Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 6
SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Veiðieftirlit Betri og verðmeiri fiskur Örn Traustason, veiðieftirlitsmaður: Skilningur á starfi okkar hefur aukist. Okkar verk er að koma í veg fyrir smáfiskadráp oghafa eftirlitmeð veiðarfœrum. Höfum engar sannanir fyrir því að fiski sé kastað Þegar það var sett í lög á sínum tíma að sérstakir veiðieftirlits- menn frá sjávarútvegsráðuneyt- inu ættu að fara um borð í fiski- skip og togara til þess að hafa eft- irlit með smáfískadrápi, þótti mörgum skipstjóranum alveg nóg um afskiptasemina úr ráðuneyt- inu. Síðan eru liðin nokkur ár og hugarfarið hjá skipstjórum og sjómönnum hefur breyst að mun. Nú er ekki lengur amast við veiði- eftirlitsmönnunum og skilningur manna á starfi þeirra hefur aukist. Enda kappsmél fyrir fiski- mennina að fiskurinn sem þeir veiða úr sjónum, sé eins góður og kostur er. Svo ekki sé talað um stærðina á honum. Því það segir sig sjálft að það er lítill akkur í því að veiða tittina. Til þess að fá nánari vitneskju um starf veiðieftirlitsins og hvernig að því er staðið, heim- sótti Þjóðviljinn örn Traustason, veiðieftirlitsmann, á vinnustað hans í sjávarútvegsráðuneytinu. Hann var fyrst spurður að því hver tilgangurinn væri með eftir- litinu. Eftirlit meö smáfiskadrápi ,,í erindisbréfi ráðuneytisins fyrir okkar starf segir að við eigum að fylgjast með fiskveiðum og veiðarfærum í því skyni að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar og hafa eftirlit með því, að þeim reglum sé fylgt, sem um veiðarn- ar gilda. Þegar við teljum að um skaðlegar veiðar sé að ræða fyrir fiskistofnana, tilkynnum við það Hafrannsóknastofnun, sem tekur ákvörðun um skyndilokun á veiðisvæðinu. Aftur á móti þegar um reglugerðarlokun er að ræða, þarf hún að fá samþykki sjávarút- vegsráðuneytisins. “ Hvað eru eftirlitsmennirnir margir og eru einhver skilyrði sem þið þuifið að uppfylla? „Við erum 13 veiðieftirlits- mennirnir, þar af eru tveir starf- andi í ráðuneytinu og einn er í láni hjá Loðnunefnd, þannig að það eru aðeins 10 eftirlitsmenn sem sinna hinu eiginlega eftirliti úti á sjó. Þess er krafist að við séum með skipstjómarréttindi og höfum reynslu af fiskveiðum. Enda þurfum við í okkar starfi að mæla út veiðisvæðin, sem þarf að loka, ásamt ýmsu öðru þar sem reynslan og kunnáttan af sjónum kemur að góðu gagni.“ Skyndilokanir urðu yfir 100 í fyrra sem er met. 1986 voru þœr rúmlega 70, sem einnig var met. Hvað segir þetta okkur? „Það segir okkur einfaldlega það að mikið sé af smáfiski á veiðisvæðunum og þessar miklu skyndilokanir eru staðfesting á því. Persónlega finnst mér á- standið í þessum efnum vera all ískyggilegt og ástæða fyrir alla aðila í sjávarútvegi til að hugsa vandlega um hvað sé til bóta. Fljótandi rannsóknastöö Þegar ég byrjaði í þessu fyrir fjórum árum var fallþungi þorsksins um 2 kíló að meðaltali en er nálægt 1,5 kflóum í dag. Það er samdóma álit okkar veiðieftir- litsmannanna að nauðsynlegt sé að fá sérstakt skip, einskonar fljótandi eftirlitsstöð, sem sigli um og rannsaki og mæli stærð fisksins og jafnframt verði leiðbeinandi fyrir flotann um h var sé best h verj u sinni að veiða. Þó að það hljómi einkennilega, þá höfum við íslendingar ekkert skip sem leitar að þorskinum og reynir að jafna sóknina á veiði- svæðin. Við þekkjum það að þeg- ar spyrst um veiði t.d. út af Vest- fjörðum, þá er um leið allur flotinn kominn þangað. En einn- ig getur verið um vænan þorsk að ræða á öðrum svæðum. Niður- staðan verður því ætíð sú að það er veitt á meðan eitthvað er að hafa og síðan ekki meir. Hug- myndir okkar um þessa fljótandi rannsóknastöð gæti komið þarna að góðum notum. En sjálfsagt þykir þetta of dýrt fyrirtæki til þess að það fái grænt ljós hjá fjár- veitingarvaldinu. Nú sinnið þið út á sjó ýmsum mœlingum fyrir Hafrannsókn. Kemur það ekki niður á starfi ykk- ar í eftirlitinu? „Nei, það vil ég ekki meina. Þetta starf okkar fyrir Hafrann- sókn er sýnataka, kvarnamæ- lingar ásamt öðrum skyldum rannsóknastörfum. Þegar við erum um borð í togurunum þá metum við ástandið ekki í fyrst- unni, nema það sé sýnu alvar- legra. Venjulega eru tekin þetta tvö til þrjú höl og út frá þeim er síðan ákvörðun tekin hvort nauðsynlegt þyki að loka veiði- svæðinu um lengri eða skemmri tíma“. Fiski hent Hafið þið orðið varir við eða SJOMENN ÚTGERÐARMENN FISKKAUPENDUR Miðstöð viðskiptanna við Faxaflóa. Dagleg uppboð-frábæraðstaða. Veitum fúslega allar upplýsingar um tilkynningarfrest, skilmála og fleira sem máli skiptir ÖRUGG SALA - HÆSTA VERÐ TRAUST VIÐSKIPTI FAXA 73 MARKAÐURINN HF l 'htÆD P.O. Box 875, 121 Reykjavík. Sími 623080 SQORN- BÚNAÐUR VYRIR VÖKVAKERFI FRÁ HAMWORTHY-HAWE- NORDHYDRAULIK-REXROTH. UCC síur. ry\ Viðgerðar- og v/ varahlutaþjónusta. LANDVÉIARHF SMIEUUVEGI66. KÓPAVOGI. S. 91-76600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.