Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTHR og þetta líka... Lagaði hattinn Þegar ameríska stúlkan Patty Fendick var að tapa gegn bresku stúlkunni Sara Gomes í úrslitum í alþjóðlegu tennismóti í Nýja Sjá- landi, brá hún á það ráð að laga hattinn sinn. Við það missti Bret- inn einbeitinguna niður og Patty skoraði 5 stig í röð sem dugði til sigurs. Til Seoul Knattspyrnulandslið Nígería vann Alsír 2-0 og öðlast Þeir við það þáttökurétt á Olympíuleikun- um í sumar. Túnis gerði jafntefli við Marakkó um helgina og kemst Túnis þá einnig til Kóreu vegna hagstæðari markahlut- falls. Eliilífeyrisþegar Olympíunefnd Sovétríkjana ætl- ar að senda 200 ellilifeyrisþega á Olympíuleikana í Kóreu. Þeir eiga að hvetja sovéska keppend- ur. Er búist við að kóreumönnum muni líka við þessa hugmynd þar sem þeir bera mikla virðingu fyrir eldra fólki, að sögn Fteuters. Kappakstur Þátttakendur í hinum fræga Le Mans hafa hótað að hætta við keppni ef ekki verður gerð lag- færing brautinni. Þeir vilja að nýtt slitlag verði lagt á og öryggis- grindur meðfram beinu köflunum verði lengdar úr 1 kílómetra í 3. Talið er að á þessum eina kíló- metra hafi öryggisgrindur bjarg- að lífi Bretans Win Percy þegar hann ók á þær á feikna hraða. Hinsvegar lést austurríkismaður- inn Jo Gartner í fyrra þegar hann fór útaf á Porsche bíl sínum á 250 kílómetra hraða. Hætt við Calgary (rland og Senegal hafa hætt við þátttöku á Vetrarolympíuleikun- um í Calgary. Enginn ástæða var gefin upp en talsmaður skipu- leggjanda keppninnar Renee Smith sagði að það mætti búast við að einhverjar þjóðir hættu við á síðustu stundu. Það leysir að litlum hluta húsnæðisvandræðin sem skapast hafa í Calgary. Bú- ist er við að 2500 keppendur og þjálfarar mæti á svæðið en að- eins er húsnæöi til fyrir 2000 manns. Má því búast við okur- leigu á lausu húsnæði og jafnvel að fólk flytji tímabundið til að geta leigt á okurverði hús sín, eins og gert hefur verið annars staðar þar sem við (slendingar þekkjum til. Sanchez Real Mardid jók forskot sitt þar sem Atletico Madrid náði aðeins jafntefli gegn Sabadell. Barcelona á hraðri leið niður stigatöfluna Hugo Sanchez dró fram skot- skóna að nýju eftir að hafa ekki skorað mark í þrjár vikur. Lið hans Real Madrid vann stórsigur á Cadiz 4-0 í spænsku 1. deildinni á sunnudag. Leikmenn Real Madrid léku á alls oddi er liðið sigraði Cadiz. Það var Manuel Sanchis sem opn- aði markareikning Real Madrid. Hugo Sanchez skorði annað markið úr vítaspyrnu og það þriðja með skalla. Sanchez hefur því skoraði 17 mörk á tímabilinu. Fjórða markið gerði hinn nítján ára gamli Juan Maquede í sínum fyrsta leik með aðalliði Real Ma- drid. Þar sem Atletico Madrid gerði aðeins jafntefli gegn Sabadell, 1- 1, tókst Real Madrid að auka forskot sitt í spænsku deildar- keppninni í sex stig. Real Soce- dad gæti þó minnkað muninn í fimm stig en leik liðsins við Real Zaragossa var frestað á sunnudag vegna rigningar. Atletico réð lögum og lofum í leiknum gegn Sabadell. Julio Sal- inas náði forystunni fyrir Atletico á 29. mínútu en eftir glæsilegan einleik Juan Barbara tókst hon- um að tryggja Sabadell annað stigið aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Barcelona virðist ekki getað stöðvað rennsli sitt rúður stiga- töfluna. Liðið náði aðeins jafn- tefli gegn Las Palmas 1-1. í fyrri hálfleik áttu leikmenn Barcelona aðeins eitt skot á mark Las Palm- as. Það var úr vítaspyrnu en Ro- berto Fernandez skaut boltanum yfir þverslána. Hugo Sanchez dró fram skotskóna og skoraði tvö mörk gegn Cadiz á sunnu- dag. Portúgal Leikur Guimares og Boavista flautaður af vegna óláta Flauta varð leik Guimares og Boavista af eftir 73 mínútur vegna skrílsláta áhorfenda. Áhangend- ur Guimares ruddust inná völlinn eftir að dómarinn dæmdi mark þeirra manna ógilt. Leikmann Boavista höfðu for- ystuna 1-0. Ekki er ljóst hvort úr- slitin verða látin standa eða hvort síðustu 17 mínúturnar verða leiknar. Engar fréttir hafa borist um meiðsl á fólki í þessum látum. Benfica náði jafntefli gegn meisturum Porto að viðstöddum 120.000 áhorfendum, 1-1. Áhorfendur höfðu fátt til að gleðjast yfir í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Porto settu örygg- ið framar öllu. Leikmenn lágu í vörn en beittu skyndisóknum inná milli. Porto varð fyrri tii að skora. Á 20. mínútu skaut Jaime Magalha- es þrumuskoti af 30 metra færi, algjöriega óverjandi fyrir mark- mann Benfica. Öskrandi múgur- inn hvatti leikmenn Benfica áfram og fengu að launum stór- glæsilegt mark frá Diamantino. Hann þrumaði knettinum í netið eftir að Antonio Pacheco hafði leikið vörn Porto sundur og sam- an. -ih Las Palmas náði forystunni með marki Chilebúans Jorge Contreras á 73. mínútu. Gary Linecker sem fann sig ekki í þess- um leik og var skipt útaf fyrir Raul Amarilla. Hann skoraði síð- an jöfnunarmark Barcelona að- eins þremur mínútum fyrir leiks- lok. Barcelona lék án miðvallar- leikmannanna Bernd Schuster og Victor Munoz. Þeir hafa fengið fjögur gul spjöld hvor það sem af er tímabilinu og tóku út leikbönn síníþessum leik. f næstaleik mun varnarmaðurinn Julio Alberto taka út samskonar refsingu en hann fékk að sjá gula spjaldið í þessum leik. Háværar raddir eru nú uppi um að forseti Barcelona, Luis Nun- ez, eigi að segja af sér. Liðið byrj- aði seinni umferðina í verstu stöðu sem liðið hefur nokkurn tíma komist í. Katalónska dag- blaðið Diari De Barcelona gerði skoðanakönnun meðal íbúa Barcelona og þar kemur í ljós að 74 % íbúanna telja að Nunez eigi að segja af sér. Öll mál eiga sínar björtu hliðar og hjá Barcelona liðinu er hún sú að þjálfari liðsins, Luis Aragon- es, er kominn aftur til starfa. Hann hefur legið veikur í tvær vikur vegna mikils taugaálags. -ih Úrslitin Sabadell-Atletico Madrid......1-1 Real Mallorca-Atletic Bilbao..0-1 Logrones-Valencia.............2-1 Celta-Espaniol................3-0 Real Betis-Sevilla............0-1 Barcelona-Las Þalmas..........1-1 Real Murcia-Osauna............1-0 Real Valladolid-Sporting......2-0 Real Madrid-Cadis.............4-0 Staðan R.Madrid 20 16 2 2 53-12 34 Atl. Mardid 20 12 4 4 33-17 28 R. Sociedad 19 12 3 4 35-14 27 Atl.Bilbao 20 9 7 4 30-23 25 R. Valladolid 20 9 5 6 17-16 23 Celta....20 8 6 6 25-20 22 Knattspyrna KR og ÍBK íslandsmeistarar Breiðablik með báðaflokka í úrslitum Italía Napoli með 4ra stiga forystu Um helgina fór fram íslands- mótið í innahnússknattspyrnu 2. og 3. flokki kvenna. í 2. flokki sigraði lið KR en í 3. flokki lið ÍBK. Þessi lið báru höfuð og herðar yfir önnur lið sem þarna kepptu og var það aðeins Breiðablik sem veitti þeim einhverja keppni. í 2. flokki tóku 14 lið þátt í mótinu en 13 lið í 3. flokki. Mótið var haidið á Akranesi eins og undanfarin ár. Mótið fór fram á laugardag og sunnudag, þrír riðlar voru í hvor- um flokki og komst efsta lið úr hverjum riðli í úrslitakeppnina. í 2. flokki voru það Iið Breiða- bliks, KR og KÁ sem komust í úrslit. í 3. flokki mættust lið Breiðabliks, ÍBK og Vals. Athyglisvert var að sjá á mót- inu lið sem ekki hafa áður tekið þátt í íslandsmóti eða koma aftur eftir nokkurt hlé t.d. lið Ung- mennafélagsins Fram frá Skag- Napoli, lið Diegos Maradona, jók forystu sína í ítölsku 1. deildinni á sunnudag er liðið sigr- aði Ascoli 3-1. Casagrande skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Ascoli á 11. mínútu. Aðeinsþremur mínútum síðar jafnaði fyrirliðinn Mara- dona fýrir Napoli frá vítapunkti. Eftir jöfnunarmarkið réðu leik- menn Napoli algjörlega ferðinni í leiknum. Á 27. mínútu gerði Bruno Gi- ordano annað mark Napoli eftir fyrirgjöf frá Carega. Carega gerði síðan sjálfur þriðja mark Napoli á 49. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá varnarmanninum Giovanni Francini. Diego Maradona er nú marka- hæstur í ítölsku 1. deildinni. Hann hefur skorað 10 mörk, fé- lagi hans í Napoli Carega er í Spánn Loks skoraði öðru sæti með 8 mörk. A.C. Milan sem er í öðru sæti í 1. deildinni tókst að ná jafntefli 1-1 gegn Fiorentina þrátt fyrir að leika síðustu 20 mínúturnar með aðeins 10 menn. Antonio Virdis var rekinn af leikvelli vegna ítr- ekaðra brota. Fiorentina gerði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu síðari hálf- leiks með marki Roberto Di Chi- aro. Leikmenn Milan voru drifnir áfram af knattspyrnumanni árs- ins Ruud Gullit og uppskáru mark á 74. mínútu. Þá fékk Milan vítaspyrnu eftir að Chiaro felldi Daniele Massaro innan vítateigs. Franco Baresi skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Napoli er nú efst í 1. deildinni með 29 stig, Milan er í öðru sæti með 25 stig og Roma í þriðja sæti með 23 stig. _jh fslandsmelstarar KR I 2. flokkl kvenna 1988. Liðið sigraði í sínum riðli og vann lið KA og UBK í úrslita- keppninni. Þarna eru KRingarnir að syngja baráttusöng sinn og það er Kristrún Heimisdóttir, fyrirliði, sem er forsöngvari. Islandsmelstarar (BK í 3. flokkl kvenna 1988. Liðið sigraði I slnum rlðli. Vann lið Vals í úrslitakeppninni og gerði jafntefli við UBK. Sigur vannst þar sem liðið skoraði fleiri mörk heldur en UBK. aströnd og Sindra frá Höfn Hornafirði. Nánar verður sagt frá mótinu í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 7. febrúar n.k. -ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.