Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 12
______SJÁVARÚTVEGSBLAÐ___ Kvótinn Ný reglugerð um botnfiskveiðar Botnfiskaflinn samtals 575þúsund tonn. Þar af315 þúsund tonn þorskur. Sveigjanleiki kerfisins minnkaður Tegund Hámarksafli 1988 Breyting frá 1987 Þorskur 315 -15 Ýsa 65 + 5 Ufsi 80 + 10 Karfi 85 -10 Grálúða 30 0 Samtals 575 þús. tonn -10 þús. tonn í fyrradag undirritaði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra þrjár reglugerðir um fisk- veiðar og grundvallast allar á ný- samþykktum lögum um stjórn botnfiskveiða. Þetta eru reglu- gerð um stjórn botnfiskveiða 1988, reglugerð um veiðar smá- báta 1988 og reglugerð um veiðar á úthafsrækju 1988 en nú er í fyrsta sinn settur kvóti á hana. Hér verður gerð grein fyrir reglugerðinni um stjórn botnfisk- veiða. Heildarafli Miðað er við þann heildarafla sem fram kemur í töflunni hér til hliðar. Magn einstakra tegunda getur vikið nokkuð frá þessum tölum. Því valda m.a. svokallað sóknar- mark, sem unnt er að velja í stað aflamarks, auk smábátaveiða og heimilda til að færa kvóta milli tegunda og milli ára. Ráð er fyrir því gert að heildarþorskaflinn geti farið upp í 350 þúsund tonn. Veiðileyfi Botnfiskveiðileyfi fá aðeins þau skip sem höfðu veiðileyfi árið 1985 og eru enn í rekstri. Ný skip fá því aðeins leyfi að önnur sambærileg skip hverfi úr rekstri. Leyfin eru með tvennum hætti og er þá annað hvort miðað við aflamark eða sóknarmark. Skulu útgerðarmenn hafa ákveðið hvora leiðina þeir velja fyrir 10. febrúar. Ekki er kostur að velja sóknarmark fyrir loðnuskip en unnt er að breyta botnfiskkvóta þeirra yfir í rækjukvóta. Með vali á sóknarmarki á þessu ári er unnt að hafa áhrif á úthlutað aflamark á næsta ári því að afli sóknarmarksskipa 1988 mun vega helming á móti reiknuðu aflamarki árið 1989. Sóknardagar togara verða 260 á árinu í stað 270 áður. Hjá flest- um öðrum útgerðarflokkum er fækkunin 5 dagar. Úthlutun veiðileyfa Sé aflamark valið, er skipi ák- veðinn hámarksafli (kvóti) fyrir þorsk, ýsu, ufsa, karfa og grá- lúðu. Afli sóknarmarksskipa á síðasta ári hefur ekki áhrif á út- hlutað aflamark nú. Eina breytingin á úthlutun nú er vegna breytinga á áætluðum heildarafla einstakra tegunda. Þannig minnkar þorsk- og karfakvóti allra skipa um 6% frá síðasta ári en ýsu- og ufsakarfi hækkar um 10%. Líkt og hin síðustu ár verður Eigum á lager ýmsar stærðir og gerðir af plastkössum - einnig plastfötum og stömpum - til notkunar fyrir sjávarútveginn. Einnig eigum við nú á lager okkar þekktu Rækjukassa 35 Itr. Hringið og fáið frekari upplýsingar. B. Sigur&sson sf. Auðbrekku 2, Kópavogi Sími 4 6216 sett hámark á þorskafla þeirra skipa sem er á sóknarmarki. Hitt er nýjung að sett verður karfahá- mark á þá togara sem verða á sóknarmarki. Hámarksafli sókn- armarksskipa á þessum tegund- um getur hvort heldur sem er miðast við fast mark, sem gildir fyrir öll skip af ákveðinni gerð, eða það magn að viðbættu 10% álagi sem viðkomandi skip hefði mátt veiða samkvæmt aflamarki. Áður var þetta álag 20% og er því nú nokkuð dregið úr sveigjan- leika kerfisins. Undirmáls- fiskur meðtalinn Fram til þessa hefur undirmáls- fiskur ekki verið talinn með við útreikning á eftirstöðvum afla- marks eða hámarksafla sam- kvæmt sóknarmarki. Nú telst hann með að einum þriðja, nemi hann minna en 10% af heildar- afla í veiðiferð, en sé meira um undarmálsfisk er það, sem um- fram 10% fer, reiknað að fullu. Álag á fisk, sem fluttur er óunninn úr landi, hækkar úr 10 í 15%. Þannig minnka kvótaeftir- stöðvar skips um 115 tonn fyrir hver 100 tonn sem flutt eru út óunnin. Heimild til að færa kvóta milli fisktegunda er lækkuð úr 10% niður í 5% af úthlutuðum kvóta. Einnig er heimild til að veiða upp í kvóta næsta árs minnkuð úr 10% í 5%. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.