Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 5
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Bernskuminning Saltfiskverkun í sveit Pegar við Bobbi pössuðum saltfiskinn fyrir kúnum Ég mun hafa verið um það bil fimm ára þegar mér var falið þýð- ingarmTkið trúnaðarstarf. Það var tengt fiskverkun, þótt furðu- legt kunni að þykja. Nú er það ekki svo að skilja að ég hafi átt heima í sjávarþorpi eða annars staðar í nánd við sjó. Öðru nær. Heimili mitt var langt frammi í sveit. Þaðan sást ekki til sjávar. Og ég gerði mér litla grein fyrir því hvers konar fyrirbrigði sjór- inn væri. Maður heyrði bara brimhljóðið í norðanveðrunum. Og ég taldi víst að það hlyti að vera eitthvert ógnarlegt ferlíki sem gæti sent frá sér slík hijóð. En þótt ég ætti heima langt uppi í sveit þá var ég þó ekkert ókunnugur fiski. Það er að segja dauðum fiski. Og ég hafði séð lif- andi silung skjótast um í lygnum hyljunum í Króklæknum, en mér fannst silungurinn ekki vera fisk- ur. Fiskur var bara það, sem var í sjónum en silungurinn var í Króklæknum. Nei, ég var ekki alveg ókunn- ugur fiski. Að vísu voru „fiskbfl- ar“ ekki farnir að aka um sveitirnar á þessum árum. Og bfl- ar voru þá raunar frekar sjaldgæf tæki. Ég hafði aldrei séð bfl, bara hjólbörur og kerru, en bflarnir voru víst eitthvað öðru vísi. En afi minn sótti stundum fisk úr á Sauðárkrók. Fiskinn flutti hann í trékössum sem hann brá um reipum og hengdi síðan á klakk. Var stundum með 3 og 4 hesta í þessum ferðum. Sumir ná- grannar okkar fluttu fiskinn í strigapokum. En afi sagði að það færi miklu betur um fiskinn í kössunum. Ég skildi það nú ekki almennilega. Áleit að dauður fiskur léti sig það litlu skipta hvemig um hann færi og hafði orð á þessu við afa. Þá hló hann mikinn og fór síðan að skýra það fyrir mér að í pokunum vildi fisk- urinn kremjast og hitna ef heitt væri í veðri, en mun minni hætta á því með fiskinn í kössunum. Afi verkaði fiskinn sjálfur og gerði það með fernu móti. Sumt saltaði hann niður í tunnu, annað spyrti hann og hengdi upp á rár. Nefndist það svo siginn fiskur. Sumt herti hann og þann fisk keypti hann þá á haustin. Og loks var það stórfiskurinn sem hann flatti, þvoði vandlega upp úr saltpækli og þurrkaði svo. Það henti stundum að upp úr kössunum komu skrítnir fiskar. Allt öðm vísi en þorskurinn og ýsan. Afi sagði mér að þessir fisk- ar hétu steinbítur, keila, hlýri og lúða. Mér fundust þetta mjög merkilegir fiskar, ekki síst lúðan, dökk á bakinu en hvít á kviðnum. Ég fylgdist vel með því þegar afi var að taka upp úr kössunum. Skyldi nú einhver skrítni fiskur- inn koma? Já, það var víst ýmis- legt einkennilegt í sjónum. Og nú förum við loks að nálg- ast trúnaðarstarfið og er víst mál til komið. Þegar afi hafði þvegið stóra fiskinn upp úr saltvatninu og líklega látið hann liggja eitthvað í því, - raunar þvoði hann allan fiskinn um leið og hann kom upp úr kössunum - þá setti hann upp timburpalla vestan undir íbúðárhúsinu og breiddi fiskinn á þá, þegar sólskin var og þurrkur. En hér var nú betra að fylgjast með hlutunum. Það var farið að láta kýmar út og þeim var ennþá lofað að vera á túninu. Kýr eru auðvitað ómissandi grip- ir. En þær em hins vegar ein- hverjir mestu skemmdarvargar sem hugsast getur. Komist þær t.d. í heybólstra þá er það ekki til þess að éta úr þeim. Það væri nú afsakanlegt. Nei, þær hnoða þá bara, rífa niður og umturna þar til allt er komið í eina beðju. Og svo er eins og þær keppist við að leggja sem mest frá sér í beðjuna, sem ekki verður nú beinlínií til að auka heygæðin. Það má nú svo sem nærri geta að kýrnar fengu fljótlega áhuga á saltfisknum. Það mátti nánast ekki af honum líta. Og nú hlotn- aðist mér það ábyrgðarmikla embætti að fylgjast með ferðum þessara háskagripa. Og til þess þurfti ég að halda alfarið til vest- an undir húsinu. Ég þorði ekki að vera inni. Að vísu gat ég fylgst með ferðum kúnna út um glugga en þá var líka hættara við að ég gleymdi mér við eitthvert dútl inni við. Og þó að kýrnar væru kannski langt niðri á túni, þá áttu þær það til að taka sprettinn allt í einu og voru þá óðara komnar heim að húsi. Ég get ekki sagt að ég væri hræddur við kýrnar. Þó var það ein sem mér þótti alltaf dálítið ískyggileg. Þess vegna fékk ég líka góðan félaga og öruggan í stór- ræðum til að vera með mér á vaktinni. Það var hundurinn Bobbi, stór, ákaflega loðinn og allur hinn kraftalegasti. Eftir að hann hafði nokkrum sinnum hjálpað mér við að stugga kúnum burtu þurfti ég ekkert fyrir því að hafa sjálfur. Bobbi fylgdist ná- kvæmlega með ferðum þeirra oj hvenær sem hann sá þær nálgast var hann kominn á kreik, þótt ég hvorki hreyfði mig né segði nokk- urt orð. Það má því segja að Bobbi hafi gegnt þessu trúnaðar- starfi engu síður en ég, jafnvel kannski fremur. Munurinn var sá að þetta var mitt fyrsta, en Bobbi hafði gegnt þeim mörgum. Það varð ég að viðurkenna, en til þess að hressa svolítið upp á sjálfsá- litið þá sagði ég nú, svona við sjálfan mig, að Bobbi væri líka dálítið eldri en ég. Svo kom að því að fiskurinn varð full þurr og við Bobbi losn- uðum af verðinum. Og þá tóku menn til matar síns. Og betri fisk hef ég aldrei borðað. Kannski finnst mér það að einhverju leyti af því að ég taldi mig bera eins konar ábyrgð á þessum hvíta og fallega fiski, þegar hann synti ekki lengur í sjónum, heldur lá í sólbaði á timburflekum langt uppi í sveit. En hvað um það, fiskurinn var reglulega góður. Nú tíðkast víst ekki lengur svona saltfiskverkun í sveitum. Og ekki heldur við sjóinn, að því að mér er sagt. Vélarnar eru bara látnar um það að þurrka fiskinn. Menn hafa ekki lengur not fyrir sólina. Og enginn stráklingur sit- ur nú lengur á hlaðvarpanum með hundinn sinn og passar salt- fisk fyrir kúnum. - mhg Fiskuppboð alla virka daga Viö höfum 40000 m2 uppboðssal viö Óseyrarbryggju. Mikiö athafnarými og góö tenging viö vegakerfiö. Fiskseljendur! Vinsamlega kynniö ykkur söluverö og reglur markaöarins um tilkynningarfrest. Vanir menn annast losun og afgreiðslu skipa og annarra flutningstækja. Yfir 150 skráðir kaupendur. Upplýsingar í síma 651888. VIO FORNUBÚOIR • PÓSTH. 383 • 222 HAFNARFIRÐI SÍMI 651888 • TELEX 3000 „Fiskur*' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.