Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 3
Helgarpósturinn Helgi var líka ÞjóðviJjanum hafa borist eftir- farandi athugasemdir vegna fréttar blaðsins um uppsögn Hall- dórs Halldórssonar, fráfarandi ritstjóra Helgarpóstsins. Athuga- semdirnar birtast orðréttar hér á eftir. „í frétt í Þjóðviljanum í gær um brotthvarf mitt frá Helgarpóstin- um mátti ætla, að einvörðungu ég hafi átt í ágreiningi við eigendur blaðsins um ritstjórnarfrelsi og ritstjórnarstefnu. Sama gildir að sjálfsögðu um Helga Má. Arth- úrsson, meðritstjóra minn.“ Halldór Halldórsson „í Þjóðviljanum í gær fjallar Sigurður Á. Friðþjófsson um brotthvarf Haildórs Halldórs- sonar, fyrrum ritstjóra HP, frá blaðinu. í frétt Sigurðar Á. er sagt að ágreiningur hafi komið upp á „milli stjómar Goðgár og Halldórs um ritstjórnarstefnu blaðsins". Þetta er rangt. Hið rétta er, að ágreiningur um ritstjómarstefnu kom upp á milli stjórnar Goðgár h.f. og beggja ritstjóra Helgarpóstsins, en ekki um „að blaðið legði enn meiri áherslu á æsifréttastíl en hingað til, það j afnvel þó lítið sem ekkert stæði að baki fréttinni", eins og nefndur Sigurður Á. kýs að kalla það. Lyktir þessa máls urðu þær að stjórn blaðsins dró til baka all- ar hugmyndir sínar og tillögur á stjórnarfundi um áramót. Stjórn- in kaus að virða það sjálfstæði ritstjóra gagnvart eigendum sem rík hefð er fyrir á Helgarpóstin- um. Þá er það og rangt í frétt Sig- urðar Á. „að blaðamenn hör- muðu hvernig þetta mál bar að.“ Hið rétta er, að ritstjóri og blaða- menn hörmuðu, að til brotthvarfs Halldórs Halldórssonar skyldi hafa þurft að koma.“ Helgi Már Arthúrsson ritstjóri HP FRETTIR Herstöðvaandstæðingar segja að íslensku hugviti og verkkunnáttu sé betur varið til annars en að taka þátt (vígbúnað arkapphlaupinu um ráðstefnu á vegum „Varnarmálaskrifstofunnar" og Félags íslenskra iðnrekenda, sem haldin var að Hótel Loftleiðum í gær. Mynd E.OI. Ratsjárstöðvar Ekki í þágu afvopnunar Smíði ratsjárstöðvanna minnir enn og aftur á gríðarleg hernaðarum- svifhér á landi. íslenskfyrirtœki hvött til að beina kröftum sínum fremur að uppbyggilegri starfsemi en í þágu hers og ófriðar Asama tíma og þjóðir heims lýsa yfir friðarvilja og styðja tilraunir til að fá stórveldin til að snúa frá villu síns vegar í vígbún- aðarbrjálæðinu, halda hernað- arframkvæmdir áfram á íslandi af meiri krafti en nokkru sinni fyrr, segir meðal annars í ályktun Samtaka herstöðvaandstæðinga í tilefni af verktakaráðstefnu á veg- um „VarnarmáIaskrifstofunnar“ og Félags íslenskra iðnrekcnda um þriðja og síðasta áfanga við smíði ratsjárstöðva bandaríkja- hers hér á landi. Samtökin benda á að þeir 11 miljarðar sem áætlað er að þriðji áfangi við uppsetningu ratsjár- stöðvanna muni kosta, minni eina ferðina enn á gífurlegt um- fang hernaðaruppbyggingarinnar hér á landi. setningu ratsjárstöðvanna verði stöðvaðar hið bráðasta. Það „samrýmist ekki hlutverki okkar sem fnðelskandi þjóð að láta land okkar undir búnað sem hef- ur þann megin tilgang að stjórna framtíðarstríði milli stórveld- Jafnframt skora Samtök her- stöðvaandstæðinga á íslensk stjórnvöld að gangast fyrir því að framkvæmdir við smíði og upp- „íslensku hugviti og verkkunn- áttu er betur varið til annarra hluta og skorum við á íslensk fyr- irtæki að neita að taka þátt í bar- áttunni um að komast að kjöt- kötlum hemaðarhyggjunnar“. anna. Stríði sem við vonum öll að mannkyninu auðnist að afstýra.“ -rk Vaxtastefnan Þingmenn taka fmmkvæði Eggert Haukdal: Háir vextir minnka ekki eftirspurn eftirfjármagni. Árni Gunnarsson: Stóru fjármagnseigendurnirspilaámarkaðinn einsogpíanó. Steingrímur J. Sigfússon: Ofurtrú á markaðinum og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar orsök vandans Laxveiðin Færri á land Laxveiðin s.l. ár varð verulega minni en árið 1986. nemur það 32 þús. löxum. Veiðin skiptist þann- ig að 1987 veiddust 32 þús. laxar á stöng en 48 þús. árið áður, 13 þús. iaxar í net en 19 þús. árið áður, hafbeitarlaxar urðu 15 þús. en 25 þús. 1986. Heildartölurnar eru því 60 þús. laxar 1987 á móti 92 þús. 1986. Verðmæti laxins er áætlað um 197 milj. kr. þar af gefa netin og hafbeitin um 27 milj. en stang- veiðin um 170 milj. — mhg Treysti ríkisstjórnin sér ekki til að taka á því alvarlega máli sem hávaxtastefnan í landinu er, ber þinginu að sjá til þess að það sé gert, sagði Árni Gunnarsson í snarpri umræðu um vaxtamálin á þingi í gær. Umræðan hófst með því að Eggert Haukdal mælti fyrir frum- varpi sínu um afnám lánskjara- vísitölunnar. Eggert sagði að eftir að full verðtrygging á lán var inn- leidd árið 1982, hafí efnahagslífið farið úr böndunum. Þá taldi hann að reynsluna af frjálsum vöxtum mjög slæma og benti á að á gráa markaðinum væru allt að 100% og allt að 300% á svarta markað- inum. Eggert benti einnig á að háir vextir hefðu ekki minnkað eftirspumina eftir fjármagni, einsog hagfræðingar hafa spáð. Afleiðing þessa er sú að lántak- andi veit ekki að hverju hann gengur og að undanförnu hafa því margar fjölskyldur misst heimili sín og fyrirtæki lagt upp laupana, en sérstaklega kemur þetta þó illa niður á landsbyggð- inni. Því telur Eggert að það beri að leggja niður lánskjaravísitöl- una auk þess sem Seðlabankinn eigi að setja hámarksvexti, þann- ig að þeir séu ekki hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Árni Gunnarsson kom víða við í ræðu sinni og sagðist hafa hina mestu andúð á hávaxtastefnunni, sem væri verðbólguhvetjandi. Tók hann undir það að eftirspurn eftir fjármagni hefði ekkert minnkað þrátt fyrir háa vexti. Þá benti Árni á að þeir sem hafa tök á veiti fjármagnskostnaðinum út í verðlagið og tók verslunarhall- irnar í Reykjavík sem dæmi um það. Árni minnti á að á tímum nei- kvæðra vaxta hefði verið stolið frá sparifjáreigendum, einkum eldra fólki, en nú ætti sér stað önnur eignarupptaka. „Það er verið að stela peningum frá þeim sem eru nú að koma yfir sig þaki. Það á sér stað gífurleg fjármagns- tilfærsla í landinu og hverjir hagnast? Fólkið sem átti peninga fyrir, stóru fjármagnseigendurnir sem spila á markaðinn einsog pí- anó.“ Matthías Bjarnason sagði að Þjóðviljinn Dregið í jólagetraunum Mikil þátttaka var að veiyu í jólagetraunum Þjóðviljans, bæði krossgátu og myndagátu. Dregið hefur verið um verðlaun og komu upp eftirfarandi nöfn. I jólakrossgátu voru veitt þrenn bókaverðlaun, sem er nýj- asta skáldsaga Vigdísar Gríms- dóttur, Kaldaljós, sem Svart á hvítu gefur út. Vinningshafar eru: Birna Þorbjörnsdóttir, Hvammstangabraut 20, Hvammstanga. Reynhildur Karlsdóttir Víðigrund 4, Sauðár- króki og Þórhildur Oddsdóttir Tjamarbóli 170, Seltjarnarnesi. Rétt lausn á myndagátu var þessi: Skattaálögur þrístjórnar framsóknar, íhalds og krata eru óbærilegar öllum almenningi. Þjóðin verður að rísa upp og hrinda þessari óstjóm af sér áður en í algert óefni er komið. Úr réttum lausnum var dregið nafn Gunnars Svanbergs, Kirkju- teigi 17 í Reykjavík. Hann fær í verðlaun 10 þúsund krónur. Þjóðviljinn þakkar öllum þeim sem þátt tóku í getraununum. Nanna Sigurdórsdóttir starfsmaður á ritstjórn dregur út nöfn hinna heppnu Mynd-Sig. meðalhófið í þessu væri vandrat- að einsog í öðru en það væri ljóst að við værum komin inn á álcaf- lega hættulega braut. Sagði hann að það yrði að endurskoða vaxta- stefnuna, en það yrði að gerast hleypidómalaust. Steingrímur J. Sigfússon sagði að undirrót ástandsins væri að kenna algeru aðgerðarleysi og of- trú á markaðinum hjá ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og núverandi ríkisstjóm. Hann minnti á aö lögin um frjálsa vexti frá árinu 1984 hefðu afnumið ok- urvexti þar sem Seðlabankinn hætti að auglýsa hæstu lögleyfða vexti. Þá taldi Steingrímur ekki stór- mannlegt hjá núverandi utan- ríkisráðherra að skella allri skuldinni á Jóhannes Nordal því ríkisstjórnin væri yfírmaður hans. Benti Steingrímur á að ríkisstjómin gæti skipað Seðla- bankanum að gefa út tilskipun um hámarksvexti samkvæmt núgildandi lögum. Steingrímur minnti á að þó raunvaxtastefna væri sögð við lýði væri um helmingur af sparn- aði almennings á neikvæðum vöxtum, vaxtamunurinn í þjóðfé- laginu væri því glórulaus. Sagði hann að þrennt þyrfti að gera. í fyrsta lagi að keyra niður vexti með samræmdum aðgerðum ríkisvaldsins. í öðru lagi að setja lög um verðbréfamarkaðina og í þriðja lagi að setja í lög skýr og hörð ákvæði um okur. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk ekki í gær heldur var frestað. -Sáf ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.