Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2
r SPURNINGIN Finnst þér að leyfa eigi innflutning á eggjum og kjúklingum? Ásgeir Sigurðsson, rafvirki. Já, það mundi lækka verðið mikið. Einar Einarsson, leigubíistjóri. Ekki ef verðið verður lækkað hér heima, en það er sjálfsagt meðan verð er svona hátt. Ég hef enga samúð með framleiðend- um meðan þeir standa svona sví- virðilega að verðhækkunum. Þorleifur Marteinsson, vélafræðingur. Tvímælalaust á meðan verð er svona hátt. Ég hef enga trú að hætta aukist á sjúkdómum. Elísabet Sigurðardóttir, húsmóðir. Því ekki það ef vörurnar verða ódýrari. Gerður Gylfadóttir, húsmóðir. Nei, ég held ekki. íslenskir framleiðendur mundu missa all- an markað. ______________SKÁK___________ Jóhann nærri sigri En Korchnoi varðist af stakri snilld Bréf það er þeir Friðrik Ólafs- son og Jóhann Hjartarson rituðu Glicoric aðaldómara hafði greini- lega tilætluð áhrif. Eftir mikið japl og jaml og fuður komst GIic- oric loks að niðurstöðu sem Korchnoi var greinilega ekki ánægður með. Skákborðið var fært nær miðju sviðsins þrátt fyrir heiftarleg mótmæli Korch- nois. Honum var vinsamlegast bent á að hegðun hans væri trufl- andi. Því var loft lævi blandið við upphaf skákarinnar og taugar manna þandar til hins ýtrasta. Di- mitry Gurevich, aðstoðarmaður Korchnois, var mjög æstur og hljóp hvað eftir annað inná um- ráðasvæði dómaranna. En að lokum komu þeir Jóhann og Korchnoi sér að taflmennskunni. Skákin í gær var geysilega spennandi, ekki síst vegna þess að Korchnoi lenti enn einu sinni í feiknarlegu tímahraki og þurfti að verja afar erfiða stöðu. Hann sýndi þó hvers megnugur hann er. Hvað eftir annað varðist hann atlögum Jóhanns af mikilli fimi. Þegar tímamörkunum var náð í kringum fertugasta leik var stað- an orðin dautt jafntefli og aðeins tímaspurning hvenær Jóhann sættist á skiptan hlut. Jóhann getur að mörgu leyti unað vel við skákina því að hann hafði Korchnoi í mikilli pressu allan tímann og sýndi svo ekki verður um villst að hann hefur náð sér á strik aftur eftir töpin tvö. 7.skákin Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Korchnoi Móttekið drottningarbragð l.d4 d5 2.c4 dxc4 (Korchnoi er ekki vanur að tefla móttekið drottningarbragð. Enn og aftur vill hann koma Jó- hanni á óvart. Það er engu líkara en að hann óttist heimarannsókn- ir okkar manns einsog heitan eldinn.). 3. Rf3 Rf6 8.exd4 Be7 4. e3 c5 9.Rc3 0-0 5. Bxc4 e6 10.Bg5 b5 6.0-0 a6 11.a4 7.Bd3 cxd4 (Réttilega reynir Jóhann að þrýsta á stöðu svarts frá báðum vængjum.) 11. ...bxa4 13.De2 Bb7 12. Rxa4 Rbd7 14.Hfdl a5 (Kemur a peðinu úr skotlínu biskupsins.) 15.Re5 (tími:0,51) (Eftir þennan leik var öllum ljóst að Jóhann hafði hrifsað til sín frumkvæðið.) 15. ...Hc8 (1,10) 16.De3 Rxe5 (Korchnoi lék þessu eftir langa umhugsun. Hann sættir sig við heldur lakara tafl, peði undir.) 17. dxe5 Rd5 20.Bb5 Bc6 18. De4 g6 21.Bxc6 Hxc6 19. Bh6 He8 22.Rc3 (Nú blasir peðstap við Korch- noi en þar sem staðan hefur ein- faldast talsvert hefur svartur jafnteflismöguleika. Voru menní blaðamannaherberginu ekki á New Brunswick Nouveau-Brur^^ Viktor Korchnoi og Jóhann Hjartarson að tafli í St.John. eitt sáttir um það hvort Jóhann ætti raunhæfa vinningsmögu- leika.) 22. ...Dc8 (Enn hugsaði Korchnoi sig lengi um. Hann byggir vörn sína á staðsetningu biskupsins á h6.) 23. Rxd5 exd5 24. Dxd5 g5 25. e6! (Ekki 25.Bxg5 Bxg5 26.e6 f6! og svo framvegis.) 25. ...Dxe6 28.Hxg5+ Kf8 26. Bxg5 Dxd5 29.Hgxa5 Hb6 27. Hxd5 Bxg5 (Þótt Korchnoi sé tveimur peð- um undir í augnablikinu nær hann b peðinu til baka og staðan verður æ jafnteflislegri. í tíma- hraki Korchnois lagði Jóhann ýmsar gildrur fyrir hann en allt kom fyrir ekki.) 30. Hh5 Kg7 33.Hg5+ Kh8 31. g3 Hxb2 34.Hf6 H8b7 32. Ha6 Heb8 35.Hc6 Hb8 (Hvítur hótaði 36.Hc8 mát.) 36. HÍ5 H8b7 38.h5 h6 37. h4 Kg7 39.Hff6 Hb5! (Betra en 39... .Hh8 en þá væri svartur mjög illa beygður þó að jafntefli væri ekki þar með úr sög- unni.) 40. Hxh6 Hg5 43.Hxh5 Hxh5+ 41. Kg2 Hbb5 44.Kg4 42. Kh3 Hxh5+ (Staðan er auðvitað dautt jafn- tefli en það er góð regla í einvígj- um að láta þann liðfærri þjást ör- lítið. Korchnoi tefldi sjálfur ná- kvæmlega eins stöðu áfram í einu af einvígjum sínum við Anatólí Karpov um heimsmeistaratitil- inn.) 44. ...Ha5 48.Kh5 Ha7 45. f4 Hb5 49.Hb6 Hc7 46. Kh4 Hb7 50.Ha6 Hb7 47. g4 f6 51.f5 Hc7 HELGI ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ ST. JOHN €3. 52. g5 fxg5 54.Hg6+ Kf8 53. Kxg5 Hb7 55.HÍ6+ jafntefli Þegar blaðið fór í prentun í gær var staðan í skák Sokolovs og Spraggets feiknarlega tvísýn. Kanadamaðurinn stýrði hvítu mönnunum og var í stórsókn. Skákeinvígið „Truflar mig vísvitandi“ íslenska sendinefndin íSt. Johnsendir kvört- unarbréf vegna dólgsláta Korchnois , Jóhann Hjartarson og Friðrik Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í St. John, hafa sent mótshöldurum opinbert kvörtunarbréf vegna framkomu Viktors Korchnois. Jóhann full- yrðir að Korchnoi trufli sig vísvit- andi við skákborðið. Þeir segja að Jóhann hafi ekki getað einbeitt sér sem skyldi í tveimur síðustu skákum fyrir vik- ið; um þetta hafi yfirdómaranum, Svetosar Gligoric, verið kunn- ugt. Hann hafi hins vegar ekkert gert í málinu þar sem engin opin- ber kæra hafi komið fram. Því er sett fram eftirfarandi krafa: 1) Skákmaður skal ekki ganga um sviðið þegar andstæðingurinn er að hugsa um svarleik sinn. Þessi krafa er sett fram vegna þess að sviðið hristist þegar gengið er um það. 2) Skákmaður skal ekki ganga fram og til baka í sjónlínu and- stæðingsins. 3) Skákmaður skal ekki reykja við borðið þegar andstæðingur- inn á leik. Ennfremur: Þar sem aðeins tvö einvígi eru eftir þá styðjum við eindregið þá uppástungu móts- haldaranna að bæði einvígin skuli flutt að miðju sviðsins og verði tefld á borðum nr. 5 og 3. Við erum tilbúnir að ákvarða þetta atriði nánar með því móti að dregið verði um staðsetningu. Undir engum kringumstæðum skal aðeins annað einvígið flutt að miðju sviðsins. Jóhann Hjart arson. Friðrik Ólafsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 4. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.