Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1988, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan Coventry tapaði fyrir Watfbrd. Newcasde gerði 5 möik gegn Swindon Aðeins tvö jafntefli ífjórðu umferð. Liverpool vannAston Villa á sunnudaginn. Tottenham tapaði óvœntgegn Port Vale Fjórir leikir í2. deild, Leeds vann stórsigur á W. B.A. Úrslitin Deildabikarinn Aston Villa-Liverpool............0-2 Barnsley-Birmingham..............0-2 Blackpool-Man.City..............1-1 Bradford-Oxford..................4-2 Brighton-Arsenal.................1-2 Coventry-Watford.................0-1 Everton-Middlesborough..........1-1 L.Orient-Nott.Forest.............1-2 Luton-Southampton...............2-1 Man.Utd.-Chelsea.................2-0 Mansfield-Wimbledon..............1-2 Newcastle-Swindon................5-0 Plymouth-Shrewsbury..............1-0 PortVale-Tottenham..............2-1 Q.P.R.-WestHam...................3-1 2. deild Ipswich-Blackburn................0-2 Oldham-Crystal Palace............1-0 Reading-Leichester...............1-2 W.B.A.-Leeds.....................1-4 3. deild Bury-Chesterfield................2-0 Chester-Rotherham................1-0 Northampton-Wigan...............1-1 Notts County-Fulham.............5-1 Preston-Southend................1-1 Sunderland-Gillingham............2-1 Walshall-York....................2-1 4. deild Cardiff-Cambridge................4-0 Crewe-Rochdale...................0-1 Exeter-Tranmere..................0-1 Halifax-Wrexham..................fr. Hartlepool-Swansea...............0-2 Hereford-Carlisle................2-0 Peterborough-Bolton..............0-4 Scarborough-Colchester...........3-1 Scunthorpe-Woives................0-1 Stockport-Newport................5-1 Torquay-Darlington...............fr. Skoska bikarkeppnin Arbroath-Dundee Utd..............0-7 Celtic-Stranraer.................1-0 Clyde-Cowdenbeath................0-0 Dundee-Brechin...................0-0 Dumbarton-Hibernian..............0-0 Dunfermline-Ayr..................1-1 East Fife-Airdrieonians..........1-2 Falkirk-Hearts...................1-3 Forfar-Partick...................fr. GalaFairydean-EastStirling.......3-5 Hamilton-Meadowbank..............2-2 Motherwell-Kilmarnock............0-0 Queenof South-Morton.............1-2 Raith-Rangers....................fr. St.Johnstone-Aberdeen............0-1 St.Mirren-Clydebank..............0-3 Markahæstir í Englandi eru eftirtaldir leik- menn markahæstir eftir leiki í deild og bikar. 1. deild John Aldridge, Liverpool.20 mörk Brian McClair, Man.Utd....19 mörk Graeme Sharp, Everton.....17 mörk John Fashanu, Wimbledon 16mörk Dean Saunders, Oxford.....16 mörk Nigel Clough, Nott.Forest.14 mörk 2. deild Jimmy Quinn, Swindon...23 mörk Paul Stewart, Man.City....21 mark lan Wright, Crystal Palace.... 20 mörk 3. deild Stewart Rimmer, Chester...23 mörk David Crown, Southend.....21 mark Liam Robinson, Bury.......19 mörk 4. deild Steve Bull, Wolves.......29 mörk David Currie, Darlington..22 mörk David Platt, Crewe........21 mark Fjórða umferð ensku deildar- bikarkeppninnar var leikin um helgina. Ekki var mikið um óvænt úrslit nema í lcik Port Vale og Tottenham þar sem 3. deildar- liðið sigraði. Watford hefur tak á Coventry og sigraði bikarhafana. Draumur Coventry um að halda enska deildarbikarnum fékk skjótan endi á laugardag er liðið tapaði fyrir Watford 1-0. Coventry hefur ekki tapað leik í ensku deildarbikarkeppninni frá því 1986 er liðið tapaði fyrir Wat- ford. Coventry réð gangi leiksins framan af án þess að ná að pota boltanum í netið. Þar var mark- vörður Watford, Tony Coton, fyrir og hann var ekki á þeim bux- unum að hleypa knettinum inn fyrir marklínuna. Besta færi Coventry fékk Dave Phillips í fyrri hálfleik en Coton í marki Watford varði meistara- lega. Það var Trevor Senior sem gerði út um leikinn á 57. mínútu. Hann hafði þá skömmu fyrr kom- ið inná sem varamaður. Malcolm Allen gaf fyrir mark Coventry og Senior skallaði knöttinn örugg- lega í markið. Tottenham tapaði einnig á laugardag, en Coventry og Tott- enham mættust í úrslitaleik keppninnar í fyrra. Það var 3. deildarliðið Port Vale sem sló Tottenham út, 1-0, og hélt þar með uppi merki neðri deildanna. Port Vale náði 2ja marka forystu eftir aðeins 25 mínútna leik. Fyrra markið gerði Ray Walker en það síðara varnarmaðurinn Phil Spronson. Tottenham sem hefur unnið deildarbikarinn sjö sinnum náði sér aldrei á strik eftir þetta en tókst þó að minnka mun- inn í eitt mark áður en leiktíminn rann út. 4. deildar liðið Leyton Orient var nærri því að komast í fimmtu umferð ásamt Port Vale er liðið lék gegn Nottingham Forest. Staðan í hálfleik var jöfn 0-0. Það var Ian Juryeff sem tók forystuna fyrir Orient á 52. mínútu og var það hans sjöunda mark í jafn mörgum leikjum. En þrátt fyrir ágætan leik tókst leikmönnum Orient ekki að halda forystunni. Tvö mörk á aðeins 6 mínútna kafla frá hinum sautján ára gamla Lee Glover og Calvin Plummer sneru leiknum Forest í hag og 2-1 sigur þeirra var staðreynd. Middlesborough tókst að ná jafntefli gegn Everton 1-1 á Go- odison Park. Graeme Sharp skoraði mark Everton rétt fyrir hálfleik en Paul Kerr jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Brian McClair tókst ekki að skora fyrir Manchester United úr vítaspyrnu á 7. mínútu í leik þeirra gegn Chelsea. Markvörður Chelsea Roger Freestone gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. McClair þurfti þó ekki að ör- vænta þar sem United vann leikinn 2-0. Stærsti sigur helgarinnar var í leik Newcastle og Swindon. Newcastle rúllaði Swindon upp og skoraði fimm mörk án þess að leikmenn Swindon gætu svarað fyrir sig. Paul Gasgoine skoraði tvisvar í leiknum. Leikur Q.P.R. og West Ham tafðist um eina klukkustund á laugardag þar sem stuðnings- menn West Ham neyddust til að fara inn á leikvöllinn vegna þess að þeir komust ekki fyrir á áhorf- endapöllunum. Þýskir lögreglumenn sem komu til London gagngert til þess að fylgjast með enskum áhorf- endum voru á vellinum. Um 100 enskir starfsfélagar þeirra ruddu leikvöllinn bæði fótgangandi og á hestbaki. Ekki kom til óeirða á vellinum þrátt fyrir þetta og urðu þýsku lögreglumennirnir ekki vitni að neinum stórslagsmálum. Dómari leiksins varð að stöðva Skotland Tæpt hjá Celtic í Skotlandi var einnig leikið í deildarbikarkcppninni. Bikar- meistararnir frá í fyrra, St. Mirr- en, töpuðu óvænt fyrir Clyde- bank sem leikur í skosku 1. deildinni 3-0. Leikmenn St. Mirr- en náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik gengu leikmenn Clydebank á lagið og skoruðu þrjú mörk. Glasgow Celtic átti einnig í erf- iðleikum með mótherja sína, Stranraer, sem leika í 2. deild. Frank McAvennie skoraði þó snemma í leiknum fyrir Celtic. Það var einungis vegna ein- skærrar óheppni Bruce Celland að Celtic komst áfram í bikar- keppninni. Hann brenndi af víta- spyrnu og tókst ekki að skora rétt fyrir leikslok úr dauðafæri. Aberdeen varð einnig að sætta sig við 1-0 sigur yfir St. Johnston. Robert Connors skoraði fyrir Aberdeen. -ih Nigel Clough, Nottingham Forest, er nú meðal markahæstu manna í Englandi en hann hefur gert 14 mörk. leikinn á 17. mínútu þegar um 1000 stuðningsmenn West Ham voru þvingaðir inn fyrir girðing- una sem umlykur leikvöllinn. Leikurinn hófst að nýju eftir u.þ.b. eina klukkustund og lauk með 3-1 sigri Rangers. Það voru Peter Beardsley og John Barnes sem tryggðu Liverp- ool 2-0 sigur á Aston Villa á sunn- udag. Margir af hinum 48.000 áhorfendum voru farnir að von- ast eftir nýjum leik eða jafnvel sigri Villa eftir að staðan í hálfleik var jöfn, 0-0. En stórkostlegur samleikur Barnes og Beardsleys batt enda á alla slíka drauma. Fyrra markið gerði Barnes með stórglæsilegum skalla eftir ekki síðri gjöf frá Beardsley á 53. mínútu. Og Peter Beardsley gerði síðara markið sjálfur fjór- um mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið vörn Villa grátt. Liverpool hefur nú 17 stiga for- ystu í ensku 1. deildinni. Hefur sigrað 17 sinnum og gert fimm jafntefli í 24 leikjum. -ih England Lenda Liverpool og Everton saman í deildarbikamum? Arsenal og Manchester United drógustsaman ílóliða úrslitum Frank McAvennie skoraði fyrir Celtic á laugardaginn þegar liðið marði sigur gegn Stranraer. í gær var dregið í 16 liða úrslit ensku deildarbikarkeppninnar. Liverpool leikur annað hvort gegn Everton eða Middles- borough sem lcika í fjórðu um- ferð á miðvikudag. Þó svo að leikurinn eigi enn eftir að fara fram verða mögu- leikar Everton að teljast meiri en Middlesborugh sem leikur í 2. deild. Everton er eina liðið sem hefur tekist að vinna Liverpool á þessu keppnistímabili í október en síðan þá hefur Liverpool ekki tapað leik, hvorki í deild né bikar. Verði af leiknum er öruggt að leikmenn Liverpool hefna fyrir tapið. Annar stórleikur verður leikur Manchester United og Arsenal og er öruggt að þar verður upp- selt löngu fyrir leikinn. 3. deildar liðið Port Vale sem vann eftirminnilegan sigur á Tottenham dróst gegn Watford. Newcastle fær Wimbledon í heimsókn og gervigrasliðin Que- ens Park Rangers og Luton mæt- ast á heimavelli Rangers. Liðin sem mætast í 5. umferð ensku deildarbikarkeppninnar eru: Q.P.R-Luton Newcastle-Wimbledon Port Vale-Watford Portsmouth - Bradford Arsenal-Manchester United Everton eða Middlesbrough- Liverpool Blackpool eða Manchester City- Plymouth Birmingham-Nottingham Forest Leikirnir fara fram laugardag- inn 20 febrúar. -ih 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.