Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 1
Karfa Tíu leikir um helgina Urvalsdeildin Haukar-lBK.. 72-59 Valur-Þór 98-56 UMFG-UBK. 60-54 UMFN-KR .... 91-77 Staðan UMFN .. 10 9 1 880-714 18 IBK ...972 711-561 14 Valur ..10 7 3 809-663 14 Haukar .. 10 6 4 724-672 12 KR .. 10 5 5 783-747 10 UMFG .. 10 5 5 706-720 10 (R ...9 3 6 594-689 6 Þór ..10 1 9 752-945 2 UBK ..10 1 9 534-782 2 1. deild karla Reynir-Léttir. 56-51 ÍA-ÚMFS 83-76 IS-UlA 75-50 HSK-UlA 53-49 Staðan UlA...........10 9 1 669-555 18 UMFT.......... 8 8 0 677-499 16 (S............ 7 5 2 447-398 10 Lóttir........ 9 4 5 579-614 8 HSK........... 8 3 5 508-512 6 ÍA........... 8 3 5 498-576 6 Reynir........ 9 2 7 502-623 4 UMFS.......... 9 0 9 582-675 0 1. deild kvenna ÍBK-Haukar..............63-45 (R-KR...................57-43 Staðan (R.........11 10 1 614-501 20 IBK...........10 7 3 580-454 14 (S............ 9 6 3 422-379 12 Haukar........10 4 6 515-524 8 UMFN..........10 3 7 370-418 6 UMFG......... 10 3 7 355-473 6 KR............10 2 8 418-525 4 -ste Handbolti Harka í Höllinni Víkingur vann KR naumlega í spennandi leik þegar Sigurður Gunnarsson Víkingog Stefán Kristjánsson KR gerðu samtals 21 mark Það einkenndi leikinn hversu harkan var mikil enda fengu leik- menn að sjá gula spjaldið 5 sinn- um og voru útaf í samtais 18 mín- útur. Leikurinn byrjaði jafnt og var staðan þegar 7 mínútur voru bún- ar 4-4. En þá fóru Víkingarnir að taka leikinn í sínar hendur, ógn- uðu meira í sókninni og voru harðir í vörninni. Þeir komust í 5 marka forskot fljótlega og héldu þeim mun til leikhlés. Stefán Kristjánsson KR átti mjög falieg mörk þegar hann stökk upp fyrir utan varnarvegg Víkinga. í síðari hálfleik var greinilegt að vesturbæingarnir ætluðu sér stig í þessum leik. Þeir byrjuðu af hörku og brutu oft illa á Víking- um án þess að dómararnir dæmdu neitt. Einnig reyndu þeir að setja “frakka“ á Sigurð Gunn- arsson og á tímabili Siggeir Magnússon líka en það tókst ekki sem skildi. Var mikið fát og fum á KR-ingum í sókninni, liðin skipt- ust á að skora og var staðan þegar 20 mínútur voru búnar af síðari háifleik 22-18. Þá virtust Víking- arnir fara að slappa af og KR- ingar gengu á lagið, skoruðu 2 mörk en Sigurður Gunnarsson Víkingur svaraði því með 2 mörk- um einnig, 24-20. KR gerði þá 3 mörk í röð en Kristján Sigmunds- son varði vel og bjargaði Víking- um frá jafntefli eða jafnvel tapi. í liði Víkings bar mest á Sigurði Gunnarssyni og virðist hann vera að komast í form eftir frekar daufan kafla. Kristján í markinu var góður að venju og ver vel í hverjum leik. Aðrir leikmenn voru ágætir og var Einar góður í vörninni. KR-liðið var frekar jafnt, Stefán átti góð mörk og Þorsteinn og Konráð voru góðir í vörninni. Þeir fengu að komast upp með mörg brot hjá dómurun- um og virtust Víkingar vera með handföng á búningum sínum sem KR-ingar notuðu óspart. Laugardalshöll 30. janúar Víkingur-KR 24-23 (16-11) Mörk Víkinga: Sigurður Gunn- arsson 11 (2v), Bjarki Sigurðsson 4, Hilmar Sigurgíslasson 4, Guð- mundur Guðmundsson 3, Karl Þráinnsson 1 og Einar Jóhannes- son 1. Varið: Kristján Sigmundsson 14 skot (1v). Útaf: Sigurður Ragnarsson 4 mín, Guðmundur Guðmundsson 2 mín og Einar Jóhannesson 2 mín. Spjöld: Bjarki Sigurðsson gult og Einar Jóhannesson gult. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 10 (4v), Guðmundur Albertsson 4, Sigurður Sverrisson 4, Konráð Olavsson 3 og Ólafur Lárusson 2. Varið: Gísli Felix Bjarnason 13 skot. Útaf: Þorsteinn Guðjónsson 4 mín, Guðmundur Albertsson 2 mín, Sigurður Sverrisson 2 mln og Guðmundur Pálsson 2 mín. Spjöld: Þorsteinn Guðjónsson gult, Konráð Olavsson gult og Jó- hannes Stefánsson gult. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson byrjuðu vel en leyfðu síðan alltof mikla hörku þegar leið á leikinn. Maður leiksins: Sigurður Gunnarsson Víking -ste Einar Ólafsson átti góðan leik. (mynd E.ÓI.) Karfa ' ..mm Yfirtwrðir Valsara Pórskorti úthald ogfáttgekk upp. Vals- menn spiluðu af krafti allan leikinn Þór byrjaði leikinn vel og skoraði Eiríkur Sigurðsson fall- egar þriggja stiga körfur í byrjun leiksins. En fljótlega fóru þeir að dala. Leikkerfin voru strax brotin niður fyrir þeim af snöggum Völsurum og sendingar þeirra voru ansi ónákvæmar. Valsmenn aftur á móti spiluðu vel og greini- legur munur á liðunum kom í ljós. Þó var jafn framanaf 15-14 og 18-16 en þá tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur, skoruðu hvert stigið á fætur öðru og var staðan fljótlega 24-16, 36-24 og í leikhléi 49-28. í síðari hálfleik endurtók sagan sig. Þórsarar byrjuðu vel en gátu ekki haldið dampi. En Valsmenn héldu áfram fyrri iðju, gerðu hverja körfuna á fætur annarri og juku muninn í 55-30,65-34,73-39 og 86-46. Þegar leið á leikinn tóku Þórsarar við sér um tíma en það dugði ekki til. Undir lokin var þetta orðin svotil einstefna á körfu gestanna og reyndu Vals- menn allt hvað þeir gátu til að rjúfa 100 stiga múrinn. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst það þó ekki. Bestu menn í liði Vals ungu mennirnir Svali Björgvinsson, Tómas Holton og Einar Ólafs- son. Leifur Gústafsson gerði góða hluti undir körfunni. í Þórsliðinu bar langmest á Kon- ráði Óskarssyni en aðrir ágætir voru Einar Karlsson sem barðist vel og Eiríkur Sigurðsson sem skoraði flest stig þeirra í byrjun en þreyttist fljótlega og fór loks útaf. Dómarar voru þeir Jóhann Dagur Björnsson og Jón Otti Ól- afsson og dæmdu þeir alveg prýðilega. Áhorfendur voru því miður fáir til að sjá Valsmenn taka góðar rispur. Maður leiksins var Konráð Óskarsson sem var potturinn og pannan í leik Þórsara. Hlíðarendi 31. janúar -ste Valur-Þór 98-56 (49-28) Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Þrlðjudagur 2. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.