Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR_____ ísraellherteknu svæðin Tveir Palestínumenn skotnir til bana ísraelskir hermenn hafa lagtfrá sér kylfuna og tekið sér skotvopn í hendur á ný r Israelskir hermenn skutu í gær tvo unga Palestínumenn til bana og særðu nokkra til við- bótar skotsárum. Yitzhak Rabín varnarmálaráðherra sór og sárt við lagði að hann hygðist hvergi hvika frá manndrápsstefnu sinni í baráttunni við palestínska mótmælendur. Heimildamenn úr röðum ísra- elshers kváðu Palestínumennina tvo, annar var 17 ára en hinn 21 árs, hafa verið skotna þegar hóp- ur mótmælenda þótti koma um of nærri ökutækjum dáta og ísrael- skra landræningja í þorpinu Ana- bta á vesturbakka Jórdanár. Þeir sögðu enn ekki vitað hvort veg- endur hefðu verið úr hópi dáta ellegar hinna „almennu borg- ara.“ Starfsmenn sjúkrahússins í Tulkarem greindu fréttamanni Reuters frá nöfnum hinna myrtu og sögðu að þrír félagar þeirra hefðu verið særðir minniháttar skotsárum og lægju á sjúkrabeð- um. Hinsvegar hefðu fimm aðrir Palestínumenn, þar á meðal ein kona, verið særðir alvarlega af skotglöðum ísraelsmönnum og lægju þeir á sjúkrahúsi í Nablus. Heimildir í ísraelsher hermdu ennfremur að fjórir Palestínu- menn hefðu verið særðir skotsár- um í bænum Bnai og við Jenin flóttamannabúðirnar á vestur- bakkanum í gær. Var þeim borið á brýn að hafa kastað grjóti að dátum herraþjáðarinnar. Þegar Palestínumennirnir tveir Ungir Palestínumenn ögra dátum herraþjóðarinnar í borginni Nablus á vesturbakka Jórdanár. höfðu verið skotnir í Anabta í gær settu hermenn þegar á útgöngu- bann þar en leyfðu ættingjum hinna föllnu þó náðarsamlega að greftra þá. Yitzhak Rabín varnarmálaráð- herra ísraels var inntur álits á dáðum drengja sinna í gær og við- brögðum stjórnar sinnar við bar- áttu íbúa hinna herteknu svæða. Hann kvað engra stefnu- breytinga að vænta, dátar sínir myndu beita þeim ráðum er dygðu þeim best með sem minnstri áhættu í átökunum við palestínska mótmælendur. Á sunnudaginn kom til átaka mótmælenda oe dáta í Nablus. Sem fyrr beittu ísraelsmenn byssu- kúlum gegn grjótkasti og urðu sex Palestínumenn óvígir af skotsárum. Herstjórnin setti alla íbúa borgarinnar, 100 þúsund talsins, í stofufangelsi samdægurs en er halla tók að kveldi hófu þeir fjöldahandtökur ungmenna. Reuter/-ks. Finnland Kemur til kasta kjöimanna Litlu munaði að Mauno Koivisto næði helm- ingiatkvæða íforsetakosningunum. Erengu að síður öruggur um endurkjör Mauno Koivisto verður vafalaust kjörinn forseti Finnlands fyrir næstu sex ár. Litlu rnunaði að Mauno Koi- visto yrði endurkjörinn beint til forsetaembættis í kosningun- um í gær og í fyrradag. Þótt kjör- nefnd 301 manns verði að greiða atkvæði um frambjóðendur í embættið þann fimmtánda þessa mánaðar er náttúrlega ljóst að slíkt verður aðeins formsatriði. Koivisto er ótvíræður sigurvegari kosninganna og mun því sitja í að minnsta kosti sex ár í viðbót í embætti. Koivisto hreppti 47,9 af hundr- aði atkvæða í kjörinu. Hefði hann fengið 50 af hundraði hefði ekki þurft að koma til kasta kjörnefndarinnar. Sem kunnugt er kusu Finnar tvöfalt í gær, bæði forsetafram- bjóðanda og kjörnefndar- fulltrúa. Sérhver hinna síðar- nefndu er á vegum forsetafram- bjóðanda þannig að í ýmissa Vesturþýskur sagnfræðingur sem vinnur að rannsókn á hluta fortíðar Kurts Waldheims, forseta Austurríkis, hélt til Júgó- slavíu í gær í leit að týndu skjali sem sagt er bendla gamla mann- inn við stríðsglæpi. Manfreð Messerschmidt er fulltrúi í sagnfræðinganefndinni sem hefur það verk með höndum að grafast fyrir um athafnir Wald- heims á stríðsárunum en þá var hann sem kunnugt er liðsforingi í þýska setuliðinu í Júgóslavíu. Hann kvaðst í gær ætla til borgar- innar Zagreb í Króatíu en þar kvað skjalið vera að finna. Inni- augum er það helber tvíverknað- ur að láta tvennar kosningar fara fram. Skýringin á þessu kvað vera sú að fyrrum kaus almenn- ingur einvörðungu kjörmenn er síðan völdu forseta. Finnar eru því á milli kerfa. 144 kjörmenn Koivistos náðu kosningu en hefðu þeir verið sjö til viðbótar myndi hann ekki þurfa að treysta á örlæti annarra frambjóðenda. Harri Holkeri forsætisráðherra lýsti því yfir fyrir kosningar að hann myndi beina þeim tilmælum til sinna kjörmanna að þeir greiddu for- setanum atkvæði sitt ef hann sjálfur ætti ekki möguleika á kjöri. Og enginn átti von á því að Holkeri ynni stórafrek að þessu sinni. „Við lutum allir í lægra haldi fyrir Koivisto," sagði hann í gær þegar ljóst var að hann hafði hald þess var gert mönnum heyrinkunnugt í vesturþýska vikuritinu „Der Spiegel“ í gær. Talsmaður Waldheims sagði í gær að engum blöðum væri um það að fletta að skjalið væri fals- að. Heimildin er skeyti sem þýsk- ur flokksforingi á að hafa tekið við árið 1942 en í því er sagt að viss Kurt Waldheim óski eftir flutningi 4 þúsund júgóslav- neskra borgara í útrýmingarbúð- ir. Tímaritið staðhæfir að júgó- slavneski stríðs- og hernaðars- agnfræðingurinn Dusan Plenca hafi grafið plagg þetta upp í skjalasafni í Zagreb. aðeins hlotið 18,1 af hundraði at- kvæða og þriðja sætið. Koivisto hefur látið þau orð falla að hann hyggist aðeins gegna forsetaembætti í tvö kjört- ímabil. Það var því á allra vitorði að keppinautar hans voru fyrst og fremst að hita upp fyrir kosning- arnar árið 1994 að þessu sinni. Æfingakeppnin stóð um annað En hvað sem líður orðum Plencas þá fullyrðir embættis- maður við aðalskjalasafnið í Zag- reb að hann og kollegar sínir hefðu grandskoðað alla þá papp- íra sem sagnfræðingurinn fékk í hendur og að margumrætt skeyti hefði ekki verið þeirra á meðal. „Einsog sakir standa virðist eng- inn vita hvar skjal þetta er niður- komið,“ sagði Messerschmidt áður en hann sté uppí flugvélina er flutti hann frá Vín til Belgrað í gær. Plenca hefur gagnrýnt störf sagnfræðinefndarinnar og sagt þau einkennast af fúski og fimb- sætið. Formaður Miðflokksins, Paa- vo Vaeyrynen hreppti það sæti með 20,1 af hundraði atkvæða. Þriðji var Holkeri sem fyrr segir, fjórði var sósíalistinn Kalevi Ki- visto með 9,2 prósent en komm- únistinn Jouko Kajanoja rak le- stina með 1,4 hundraðshluta. Reuter/-ks. ulfambi. Hann hyggst ekki vera Messerschmidt innan handar og ekki láta hann vita hvar í geymslu „sönnunargagnið" sé að finna. í spjalli við fréttamann Reut- ers í gær ítrekaði hann að skjalið væri gott og gilt og að hann vissi um 160 önnur er bendluðu Wald- heim við hryðjuverk nasista. Alkunna er að Waldheim ber statt og stöðugt af sér allar sakir og kveðst hvergi hafa nærri flutn- ingum óbreyttra borgara komið þegar hann þjónaði föðurlandi sínu á árum síðari heimsstyrjald- ar. Reuter/-ks. Bretland Verkalýðsfélög vakna til dáða Ýms teikn eru á lofti um að breska verka- lýðshreyfingin hugsi sér til hreyfings Bresk verkalýðsfélög virðast vera að hrista af sér slenið og er útlit fyrir að nokkur þeirra muni gera breskum atvinnurek- endum og forsætisráðherra þeirra, Margréti Thatcher, gramt í geði á næstu dögum. Um tíu þúsund öryggisverðir breskra kolanáma höfðust ekki að á vinnustöðum sínum í gær og neyddu yfirmenn til þess að stöðva alla framleiðslu og senda aðra starfsmenn til síns heima. Verkfallsmenn efndu til þessa eins dags verkfalls til að leggja áherslu á kröfur sínar um tíu prósent launahækkun. Þetta var hið fyrsta í röð boð- aðra skammtímaverkfalla á Bret- landi. Gera ýmsir því skóna að það hafi markað endurreisn varn- arbaráttu breskra verkalýðsfé- laga gegn íhaldsamri atvinnu- málastefnu járnfrúarinnar. Um þetta farast Michael Meac- her, talsmanni Verkamanna- flokksins : atvinnumálum, svo- hljóðandi orð: „Þeir fóru heldur betur villir vega er töldu Thatc- her hafa gengið á milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingunni. Það hefur dregið nokkuð úr atvinnuleysi og verkalýðsfé- lögum hefur að sama skapi aukist ásmegin. Þau krefjast þess að verkamenn fái sinn skerf góðær- isins.“ Fjöldi stéttarfélaga hjúkrunar- fólks hefur ákveðið að sínir menn sitji heima í dag og hugsanlega næstu daga í mótmælaskyni við slæm laun og afleitt heilbrigðis- kerfi. Samkvæmt almannatrygg- ingalögum breskum á hver þegn rétt á ókeypis heilbrigðisþjón- ustu en vegna vanrækslu Thatc- herstjórnarinnar er vart um slík- an „lúxus“ að ræða lengur nema að nafninu til. Auk hjúkrunarfólks hófu ferj usjómenn sólarhringsverkfall á miðnætti í gær. Þeir eru 40 þús- und talsins en nýverið var fimm þúsund kollegum þeirra sagt upp störfum. Yfirlýst markmið vinnu- stöðvunarinnar er að afla þeim vinnu á ný. Reuter/-ks. Mál Waldheims Sönnunargagn eður ei? Dularfulltfeluskeytisagtsanna hlutdeild Kurts Waldheims íhryðju- verkum á stríðsárunum Þrl&judagur 2. lebrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.