Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 7
GIÐ - ALÞÝÐUBANDALAGIÐ - ALÞÝÐUBANDALAGIÐ - ALÞÝÐUBANDALAGIÐ MIÐSTJORN Svanfrlfiur Jónasdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson skýra blaðamönnum frá tföindum á miðstjórnarfundinum. (Myndir: Sig., E.ÓI.) Steingrímur J. Sigfússon, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Gísli Þór Guðmundsson og Kristbjöm Ámason. Kjaramálaályktun ^ ^ u gegn misretbnu ininga sem grunn að kröftugri sókn á næstu mánuðum fimmtánföld laun verkafólks verða sífellt fleiri. Misréttið í þjóðfélaginu og óréttlætið í skipt- ingu gæðanna vaxa hröðum skrefum. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hvetur launafólk um allt land til að taka saman höndum og hefja öfluga baráttu gegn vaxandi kjaraskerðingu og auknu mis- rétti. í þeirri baráttu er samstað- an og gagnkvæmur skilningur launafólks mikilvægar forsendur þess að árangur náist. Nýjar bar- áttuaðferðir, umræður á vinnu- stöðum, auknar upplýsingar og bein þátttaka fólksins í að móta kröfurnar og fylgja þeim fram eru mikilvægar aðferðir til að skapa þá breiðu samstöðu launafólks sem dugað getur til að brjóta skerðingarstefnu atvinnurek- enda og ríkisvalds á bak aftur. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins styður þær tilraunir sem nú eru gerðar til að ná skammtíma- samningi til að vega upp verstu þættina í kjararýrnun undanfa- rinna mánaða um leið og samtök launafólks búa sig til enn frekari sóknar á næstu mánuðum. Takist að ná slíkum skammtímasamn- ingi er mikilvægt að þegar á næstu vikum verði hafinn undirbúning- ur að varanlegum kjarasamning- um í vor sem miðist við að: 1. Leiðréttingar í þágu hinna lægst launuðu verði áfram efstar á blaði og stefnt verði að því að tryggja öllum lágmarksafkomu sem miðast við 45.000-50.000 á mánuði. 2. Launagreiðslur verði verð- tryggðar til að koma í veg fyrir að stjórnvöld geti áfram komið aft- an að fólki í gegnum aukna verð- bólgu. 3. Hrundið verði íframkvæmd ákvæðum um dagvistarmál úr Sólstöðusamningunum 1980 en þar var gert ráð fyrir að þörf fyrir dagvistarþjónustu barna verði fullnægt fyrir árið 1990. 4. Að nýtt lífskjaramat verði lagt til grundvaliar mati á afkomu og tekjum og þar tekið mið af styttingu vinnutímans, mögu- leikum til að njóta samvista við fjölskyldu og börn, aðbúnaði og öryggi á vinnustað, tækifærum til trekari starfsmenntunar og lýð- ræðislegum áhrifum á stjórn eigin vinnu. Kjarastefna sem setur þessi atriði í öndvegi getur orðið sá samnefnari sem á næstu vikum og mánuðum tengir saman krafta hinna ýmsu samtaka launafólks. Samstaða sem á rætur á vinnu- stöðunum sjálfum er forsenda þess að árangur náist. Á næstu dögum ræðst það hins vegar hvort tekst að knýja at- vinnurekendur til að gera skammtímasamning sem vegur upp kjaraskerðingu síðustu mán- aóa og skapa nokkurra mánaða undirbúningstíma að frekari sókn. Ef slíkir skammtímasamn- ingar stranda á andstöðu atvinnu- rekenda og ríkisstjórnar er óhjá- kvæmilegt að launafólk grípi þeg- ar á næstu vikum til harðra að- gerða og víðtækrar baráttu. Þá er nauðsynlegt að samstaða verði sýnd í verki um allt land og nýjum aðferðum verði beitt til að ná ár- angri. Ragnar Óskarsson og Guðmunda Steingrímsdóttir. Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina var ítr- ekuð sérstaklega samþykkt síð- asta landsfundar um utanríkis- stefnu flokksins vegna fjölmiðla- veðurs undanfarið. Ályktunin er svona: 'Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins, haldinn 29.-31. janúar 1988, áréttar að á tímum miiállar gerjunar og breytinga í alþjóðamálum sé mikilvœgt að Alþýðubandalagið taki virkan þátt í því endurmati semfram þarf að fara á þeirri utanríkisstefnu sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt á undanförnum árum. / þessari nauðsynlegu umræðu er mikilvœgt að halda til haga ölíum þeim atriðum sem lands- fundur Alþýðubandalagsins lagði áherslu á í samþykkt sinni um stefnu flokksins í utanríkismál- um. Misskilnings hefur gœtt í um- fjöllun fjölmiðla undanfarið og fundurinn átelur sérstaklega þá beinu fölsun á ummælum for- manns flokksins sem birtist á for- síðu Vikunnar 21. janúar. Mið- stjórnarfundurinn telur rétt að ítr- eka ítarlega samþykkt sem gerð var á landsfundinum um þessi efni. Stefnuályktun landsfundartns var á þessa leið: „Framtídarsýn Alþýðubandalags- ins til utanríkis- og friðarmála mótast af þeirri grundvallarafstöðu að friður öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðar- innar verði best tryggt með því að Bandaríkjaher hverfi á brott, engar erlendar herstöðvar verði leyfðar og ísland segi sig úr NATO. Samtímis verði tekin upp sjálfstæð og virk hlut- leysisstefna í utanríkismálum sem grundvallist á þjóðlegri reisn og frið- arviðleitni nær sem fjær. f framtíðinni verði íslendingar, sem lengst af fyrrum, herlaus og og vopnlaus þjóð sem tryggi öryggi sitt með gagn- kvæmum skuldbindingum við aðrar þjóðir, samtök þjóða og alþjóða- stofnanir um að virða hlutleysi og vopnleysi Iandsins. Um leið skuld- bindi íslenska þjóðin sig til að fara ekki með vopnum gegn neinni þjóð, vopnast ekki sjálf né leyfa neinum öðrum að nota land sitt eða lögsögu sína í sama skyni. Þessu fylgi einnig alger friðlýsing fslands og íslenskrar lögsögu fyrir kjarnorku- og eiturefna- vopnum með sérstakri friðlýsingar- löggjöf og ákvæðum í stjórnarskrá. Hið friðlýsta íslenska svæði verði svo annað hvort þegar í upphafi eða á síðari stigum hluti af stærri kjarn- orkuvopnalausum eða friðlýstum svæðum. Sömuleiðis tryggi íslending- ar sjálfir og í samvinnu við aðra eftir- lit og aðstöðu á alþjóðlegum vett- MiðstjórnAB Hertaust land og hlutlaust Miðstjórnarfundurinn ítrekar landsfundarsamþykkt um utanríkisstefnu vangi til að fylgja því eftir að friðlýs- ing og hlutleysi landsins sé virt. Landsfundur Alþýðubandalagsins telur að allar aðstæður í heiminum nú, bæði innanlands og utan, mæli sérstaklega með því að íslendingar taki utanríkismál sín og afstöðu til afvopnunar- og friðarmála til gagngerrar endurskoðunar, þar með talið dvöl erlends hers í landinu og aðild að hernaðarbandalagi. Þíðu gætir í samskiptum stórvelda, og horfur eru á því að þau taki fljót- lega fyrsta skrefið til afnáms kjarn- orfcuvígbúnaðar. Þetta er fagnaða- refni fyrir t'slenska þjóð sem afdrátt- arlaust hefur látið í ljós andstöðu sína við kjarnorkuvopn, m.a. m eð stuðn- ingi sínum við kröfuna um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Sú afstaða felur í raun í sér fullkomna andstöðu við NATO og kjarnorku- vígbúnaðarstefnu þess. Nú er því lag fyrir íslendinga á að taka frumkvæði er leitt gæti til minnkandi spennu og betri og friðvænlegri sambúðar þjóð- anna í okkar heimshluta. Eftirfarandi aðgerðir gætu orðið áfangar stjórnvalda á þeirri leið og jafnframt fært íslensku þjóðina nær þeim mark- miðum sem Alþýðubandalagið berst fyrir, herlaust og friðlýst land: • Unnið verði að uppsögn her- stöð vasamningsins. • Endurskoðun á öllum samskiptum við herinn og endurskipulagning þeirra mála í stjórnkerfinu. Afnumið verði alræðisvald utanríkisráðherra í meðferð þessara mála og lýðræðisleg umfjöllun og ákvarðanataka tryggð meðal annars með beinni þátttöku Alþingis. • Dregið verði úr umsvifum hersins og fækkað í herliðinu jafnt og þétt. Allur tækjabúnaður sem nota mætti til árásaraðgerða verði fluttur burt. Herskip eða önnur farartæki komi ekki inn í landhelgi íslands nema tiyggt sé og yfirlýst að þau beri ekki kjarnorkuvopn innanborðs. • Herinn verði algerlega einangr- aður efnahagslega og menningarlega. Stefnt skal að því að verktakar og aðrir sem þjónusta herinn dragi úr starfsemi sinni í áföngum þannig að slík samskipti við hann verði engin innan tiltekins tímabils og sú einangr- un haldist meðan herinn dvelst í landinu. • Samfara einangrun hersins verði hrint í framkvæmd öflugri áætlun um uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesj- um og annars staðar þar sem menn hafa haft atvinnu af þjónustu við her- inn. Tryggt verði að allt það starfsfólk ’sem áður vann við störf er tengdust hemum fái þjóðnýt störf við hæfi. • Hafinn verði undirbúningur að úr- sögn íslands úr Atlantshafsbanda- laginu. • Friðlýsing landsins og virk þátt- taka í undirbúningi og stofnun kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum eða stærri svæðum. • Boðið verði til alþjóðlegrar ráð- stefnu á íslandi til að skipuleggja og undirbúa samningaviðræður um af- vopnun í Norðurhöfum. Sérstaklega þarf að berjast gegn áformum um stórfellda aukningu kjarnorkuvopna í höfunum og þeirri hættu að þeim fjölgi enn í framhaldi af samningum stórveldanna um fækkun eldflauga með kjarnorkusprengjur á landi. • Mótun sjálfstæðrar óháðrar utan- ríkisstefnu sem gmndvallist á virkri friðarviðleitni og þjóðlegri reisn. Einnig á auknum framlögum til þró- unarsamvinnu og samstöðu með þró- unarríkjum og stuðningi við frelsis- hreyftngar og sjálfstæðisbaráttu al- þýðu hvarvetna gegn arðráni og kúg- un. Landsfundur Alþýðubandalagsins undirstrikar að baráttan fyrir afvopn- un og friði er eitt mikilvægasta verk- efni Qokksins og markmiðið um her- laust og hlutlaust land er órjúfanlegur hluti af stefnu Alþýðubandalagsins í þjóðfrelsis- og friðarmálum.“ Þrlðjudagur 2. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.