Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 13
SJÁVARÚTVEGSBU Botnfiskur Heildar- sókn minnkar Hagkvœmni eykst meðfœkkun tonnút- haldsdaga. Ragnar Arnason: Vísbending um áhrif kvótakerfis- ins á heildarsókn Eitt af fylgiskjölunum með stjórnarfrumvarpi um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram á þingi í desember s.l., var greinar- gerð Ragnars Árnasonar hag- fræðings um breytingar á heildarsókn í botnfisk. í því kem- ur fram að tonnúthaldsdögum (þ.e. úthaldsdagar margfaldaðir með stærð skips) hefur fækkað á undanförnum árum þótt lítilleg aukning hafi orðið 1986. Heildarsóknin eftir 1983 virð- ist hafa orðið minni og þróast á annan veg en ætla mátti af reynslunni af skrapdagakerfinu svokallaða á árunum 1978-1983. Þessa minnkun á heildarsókn tel- ur Ragnar að meta megi til veru- legra fjárhæða. Heildarsókn í botnfisk (Tonnúthaldsdagar með línu, net og botnvörpu) Sókn Ár Vísitaia 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 0,946 0,953 1,000 1,064 1,088 1,241 1,257 1,066 1,009 1,074 Viðmiðunarárið er 1979 með vísitölu 1,0 en sóknin hefur verið mest árið 1983. Vísitalan fyrir það ár er 1,257 og merkir að tonnúthaldsdagar hafi þá verið nær 26% fleiri en árið 1979. Fyrir árið 1986 er vísitalan 1,074. Sóknin var þá nærri 15% minni en toppárið 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Gúmmíbátaþjónustan Eyjargötu 9 - Reykjavík - Sími 14010 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. „30 ÁR í ELDLÍNUNNI SEGJA AÐ MÍNIR MENN BJÓÐI BESTU ÞJÓNUSTUNA OG VERÐIÐ.“ Jón Olgeirsson, FYLKI LTD Samkeppnin á fiskmörkuðunum hér í Bretlandi hefur aldrei verið meiri. Þess vegna borgar sig að skipta við reyndasta miðlarann. Hjá okkur er val- inn maður í hverju rúmi, menn sem hafa hæfi- leika til að slá hvert sölumetið á fætur öðru. Á hverjum morgni eru þeir á hafnarbakkanum . . . hlusta á kaupendur og skipuleggja hernaðaráætl- un dagsins. Þeir gjörþekkja markaðinn, allar að- ferðirnar . . . og brellurnar til að auka hagnað þinn. Fylkir býður sérstaka öryggisgæslu. Við sjáum um aflann þinn frá löndun til sölu. Það verður því engin rýrnun á honum í okkar vörslu. Það er einmitt á þennan hátt sem Fylkir vill veita þér betri þjónustu og meiri hagnað. Þrjátíu ára reynsla í Grimsby kemur þér til góða. Ertu með afla? Hafðu samband. FYLKIR LTD ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI WHARNCLIFFE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. TELEX 527173 FYLKIR G. BRETLANDI. PÓSTFAX 355134. SlMAR: (90-44-472) 44721 og 353181. HEIMASlMAR: 43203 (JÓN OLGEIRSSON) OG 823688 (ÞÓR.4RINN GUÐBERGSSON). ARGUS/SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.