11 4 Baldur 3 2 0 1 15-15 4 Vaskur 3 0 0 3 14-22 0 F-riðill Árvakur 4 3 1 0 37-9 7 Kormákur.... 4 2 1 1 29-20 5 Ögri 4 0 0 4 14-51 0 Lokastaðan í 1. deild A-riðill Fram..............3 3 0 0 20-10 6 KA....................3 1 1 0 13-14 3 Selfoss...............3 1 1 0 14-16 3 [BV...................3 0 0 3 15-22 0 B-riðiH Víkingur..............3 3 0 0 24-12 6 Þróttur...............3 1 1 1 18-20 3 HSÞb..................3 1 0 2 15-20 2 Valur.................3 0 1 2 15-18 1 C-riðill KR....................3 3 0 0 20-5 6 KS....................3 2 0 1 10-9 4 Víöir.................3 1 0 2 7-13 2 ÍR................3 0 0 3 8-18 0 D-riðill Fylkir................3 2 0 1 23-17 4 lA....................3 1 2 0 15-14 4 Grótta................3 1 1 1 17-18 3 Leiftur...............3 0 1 2 18-20 1 Lokastaðan 4 kvenna- flokkt A-riðil! KR..............3 3 ð 0 19-4 6 FH..............3 2 $ 1 14-13 4 Afturelding.....3 4 0 8 7-17 2 ÍBÍ.............3 0,§-3 7-13 0 B-riðí# tf. Stjarnan........3 3 8 0 23-6 6 (BK.............3 2 0 1 12-12 4 KS..............3 4,Í,| 4-11 2 Grundarfjörður..3 % 6-18 0 (A..............3 %&Ð 27-6 6 Fram............12-13 4 Þór............3 fjPpft.a-13 2 Skallagrímur...3 tt|||ip.5-21 0 D-rlé^y Valur...........25-8 6 KA..............3'§1|,1 12-13 4 UBK.............3 1 0 2 9-12 2 Selfoss.........3 0 0 3 8-21 0 íslandsmelstarar kvenna innanhúss 1988, Valur. Efri röð: Brynja Guðjónsdóttir þjálfari, Guðrún Sæmundsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Arney Magnúsdóttir og Margrét Óskarsdóttir. Neðri röð: Kristín Briem, Ragn- heiður Víkingsdóttir, Ragnhildur Skúladóttir, Sólrún Ástvaldsdóttir og Margrét Bragadóttir. (Mynd:E.ÓI.) fslandsmelstarar karla innanhúss 1988, Fram. Efri röð: Ásgeir Elíasson þjálfari, Kristinn Jónsson, Kristján Jónsson, Ormarr Örlygsson, Steinn Guðjónsson og Jónas Guðjónsson. Neðri röð: Einar Á. Ólafsson, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Steinsson og Arnljótur Davíðsson. (Mynd:E.ÓI.) Þriðjudagur 26. janúar 1988 Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.