Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Tónlistarháskóli eða sýndarstofnun Gunnar Guttormsson skrifar Afskipti ríkisvaldsins af mál- efnum tónlistarfræöslu í landinu hafa verið með sérstæðum hætti á undanförnum mánuðum og virð- ast þar ekki öll kurl komin til grafar. Fyrir alþingi liggur sem kunnugt er stjórnarfrumvarp til laga um breytingar á verkasícipt- ingu ríkis og sveitarfélaga þar sem lagt er til að ríkið hætti fjár- hagslegum stuðningi við tón- listarskólana frá 1. sept. 1988 (6. kafli, 18.-23. gr. og 10. kafli, 29. gr.). Ákveðið hefur nú verið að leggja til að frestað verði gildis- töku þessa ákvæðis um eitt ár þ.e. til 1. sept. 1989. Lög þau sem gilt hafa um stuðning ríkisins við tón- listarskólana (nr. 75/1985) eru að stofni til frá árinu 1963; sett í ráð- herratíð Gylfa Þ. Gíslasonar. Að fella úr gildi ríkisstuðning við tónlistarskólana þýðir að rekstri margra tónlistarskóla er stefnt í óvissu. Það skýtur óneitanlega nokk- uð skökku við að á sama tíma og ríkisvaldið er með þessum hætti að veikja undirstöður almennrar tónlistarfræðslu í landinu skuli ráðherra menntamála lýsa því yfir að hann hyggist leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um „tónlistarháskóla". (Ég set hér orðið tónlistarháskóli milli til- vitnunarmerkja því hér er ekki allt sem sýnist.) Þessar línur eru settar á blað til að vekja athygli almennings á þeirri ósamkvæmni og - ég leyfi mér að segja - sýndarmennsku sem hér er á ferðinni. Á sl. hausti var kynnt í þing- flokkum núverandi stjórnar- flokka frumvarp til laga um tón- listarháskóla (e.t.v. réttara að tala um frumvarpsdrög). Frum- varp þetta mun síðar hafa verið sent ýmsum aðilum til kynningar og hefur þannig komið fyrir margra sjónir. - Frumvarpið er afrakstur af starfi 3ja manna nefndar sem skipuð var haustið 1985 af Ragnhildi Helgadóttur, fáverandi menntamálaráðherra. nefndinni áttu sæti Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík (formaður), Baldvin Tryggvason, gjaldkeri Tónlistar- félagsins, og Árni Gunnarsson, skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneytinu. Nefndinni var falið að endurskoða drög að frumvarpi um sama efni frá árinu 1978-79. - Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur orðið umtalsverð þróun í tónlistarfræðslu í landinu, einir 10 tónlistarskólar bæst í hóp þeirra kringum 50 sem fyrir voru og nemendatala skólanna líklega hart nær tvöfaldast (voru 3.500) skólaárið 1975-76 en eru nú kringum 8.000). Það er kapítuli út af fyrir sig hve lítil tengsl nefndin sem samdi hið nýja frumvarp virðist hafa haft við þá sem eru að vinna að tónlistarmálum í landinu. Mér er þannig ekki kunnugt um að nefndin hafi nokkru sinni kvatt forráðamenn tónlistarskólanna saman til viðræðna um þetta mál. - Oft hafa stjórnskipaðar nefndir boðað til ráðstefnu af minna til- efni. - Nefndin hefur líklega ekki talið sig þurfa að sækja neinar hugmyndir út fyrir sínar raðir né talið nauðsynlegt að fá viðbrögð virði að vera rakin). Þegar á heildina er litið er vandséð að markmið frumvarpsins sé að veita nýjum straumum inn í tón- listarfræðslu og tónlistarlíf okk- ar, þ.e. að með því sé verið að leggja grundvöll að starfi nýrrar og þróttmikillar mennta- og rannsóknastofnunar. Stærsti annmarki frumvarpsins er líklega sá að í því er ekki byggt á neinni skilgreiningu á mörkum og tengslum einstakra skólastiga tónlistarnáms. „Háskólinn" verður þessvegna „eyland“ því að vitneskju skortir um hvaða nám lag milli núverandi rekstraraðila Tónlistarskólans í Reykjavík um kostnað við framhaldsnám í tón- list, þar á meðal menntun tónlist- arkennara." - Hér er vissulega hugað að samræmi í hlutunum(l). En eðlilegt er að spyrja hvort ekki sé ætlunin að gera hliðstætt samkomulag við aðra tónlistar- skóla sem veita framhaldsmennt- un, þ.á m. fyrir tónlistarkennara í sérgreinum? Til þess að unnt sé að móta hér löggjöf um tónlistarháskóla sem stenst kröfur tímans þarf annað verklag og kannski ekki síst aðra A sama tíma ogAlþingi hyggst afnema stuðning ríkisins við tónlistarskólana vœri það að bœta gráu ofan á svart ef menntamálaráðherra œtlaði aðfreista þess að knýja ígegnum það þing, sem nú situr, sýndarfrumvarp um tónlistar- háskóla við tillögum sínum áður en þær voru klæddar í frumvarpsbúning. Nefndin hefur, að mér finnst, vanmetið þýðingu þess starfs sem henni var ætlað að vinna. - Sú hugsun hvarflar að manni að nefndarmenn hafi ekki talið sig vera að fjalla um mótun nýs skóla eða skólastigs heldur hugsað sem svo að verkefnið væri fyrst og fremst að koma rekstrarkostnaði eins tónlistarskóla yfir á ríkið og slíkt gæti tæpast höfðað til áhuga aðila utan viðkomandi skóla? Hér er alls ekki ætlunin að rekja í einstökum atriðum efni þessa frumvarps (enda tæpast viðeigandi meðan það hefur ekki verið lagt fram á þingi). Það er þó áhugavert að reyna að átta sig á því hvort frumvarpið boði ein- hverja nýja stefnu í málefnum „æðri“ tónlistarfræðslu og hvort þar sé tekið tillit til þeirrar stór- stígu þróunar sem orðið hefur í tónlistarfræðslu hér á undanförn- um árum (m.a. vegna þeirra laga- ákvæða sem nú stendur til að nema úr gildi). Við lestur á þeim fátæklegu athugasemdum sem frumvarpinu fylgja kemur í ljós að þar er fátt nýmæla og stefnu- markandi atriða. Uppistaðan í greinargerðinni eru nokkrar stiklur úr sögu Tónlistarskólans í Reykjavík (sem vissulega er þess liggur að baki lokaprófum frá tónlistarskólunum sem m.a. búa nemendur undir háskólanám. Hér vantar því nákvæmar upplýs- ingar til að byggja á og að þeim fengnum þarf að samræma inngönguskilyrði í tónlistarhá- skóla. Af stjórnunarkafla frumvarps- ins má helst ráða að fyrst og fremst sé stefnt að því að festa í sessi gróna skólastofnun með kostum hennar og göllum. Stjórn „tónlistarskólans" skal vera innanhússtjórn og hvergi er svo mikið sem vikið að þeim mögu- leika að fulltrúar frá samtökum tónlistarmanna og öðrum menntastofnunum, s.s. tónlistar- skólum, geti verið ráðgefandi um málefni skólans. - Þetta er í stuttu máli sagt frumvarp um að ríkið kosti rekstur framhalds- deildar Tónlistarskólans í Reykjavík og leigi aðstöðu hjá Tónlistarfélaginu. Það er augljóst samhengi milli þessarar frumvarpssmíðar og frumvarpsins um breytta verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga. f athugasemdum við síðar- nefnda frv. segir: „...Þá er í undirbúningi lagasetning um æðra tónlistarnám. Þar til þau lög hafa verið samþykkt er eðlilegt að gert verði sérstakt samkomu- hugsun en þá sem setur mark sitt á umrætt frumvarp. Það er óhugsandi að smíða skynsamlega löggjöf um tónlistarháskóla nema áður hafi farið fram úttekt á núverandi stöðu tónlistar- fræðslu í iandinu og greining á námskröfum á hverju námsstigi svo sem áður er að vikið. Á síðustu árum hafa hugmynd- ir um dreifingu háskólanáms á skólastofnanir skotið rótum með- al skólamanna. Með þessar hug- myndir sem viðmiðun þarf að leita svara við því hvort yfirleitt sé æskilegt - miðað við þá þróun tónlistarfræðslu sem hér hefur átt sér stað síðustu árin - að háskóla- nám í tónlist, þ.m.t. kennara- menntun, fari eingöngu fram í einni skólastofnun. - Þeir sem frumvarpið sömdu virðast loka augunum fyrir því að a.m.k. þrír tónlistarskólar bjóða upp á nám sem er sambærilegt námi í fram- haldsdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þessir skólar eru Tónskóli Sigursveins, Söng- skólinn ( Reykjavík og Nýi tón- listarskólinn. Það er óhjákvæmi- legt að tekið verði tillit til þessa veruleika þegar rætt er um skipu- lag tónlistarháskóla. Vel má hugsa sér að framangreindir skólar taki að vissu marki þátt í fræðslu á háskólastigi og sitji við sama borð og forystustofnunin varðandi opinberan fjárstuðning. Svo brýnt sem það er að stofna hér myndarlegan tónlistarhá- skóla, þá sýnist óhjákvæmilegt að önnur verkefni hafi forgang um sinn: Það verður að treysta betur undirstöður almennu tónlistar- fræðslunnar og setja um hana löggjöf í stað þeirrar sem nú stendur til að skerða. í athuga- semdum við fyrrnefnt frumvarp um verkaskipti ríkis og sveitarfé- laga kemur fram að menntamálaráðherra „...hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd til að endurskoða lögin í heild sinni." (Um VI kafla.) Þessu ber að fagna og vonandi verður unnið að þessum málum í réttri röð, þ.e. litið á starf nefndarinnar sem veigamikinn þátt í undirbúningi að stofnun tónlistarháskóla og vandaðri lagasetningu um hann. Með ýmisskonar undirbyggj- andi starfi geta stjórnvöld óefað bætt nokkuð fyrir þá röskun sem áformin um afnám ríkisstuðnings við tónlistarskólana hafa þegar valdið. Nærtækt er að efla það starf sem hafið var í menntamála- ráðuneytinu á árunum 1980-83 í þágu tónlistarskólanna. Þá fór þar fram endurskipulagning á innra starfi tónlistarskólanna og í framhaldi af því var hafin náms- skrárgerð. Sérstök nefnd vann að þessu verkefni í samvinnu við skólana og hún skilaði yfir- gripsmikilli álitsgerð til ráðuneyt- isins. Lítið af tillögum nefndar- innar hefur náð fram að ganga m.a. vegna fækkunar á starfsliði í ráðuneytinu árið 1984. Um tveggja ára skeið (82-84) var Jón Hlöðver Áskelsson, núv. skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akur- eyri, í fullu starfi hjá ráðuneytinu sem námsstjóri tónlistarfræð- slunnar - og hafði meira að segja lausráðinn starfsmann sér til að- stoðar. Nú skilst mér að einum manni sé ætlað að sinna bæði námsstjórn vegna tónmennta- fræðslu í grunnskólum og náms- stjórn tónlistarskólanna. Að endingu þetta: Á sama tíma og alþingi hyggst afnema stuðning ríkisins við tónlistar- skólana, væri það að bæta gráu ofaná svart ef menntamálaráð- herra ætlaði að freista þess að knýja gegnum það þing sem nú situr sýndarfrumvarp um tónlist- arháskóla. Eins og hér hefur ver- ið drepið á bíður fræðsluyfirvalda mikið og vandasamt undirbún- ingsstarf áður en setning löggjaf- ar um tónlistarháskóla kemur til álita. Tónlistarfræðslunni og tón- listarlífi í landinu er mestur greiði |erður með því að byrjað verði strax á því starfi. Bjórfnimvaipið er tímaskekkja Áskorun lœkna sem vinna að meðferð áfengissjúklinga Undirritaðir læknar, sem allir vinna að meðferð áfengissjúk- linga, skora hér með á alþingis- menn að vísa frá frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem er fram komið til þess að leyfa bruggun og sölu áfengs öls hér á landi. Við teljum þetta frumvarp tfmaskekkju, þegar annars gætir vaxandi áhuga á nauðsyn heilsu- verndar og forvarna. Það er augljóst að sala áfengs öls yrði til að auka heildarneyslu áfengis í landinu og þar með til að auka þann samfélags- og heilsufars- vanda sem hlýst af neyslu áfengis. Slík er reynsla frændþjóða okkar. Reynsla Svía af milliölinu er fræg að endemum. Með tilkomu þess jókst heildarneysla áfengis veru- lega og minnnkaði aftur er sölu þess var hætt. Sala milliölsins varð ekki til að draga úr neyslu sterkari drykkja, þvert á móti dró hún mjög verulega úr sölu minna áfengs öls. Hjá Finnum, sem hafa svipaðar drykkjuvenjur og við, bættist ölið við aðrar áfengisteg- undir. Því miður er ekkert hér á landi sem gerir það líklegt að öðruvísi fari hér, jafnvel þótt bjórinn verði eingöngu seldur í Áfengisverslun ríkisins, sem raunar verður ekki, því að hann verður áreiðanlega seldur á yfir 130 vínveitingastöðum sem nú þegar eru til. Nýlegar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að hér á landi hafa líkurnar til að verða áfeng- ismisnotkun að bráð aukist veru- lega samfara aukinni áfengis- neyslu þjóðarinnar. Eftir að augu manna í öðrum löndum hafa opn- ast betur fyrir þeirri heilsuvá, sem áfengisneyslu fylgir hefur einnig komið í ljós að tíðni dryk- kjusýki þar er mun hærri en hér á landi. Nefna má sem dæmi að al- gengi drykkjusýki er verulega meiri í Svíþjóð og Bandaríkjun- um en á íslandi, enda heildarn- eysla áfengis þar mun meiri en hér. Aðrir fylgikvillar ofnotkun- ar áfengis, að meðtöldum lifrar- skemmdum eru algengari þar en hér. Vegna þess að dauðsföll af völdum skorpulifrar hafa alla tíð verið mjög fá hér á landi, meira að segja meðal íslenskra drykkju- manna, hefur ekki verið hægt að nota tíðni þeirra til þess að áætla algengi misnotkunar áfengis hér eins og gert hefur verið í öðrum löndum. Af þessum sökum verð- ur ekki heldur ályktað um tengsl heildarneyslu áfengis og lifrar- skemmda út frá breytingum sem verða á dánartíðni af völdum skorpulifrar hér á landi, og síst þegar þessar breytingar eru ekki tölfræðilega marktækar. Ástæða þess að skorpulifur er miklu sjaldgæfari á íslandi en í nokkru öðru vestrænu landi er meðal annars sú að heildarneysla áfeng- is hér er og hefur lengi verið minni. En meginskýringin í því að heildarneysla áfengis á íslandi er minni en annars staðar er sú, að hér hefur ekki verið leyfð fram- leiðsla og sala áfengs öls. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur áherslu á að draga skuli úr heildaráfengisneyslu vegna þess að víðtækar rannsóknir um allan heim hafa sýnt fram á tengsl hennar við hvers kyns heilbrigð- isvandamál, andleg, líkamleg og félagsleg. Til þess að ná þessu markmiði bendir stofnunin á ýmsar leiðir svo sem hömlur á sölu og dreifingu áfengis ásamt fræðslu. Bent er á það í ritum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, að nýir drykkjusiðir, sem fylgdu í kjölfar breytinga, hafi aðallega bæst við þá, sem fyrir voru, en ekki komið í þeirra stað, saman- ber reynslu Finna sem áður var vikið að. í því sambandi er rétt að minna á, að það er eitt að banna tegund áfengis, sem áður hefur verið leyft að framleiða og selja, annað að leyfa framleiðslu og sölu nýrra tegunda eins og stefnt er að með bjórfrumvarpinu, en það hefur leitt áfengismálaum- ræðuna inn á þær villigötur sem hún er nú á. Áfengi er jafn skaðlegt heilsu manna í hvaða formi sem er, hvort heldur áfengu öli eða öðru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.