Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 19
MINNING Hrafn Sveinbjamarson á Hallormsstað Fœddur 9. nóvember 1913 - Dáinn 18. janúar 1988 Hrafn er horfinn til feðranna. Hann lifði viðburðaríku lífi og at- hafnasömu, axlaði ábyrgð um- fram flesta og taldi engin spor eftir sér ef eitthvað mátti vinnast með þeim. Ég kynntist Hrafni á Hallormsstað sem drengur, er ég var aðstoðarfjósameistari hjá honum og Þórnýju konu hans í þrjú sumur. Það var mikil reynsla að fá að dveljast á þessu einstaka menningarheimili. Hrafn vann þá mikið utan búsins við akstur og var því lítið heimavið. Ég minnist margra ferða sem mér var leyft að fara með honum í Egilsstaði eða niður á firði. Sér- staklega lifir í minni hversu bón- góður Hrafn var. Allar óskir voru teknar til góðlátlegrar athugunar og eftir látnar ef þess var nokkur kostur. Hann virti skoðanir okk- ar barnanna og var ekkert að reyna að umbreyta áliti okkar, þó ekki félli það að hans. Hann henti þó gaman að okkur en aldrei svo að sviði undan. Leiðir okkar lágu saman aftur síðar, er ég var um hríð kennari á Hallormsstað. Þar kynntist ég og fjölskylda mín Hrafni og Sigrúnu dóttur hans betur. Engan fullorð- inn mann hef ég séð umgangast börn af slíkri virðingu og öðlast á svo sjálfsagðan hátt traust þeirra. Ef eitthvert barnanna minna tók til máls þegar Hrafn var nærri þá hlustaði hann þar til það hafði lokið máli sínu og svaraði svo. Það gætti aldrei óþolinmæði eða fordóma. Börnin þurftu sérstaka athygli og aðgát að mati Hrafns. Mér er minnisstæð saga sem systir mín sagði mér. Hún var um tíma gestur þeirra Hrafns og Sig- rúnar. Með henni var dóttir hennar þriggja ára. Eitt kvöld brugðu þær sér af bæ og gætti Hrafn telpunnar. Þeim Sigrúnu dvaldist eitthvað og komu heim seinna en þær höfðu ætlað. Þá mætti þeim sérstök sjón. Hrafn hafði komið þeirri stuttu í rúmið og til að vera við öllu búinn ef eitthvað amaði að barninu, hafði hann hringað sig á gólfið fyrir framan rúmið og svaf þar. Hrafn var ekki trúaður maður en lífinu lifði hann af virðingu og einlægni. Hann unni óbyggðun- um og lét ekki hjartaáfall aftra sér frá fjallaferðum. Hann fékk sér einungis rauða húfu og trefil til að finnast frekar ef kallið kæmi þegar hann væri einn saman á fjöllum. Þannig unni hann lífinu en óttaðist ekki dauðann. Hrafn mun lifa um ókomin ár í huga mínum og fjölskyldu minnar. Sig- rún mín, þú hefur misst mikið, en minningin um einstæðan föður mun reynast þér huggun í sorg- inni. Ólafur Ólafsson Frá menntamálaráðuneytinu Með tilvísun í bókun með kjarasamningum fjármálaráðherra og kennarasamtakanna sem undirritaðir voru á síðastliðnu ári eru á fjárlögum fyrir árið 1988 veittar kr. 5.111.000 til viðbótar- eða endur- menntunar grunnskólakennara. Þeim starfandi kennurum sem gegnt hafa stöðu við skóla í a.m.k. 5 ár er gefinn kostur á að sækja um 2-4 mán. orlof, styrk eða kennslu- afslátt á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneyt- inu. Umsóknum skal skilað til menntamálaráðuneytisins fyrir 20. febru- ar nk. Frá menntamálaráðuneytinu Við Fósturskóla íslands er laust til umsóknar starf stundakennara í sálarfræði á vorönn 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist fyrir 10. febrúar til skólastjóra Fósturskóla íslands, Laugalæk, 105 Reykja- vík, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið Vélstjórar, vélvirkjar, rennismiðir Námskeið í Rennismíði og fræsingu verður haldið 15. t.o.m. 19. feb. Vökvakerfi verður haldið 26. feb. t.o.m. 5. mars. Ath.: Bæði námskeiðin eru haldin samfellt sem dagnámskeið. Mönnum utan Reykjavíkur er sérstaklega bent á aö nota þetta tækifæri. Upplýsingar og innritun hjá Fræðslumiðstöð iðn- aðarins í símum 687440 og 687000. Börn líta á lífið sem leik. Ábyrgðin er okkar- fullorðna fólksins. yUMFEROAR RÁD Auglýsið í Þjóðviljanum Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa. Mikið úrvai. Lækkað verð. Bkrifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S: 685277 - 685275 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið I Reykjavík Spilakvöld Fyrsta spilakvöld ABR á þessu ári verður í kvöld kl, 20.30 að Hverfisgötu 105, 4. hæð. Gestur kvöldsins verður Ásmundur Stefánsson fors- eti ASÍ sem ræðir við spilafólk í hléi. Kaffi og kökur. Mætum öll tímanlega. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Stjórnmálafundir á Austurlandi Hjörleifur Hjörlelfur Gutt- ormsson alþing- ismaður heldur áfram ferð um kjördæmið, kemur á vinnustaði og verður á fundum sem hér segir: Höfn í Hornafirði, opinn fundur í Miðgarði, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20:30. Breiðdalur, opinn fundur í Staðar- borg, fimmtudaginn 28. janúar kl. 20:30. Reyðarfjörður, aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Reyðarfjarðar f Verkalýðshúsinu, föstudaginn 29. janúar kl. 20:30. Alþýðubandalagið - kjördæmlsráð Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Lífskjörin - nýjar leiðir í íslenskum stjórnmálum Opinn almennur fundur í Félagsheimili Vestmannaeyja, þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og Margrét Frímannsdóttir alþm. Allir velkomnir. Alþýðubandalaglð Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorrablót félagsins verður haldið í Þing- hóli, Hamraborg 11, laugardag- inn 30. janúar. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður þá boðið upp á lystauka. Blótstjóri verður Sigurður Grétar Guð- mundsson. Heimir Pálsson stjórnar fjöldasöng. Hljómsveit- in Haukar leikur fyrir dansi. Miðasala er í Þinghóli miðvikudaginn 27. janúar kl. 17-19 og fimmtudaginn 28. janúar kl. 17-22 og verða þá borð frátekin um leið. Miðaverð er aðeins kr. 1.750.- Stjórnin. Heimir Slgurður Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur Þingmennimir Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða þjóðmálin við félaga og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.30. ATH! Fundurinn verður í sal verkalýðsfélagsins Þórs, Árvirkjahúsinu við Eyra- veg. Mætiðvelogstundvíslega. Stjórnin ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Stjornarfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á ísafirði dagana 28. janúar til 1. febrúar. Dagskrá verður auglýst síðar. Atkvæðisrétt á stjórnarfundum ÆFAB eiga framkvæmdaráðsmeðlimir ÆF, auk eins full- trúa frá hverri deild. Réft til setu á stjórnarfundi eiga allir meðlimir ÆFAB og gestir þeirra. Félagsfundur í ÆFAH verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 Allir velkomnir. Gestaíbúðin VILLA BERGSHYDDAN í Stokkhólmi íbúöin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léö án endurgjalds þeim sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Osló eða Reykjavík til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Ateljé Apelberg, Hásselbyhöll (umsókn- areyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Sve- aborg, SF-00190 Helsingfors). Umsóknir um dvöl í VILLA BERGSHYDDAN, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækj- anda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 Vállingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást í Skrifstofu borgarstjóra, sími 18800.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.