Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. febrúar 1988 27. tölublað 53. árgangur VSÍ-VMSI Minna en ekki neitt KarvelPálmason, varaform. VMSl: Ósvífni og móðgun gagnvart verka- fólki. Gagntilboð VSÍhljóðaruppákjaraskerðingu. Nú getur allt gerst. Björn Grétar Sveinsson: Núfá atvinnurekendur aðfinna til tevatnsins Það er hrein svívirða að bjóða fólki uppá minna en ekki neitt, vitandi það að samningur fram í júní þýðir í raun og veru samning fram á haust. Nú getur allt gerst. Ég yrði ekki hissa á því ef fólk tæki sjálft til sinna ráða. Dagsbrún grípur til aðgerða á mánudag og það er sjálfsagt að- eins forsmekkurinn af því sem koma skal, sagði Karvel Pálma- son, varaformaður Verkamanna- sambandsins, eftir að atvinnu- rekendur slitu sjálfkrafa samn- ingaviðræðum í gær með gagntilboði við kröfum VMSÍ. Gagntilboð Vinnuveitenda- sambandsins hljóðaði uppá 5% grunnkaupshækkun, sömu starfs- aldurshækkanir og samið var um á Vestfjörðum, auk 4000 króna greiðslu sem dýrtíðauppbótar á lægstu laun. Gildistími skyldi vera fram til 15. júní. Björn Grétar Sveinsson, for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði sagði að at- vinnurekendum mætti vera ljóst að þeir fengju að finna til te- vatnsins, þegar kröfur fyrir lang- tímasamninga yrðu lagðar fram. - Með gagntilboðinu bjóða at- vinnurekendur uppá stórfellda kjaraskerðingu. Það er alveg for- kastanlegt að ekki skuli vera til umræðu að ræða kröfur uppá 9% kauphækkun, auk leiðréttinga, eins og VMSÍ lagði fram, sagði Björn Grétar, en þrátt fyrir að VMSÍ hefði lækkað sig úr 9% í 7% sátu atvinnurekendur fastir við sinn keip. - Með þessu hafa atvinnurek- endur gjörsamlega hafnað samn- ingum til skamms tíma. Við mun- um stokka spilin uppá nýtt strax í fyrramálið og byrja að safna í sarpinn hugmyndum í kröfugerð um samninga til lengri tíma, sagði Karvel, sem taldi að með við- ræðuslitunum í gær væru menn að biðja um afskipti rikisvaldsins af kjarasamningum. -rk Raforkuverð Eiður vaknar Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, virðist hafa vaknað upp með and- fælum einhvern tímann í þing- mannafríinu og áttað sig á mis- tökum, sem urðu við afgreiðslu fjárlaga. Einsog fram hefur komið má búast við 40% hækkun rafhitun- arkostnaðar í ár vegna þess að á fjárlögum voru niðurgreiðslur ríkissjóðs vegna rafhitunar minnkaðar um 50 miljónir. Hjör- leifur Guttormsson bar frarn breytingartillögu við fjárlög við þennan lið og lagði til að niður- greiðslurnar yrðu 250 miljónir í stað 200 miljónir. Sú tillaga var felld, m.a. af þingmönnum Al- þýðuflokksins, þar með töldum áðurnefndum Eiði. Nú hefur Eiður hinsvegar lagt fram fyrirspurn til iðnaðarráð- herra um til hvaða ráðstafana ríkisstjórnin hyggist grípa til þess að draga úr húshitunarkostnaði með raforku. Þykir ýmsum seint í rassinn gripið. -Sáf Grœnfriðungar ~IkkT íslenskan fisk Grœnfriðungar láta til skara skríða gegn sölu íslenskrafisk- afurða. HalldórÁs- grímsson: Hval- veiðarnar varða sjálf- stœðið. Magnús Gústafsson, SHí Bandaríkjunum: Alltaf áhyggjuefni Aframhald hvalveiða er spurn- ing um sjálfstæði og veiðun- um verður haldið áfram hvað sem tautar og raular, hafði frétta- stofa Reuters eftir Halldóri Ás- grímssyni, sjávarútvegsráð- herra, í gærkvöldi, vegna her- ferðar Grænfriðunga gegn ís- lenskum fiskafurðum. Samtökin tilkynntu í gær að þau ætli hefja mikla herferð meðal neytenda og fiskkaupenda í Bandaríkjunum, Brettandi og Vestur Þýskalandi um að sniðganga íslenskan fisk. Samtökin hyggjast verja öllu til- tæku fjármagni sem þau hafa yfir að ráða og atorku til þessarar herferðar. Magnús Gústafsson, hjá Cold- water Seafood Corp., fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Bandaríkjunum, sagði að sér sýndist ljóst að hvalveiðar ís- Jakob Lagercrantz og Allan Thomton talsmenn Grænfriftunga með veggspjald.þarsemneytendureruhvattirtilaðkaupaekkifiskafslátrurum.- Islend- ingar drepa hvali, kaupið ekki fisk af þoim, stendur þar. Mynd E.ÓI. lendinga væru orðnar mikið til- finningamál á báða bóga og þaraf leiðandi hið versta mál. - Okkur er það vissulega alltaf áhyggju- efni, þegar samtök á borð við Grænfriðunga, taka uppá því að vinna gegn íslenskum hagsmun- um. - Innan samtaka Grænfrið- unga hafa lengi farið fram um- ræður um að samtökin beittu sér fyrir viðskiptaþvingunum gegn íslendingum til að fá þá til að hætta hvalveiðum. Nú getum við ekki lengur látið hjá líða að grípa til beinna aðgerða. Við höfum reynt til þrautar að telja íslensk- um stjórnvöldum hughvarf og fá þau til að virða samþykkt Al- þjóða hvalveiðiráðsins frá 1983 og hætta hvalveiðum. íslendingar hafa fengið þriggja ára aðlögun- artíma til að hætta veiðum, sögðu fulltrúar Grænfriðunga, Jakob Lagercrantz og Allan Thornton á blaðamannafundi í gær, er þeir kynntu ákvörðun samtakanna um að taka upp skipulagða her- ferð gegn kaupum á íslenskum sjávarafurðum. Að sögn þeirra félaga, eru vís- indaveiðar íslendinga einungjs skjálkaskjól fyrir áframhaldandi hvalveiðar í hagnaðarskyni. -Vísindalegt gildi veiðanna er ekkert og það sem vorra er, Jap- anir sjá sér leik á borði og ætla að hefja veiðar undir sömu merkj- - Grænfriðungum hefur ekki gengið sem best að selja Banda- ríkjamönnum helsta baráttumál sitt, - baráttuna gegn kjarnork- unni. Það er því ekki óhugsandi að Grænfriðungar hugsi sér að þeir eigi greiðari aðgang að hjört- um almennings vestra með þvf að beina spjótum sínum að íslensk- um fiskafurðum. Ennþá er þó tíð- indalaust hér á vesturvígstöðvun- um, sagði Magnús. -rk Jafntefli í höikuskák Sjá skákskýringar Helga Ólafssonar á bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.