Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 4
Gámar Útvegum flestar gerðir gáma (containers) frysti- og kæligámar 20 og 40 feta. Einangraðir gámar fyrir ferskan fisk 20 feta. Þurrgámar 10, 20 og 40 feta. Flestar gerðir sérhæfðra gáma, nýir og notaðir. Leigjum einnig út 20 feta kæli- og frystigáma. Bakkavörhf. Mýrargötu 2, 101 Reykjavík Sími (91)25775 Fjöltæknl sf. Eyjarslóð 9-121 R.vík. Sími27580 Fittings fyrir Ö hringi Suðunipplyr Einstefnulokar- Háþrýsti og lágþrýsti Kúlulokar Rörabaulur Flangsatengi Stál- kopar og rústfrír fittings Svart- og galvaníserað og rústfrítt SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Markmiö og niöurstöður Miklar umræður hafa orðið um það hvort unnt sé að leggja hömlur á hámarksafla með afla- kvóta á skip. Frá því að kvóta- kerfið var tekið upp 1984, hafa áætlanir sjávarú- tvegsráðuneytisins um hámarks- afla á þorski nær alltaf verið hær en tillögur Hafranr sóknarstofnunar. Raunverulegi heildarafli hefur síðan orðið mu meiri en áætlanir ráðuneytisir og þar með langt fyrir ofan ti lögur fiskifræðinganna. Þorskveiðar íslendinga (Allar tölur í þúsundum tonna.) Áætlun Tillögur sjávar- fiski- útvegs- Raunveruleg fræðinga ráðuneytis veiði 1984: 200 220 282 1985: 200 250 323 1986: 300 300 366 1987: 300 330 381 1988: 300 315 ? (Þorskveiði 1987 er miðuð við bráabirgðatölur frá Fiskifélagi íslands.) Nýting þorsk- stofnsins í spor Breta Meðalþyngd hvers veidds þorsks hefur minnkað. Smáfiskadráp líkt og á dögumfyrstu svörtu skýrslunnar Meðalþyngd hvers landaðs þorsks hefur minnkað frá því sem áður var. Þorskurinn varð eldri í sjónum áður fyrr. Meðalþyngd veidds þorsks var í fyrra talin vera um 2,9 kg en var á árunum 1980 og 1981 um og yfir 3,5 kg og er talin hafa farið yfir 4 kg 1955. Ásókn okkar í smáþorskinn má líkja við athæfi þess fiskeldis- bónda sem slátrar fiski sínum áður en hann er fullvaxinn, og þó er munurinn sá að við ræktun eldisfisks þarf að kaupa fóður en í sjónum vex þorskurinn án nokk- urs tilkostnaðar af okkar hálfu. Á síðasta aðalfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hélt Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar erindi þar sem hann vakti athygli á því hvað nýting okkar á þorskstofn- inum er léleg. Jakob sagði m.a: „Haldi menn að há meðal- þyngd í afla þessi tvö ár (1980 og 1981) hafi verið vegna markvissr- ar fiskveiðistjórnar, hafa þeir á röngu að standa. Ástæðan var einfaldlega sú að mikill hluti 1973-árgangsins ólst upp við Grænland svo að við náðum ekki að veiða hann fyrr en 1980 og 1981. Við verðum að fara aftur til daga fyrstu svörtu skýrslunnar, til ársins 1976, til að finna álíka nýt- ingu þorskstofnsins og við stefn- um nú að. Það ár veiddum við 120 miljónir þorska. Aflinn þá varð 346 þúsund tonn. Það er að segja, að á verstu dögum smáfiskadráps Breta fór meðalþyngdin aðeins niður fyrir það sem við stöndum frammi fyrir nú. Sé þetta hins vegar athugað lengra aftur í tímann komum við að árinu 1955. Þá veiddust 131 miljón fiskar, þ.e. nákvæmlega jafnmargir þorskar og nú er gert ráð fyrir að veiðist í ár (1987). Var aflinn þá 380 þúsund eins og hann verður væntanlega í ár? Nei, góðir fundarmenn. Hann var 538 þúsund tonn.“ 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIUN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.