Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 1
Fimmtudagur 28. janúar 1988 21. tólublað 53. árgangur Rangárþing Landauðn blasir við Guðrún Haraldsdóttir, Hellu: 1171 atvinnuleysisdagar ídesember. Stefnir í 100% aukningu íjanúar. Fólkhefur ekki að neinu að hverfa þegar því er sagt upp að hefur orðið vart mikillar gremju meðal manna með at- vinnuástandið hérna í sýslunni. I desembermánuði voru skráðir 1171 atvinnuleysisdagar og það stefnir i helmingsaukningu í þess- um mánuði. Það munar um minna í ekki fjölmennari sýslu. Það væru höfð stór orð um sama atvinnuleysishlutfall í Reykjavík, sagði Guðrún Haraldsdóttir, varaformaður verkalýðsféiagsins Rangæings á Hellu, sem sagði landauðn blasa við á þéttbýlis- stöðum í sýslunni ef ekki rættist úr fljótlega. Á síðasta ári missti fjöldi manns atvinnuna í Rangárvalla- sýslu eftir að nokkur fyrirtæki hættu rekstri. Nú síðast lagði Kaupfélagið Þór niður alla aðra starfsemi en rekstur verslunar- innar og sláturhússins, sem ekki hefur bætt úr skák. - Svo til eini ljósi punkturinn í avinnumálefnum á Hellu á síðast- liðnu ári var þegar Kjötvinnsla Jónasar hóf starfsemi hér, en við hana starfa 10 manns, Fólk hefur annars ekki haft að neinu að hverfa eftir að hafa misst vinn- una. Fólk er orðið langþreytt á þessu og margir vildu fegnir flytja burtu en eiga óhægt um vik vegna þess að engir kaupendur fást að íbúðum. A Hellu og Hvolsvelli stendur þónokkur fjöldi húsa auður. Fólk hefur einfaldlega ráðið sig annað í vinnu, sagði Guðrún. Guðrún sagði að verkalýðsfé- lagið Rangæingur hefði aflað sér verkfallsheimildar og viðræður um gerð nýrra kjarasamninga fyrir vegagerðarmenn og ófag- lært starfsfólk á sjúkrahúsum og dvalarheimilum væru í undirbún- ingi. - Satt best að segja líst mér ekki á launaliðinn í samningnum fyrir vestan. Kaupið þarf að hækka meira og það gott betur, ef takast á að rétta hlut láglauna- fólks. -rk Skák Stutt jafntefli í St. John Lognið á undan storminum? Kortsnoj hefur hvítt í kvöld Jóhann Hjartarson og Viktor Kortsnoj gerðu jafntefli í þriðju skákinni f einvfgi sínu sem haldið er í St. John í Kanada. Skákin var stutt, aðeins 15 leikir. Jóhann lék kóngspeði sínu í 1. leik og Kortsnoj svaraði með cer- es sex; Caro -Cann vörn með öðr- um orðum, en sú ágæta byrjun hefur stundum gengið undir nafninu byrjun fátæka mannsins. Jóhann heldur þar með vinn- ingsforskoti í einvíginu sem nú er hálfnað, hefur hlotið tvo vinn- inga gegn einum vinningi Korts- nojs. Sjá skýringar Helga Ól- afssonar bls. 2 Lífeyrissjóðirnir Tug- miljarða fortíðar- vandi Vandi á bilinu 10-60 miljarðar. Vandanum mœttmeð hœkkun iðgjalds, skerðingu réttinda og almennri skattheimtu Lífeyrissjóðirnir eiga við að etja fortíðarvanda, sem er ein- hversstaðar á bilinu 10-60 milj- arðar króna. Höfuðorsök vand- ans er tími neikvæðra vaxta í verðbólgu áttunda áratugarins. Einnig hafa breyttar forsendur, minni fólksfjölgun og lengri líf- aldur haft áhrif á þennan vanda lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir opinberra starfs- manna og bankamanna eiga hins- vegar ekki við þennan vanda að etja því hið opinbera og bankarn- ir tryggja lífeyrisréttindi sinna sjóðfélaga. Einkum er talað um þrjár leiðir til að vinna bug á vandanum; hækka iðgjöld, draga úr lífeyris- réttindum og að mæta þessu með almennri skattheimtu. Líklegasta lausnin er sambland þessara þrig- gja þátta. Lífeyrissjóður verka- manna vill hinsvegar skerða líf- eyrisréttindi þeirra sem fengu óverðtryggð lán en hvorki Hrafn Magnússon, SAL, né Pétur Blöndal, LL, telja þá leið fram- kvæmanlega. Sjá nánar um fortíð, nútíð og framtíð sparibauks þjóðarinnar í opnu blaðsins. Rýnt í Vestfjarðasamninginn á framkvæmdastjómarfundi Verkamannasambandsins í gær. Guðmundur J. og Bjöm Grétar Sveinsson fró Hðfn hafa báðir lýst yfir efasemdum um gildi samningsins. Karvel Pálmason varformaður VMSl og Alþýðusambands Vestfjarða hefur ekki enn gert opinberlega upp hug sinn111 samningsins. Mynd sig. Verkamannasambandið Þrýst á skammtíma samninga Gálgafresturinn senn úti. Véstfjarðasamningurinn ekki eftirbreytniverður. Gripið til aðgerða fáist atvinnurekendur ekki að samningaborðinu. Ágreiningur um samningsleiðir. Þór á Selfossi hafnar samningum til skamms tíma Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins er einhuga um að krefjast þess að atvinnu- rekendur gangi að samninga- borðinu og ræði við VMSI í fullri alvöru um gerð samninga tU. skamms tíma. Að öðrum kosti er viðbúið að gripið verði til harðra aðgerða. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns verkalýð- sfélagsins Jökuls á Höfn I Horna- fírði, var samdóma álit fram- kvæmdastjórnar á fundi hennar í gær, að óraunhæft væri að scmja tU langs tíma, meðan ekki væri Ijóst tU hvaða efnahagsaðgerða ríkisstjórnin muni grfpa. Fundi framkvæmdastjórnar verður fram haldið í dag. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru skoðanir þó ærið skiptar um það innan félaga Verkamannasambandsins hvaða leiðir geti talist vænlegastar í kjaramálum. Einkum er deilt um hvort stefna beri að samningum til skamms tíma, eins og fram- kvæmdastjórnin hefur lagt bless- un sína yfir, eða hvort feta skuli í slóð Álþýðusambands Vestf- jarða og semja á hliðstæðum nót- um til ársins. Alþýðuflokksmenn telja margir hverjir síðarnefndu leiðina fýsilega. Verkalýðsfé- lögin á Suðurnesjum, undir for- ystu Karls Steinars Guðnasonar fyrrverandi varaformanns VMSÍ, eru þeirrar skoðunar að stefna beri að „hóflegum kauphækkun- um“ í anda Vestfjarðasamning- sins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins binda ýmsir sauðtryggir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar í röðum Alþýðu- flokksmanna vonir við að samn- ingar takist á Suðurnesjum áður en skriður kemst á samningavið- ræður VMSÍ. - Með því móti ynnist tvennt. Annars vegar væri VMSÍ þá nauðbeygt til að semja á sömu nótum og hins vegar væri Karvel Pálmasyni goldinn rauður belgur fyrir gráan vegna and- stöðu hans við matarskattinn, sagði einn viðmælenda blaðsins sem er í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar. Ljóst er að mörgum þykir þó hvorugur kosturinn góður, þar . sem sýnt er að báðar þessar leiðir færi láglaunafólki ekki þær launaleiðréttingar og kjarabætur sem knýjandi þörf er á. Þá hefur verkalýðsfélagið Þór á Selfossi gagnrýnt hugmyndir um skammtímasamninga og lagt til að Alþýðusamband Suður- lands leiði samningaviðræður fyrir félagið. Stjórn Dagsbrúnar hefur verið kölluð saman til fundar í dag til að ræða stöðuna í samningamál- unum. -rk -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.