Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5
Velheppnuð ráðstefna. Ýtt undirfrekari umrœður. Verður skýrslan kveikjan að endurbótum? Fjórar ráðstefnur fyrirhugaðar ,4 langtímaáætlunum um ís- lenskt efnahagslíf er það viðtekin skoðun að aukin fjölbrcytni skipti mestu máli. Hvaða hlutverki telja íslensk stjórnöld að skólar lands- ins og Háskólinn hafí að gegna í baráttunni fyrir þessu tak- marki?“ Þetta er ein af þeim spuming- um sem varpað er fram í svokall- aðri OECD-skýrslu, skýrslu sem menntamálanefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) lét gera um menntastefnu á ís- landi. Og einn skýrsluhöfunda spyr íslensk stjórnvöld „hvað sé verið að gera til að laga menntakerfið að íslenskum að- stæðum, þ.e. landi og þjóðfélagi, svo og því sem forgang hefur í efnahagsmálum. “ Glöggt er gests augað Skýrslan, sem kom út í ís- lenskri þýðingu í ágúst síð- astliðnum, var til umfjöllunar á ráðstefnu sem menntamálaráðu- neytið ásamt fleiri aðilum boðaði til í Reykjavík um síðustu helgi. Þar var húsfyllir. Áætlað er að halda fyrir marslok fjórar ráð- stefnur um einstaka þætti skýrsl- unnar. Þeir sem unnu OECD- skýrsluna voru Dr. Joaquin Ar- ango Vila-Belda ráðuneytisstjóri vísinda- og menntamálaráðu- neytis Spánar, Dr. Anthony Faulkes lektor í norrænu við en- skudeild Birminghamháskóla í Bretlandi og Thomas Robinson forseti framhaldsnámsdeildar há- skólans í Toronto í Kanada. Það er býsna algengt að Efnahags- og framfarastofnunin, sem hefur að- alaðsetur sitt í París, láti gera út- tekt á menntakerfi einstakra landa og eru þá til kallaðir sér- fræðingar frá ýmsum löndum. Skýrslugerðin um ísland fór fram 1986 og vakti skýrslan fljótlega allmikið umtal hér á landi og eftir að menntamálaráðuneytið lét gefa hana út í íslenskri þýðingu hefur hún farið mjög víða. „Glöggt er gests augað,“ segir máltækið. Ljóst er að þremenn- ingarnir, sem skýrsluna unnu, skoða íslenskan veruleika oft undir öðru sjónhorni en við eigum að venjast og leggja annað mat á hlutina en hér hefur við- gengist. Vissulega má finna þess vott í skýrslunni að þeim getur skjöplast en þá er um smáatriði að ræða. Það mun almennt álit íslenskra skólamanna að mikill fengur sé að þessari skýrslu. Troðfullt hús Það voru menntamálaráðu- neytið, Bandalag kennarafélaga, Háskóli íslands og Kennarahá- skóli íslands sem stóðu fyrir ráð- stefnunni á laugardaginn var. Áhugi meðal skólamanna var mjög mikill og komust færri að en vildu. Það kom nokkuð á óvart að konur skyldu ekki vera þar í miklum meirihluta því að karlar eru í miklum minnihluta á flest- um kennnarastofum landsins og eru orðnir sjaldséðir á þeim sumum. Frummælendur voru margir en eftir hádegisverð skiptust ráð- stefnugestir í fjóra hópa og var í hverjum þeirra fjallað um ákveð- ið skólastig. Langfjölmennasti hópurinn fjallaði um grunnskóla- stigið. I OECD-skýrslunni er bent á að hlutverk framhaldsskóla sé að búa unglinga undir þátttöku í heimi fullorðinna, þar sem þeir fara ýmist strax út á vinnumark- aðinn eða mennta sig enn frekar, og taka einnig þátt í félagslífi hinna fullorðnu. Höfundar benda á að þetta hlutverk hafi til skamms tíma verið í höndum heimilanna og hinna hefðbundnu atvinnugreina og það fyrirkomu- lag hafi gefist vel. En svo hafi nútíminn kvatt dyra og viðbrögð íslendinga hafi verið að leita leiða hjá öðrum þróuðum þjóð- um til að koma fastara skipulagi á þessi mál. Niðurstðan varð sú að fjölga námstækifærum á fram- haldsskólastigi. Sprenging í framhaldsnámi Þegar gerð var grein fyrir um- ræðum í hinum fjórum starfshóp- um á ráðstefnunni á laugardag- inn, kom í ljós að í hópnum, sem rætt hafði málefni framhaldsskól- anna sérstaklega, höfðu ekki komið fram nein veruleg mót- mæli við meginefni OECD- skýrslunnar. Þetta skólastig hef- ur gjörbreyst á undanförnum ára- tugum og skýrsluhöfundar benda á að í lok síðari heimsstyrjaidar hafi framhaldsskólanemar ekki verið nema 1500 en hafi verið orðnir rúmlega 15000 árið 1984. Þeim hafði fjölgað fimmtánfalt hraðar en þjóðinni í heild. Rætt var til hvað aðgerða mætti grípa til að koma í veg fyrir brotthvarf nemenda úr fram- haldsskólunum. Samkvæmt skýrslunni heltast 40% nemenda úr lestinni á fyrstu þremur árum framhaldsnámsins. Verkaskipting og valdaskipt- ing ráðuneyta, þ.e. menntamála- og fjármálaráðuneytis var einnig til umræðu. Þar eru landamæri víða óglögg og ekki alltaf ljóst hvort beggja vegna þeirra sé unn- ið að sömu markmiðum. Skortur á samræmdri löggjöf hefur lengi einkennt uppbygg- ingu og starf á framhaldsskóla- stigi. Höfundar OECD- skýrslunnar láta í það skína að örar breytingar hafi e.t.v. valdið því að yfirvöld menntamála hafi farið sér hægt í skipulagningu framhaldsskólanna. En þrátt fyrir skort á lögum hefur engu að síður verið um að ræða meðvituð markmið með rekstri framhalds- skólanna. „Hins vegar,“ segir í skýrsl- unni, „virðist sá árangur, sem all- ur þorri nemenda nær í fram- haldsskólunum, vera alllangt frá þeim markmiðum sem íslending- ar hafa sett sér.“ Kennaramenntun Hvað er góður kennari? Þetta var ein af þeim spuming- um sem bryddað var upp á í hópnum er ræddi um menntun kennara. Ljóst er að kennari þarf að hafa góða þekkingu á þeirri námsgrein sem hann kennir. En kannski skiptir meira máli hvers konar þekkingu hann býr yfir heldur en hve mikil hún er. Hópurinn hafði velt fyrir sér muninum á þeim leiðum sem Kennaraháskólinn annars vegar og Háskólinn hins vegar fara við menntun kennara. I Kennara- háskólanum væri reynt að sam- þætta námsgreinar og leggja jafn- framt áherslu á nám í kennslu- og uppeldisfræðigreinum. í Háskól- anum væri aftur á móti byrjað á Úr 2.gr. grunnskólalaganna „Hlutverk skólans er, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun ... Grunn- skólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins ... Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nem- enda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.“ viðkomandi fræðigrein án tillits til þess hvort nemendur ætluðu sér að verða kennarar eða ekki. Síðar væri verðandi kennurum gert að nema uppeldis- og kennslufræði. Upp hafði komið sú spurning hvort nám í uppeldisfræðigrein- um kæmi kennurum til góða í starfi. Það sjónarmið hafði verið ríkjandi að jafnvel þótt þessar greinar gögnuðust kennurum e.t.v. lítt í hinu daglega starfi, þá væri nám í þeim nauðsynlegt því að það mótaði alla afstöðu kenn- arnema tii starfsins. í inngangserindi sínu hafði Arthur Morthens spurt um hlut- verk kennarans í markmiðsgrein- um grunnskólalaganna. „Oghver eru,“ spurði hann, „viðhorf kennara til grunnskólalaga og þá einkum til markmiðsgreinar þeirra?“ og vitnaði þá til 2. gr. grunnskólalaganna. En sumir hafa tekið svo djúpt í árinni að segja að allar aðrar greinar grunnskólalaganna séu í raun og veru aðeins útfærsla á því hvernig eigi að ná þeim marmiðum sem sett eru fram í 2. grein þeirra. Góð lög, en óframkvœmanleg Annars lá flestum gott orð til grunnskólalaganna sem verða 14 ára nú í vor. „Góð lög,“ sögðu sumir, „bara ekki framkvæman- lee.“ I umræðum um Háskólann kom fram að e.t.v. væri rétt að endurmeta hvaða skilyrða ætti að krefjast af þeim sem fá inngöngu í háskóla. Ekki ætti að einblína á stúdentsprófíþeimefnum. Menn höfðu nokkrar áhyggjur af brott- falli nemenda úr háskólanámi og töldu að þörf væri á námsráðgjöf fyrir stúdenta. Hreyft var því sjónarmiði að e.t.v. ætti að stytta framhalds- skólanám fyrir háskólanám, og miða það aðeins við 2ja-3ja ára almennt nám líkt og gert er í Bandaríkjunum („college"). Fimmtudagur 4. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.