Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 10
Vestur-Þýskaland/Suður-Afríka ERLENDAR FRETTIR Ekkert vesturþýskt, Framþoma Bœjarans Franz Jósefs Strauss í Suður-Afríkuvelduróvissu fyökkumannaleiðtoga um stefnu samfaandsstjórnarinnar í Bonn gagnvart aðskilnaðarstefnunni Suðurafrískir blökkumenn halda á lofti mynd af Nelson Mandela, höfuðleiðtoga sínum. Strauss virti samtök hans, Afríska þjóðarráðið, að vettugi og hleypti með því og annarri framkomu sinni í Suður-Afríku illu blóði í forystumenn þeldökkra. Allmargcp leiðtoga blakkra í Suður-Afríku lýstu því yfir um helgina að þeir hygðust hundsa fríðan flokk vesturþýskra þingmanna sem væntanlegur er þangað innan skamms. Astæðan er framkoma hins erkiíhaldssama Franz Jósefs Strauss, forsætis- ráðherra Bæjaralands og leiðtoga eins þriggja aðildarflokka sam- bandsstjórnarinnar í Bonn, en hann var sem kunnugt er á ferð þar syðra í síðustu viku. Maður er nefndur Gunther Verheugen. Hann er félagi í Jafn- aðarmannaflokknum og á um þessar mundir sæti á Sambands- þinginu í Bonn. Hann greindi fréttamanni Reuters frá því í gær að Jafnaðarmannaflokkurinn myndi að öllum líkindum hætta við að senda fulltrúa sinn í utan- ríkismálanefnd þingsins til Suður-Afríku með öðrum fulltrú- um í nefndinni eftir að foringjar Lýðræðislegu einingarfylkingar- innar, kirkjuleiðtogar og verka- lýðsforingjar tjáðu embættis- mönnum vesturþýska sendiráðs- ins í Pretóríu að þeir vildu hvorki heyra né sjá þýska sendimenn í bráð. Lýðræðislega einingarfylk- ingin er langstærst þeirra baráttu- samtaka blökkumanna gegn að- skilnaðarstefnunni er hvíta minnihlutastjórnin hefur ekki séð ástæðu til að bannfæra. í utanríkismálanefnd Sam- bandsþingsins eiga sæti fulltrúar allra vesturþýskra þingflokka og hugðust þeir hleypa heimdragan- um þann ó.febrúar og ferðast í tvær vikur um Suður-Afríku, Angólu og Zambíu. Hátterni Strauss í tíu daga heimsókn sinni er lauk á laugar- dag hleypti mjög illu blóði í leið- toga þeldökkra. Hann lýsti því þrásinnis yfir að „miklar framfar- ir“ hefðu orðið í Suður-Afríku og kvað allar efnahagsþvinganir gegn ráðamönnum í Pretóríu al- gerlega útí hött. Það bætti ekki úr skák að flandur Strauss var á veg- um hins opinbera eða kanslara- embættisins í Bonn. Verheugen sagði það því í hæsta máta eðli- legt að leiðtogar blökkumanna beindu þeirri spurningu til vest- urþýskra sendiráðsmanna í Pret- óríu að þeir skýrðu út fyrir sér hver væri stefna ríkisstjómarinn- ar gagnvart aðskilnaðarstefn- unni. Hvort væru orð Strauss eða Hans-Dietrichs Genschers utan- ríkisráðherra, sem ætíð hefur sagst andsnúinn apartheid, dauð og ómerk? Strauss brá sér til Namibíu í fylgd hvítra gestgjafa er hann hafði viðdvöl þar syðra. Namibía er gerviríki sem engum hefur hingað til hugkvæmst að viður- kenna sjáifstætt utan ráðamenn í Pretóríu. Fyrr en Strauss gerir það nú í raun. Hafi einhverjum blandast hug- ur um viðhorf Bæjarans til hvíta minnihlutans og stjórnar hans eftir þá vísítasíu gufaði allur efi útúr hugskoti viðkomandi eftir að gesturinn neitaði að koma að máli við fulltrúa Afríska þjóðar- ráðsins. Ráðið er langöflugast samtaka svartra í Suður-Afríku enda bannað og félagar ofsóttir af stjóm hvítra. Strauss og Gencher hafa löngum eldað grátt silfur saman enda telja þeir sig báðir kjörna til þess að fara með embætti utan- ríkisráðherra. Genscher fékk vart dulið gremju sína vegna framferðis fjanda síns á laugar- daginn og varaði „menn“ við því að reyna að grafa undan fordæm- ingarstefnu sambandsstjórnar- innar gagnvart aðskilnaðarstefn- unni í Suður-Afríku. „Stjórn vor vill eiga viðræður við alla málsaðila í Suður-Afríku, jafnt fulltrúa hvítra, blendingja sem svartra. Þetta gildir vitaskuld einnig um Afríska þjóðarráðið. Þetta er stefna vesturþýsku stjórnarinnar í utanríkismálum.“ Reuter/-ks. Kólombía Ráðstafanir gegn eiturbarónum Stjórnarandstœðingar láta í Ijós efasemdir um tilgagng og ágæti nýmœla stjórnvalda Kólombískir ráðamenn og emb- ættismenn kynntu um helgina nýjar reglur og boðuðu hertar að- gerðir í því augnamiði að fá brot- ið eiturlyfjaframleiðslu og versl- un á bak aftur í landi sinu. Sögðust þeir kæra sig kollótta þótt útsendarar eiturbarónanna sætu um líf sitt. Stjórnarandstæð- ingar, jafnt tU hægri sem vinstri, sögðust hinsvegar gjalda varhuga við nýmælunum. Alþýða manna í þessu Karab- íska ríki virðist svartsýn á skjóta lausn baráttunnar við hina vold- ugu og moldríku fíkniefnasala. Andstæðingar stjórnar Virgilios Barcos til hægri kveða ráðstafan- irnar lítilfjörlegar og segja betur mega ef duga skuli í styrjöldinni við eiturliðið. Fyrrum forseti úr þeirra röðum, Carlos Lleras Restrepo, gaf út yfirlýsingu í fyrradag um þetta mál:„Við verðum að brjóta dópmafíuna á bak aftur..við eigum í stríði.“ Vinstrimenn staðhæfa hinsveg- ar að efling hers, lögreglu og dómsvalds muni fyrst og fremst verða notuð til að halda sér niðri og sem endranær verði eiturbar- ónarnir að mestu látnir óáreittir. Fíkniefnagreifarnir í Kólomb- íu eru í hópi auðugustu manna heims og víla ekkert fyrir sér ef þeir telja hagsmunum sínum ógn- að. Á umliðnum árum hafa þeir látið myrða 21 dómara, 147 lög- reglumenn, dómsmálaráðherra og ritstjóra dagblaðs. Barco forseti nefnir ráðstafanir sínar einu nafni „Yfirlýsingu um vörn lýðræðisins.“ Auk fjölgunar í her og lögreglu og aukins vald- sviðs dómara í fíkniefnamálum eru glæpir nú skilgreindir á rýmri hátt en áður og refsingar þyngd- ar. Hinsvegar er ekki kveðið á um að eiturlyfjasala megi eða beri að framselja til Bandaríkj- anna en það er hið eina sem þeir óttast verulega. Þar eru dómarar ekki jafn auðkeyptir og oft vill verða í Kólombíu. Hvorki meira né minna en 80 af hundraði fíkni- efna sem seld eru á götum og strætum bandarískra borga koma frá Kólombíu. Reuter/-ks. Daniel Ortega. Nicaragua Ortega fengsæll í Evrópuför Ríkisstjórnirfjögurra Vestur-Evrópulanda hyggjaststyðja friðaráœtlunfimm Mið-Ameríkuríkja með ráðum og dáð Daníel Ortega, forseti Nicar- agua, kom heim í gær eftir vel heppnaða för um fjögur ríki Vestur-Evrópu en ráðamenn þeirra hétu allir að styðja friðará- ætlun flmm forseta Mið- Ameríkuríkju með ráðum og dáð. í fyrradag bættist sænska ríkis- stjórnin í hóp þeirra norsku, ítöl- sku og spænsku sem allar hafa heitið því að vinna ötullega að framgangi friðaráætlunarinnar frá því ágúst og styðja hverskyns friðmæli í álfunni. Ingvar Carlsson hét Ortega fulltingi Svía á stuttum fundi í fyrradag. Forseti Nicaragua þakkaði fyrir sig og kvað stuðn- ing ríkjanna fjögurra ákaflega mikils virði. „Næsta skrefið verður fundur utanríkisráðherra ríkja Mið- Ameríku þar sem þeir munu kosta kapps um að finna leiðir til að fylgjast með því að allir haldi gefin heit.“ Auk þess að afla friðaráætlun- inni stuðnings málsmetandi manna notaði Ortega Evrópu- ferðina til þess að veitast að Ron- aldi Reagan Bandaríkjaforseta sem nú leggur nótt við dag að tryggja Kontraliðunum fjár- stuðning þingsins svo þeir geti haldið uppteknum hætti við hryðjuverk í og við Nicaragua. Á morgun og á föstudaginn munu fulltrúa og öldungadeildarþing- menn bandarískir greiða atkvæði um þá ósk Reagans að málaliðar sínir fái 36 miljónir dala af al- mannafé. Talið er tvísýnt um úr- slit. Reuter/-ks. El Salvador Vinstrimenn bjartsýnir Tveir FMLN liðar segja úrslitaátaka að vœnta í ár Tveir vinstrisinnaðir skærulið- ar í El Salvador lýstu því yfir í gær að í ár yrðu háðar „úrslitaorrust- ur“ milli sinna manna og her- manna stjórnar Napóleons Du- artes. Ein slík væri hugsanlega væntanleg í marsmánuði þegar bæja-og sveitastjórnakosningar eiga að fara fram og myndi hún hefjast með allsherjar umferðar- banni. Fréttamenn Reuters og Visn- ews áttu í gær viðræður við skær- uliðana tvo í bænum San Juan de la Cruz. Þeir kváðu félaga Þjóð- legrar frelsisfylkingar Farabundo Marti (FMLN) vera fullvissa um að þeir myndu vinna góða pólit- íska og hernaðarlega sigra í ár sökum þess að hagur alþýðu manna í landinu hefði versnað að mun uppá síðkastið. Og hefðu menn þó ætíð búið við fátækt. Skæruliðarnir kváðu kosning- arnar í vor ekki bjóða almenningi neinn valkost gegn örbirgðinni. Aðeins væri um sjónarspil að ræða til þess ætlað að slá ryki í augu umheimsins. Því hefði FMLN ákveðið að vinna gegn því að fólk tæki þátt í þeim, meðal annars með því að setja umferð- arbann á vegi í strjálbýli. Fylking- in beitti sér átta sinnum fyrir slík- um aðgerðum í fyrra með þeim afleiðingum að öll umferð fór úr skorðum á stórum hluta landsins og varð auk þess fyrir verulegum truflunum í bæjum og borgum, þar á meðal í höfuðborginni San Salvador. Reuter/-ks. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlójudagur 2. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.