Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 25. tðlublað 53. árgangur Tilboð VSÍ Minna en á Isafirði Gengurhvorki né rekur ísamningaviðrœðum VMSÍog VSÍ. Atvinnurekendur bjóða 13% kauphækkun útárið. Verkalýðsfélögá landsbyggðinnitekinaðókyrrast. Framkvæmdastjórn VMSÍtekur ákvörðun um viðrœður í dag Eftir tíðindalausar viðræður atvinnurekenda og Verka- mannasambandsins um helgina gerðu atvinnurekendur VMSÍ samningstilboð í gær, sem er nær samhljóða Vestfjarðasamningn- um. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hljóðar tilboð atvinnurek- enda uppá 13% kauphækkun út árið, - 8% í febrúar, 3% í aprfl og 2,5% í ágúst, en kaup þarf að hækka um 13,5% fram til aprfl til að kaupmáttur haldist óbreyttur. VMSÍ hefur kynnt atvinnurek- endum kröfur í samning tU aprfl- loka um 9-10% kauphækkun, auk starfsaldurshækkana og ann- arra lagfæringa. Svo virðist sem tilboð atvinnu- rekenda, hafi endanlega sett samningaviðræðurnar í sjálf- heldu. Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins mun ræða tilboð atvinnurekenda á fundi í dag kl. 10, þar sem vænt- anlega verður tekin ákvörðun um hvort viðræðum verður slitið eða framhaldið, en mikillar óanægju er farið að gæta í verkalýðsfé- lögum víða úti um land vegna seinagangs í samningaviðræðun- um. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans gera atvinnurekendur ráð fyrir gengisfellingu uppá 5-6% í mánuðinum og að verðlag hækki um 18,7% á árinu, eða frá des- Flugstöðin 24 milljónir í fasteignaskatt Miðneshreppur: Brunabótamatið 2,3 milljarðar. Fasteignamatið 1,9 milljarðar króna Miðað við 25% álag á skatt- stofn atvinnufyrirtækja, reiknast mér til að Flugstöðinni beri að greiða Miðneshreppi rtiniar 24 milljónir króna í fast- eignaskatt, segir Stefán Jón Bjarnason, sveitarstjóri Miðnes- hrepps við Þjóðviljann. Fyrir stuttu var lokið við gerð brunabótamats á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er það 2,3 milljarðar króna. Fasteignamat stöðvarinnar er hins vegar 1,9 milljarðar króna. Að sögn Stefáns hefur hann sent reikninginn til Péturs Guð- mundssonar, flugvallarstjóra og bjóst Stefán við að heyra frá hon- um í vikunni. Eindagi fyrrihluta greiðslu fasteignaskatts er 15. febrúar nk. „Við höfum engar áhyggjur af þessu máli enn sem komið er, enda verður maður að reikna með eðlilegum pótsburð- artíma þegar hlutir eru sendir á milli staða í pósti, og hann er enn undir eðlilegum mörkum", sagði Stefán Jón, sveitarstjóri Miðnes- hrepps. -grh Snjóflóð í Morsárdal Fannst látinn Fjölmenntlið björgunarsveitarmanna leitaði, ásamt sex hundum og tveim þyrlum Um hádegisbilið í gær fundu björgunarsveitarmenn unga manninn látinn, sem leitað hafði verið að frá því seint á sunnudag, eftir að hann varð fyrir snjóflóði í Morsárdal. Hann var 16 ára gam- all. Fimm félagar úr íslenska Alpa- klúbbnum höfðu verið við æfing- ar í Morsárdal um helgina. Snjóflóðið féll úr Skarðagili á piltinn, þar sem hann ásamt fé- lögum sínum fjórum höfðu sest niður til að hvíla sig við Skarða- tinda. Fjölmennt björgunarsveitarlið var mætt á slysstað strax í birtingu í gær og til leitar voru ma. sex hundar, ásamt þyrlu Landhelgis- gæslunnar og þyrlu frá hernum á Keflavíkurflugvelli. Slysið átti sér stað í 500-700 metra hæð og voru allar aðstæður til björgunar- starfa mjög erfiðar. -grh ember í fyrra að telja til desemb- er í ár. Ýmsir forystumenn verka- lýðsfélaga á landsbyggðinni, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, lýstu yfir óánægju sinni með seinagang í viðræðum Verkamannasam- bandsins við atvinnurekendur. Ýmsir fulltrúar verkalýðsfélaga af landbyggðinni í samninga- nefnd VMSI telja hyggilegast að vísa deilunni til ríkissáttasemj- ara, þar sem sýnt er að ekki sé að búast við niðurstöðu úr beinum samningavirðæðum VMSÍ og VSÍ í höfuðstöðvum atvinnurek- enda í Garðastræti. -rk Jóhann í andbyr Viktor Korchnoi hefur tekist hið ótrúlega: Hann vann tvær „síðustu" skákirnar í einvíginu við Jóhann Hjartarson, og hefur því jafnað metin. Þó svo að illa hafi tekist til hjá okkar manni undir lokin er engin ástæða til að draga fjöður yf ir þann f rábæra árangur Jóhanns að halda jöf nu við annan eins f ant við skákborðið og Korchnoi er; margsjóaður í einvígjum meðan Jóhann er að tefla sift fyrsta, og einn fremsti skákmaður heims í áratugi. Sjá skýringar Helga Ólafssonar bls. 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.