Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 3
OECD-skýrslan Fleiri ráðstefnur Á laugardaginn var haldinn fjölmenn ráðstefna um skýrslu þá sem Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) __ lét gera um menntastefnu á íslandi. Skýrslan kom út í íslenskri þýðingu í ágúst síðastliðnum og hefur vakið mikla athygli. Að sögn Elínar Skarphéðins- dóttur fulltrúa í menntamála- ráðuneytinu var húsfyllir á ráð- stefnunni, um 330 manns. Ræðum frummælenda og um- ræðum starfshópa var skipt í að- alflokka í samræmi við kaflaskil OECD-skýrslunnar: Grunn- skólar, framhaldsskólar, mennt- un kennara, háskólanám. Að sögn Elínar hefur verið ákveðið að halda sérstakar ráðstefnur um hvern þessara liða. Stefnt er að því að ráðstefnuhaldinu verði lokið í mars og verður þá unnið úr niðurstöðum. íslensk útgáfa OECD- skýrslunnar fæst í menntamála- ráðuneytinu. _Óp Kjötið Neysluaukning Mikil neysluaukning varð á síðasta ári á nautgripakjöti, einn- ig nokkur á kindakjöti en sam- dráttur í neyslu alifuglakjöts. Þar ber þó að hafa í huga að salmon- ellusýkingin hafði veruieg áhrif á neyslu alifuglakjötsins. Islendingar eru meðal almestu kjötneysluþjóða heimsins, neyta 68 kg á mann á ári. Til viðbótar er það kjöt, sem bændur taka heim, heimaslátrað búfé, kjöt af villtum fuglum, hreindýrum, selum og hvölum. Sumar þessar kjötteg- undir, eins og kjöt af villtum fugl- um og sel, vega þó ekki þungt í neyslunni. En heimtekið kjöt hefur vaxið gífurlega eða úr rúm- um 40 tonnum árið 1986 í 375 tonn árið 1987. - mhg Tjarnargata 20 Málinu ólokið Afgreiðsla bygginganefndar kemur okkur ekki á óvart, hins vegar er hún umdeilanleg, sagði Arnþór Helgason formaður Or- yrkjabandalagsins vegna afstöðu meirihluta bygginganefndar til kæru félagsins vegna breyttrar notkunar hússins Tjarnargötu 11, en meirihlutinn í bygginga- nefnd telur málið nefndinni óvið- komandi. „Málinu er hins vegar ekki lokið af okkar hálfu. Við munum biðja lögfræðing Öryrkjabandalagsins að athuga hvaða skref verði tekin næst af hálfu félagsins," sagði Arnþór. -K.Ól. FRETTIR Bolungarvík Uppa von og óvon Daði Guðmundsson, varform. Verkalýðs- ogsjómannafélags Bolungarvíkur: Skiptar skoðanir um samninginn. Óvissa um hlutaskiptin í Bolungarvík Því er ekki að neita að skoðanir manna hér fyrir vestan um samkomulagið eru ærið skiptar og mikil óvissa um útkomuna úr samningum, sagði Daði Guð- mundsson, varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, en félagið sam- þykkti nýgerðan kjarasamning Alþýðusambands Vestfjarða um helgina. 17 greiddu atkvæði með samningnum, 2 voru á móti og 13 sátu hjá. Að sögn Daða eru ýmsir á þeirri skoðun að rétt hefði verið að semja aðeins til tveggja mán- aða meðan alls væri óvíst til hvaða efnhagsaðgerða ríkisvald- ið muni grípa. - Það var þó mat samninganefndarinnar að rétt væri að semja til ársins og reyna að hala kauphækkunina inn á breyttu bónusfyrirkomulagi, fremur en miklum taxtahækkun- um. Verði launaskrið á þessu ári eins og í fyrra og verkafóik sitji aftur eftir, er ljóst að menn mun ekki fýsa til að fara þessa leið aft- ur, sagði Daði. Daði sagði að samningsstaða Alþýðusambandsins hefði verið mjög erfið. - Greiðslugeta og rekstrarstaða fiskvinnslunnar er vægast sagt mjög bágborin. Hefði komið til verkfalls er alls óvíst hvort mörg húsanna hefðu opnað aftur. Við megum ekki við því þar sem menn byggja allt sitt undir fiskvinnunni hér á Vest- fjörðum, sagði Daði. - Vissulega er mikil óvissa um ávinningana af hlutaskiptakerf- inu og ekki síst hér í Bolungarvík. Hópbónus hefur verið reyndur alls staðar annarsstaðar en í Bol- ungarvík og það eykur töluvert óvissuna um hlutaskiptin. Hér er stærsti fiskvinnslustaðurinn og ég gæti sagt mér að það erfiðara verði að útfæra hópbónusinn hér en á smærri stöðunum, sagði Daði. Vestfjarðasamningurinn hefur verið borinn undir atkvæði í flest- um verkalýðsfélögum á Vest- fjörðum og allsstaðar verið sam- þykktur. -rk Skák Tíu til Finnlands Framtíðarskákmenn landsins héldu í gær í einum hóp til Finn- lands þar sem þeir taka þátt í ein- staklingskeppni í norrænni skóla- skák. Keppt er í 5 aldursflokkum og keppa tveir fyrir Islands hönd í hverjum flokki. Þeir sem fóru utan eru: Andri Áss Grétarsson, Davíð Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Snorri Karls- son, Ingi Fjalar Magnússon, Héðinn Steingrímsson, Þórleifur Karlsson, Helgi Áss Grétarsson og Arnar Gunnarsson. Með þeim á myndinflfer Ólafur H. Ólafsson hjá TR sem verður í fylgdarliði piltanna. Mynd-Sig. Hvalfjörður Göng verði könnuð Eiður Guðnason mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Vesturlands, um að ríkisstjórnin láti fara fram nauðsynlegar rannsóknir til að kanna hversu hagkvæmt sé að gera göng undir Hvalfjörð utan við Laufásgrunn og Hnausasker, eða brú í fjarðarmynninu og breyta legu Vesturlandsvegar þannig að farið sé vestan Akra- fjalls um Grunnafjörð á Fiski- lækjarmela. Það kom fram í máli Eiðs að slík könnun muni kosta 75 milj- ónir að mati vísindamanna og taka þrjú til fimm ár. Ómögulegt er að svo komnu máli að segja hver framkvæmdakostnaður yrði en framkvæmdatíminn er álitinn um fimm ár þannig að raunhæft væri að ljúka slíkri framkvæmd fyrir aldarmót. Vegalengdin frá Reykjavík til Akraness myndi með þessu stytt- ast um 61 km og frá Reykjavík til Borgarness um 45 km. Árið 1986 fóru um 1100 bílar á dag um Hvaifjörð og hefur um- ferðin aukist jafnt og þétt unda- farin ár. Þrátt fyrir það er enn eftir að leggja bundið slitlag á 12 km. vegalengd í Hvalfirði. í umræðu um tillöguna komu fram hugmyndir um að fjár- magna framkvæmdirnar með vegatolli og happdrætti, líkt og gert var þegar hringvegurinn var opnaður á sínum tíma. Töluverð- ar umræður spunnust um til- löguna og voru allir jákvæðir í garð hennar. -Sáf Fylgiskannanir Skák Þröstur vann Þröstur Þórhallsson er skák- meistari Reykjavíkur árið 1988. Skákþinginu lauk í fyrrakvöld, og hlaut Þröstur 9 vinninga af 11 mögulegum. Þröstur var raunar ekki einn um þetta vinningshlutfall. Guð- mundur Gíslason hlaut einnig 9 vinninga, en þar sem hann er utanbæjarmaður - frá ísafirði nánar tiltekið - hreppir Þröstur Rey kj avíkurmeistaratitilinn. Næstur kom Sævar Bjarnason með 8,5 vinninga, og í4. til 5. sæti þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Snorri Bergsson með 8 vinninga. Keppni í unglingaflokki lauk fyrir helgi. Helgi Áss Grétarsson og Snorri Karlsson urðu efstir og jafnir með 7,5 vinninga af 9, og munu þeir tefla einvígi um efsta sætið. _HS Kvennalistinn rýkur upp Kannanir íDVogfrá Hagvangi. Kvennalistinnyfir20%, Kratarog Borgarartapa. Alþýðubandalagið með skell hjá Hagvangi, þokkalegt íDV. Meirihlutigegn ríkisstjórninni, -andstaðan mesthjá konum og ungufólki Kvennalistafólk hefur ástæðu mörkunum þrátt fyrir tap Borg- Skipting þeirra sem afstöðu til brosmildi eftir niðurstöður araflokksins, sem fær aðeins um tóku í könnununum var þessi skoðanakannana DV og Hag- helming af kiörfvlgi sínu. (Hagvangstalan fyrst, þá DV- vangs í gær. Samtökin fá í hvorri tveggja könnuninni yflr flmmtung fylgis þeirra sem af- stöðu tóku. I öðrum herbúðum verða varla mikil fagnaðarlæti, og síst í fundarsal ríkisstjórnar- innar sem hefur minnihluta á bakvið sig í Hagvangskönnun- inni. Framsóknarflokkurinn fær þó sæmilegar tölur í könnununum einsog áður í vetur, 4-5 yfir kjör- fylgi, og Sjálfstæðisflokkurinn stendur heldur skár en í kosning- unum, en nær þó ekki 30 prósent mörkunum þrátt fyrir tap Borg- araflokksins, sem fær aðeins um helming af kjörfylgi sínu. Alþýðuflokkurinn er við tíu prós- ent, virðist hafa misst þriðjung kjörfylgis og hefur ekki komið lakar útúr könnunum eftir kosn- ingar en nú. Kratar virðast með svipað fylgi og Alþýðubandalag- ið. Það fær tæp 11 prósent úr ann- arri könnuninni, sem er þokka- legt miðað við kannanafylgi und- anfarið, en aðeins 8,4% í hinni. Þjóðarflokkur og Flokkur mannsins eru á blaði í hvorum- tveggja niðurstöðunum, einir utanþingssamtaka, en með hverf- andi fylgi. talan, kosningaúrslit í sviga): Alþýðuflokkur 9,2-10,5 (15,2%), Framsóknarflokkur 24,1-22,9 (18,9%), Sjálfstæðis- flokkur 29,8-29,7 (27,2%), Al- þýðubandalag 8,4-10,8 (13,3%), Borgaraflokkur 5,6-4,2 (10,9), Kvennalisti 21,3-21,0 (10,1%), Flokkur mannsins 0,8-0,3 (1,6%), Þjóðarflokkur 0,8-0,6 (1,3%). Önnur samtök voru ekíci nefnd. í DV-könnuninni tóku yfir 40 prósent spurðra ekki af- stöðu, tæp 35 hjá Hagvangi. f könnun Hagvangs var reynt að skyggnast eftir fylgissamsetn- ingu flokkanna miðað við síðustu kosningar. Tæp 90% Kvennalista- og Framsóknar- kjósenda halda tryggð við val sitt á kjördag, um 80% hjá Sjálfstæð- isflokki, um 65% hjá A- flokkunum, um 60% Borgara- flokkskjósenda. Alþýðuflokki hefur bæst talsvert fylgi frá D- lista og í minna mæli frá S og V. Framsókn fær mest frá D og A, nokkurt fylgi frá S og G, örlítið frá V og M. Sjálfstæðisflokki bæt- ist lítið frá öðrum flokkum, helst frá S og A. Kvennó fær umtal- svert fylgi frá D og G, einnig mikið frá A og B, nokkuð frá S og Þ. Alþýðubandalag tekur helst fylgi frá V, í minna mæli frá A og S. Hagvangskönnunin tók einnig til afstöðu til ríkisstjórnarinnar, og eru 47,9% fylgjandi, 52,5% andvígir. Þetta er í annað sinn í röð sem stjórnin hefur meirihluta á móti sér í slíkum könnunum, en hafði fyrir áramótin 56-64% fylgi. Fylgi ríkisstjómarinnar er minnst meðal yngstu kjósend- anna, mest hjá þeim elstu. Karl- menn styðja stjórnina (56-44), en konur em í stjómarandstöðu (60-40). Þri&judagur 2. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.