Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 9
viku. Mynd: Sig. sem sinnt gæti því hlutverki að verða vettvangur almennrar þjóðfélagslegrar og menningar- legrar umræðu. Og það vafðist aldrei fyrir okkur að þörfin væri brýn. Útvarp er þægilegt og hent- ugt tæki til umræðna og skoðana- skipta og ódýr valkostur ef miðað er við útgáfustarfsemi. Við, sem að undirbúningsstarf- inu unnum, vissum af eigin reynslu að í hinum ýmsu félögum bjó mikil þekking og reynsla sem nauðsynlegt væri að næði út fyrir félögin sjálf, þannig að einangrun þeirra yrði rofin. Á þennan hátt töldum við að rífa mætti hina menningarlegu og þjóðfélagslegu umræðu upp úr þeirri ládeyðu sem hefur einkennt hana um langa hríð. Stofnfundur útvarpsfélagsins Rótar hf. var síðan haldinn þann 13. júlí á síðasta ári. Á þessum stofnfundi var sérstök áhersla lögð á að gera stofnsamþykktina þannig úr garði að öllum þeim sem áhuga hefðu væri tryggður frjáls aðgangur að stöðinni, óháð hlutafjáreign. Ennfremur var reynt að tryggja það að enginn einn aðili gæti í krafti hlutafjár- eignar sölsað félagið undir sig. Einnig voru markmið og til- gangur félagsins skýrt afmörkuð eða eins og segir í 3. gr. sam- þykktarinnar „... að markmið félagsins með rekstri útvarps- stöðvarinnar er ekki að afla hagn- aðar til handa hluthöfum, heldur að verja hagnaði sínum einungis til almenningsheilla, með því að skapa vettvang fyrir þjóðfélags- lega og menningarlega umræðu.“ Útvarpsstöðin skal þannig fyrst og fremst notast sem vettvangur fyrir umræður um mannréttinda- mál, þjóðfrelsismál, velferðarm- ál, verkalýðsmál, umhverfismál, menningarmál, friðarmál, kven- frelsismál og uppeldis- og menntamál. í 20. gr. stofnsamþykktarinnar segir síðan að öllum þeim er á einn eða ann- an hátt tengist þessum mála- flokkum skuli tryggður réttur til útsendinga á vegum stöðvarinn- ar. Af þessu má vera ljóst að Út- varp Rót ætti að geta orðið sá vettvangur sem öll félagasamtök og allir þenkjandi einstaklingar ættu að geta starfað á. Og ef við stígum nú öll skrefið til fulls og tökum virkan þátt í þeim lýðræð- islegu umræðum um menningar- og þjóðfélagsmál sem fram munu fara í Útvarpi Rót, þá ætti fram- tíðin að geta orðið örlítið bjartari fyrir okkur flest. Og til að slá botninn í þessa ræðu mína hér í Ræðuhorni Út- varps Rótar, þá langar mig til að gera orð Dantes að mínum: „Eigi skal hér úti doka, en ótta og kvíða burtu þoka. “ Ittur á föstudagskvöldum milli klukkan íar í formi stuttrar ræðu, og er einungis irvara. Á vaðið reið síðasta fostudags- tvarps Rótar, og birtist hér ávarp hans. ÞANNIG ERU HLUNNINDI METIN í SIAÐGREÐSLU Fœði, húsnœði, orka, fainaður, ferðalög. FERÐALÖG ofan eftirfarandí viðmiðunarmörk: Noregurog Svíþjóð Annars staðar Almennirdagpeningar 165SDR 150SDR Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirtitsstarfa 105 SDR 95SDR Gisting og fœði í einn sálarhríng 3.960kr. Gisting í einn sólarhríng 1.890kr. Fœði hvem heilan dag, minnst 10 klst ferðaiag 2.070kr. Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.035 kr. Sé gisting erlendis greidd samkv. reikningi þriðja aðila og ferðafé auk þess greitt fyrir kostnað að öðru leyti þá reiknast staðgreiðsla af greiðslu umfram 67 SDR á dag. Sama regla gildir hafi annar ferðakostnaður en gisting verið greiddur samkv. reikningi en ferðafé greitt fyrir gistingu. Staðgreiðsla reiknast þá af greiddum dagpeningum umfram 83 SDR á dag. Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin lækka um 437 kr. fyrir hvem dag umfram 30. FÆÐI Fæði sem launamanni (og flölskyidu hans) er fátið i té endurgjaldsiaust er staðgreiðsluskytt Fullt fœði fullorðins 437kr.ádag. Fullt fœði bams yngra en 12 ára 350kr.ádag. Fœðiaðhiuta 175kr.ádag. Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda en mat ríkisskattstjóra segir til um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldra tekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis eða að hluta ber að telja til tekna að fullu. FATNAÐUR Fafnaðursem ekki telst tii einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlffðarfatnaðar HÚSNÆÐIOG ORKA Endurgjaldslaus afnot af íbúðarttúsnæði sem launagreiðandi lætur launamannf í té eru staðgreiðsluskyld og skulu þæinig metin til tekna: ISSÍÍflt gildandl fasteignarmati. Húsaleigustyrkberað reikna að fullu til fekna. Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár. Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á kostnaðarverði. RSK RÍKISSKATTSrjÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.