Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Stórkostlegur stjömuleÍKur Stjömurnar létu Ijós sittskína I gærkvöldi fór fram sannkall- aður stjörnuleikur í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. Þarna voru samankomnir bestu körfuknatt- leiksmenn landsins og sýndu þeir fjölmörgum áhorfendum listir sínar í tvær klukkustundir. Áður en leikurinn hófst fór fram forkeppni fyrir troðkeppni og þriggja stiga skotkeppni. Úr forkeppninni komust fjórir í úr- slit í troðkeppninni en fimm í 3. stiga skotkeppninni. I hálfleik var keppt til úrslita í báðum keppnunum. Keppendur í troðkeppninni fengu tvær til- raunir til að troða og gaf sérstök dómnefnd þeim stig fyrir. Þeir sem komust í úrslit voru: Guð- mundur Bragason, ívar Webster, Teitur örlygsson og Jón Kr. Gíslason. Sigurvegari var Teitur Örlygsson sem tróð boltanum í hringinn af stakri snilld. í þriggja stiga skotkeppninni fengu leikmenn 15 bolta sem var stillt upp á fimm stöðum í kring- um þriggja stiga hringinn, þrír boltar á hverjum stað. Þá fengu leikmenn ákveðinn tíma til að skjóta öllum boltunum í körfuna. Til úrslita kepptu: Jón Kr. Gísla- son, Hreinn Þorkelsson, Teitur Örlygsson, Valur Ingimundarson og Guðjón Skúlason. Hreinn sig- raði eftir úrslitakeppni við Val þar sem þeir voru jafnir, skoruðu úr átta skotum hvor. Hreinn skoraði aðeins úr fimm skotum í úrslitunum en það kom ekki að sök þar sem Valur hitti aðeins úr þremur. Leikurinn sjálfur var hraður og skemmtilegur. Leikmenn lögðu sig alla fram og var engu líkara en þessi lið hefðu æft saman í lengri tíma. Leikmenn „Landsins“ höfðu alltaf forystuna í leiknum þó jafnt hafi verið á nokkrum tölum. í hálfleik var staðan 46-42 fyrir Landið. í síðari hálfleik jók Landið forskot sitt og var staðan 79-69 þegar 3 mínútur voru til leiks- loka. En þá tóku leikmenn Suð- umesja-liðsins við sér og náðu að minnka muninn í tvö stig áður en leiktíminn rann út, 81-79. Stigahæstu leikmenn Landsins voru: Jóhannes Kristbjörnsson 17 og Pálmar Sigurðsson 16. I liði Suðurnesja var Valur Ingimund- arson stigahæstur með 25 stig. íþróttahúsiö Hlíöarenda Stjörnuleikur KKÍ og SÍ Landið-Suðurnes 81-79 (46-42) -ih Júdó Bjami Friðriksson hefur þegar verið tilnefndur Júdósamband íslands hefur valið nokkra júdómenn sem hugs- anlega þátttakendur á næstu ól- ympíuleikum í Seoul, 17. sept- ember til 2. október 1988. Þeim sem tilnefndir hafa verið er raðað eftir þyngdarflokkum og fara nöfn þeirra hér á eftir: Rúnar Guðjónsson (60 kg flokki). Helgi Júlíusson og Magnús Kristinsson (65 kg flokki). Eiríkur I. Kristins- son, Karl Erlingsson og Freyr Gauti Sigmundsson (71 kg flokki). Ómar Sigurðsson, Hall- dór Guðbjörnsson, Gísli Wíum og Guðlaugur Halldórsson (78 kg flokki). Halldór Hafsteinsson og Benedikt Ingólfsson (86 kg flokki). Bjarni Friðriksson og Arnar Marteinsson (-95 kg flokki). Og þeir Viðar Guðjohns- en og Sigurður Hauksson (95 kg flokki). Bjarni Friðriksson, sem vann til bronsverðlauna á síðustu ól- Mcllroy til Austurríkis Sammy Mcllroy fyrrum fyrir- liði norður-írska landsliðsins í knattspymu hefur skrifað undir tveggja ára samning við austur- ríska 1. deildar liðið Moedling. Mcllroy, sem nú er 33 ára, lék með Norður-írum í heimsmeist- arakeppnunum á Spáni 1982 og í Mexíkó 1986. Hann lék áður með ensku liðunum Manchester Unit- ed, Stoke og Manchester City. Síðast lék hann með Bury sem leikur í 3. deild. Forráðamenn Bury em ekki ánægðir með hvernig Moedling bar sig að við samningana en telja sig ekki geta staðið í vegi Mcllro- ys vegna þess. -ih ympíuleikum, hefur að mati JSÍ þegar uppfyllt þau skilyrði sem ólympíunefnd íslands krefst fyrir þátttöku íslands á ólympíuleik- unum. Bjarni hefur tekið þátt í nokkmm sterkum mótum að undanförnu. Hann sigraði t.d. á opna skandinavíska meistaram- ótinu í Osló og hlaut þar með nafnbótina Skandinavískur meistari 1987. Á opna sænska meistaramótinu lenti hann í öðm sæti og á Heimsmeistaramótinu í Essen lenti hann í 11. til 13. sæti af 31 keppanda. Þeir sem em á listanum auk Bjama hafa enn möguleika á að sýna árangur sinn og hefur JSÍ ákveðið að hann verði að sýna á alþjóðlegum mótum, m.a. opnu bresku og skosku meistara- mótunum. -ih Frjálsar Þóra vann þrefalt Þóra Einarsdóttir frjálsíþrótta- kona úr UMSE vann þrefalt í innanhússmóti ÍR í atrennu- lausum stökkum um síðustu helgi. Þóra stökk 1.34 metra í há- stökki, 2.63 metra í langstökki og 7.73 metra í þrístökki. í karlaflokki sigraði Jón A. Magnússon HSK í hástökki, fór yfir 1.60 metra. Flosi Jónsson UMSE sigraði í langstökki, stökk 3.38 metra og í þrístökki sigraði Unnar Garðarsson HSK, stökk 9.32 metra. Þátttakendur vom 21 og var mótið mjög jafnt og spennandi. -ih ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Tómas Holton reynir körfuskot í Stjörnuleiknum í gær. Guðmundur Bragason ertil vamar og Leifur Gústafsson er við öllu búinn. (Mynd E.ÓI.) Handbolti Stórliðin unnu ÍR-FRAM 20-25 (10-15) í Seljaskóla áttust við ÍR og Fram. Frammarar sýndu strax að þeir vom betri þrátt fyrir góða baráttu heimamanna eins og venjulega. Markverðir liðanna vom atkvæðamestir og vörðu alls 27 skot. Einnig bar talsvert á Atla Hilmarssyni og er greinilegt að hann er að komast í sitt góða form eftir frekar slakan kafla fyrr í mótinu. Reynir-Valur 23-34 (11-18) í Sandgerði fengu heimamenn Valsmenn í heimsókn. Framan af leiknum börðust Reynismenn vel og var staðan 11-13 um tíma, Valsmönnum í vil. En síðan gerðu Reykvíkingamir fimm mörk í röð rétt fyrir leikhlé. það var of mikill munur enda héldu Valsmenn honum til leiksloka. Bestur hjá Reyni var Páll Bjöms- son en hjá Val Júlíus Jónsson og Valdimar Grímsson. Fylkir-Þróttur 16-25 (8-9) í Seljaskóla fór einnig fram leikur Fylkis og Þóttar. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum framan af. Staðan í hálfleik var 8-9 fyrir Þróttara. í síðari hálfleik sýndu Þróttar- ar hvað í þeim bjó og hreinlega yfirspiluðu Árbæingana. Á sex- tán mínútna kafla skomðu Fylk- ismenn aðeins tvö mörk á meðan Þróttur seig framúr þeim jafnt og þétt. Leikurinn í heild var frekar köflóttur. Markahæstir í liði Fylkis vom Páll 6 og Konráð 5/1. í liði Þróttara vom Haukur og Elís atkvæðamestir, skoruðu 6 mörk. Dómarar leiksins voru Steinþór Baldursson og Vigfús Þorsteinsson og voru lítið áber- andi. Hefðu þeir þó mátt fylgjast betur með skrefum leikmanna meðan þeir höfðu boltann. nlh/ste Italía Fótbolti erást ítalirhefja upp raddir sínar og berjast gegn ofbeldi Landsliðsþjálfari ítala, Anzel- io Vincini, gaf liðsmönnum sínum frí á æfíngu á þriðjudaginn. Þess í stað sendi hann þá í hljóðvcr til þess að syngja lag sem á að vera liður í baráttunni gegn auknu of- beldi á knattspyrnuvöllum. Hljómplötunni, sem á að heita „Fótbolti er ást“, á að dreifa ókeypis í alla skóla. Textinn er ennþá leyndarmál en þó er vitað að þar fer fram samtal föður og sonar. Leikmaður Sampdoria, Gianl- uca Vialli, syngur einsöngshlut- verk föðurins en bakraddir koma úr börkum annarra landsliðs- manna og þjálfarans, Vincini. ítalska knattspymusambandið stendur fyrir útgáfu þessa lags en það hefur einnig gert lista yfir aðrar tillögur sem hefur verið dreift til félaganna. -ih/reuter Flugleiðir/HSÍ Flugleiðir styrkja íslenskan handknattleik I gær undirrituðu Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, starfssamning milli HSÍ og Flugleiða hf. Meðal atriða í samningnum er að Flugleiðir verða aðalstuðn- ingsfyrirtæki HSÍ við undirbún- ing og þátttöku í ólympíuleikun- um í Seoul 1988. Einnig munu Flugleiðir aðstoða HSÍ við lands- leikjasamskipti við erlendar þjóðir. Þá munu Flugleiðir að- stoða HSÍ við að kynna og halda árleg FLUGLEIÐAMOT í handknattleik með þátttöku tveggja eða fleiri erlendra liða og íslenska landsliðsins. Auk þessa munu Flugleiðir að- stoða við dreifingu kynningarefn- is um árlegan Handknattleiks- skóla, veita verðlaun í ljósmynd- asamkeppni norska Handknatt- leikssambandsins, HSÍ og World Handball Magasin um hand- boltamynd ársins 1988. Eins og kunnugt er þá hefur HSÍ sótt um að halda Heims- meistarakeppnina í handknatt- leik 1994 hér á landi. f því sam- bandi er sérstakur liður í samn- ingnum um aðstoð Flugleiða við gerð kynningarefnis vegna um- sóknarinnar. HSÍ sækir um mótshaldið m.a. í tilefni 50 ára afmælis fslenska lýðveldisins. Ríkisstjórn íslands hefur lýst yfir stuðningi við HSÍ vegna þessa máls og sérstök nefnd hefur verið sett á stofn undir forsæti Matthíasar Á. Mat- hiesens. Nefndin hefur það markmið að kynna málstað ís- lendinga og vinna að framgangi málsins á alþjóða vettvangi. HSÍ hefur unnið mikið starf við að kynna ísland og umsóknina og þarf að halda því áfram fram að ársþingi Alþjóða Handknatt- leikssambandsins í Seoul í sept- ember. „AHt þetta starf er mjög kostn- aðarsamt og mikil ferðalög því samfara. Þá þarf einnig að bjóða ýmsum aðilum frá alþjóðasam- bandinu og öðrum handknatt- leikssamböndum til íslands tii að kynna sér allar aðstæður. Flug- leiðir hafa ákveðið að styðja veg- lega við HSÍ í sambandi við um- sóknina svo að íslenska þjóðin fái heimsmeistarakeppnina í af- mælisgjöf á 50 ára afmæli lýð- veldisins 1994“ segir m.a. í frétt- atilkynningu frá HSÍ. Á síðasta ári lék A-landsIið Is- lands 55 leiki og fram að ólympíu- leikunum í september eru áætlað- ir 22 landsleikir. Handknattleiks- landslið íslendinga eru nú sjö og samtals voru leiknir 94 lands- leikir á síðasta ári. HSÍ hefur ein- beitt sér sérstaklega að A- landsliðinu en til stendur að sinna málefnum annarra liða meira á þessu ári en því síðasta. -ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.