Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8
Frjáls umræða - forsenda lýðræðis , Fyrsta rœðan í rœðuhorni Útvarps Rótar - ávarp stjórnarformannsins, Kristjáns AraArasonar Nú er liðin hartnær vika frá því að Útvarp Rót skaut rótum og hóf reglulegar útsendingar. Rótar- skotið átti sér langan aðdraganda og vakti þegar í upphafi mikla at- hygli, enda á stöðin rætur að rekja til heitra umræðna meðal almennings um hið svokállaða fjölmiðlafrelsi. Ég tel við hæfi að rekja lauslega þá sögu er liggur að baki stofnunar og starfrækslu Úvarpsstöðvarinnar Rót. Að for- tíð skal hyggja ef framtíð á að byggja. Við sem þessa dagana at- höfnum okkur á móður jörð lifum á öld mikilla þjóðfélags- breytinga. Oft tölum . við um framfaratíma og skírskotum þá tii þeirra efnislegu lífsgæða sem við búum við í hinum iðnvædda heimi. En þær breytingar sem við upplifum ná ekki eirrungis til efn- islegra gæða heldur til afls mann- lífs. Kröfur samfélagsins til ein- staklingsins aukast dag frá degi og á það jafnt við um háa sem lága. Samfélagsge'rðin krefst sí- aukinnar skipulagningar-á lífi og athöfnum múgsins. Og á sama hátt gerum við sem einstaklingar meiri og meiri kröfur til samfé- lagsins, enda tækist okkur vart að fóta okkur í þeim fruipskógi sem samfélagsgerð okkar er nú orðin ef við nytum ekki leiðbeininga og athygli samfélagsins í heild sinni. Til að samskipti einstaklings og samfélags séu með. sem bestum hætti þarf skipulag og þetta skipulag köllum við í daglegu lífi „lýðræði“. Að mínu mati felst lýðræðislegt skipuiag í .því að tengslin milli einstaklings og samfélags séu sívirk og að allur lýður hafi jafnmikil áhrif á þróun þessara tengsla, þ.e.a.s. þjóðfé- lagsþróunina. Grunninntak „lýð- ræðishugtaksins“ hlýtur að vera að allir einstaklingar hafi jöfn völd, og þar af leíðandi jafna ábyrgð, við ræktun þeirra menn- ingarverðmæta sem umlykja hug okkar, mál og athafnir. Um þetta geta sjálfsagt flestir verið sam- mála enda lýðræðinu tryggður veglegur sess í stjórna/skrá lýð- veldisins íslands. Óheftar boðleiðir Sú hugmynd hefur fest nokkuð í sessi í hugum flestra íslendinga að lýðræðinu sé vel borgið í hönd- um fulltrúa lýðsins, það er að segja að þingræðið tryggi best farsælleg tengsl milli einstaklings og samfélags. Og á grundvelli þessa höfum við afsalað okkur hluta ábyrgðar og valds varðandi skipulagningu og stjórnun sam- félagsins í hendur þjóðkjörinna fulltrúa okkar er hittast reglulega á Alþingi. Þetta afsal byggist á þeirri trú og von að þessir fulltrú- ar okkar starfi í okkar þágu og miðli okkur jafnharðan árangri þessa starfs. Ennfremur trúum við því og treystum að þeir séu ætíð tilbúnir að hlýða á skoðanir okkar og taka tillit til þeirra við allar ákvarðanatökur. Til þess að þessi gagnkvæmu tengsl séu virk og lifandi þarf öruggar, opnar og óheftar boðleiðir fyrir skoðanir milli stjómenda og. álls almúga. Einungis þannig getum við tryggt lýðræði í okkar flókna og sí- breytilega samfélagi. Frjáls og al- menn umræða er skilyrðislaus forsenda lýðrœðislegra stjórnar- hátta. í stjórnarskránni er ekki ein- ungis ætlast til að allir þegnar landsins hafi fullan rétt á því að tjá skoðanir sínar á prenti sem og í orði, heldur er þess jafnframt krafist að allir hafi jafnan aðgang að upplýsingum um stjórnarfar landsins. Á þennan hátt var talið tryggt að lýðræðislegir stjómar- hættir ríktu hér á landi. Viðukenndar boðleiðir þjóðfé- lagslegra skoðanaskiptá, eins og við þekkjum þær í dag, voru þeg- ar fyrir hendi þegar íslenska stjórnarskráin tók gildi árið 1944. Stjómmálalegir fúlltrúar al- mennings höfðu þegar skipað sér í ákveðnar skoðanabundnar fylk- ingar á grundvelli þeirrar þjóðfé- lagsstöðu sem umbjóðendur þeirra höfðu. í þessu fólst að þingfulltrúar töldu sig, og telja sig enn í dag, vera hagsmuna- gæslumenn fyrir ákveðinn, tak- markaðan hóp þjóðfélagsþegna. Á grundvelli þessa var talið nægilegt að skoðanáskipti um stjórnmál ættu sér stað á síðum flokksbundinna tímarita og dag- blaða. Hugmyndin var sú að stjórnmálamenn gætu óþvingað talað við umbjóðendur sína í eigin flokksmálgagni pg að sjálf- sögðu var gengið út frá því að stuðningsmenn viðkomandi flokks keyptu málgagnið og segðu frá skoðunum sínum í því. Þessi hugmynd um boðleiðir lýðræðislegra skoðánaskipta er að mörgu leyti góð, en sá galli er þó á gjöf Njarðar, að samkvæmt henni er ekki gert ráð fýrir ítar- legum skoðanaskiptúm milli stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum gerir þessi hugmynd ekki ráð fyrir ítarlegum skoðana- skiptum milli skoðanahópa, en út á einmitt það hlýtur hugmyndin um lýðræðisleg skoðanaskipti að ganga. Að mínu mati eru allar stjórnarfarslegar ákvarðanir, svo sem lagasetningar og ályktanir, gerræðisleg inngrip í líf þjóðfé- lagsþegnanna ef þær byggjast ekki á tilliti til allra skoðana. Valdi fylgir nefnilega mikil ábyrgð, og þá ekki einungis ábyrgð gagnvart hópi skoðana- bræðra og -systra, heldur ábyrgð gagnvart öllum þeim sem þurfa að hlýða kallinu. Útvarp allra landsmanna Að sjálfsögðu voru menn vit- andi um þá annmarka sem fylgdu stjórnmáladeilum flokksmál- gagnanna. Fyrir það fyrsta þá vissu menn og viðurkenndu að aðgangur stjómmálaflokkanna að fjármagni til blaðaútgáfu tak- markaðist í beinu hlutfalli af við- horfum viðkomandi flokks til fjármagnseigenda og ekki síður töldu menn að þröngsýn flokks- gleraugu ritstjóra flokksblað- anna veittu þjóðfélagsþegnunum vart nægjanlega yfirsýn yfir stöðu þjóðmálanna. Að mínu mati ber að skoða hugmyndina um óhlut- drægt og opið Ríkisútvarp — út- varp allra landsmanna - í ljósi þessara efasemda um gildi þjóð- félagsumræðnanna á síðum dag- blaðanna. En hvemig tryggjum við að Ríkisútvarpið standi undir kröf- unni um óhlutdrægni? Að mati þegar tilstaðarverandi stjóm- málaflokka felst lausnin í því að fela stjómun Ríkisútvarpsins í hendur sinna eigin fulltrúa. Með öðmm orðum er það mat stjórnmálaflokkanna að með því að setja hinn flokksbundnu nær- sýnisgleraugu, hvert á fætur öðru, á nefbrodd útvarpsstjóra, þá verði hann það víðsýnn að tryggt sé að öllum skoðunum sé gert jafnhátt undir höfði, og að þannig verði tryggð farsæl, óhlut- dræg og frjáls skoðanamyndun hjá almenningi. Við hljótum að sjá það öll í hendi okkar að þessi hugmynd gengur ekki upp. Á þennan hátt er ógjörlegt að búast við slíkri frjálsri skoðanamynd- un, hvað þá að hægt sé að tryggja slíkt. Enda rennir reynslan trygg- um stoðum undir þessa skoðun mína. í stað þess að tryggja það að allir hafi jafnan aðgang að Ríkis- útvarpinu, hefur meginstarf út- varpsráðs farið í það að takmarka sem mest öll skoðanaskipti um stjórnmál. Og í þau fáu skipti sem útarpsráð leyfir slík skoðana- skipti (svona rétt í kringum kosn- ingar) er útvarpsstjóra falið að gæta þess tryggilega að einungis skoðanir hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka fái umfjöllun- artíma og jafnframt er honum fal- ið það vandasama hlutverk að lesa á skeiðklukku í gegnum öll nærsýnisgleraugun þannig að engin ein flokksskoðun fái fleiri mínútur í umfjöllun en aðrar. Ríkisútvarpið, útvarp allra lands- manna, hefur þannig það hlut- verk að takmarka sem mest þau skoðanaskipti sem nauðsynlega þurfa að eiga sér stað til að hægt sé að tala um lýðræðislegt stjórn- arfar. Ríkisútvarpið hefur fram til þessa ekki orðið að þeim tjá- skiptafjölmiðli sem gerir „lýðr- æðishugtakið" merkingarríkt í þjóðfélagi okkar. Markaður og kaldhæðni „En af hverju öll þessi aðfarar- orð varðandi aðdragandann að stofnun útvarpsstöðvarinnar Rótar?“ er sjálfsagt spurning sem vaknað hefur hjá sumum ykkar, áheyrendur góðir. Því er til að svara að hugmyndin að stofnun Útvarps Rótar á rætur að rekja til vangaveltna á borð við þær sem ég hef hér rakið. Það var reyndar kaldhæðni ör- laganna sem réði því að forsend- ur þess að mögulegt var að stofna Útvarp Rót, þ.e. setning nýrra útvarpslaga, sköpuðust ekki vegna kröfu almennings um virk- ari tengsl milli einstaklings og stjórnvalda, né kröfunnar um aukna möguleika til frjálsra skoðanaskipta, heldur í kröfunni um frjálsan markað. Fjársterkir aðilar, svo sem framleiðendur og kaupsýslumenn, óskuðu eftir frelsi til að markaðssetja ákveðna tegund dægurmenningar og skapa sér á þann hátt sterkari að- stöðu til að hafa áhrif á vöruval og vöruneyslu fólks. Og til móts við þessi sjónarmið voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna tilbúnir að beygja sig og bugta. Viðskipta- frelsið er líklega það frelsi sem mest rækt hefur verið lögð við í okkar annars ágæta samfélagi. Með afnámi einkaréttar Ríkis- útvarpsins til útvarpssendinga var að mínu mati fyrst og fremst verið að koma til móts við á- kveðna viðskiptahagsmuni en ekki að auka möguleika almenn- ings til almennra skoðanaskipta, - síður en svo. Engu að síður var illmögulegt að banna frjáls skoðanaskipti, enda myndi slíkt líta illa út í augum almennings. En það sem skiptir höfuðmáli í þessu sambandi er að með afnámi gömlu útvarpslaganna var jafn- framt kippt stoðunum undan af- skiptasömum og skoðanaþving- andi stjórnmálaflokkum, og þá sér í lagi þeim er mestu völdin hafa. Og í því liggur mikið frelsi, frelsi sem ekki er einungis gott að vita af, heldur frelsi sem við eigum skilyrðislaust að nýta okk- ur. Einungis með opnum og hrein- skilnislegum umræðum á vett- vangi sem öllum er opinn og án allrar ritskoðunar er mögulegt að hugsa sér sívirkt og starfrænt lýð- ræði. Þeir útvarpsfjölmiðlar sem skotið hafa upp kollinum á síð- ustu misserum hafa á engan hátt reynt að nýta þennan lýðræðis- lega möguleika, ekki einu sinni í orði, hvað þá verki. Að mínu mati er það í fyrsta sinn núna í sögu lýðveldisins sem í raun er reynt af einhverri alvöru að leysa úr þörfinni á opnum, frjálsum og hlutlausum fjölmiðli sem fyrst og fremst á að sinna menningarlegri og þjóðfélagslegri umræðu, og á ég þá að sjálfsögðu við stofnun Utvarps Rótar. Nú fyrst tel ég okkur sauðsvörtum almúganum mögu- legt að tjá skoðanir okkar án þess að sjálfskipaðir hugmyndastýr- endur setji okkur skorður um orð 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. febrúar 1988 Útivistarfólk - Skotveiðimenn Hver á fljúgandi fugl, berin eða heiðar- vatnið? Skotreyn boðar til fundar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 6. febrúar nk. kl. 14.00. Yfirskrift fundarins er: Veiðiréttur, staða og skyldur skotveiðimanna. Fulltrúar allra þing- flokka með framsögu. Pallborðsumræður. Allir velkomnir. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis. Kristján Ari Arason vígir Útvarp Rót fyrir hálfri annarr og athafnir. Útvarp Rót er frjáls og opinn fjölmiðill í þeim skiln- ingi að öllum er hafa eitthvað fram að færa er velkomið að tjá hug sinn á stöðinni. „En hvemig má tryggja þetta frelsi?“ er sjálf- sagt spurning sem vaknar nú í huga margra. Til að svara þessari spurningu ætla ég nú í lokin að fjalla lítils- háttar um sjálfa stofnun hlutafé- lagsins Rótar og hvaða hugmynd- ir lágu þar að baki. Gegn þögn og síbylju Eins og ykkur, hlustendur góð- ir, er eflaust ferskt í minni þá vöknuðu fljótlega umræður með- al manna stuttu eftir setningu nýju útvarpslaganna hvort ekki væri framkvæmanlegt að koma á fót félagslega sinnaðri útvarps- stöð sem mótvægi við iðnaðarsí- byljuna og ekki síður þegjanda- hætti Ríkisútvarpsins. I þessu sambandi má meðal annars nefna Alþýðusamband íslands, Menningar- og fræðslusamtök al- þýðu, Félag áhugamanna um fé- lagshyggju, Flokk mannsins, Kvennalistann, Málfundafélag vinstri sósíalista, Samband ís- lenskra samvinnufélaga, og fleira, en öll þessi félög veltu al- varlega fyrir sér að stoftia félags- lega útvarpsstöð. En því miður kom lítið út úr þessum umræðum og þreifingum og áhuginn byrjaði fljótlega að koðna niður. Astæð- ur þessa voru sjálfsagt margvís- legar, en almennt held ég þó að segja megi að mönnum hafi þótt kostnaðarhliðin illyfirstíganleg. í stuttu máli sagt virtist því allt stefna í þá átt að hugmyndin um félagssinnaða útvarpsstöð biði þau örlög ein að vera bara falleg hugmynd sem aldrei næði fót- festu. Að vonum urður margir, sem bundu miklar vonir við félagslega sinnaða útvarpsstöð, mjög von- sviknir með þessa þróun mála. Mönnum fannst eins og það þyrfti að gera eitthvað mjög rót- tækt í þessum málum og það fljótt, annars myndi ekkert ske. Snemma á síðastliðnu ári byrjuð- um við nokkrir einstaklingar að ræða um að stofna hlutafélag um rekstur frjálsrar og opinnar út- varpsstöðvar á borð við Rót og þá með aðild sem allra flestra fé- lagasamtaka og einstaklinga. Það má því segja að grasrótarhug- myndin hafi sprottið upp sem hugsanleg lausn á þeim ógöngum sem hugmyndin var komin í. Það var mat okkar er stóðum að undirbúningi að stofnun Út- varps Rótar að einungis með sem víðtækastri þátttöku félagasam- taka og einstaklinga yrði hægt að byggja upp útvarpsstöð sem í reynd yrði opin og frjáls fjölmið- ill til víðtækra skoðanaskipta, og Ræðuhorn Rótarútvarpsins er klukkutíma þ; 9 og 10. Þar er öllum heimilt að segja skoðanir síi beðið um að menn láti vita með einhverjum fyi kvöld Kristján Ari Arason, stjórnarformaður U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.