Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.01.1988, Blaðsíða 14
I CJC CVI i Vélaverkstæði, Grandagarði 18, sími 28922 Tökum að okkur: vélaviðgerðir, niðursetningu á vélum og vélbúnaði í skip, vökvakerfi og fl. Framleiðum austursskiljur. SJÁVARÚTVEGSBL/~ TOGARASKIPSTJÓRAR Takið með ykkur rauðu hlerana frá okkur, þá reddast túrinn! % HLERAGERÐIN HF. KIRKJUSANDI VIÐ LAUGARNESVEG 105 REYKJAVIK S. 91-85760 ifflíIUl I UTGERÐAR \MENN A THUGID ! I 5 Framlei m allar gerðir af botnvörpu, rækju- 6 6 trolla r nurvoða. Einnio siáum við um vift- Zk 9j trolla r nurvoða. Einnig sjáum við um við- gerðir allum. Líst illa á vestfirska samninginn. Kvótinn er illskásti kosturinn. Tryggingamálin efst á blaði í kjaramálum sjómanna Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur: „Við erum alltaf bjartsýnir á vertíðina í upphafi, a.m.k. þar til annað kemur í ljós“. Mynd: Sig. Sœvar Gunnarsson, formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur Alltaf bjartsýnir á vertíðina „Við hér í Grindavík erum alltaf bjartsýnir á vertíðina, enda þýðir vart annað, þótt þær hafí verið ansi bágbornar undanfarin ár,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkur, við Þjóðviljann, þegar hann var spurður um útlitið í vertiðarbyrj- Sævar var starfandi vélstjóri á vertíðarbátum frá Grindavík í 27 ár áður en hann fór í land og vinn- ur nú hjá ísfélagi Grindavíkur, sem sér öllum bátum sem þess óska fyrir ís til að varðveita gæði fisksins, frá því hann er veiddur og þangað til hann er unninn. Hann var kosinn til formennsku í sínu stéttarfélagi fyrir fimm árum og því lá beinast við að spyrja hann um kjaramál sinna félaga. kvótann sinn í fyrra, vegna lé- legra aflabragða á vertíðinni. Pað sem mér finnst alvarlegasta málið í sjávarútveginum í dag er allur þessi smáfiskur sem togararnir eru að veiða út um allan sjó. Því verður að linna ef ekki á illa að fara. Svo er það einnig kapítuli út af fyrir sig afhverju ekkert af undir- málsfiski berst á land eftir að bannað var að veiða hann. Hérna áður fyrr, á meðan það var ekki bannað, var það ekki óalgengt að togarar kæmu með undirmálsfisk að landi.“ Við vorum búnir að prófa skrapdagakerfið og það gekk ekki, þannig að þegar á heildina er litið er kvótinn illskásti kostur- inn og maður getur sætt sig við hann í næstu þrjú árin. Til háborinnar skammar Sætfi mig við kvótann í þrjú ár Tryggingamálin efst á blaöi „Okkar samningar eru lausir 1. júlí nk. og við höfum mánaðar uppsagnarfrest á þeim. Efst á blaði hjá okkur í komandi samn- ingum eru fyrst og fremst trygg- ingamálin, svo sem slysa- og líft- ryggingar. Þá þarf einnig að koma starfsaldursákvörðunum í mannsæmandi horf, ásamt ýms- um öðrum lagfæringum sem of snemmt er að segja til um á þessu stigi hverjar verða. En ég hef þá skoðun að staða sjómannsins sé ekki nægilega sterk til þess að fara í hart í sumar, eins og málin hafa þróast. Við erum með ákvæði um það í okkar samningum að ef fisk- vinnslufólkið fær hækkanir á sín laun, þá hækka sjómenn sam- svarandi. Það nýjasta í samning- um fiskvinnslufólksins eru þessir samningar fyrir vestan, sem mér líst alls ekkert á, af því sem ég hef heyrt og séð af þeim. Það sem segir í þeim um hlutaskiptin er enn opið í báða enda og alls óvíst hvað um það verður. Ég er satt að segja mjög vantrúaður á að vinn- uveitendur séu tilbúnir að opna fyrir verkafólkinu bókhaldið svo eitthvað sé nefnt.“ Nú er boðað að samdráttur verði í þorskveiðum í ár uppá 6%. Hvernig taka sjómenn hér íþað? „Sjómennirnir eru ekkert óhressir með það. Meginþorri bátanna hér náði ekki að klára Eru menn ánœgðir með nýju kvótalögin? „Við viljum alls ekki festa kvótann í sessi, en við viðurkenn- um aftur á móti að nauðsynlegt sé að hafa einhverja veiðistjórnun að vissu marki. Hinu er heldur ekki að leyna að kvótinn hefur ekki takmarkað sem skyldi sókn- ina í fiskistofnana, sem sést best á því að það er alltaf veitt umfram tillögurfiskifræðinganna. Afturá móti hafa gæðin batnað og í dag kemur miklu verðmeiri fiskur að landi en áður tíðkaðist. Nú er farmönnum á kaupskip- aflotanum alltaf að fœkka. Hvað finnst þér um þá þróun? „Að sjálfsögðu er það til há- borinnar skammar fyrir stjórn- völd að láta þetta líðast. Það segir sig sjálft og þau eiga að skammast sín fyrir lélega frammistöðu. Ég vil bara nota tækifærið til að senda farmönnum baráttukveðj- ur frá sjómönnum héðan úr Grindavík, í von um að tekið verði fyrir þessa þróun í eitt skipti fyrir öll.“ Að lokum Sœvar. Fiskmarkaður Suðurnesja, á hann framtíðina fyrir sér hér? „Hann á fyllilega rétt á sér og hann kemur til með að standa um ókomin á. Tilkoma fiskmarkaða er spor í rétta átt og við skulum bara vona það besta,“ sagði Sæ- var Gunnarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélagsins í Grindavík. -grh 14 SÍÐA — ÞJÓÐVIL ’INÍ Daníef Gunnarsson, stýrimaður á Vetti SU3. Vöttur SU 3 er annað skipið sem útgerðarfélagið Eldey hf. hefur nýlega keypt og er skipið 270 lestir að stærð. 15 manna áhöfn er á skipinu sem hefur verio á linu. Um borð er fullkomin beitingavél og er beitt bæði með smokk og síld. Allur afli er skipsins verður seldur á Fiskmarkaði Suðurnesja. Mynd: Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.