Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 2
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Á loðnuvaktinni Mögnuð skyrta Ástráður Ingvarsson er starfs- maður Loðnunefndar sem hefur þann starfa með höndum að taka á móti aflatölum loðnuflotans hverju sinni og skrá þær. Auk þess veitir hann skipstjórnar- mönnum og öðrum þeim sem óska þess, allar upplýsingar um ferðir skipanna, veiðislóð og hvar þau landa aflanum hverju sinni. Þjóðviljanum lék forvitni á að vita nánar deili á störfum hans og hvernig loðnuvertíðin hefði verið það sem af er, miðað við aðrar vertíðir og þá ekki síst um skyrt- una sem Ástráður klæðist alla jafna. En skyrtan er þeirri nátt- úru gædd að um leið og hann er í henni við vinnuna á vaktinni, líða ekki margar stundir þar til fyrsta skipið er búið að tilkynna að það hafi fyllt sig af loðnu og það ætli að sigla með hana á tiltekna höfn til löndunar. En áður er ekki úr vegi að fá að vita aðeins nánar hjá Ástráði afhverju sérstök Loðnu- nefnd var skipuð með lögum á sínum tíma. Við viljum betri skip Skipasmíðastöðvar, sjómenn og útgerðarmenn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Meðal sam- eiginlegra hagsmunamála er að smíöa sífellt betri og öruggari skip. í íslenskum skipasmíðastöðvum er byggt á áratuga langri reynslu íslenskra sjómanna af skipum við misjafnar aðstæður á einu hættulegasta hafsvæði veraldar. Engir hafa meiri reynslu á þessu sviði en íslendingar. Tækniframfarir í íslenskri skipasmíði og reynsla og tækniþekking þjálfaðra starfsmanna gerir kleift að smíða skip fyrir íslenskar aðstæður og tryggja sjómönnum aukið öryggi og meiri afköst. VELJUM ÍSLENSKT - VELJUM BETRI SKIP Fclaá drátfarbrauta oá skipasmíðla HALLVEIGARSTÍG 1 - PÓSTHÓLF 102 - 121 REYKJAVÍK - SÍMI 91-621590 fylgdi í kjölfarið ýmis óáran; nót- in var að fara í skipsskrúfuna og allt gekk á afturfótunum. Ofan á þetta alltsaman bættist svo að loðnan var langt í burtu og margir útgerðarmenn biðu þar til hún hafði færst örlítið nær landi. Nú eru skipin að fylla sig út af Glettinganesi hvert á fætur öðru og eitt skip er þegar búið með kvótann á þessari vertíð, sem er Jón Finnsson RE og önnur langt komin með hann. Þá hefur loðn- an verið mjög góð allan tímann, ef undanskilin eru eitt og eitt skipti í byrjun. Þá henti það stundum að köstin voru misgóð, eins og loðnan væri lagskipt; fyrsta kastið gaf mjög góða loðnu, en annað kast lakara. í dag er þetta úr sögunni og ég hef ekki heyrt annað frá sjómönnum en að þeir séu yfirhöfuð ánægðir með það sem þeir hafa fengið.“ Skyrtan fræga Nú hefur skyrtan sem þú ert í dagsdaglega orðið að hálfgerðri þjóðsagnaskyrtu. Hvað veldur því? „Það er nú það. Þetta er ósköp venjuleg ensk skyrta, keypt í Bo- urnemouth á Englandi, en þang- að fer ég oft. En í stuttu máli má segja að hingað hringdi blaða- maður á ónefndu blaði og spurði ffétta af veiðinni. Dagana á undan hafði lítil sem engin veiði verið en gaus síðan upp þessi mokveiði. Þegar hann spurði mig skýringar á mokinu, sagði ég si- svona að þetta væri skyrtunni að þakka! Og það var eins og við manninn mælt; daginn eftir las ég í þessu blaði að það væri skyrt- unni að þakka mokveiðin sem verið hafði daginn áður. Hinu er þó ekki heldur að leyna að þá Hagsmuna- árekstrar „Vorið 1972 óskuðu Lands- samband íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannas- ambandið eftir því við sjávarút- vegsráðuneytið, að skipuð yrði sérstök nefnd til að semja reglur um löndun á loðnu, er tækju gildi á vertíðinni 1973. Ástæðan fyrir þessari ósk hagsmunasamtakanna var sú að á vertíðinni á undan hafði komið til árekstra milli eigenda loðnuskipa og sjómanna annarsvegar og forsvarsmanna loðnuverksmiðja hinsvegar, þar sem þeir fyrr- nefndu töldu, að einstakar loðnu- verksmiðjur hygluðu ákveðnum skipum. Niðurstaðan var sú að sam- þykkt voru lög frá Alþingi í árs- íok 1972 um skipulag á löndun loðnu og fljótlega eftir það var skipað í Loðnunefnd og starfs- maður ráðinn fyrir vertíðina 1973. Frá upphafi og til 1. janúar 1987 var Andrés Finnbogason, skipstjóri, starfsmaður hennar, en þá tók ég við starfi hans. Það má segja að ég sé lánsmaður hér, vegna þess að ég starfa fyrst og fremst sem veiðieftirlitsmaður hjá sjávarútvegsráðuneytinu. í Ástráður Ingvarsson, starfsmaður Loðnunefndar á skrifstofu sinni að Tjarnargötu 4: „Þeir segja að það sé skyrtunni minni að þakka hve vel hefur veiðst frá því ég fór að vera í henni í vinnunni!" Mynd: E. Ól. dag er þetta allt annað en þá. Bæði vegna þess að loðnuverð var ekki frjálst og eins hitt að skipin voru miklu fleiri en í dag, sem stunduðu loðnuveiðar. Þá kom það iðulega fyrir, þegar vel veiddist, að biðraðir mynduðust við landanir við verksmiðjurnar og þá þurfti starfsmaður Loðnun- efndar að vísa skipunum á þá staði sem vænlegast var hverju sinni að hægt væri að fá löndun. Núna hefur þetta breyst mikið til batnaðar. Bæði er að skipin eru færri sem stunda loðnuveiðar og einnig að verðið er frjálst og því sigla þau þangað sem hagstæðast þykir hverju sinni. Jafnvel þó að þau þurfi að sigla hátt í sólarhring frá miðunum og til hafnar. Vertíðin í ár Hvernig hefur loðnuvertíðin verið það sem af er? „Ef undanskilin er slök byrjun, þá hefur hún verið mjög góð. 1 október í fyrra höfðu ekki veiðst nema 34 þúsund tonn en í árslok voru komin á land 311 þúsund tonn og 24. janúar sl. höfðu veiðst hvorki meira né minna en 152 þúsund tonn frá áramótum. Miðað við þessa miklu veiði að undanförnu geri ég fastlega ráð fyrir því að kvótinn, rúm 900 þús- und tonn, á vertíðinni verði bú- inn í byrjun apríl og síðasti lönd- unardagurinn verði annað hvort 8. eða 11. aprfl. Það sem gerði haustvertíðina svo lélega sem raun varð á, tel ég vera að kaldi sjórinn hafi verið á vitlausum stað. Samfara því 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.