Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.02.1988, Blaðsíða 11
EBE Hlymrtir niðurgreiðslum Pótt óscldar matvðrur séu að sprengja utan af sér vöru- geymslur víðsvegar um aðildar- ríki Evrópubandalagsins og nið- urgreiðslur séu að setja það á hausinn er meirihluti þegna ríkj- anna tólf hlynntur því að fjár- stuðningi við bændur verði hald- ið áfram. Þetta kemur fram í skoðana- könnun en niðurstaða hennar varð gerð heyrinkunn á dögun- um. Meirihluti telur ennfremur brýna nauðsyn bera til þess að bandalagið tryggi sig í sessi sem meiriháttar matarútflytjandi og verndi markaði sína með ráðum og dáð, jafnvel þótt það hafi hækkun vöruverðs í för með sér. Niðurstöðurnar ganga vita- skuld þvert á óskir viðskiptavina bandalagsríkjanna og eru enn- fremur á skjön við stefnu Breta en þeir vilja sem kunnugt er ganga í skrokk á bændum. Tveim þriðju hlutum alls eyðslueyris Evrópubandalagsins er sólundað í bændur og búalið. Þetta er eitt helsta bitbeinið í annars ástríkri sambúð ríkjanna tólf og eru það einkum Bretar og Vestur-Þjóðverjar sem eru á öndverðum meiði í þessu máli. Reuter/-ks. ERLENDAR FRETTIR ísrael/herteknu svœðin „Haldið kjafti!“ ísraelskur liðsforingi skaut Palestínumann til bana í gœr. Shamir ögrar Palestínumönnum og andstœðing- um sínum í ísraelsstjórn Ísraelskur herforingi skaut ung- an Palestínumann til bana í gær og bar því við að hann hefði orðið fyrir áreitni mannsins. Atburður þessi átti sér stað í þorpinu Tulk- arem á vesturbakka Jórdanár en þar sögðu Palestínumenn að ,Jandnemar“ af ættbálki Davíðs hefðu gengið berserksgang fyrr um daginn og rænt ungum dreng. Israelska herstjórnin setti á út- göngubann þegar eftir morðið og lýsti því yfir að ekkert væri hæft í staðhæfingum Palestínumanna um að „landnemamir“ hefðu ver- ið með óspektir enda kunnara en frá þyrfti að segja að þeir væm allir valinkunnir friðsemdar- menn. Fyrr um daginn særðu ísraels- böðlar níu Palestínumenn skot- sárum í mótmælaaðgerðum þeirra síðarnefndu á herteknu svæðunum vegna stuðningsyfírl- ýsinga Yitzhaks Shamirs forsætis- ráðherra við yfirgangsseggi og landræningja úr röðum landa sinna. Shamir ferðaðist með þyrlu til vesturbakkans gagngert í þeim erindagjörðum að gróðursetja ól- ívuviðargrein steinsnar frá gyð- ingabyggðinni í Samarianhæð- um. Þetta var táknræn athöfn og augljós ögmn við Palestínumenn og þá stjórnmálamenn í Jerúsal- em, til að mynda Shimon Perez utanríkisráðherra, er ljáð hafa máls á því að semja um einhvers- konar sjálfsstjórn þeirra á her- teknu svæðunum. Shamir sagði í Samarian að byggðir sem þessi ættu að vaxa og dafna um ó- komna tíð. Hann var spurður að því hvort hann gæti gefið óá- nægðum Palestínumönnum ráð og svaraði hann því játandi: „Haldið kjafti!“ Reuter/-ks. fsraelsdátar lumbra á Palestínumanni á Gazasvæðinu. Ítalía Stjómin í andaslitmnum? Ríkisstjórnin bíður ósigur á ósigur ofan á þingi þráttfyrir „traustan “ Hafði fréttamaðurinn þó haft ólj- ósan grun um þetta þar eð stjórn- arliðar hafa ekki setið á sárs höfði frá því Goria sór embættiseið í sumar. En lengi getur vont versnað og þegar stjórnin hafði í gær tapað fjórðu atkvæðagreiðslunni í röð í fjárlagastappinu, að því sinni um útgjöld til heilbrigðismála, var þingfundi frestað að ósk Gorias. Ríkisstjórnin hefur sex sinnum óskað eftir nafnakalli við at- kvæðagreiðslu um fjármál að undanförnu sökum þess að óttast var að einhverjir þingfulltrúa hennar svikju lit í leynilegri at- kvæðagreiðslu. Á morgun eða hinn verður gengið til atkvæða um fjárlögin í heild á ítalska þinginu og er sú kosning ávalt leynileg. Margir spá því að frumvarpið verði fellt og er þá nær öruggt að Goria biðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Reuter/-ks. Spánnl Bandaríkin Viðræður um herstöðvar Eftir öilum sólarmerkjum að dæma á ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti kristilega demó- kratans Giovannis Gorias ekki langa lífdaga fyrir höndum eftir að hafa lotið fjórum sinnum í lægra haldi í atkvæðagreiðslu um málsgreinar fjárlaga í gær. Fjöldi stjórnarliða greiðir trekk í trekk atkvæði með „andstæðingum“ sínum í Qárlagaafgreiðslunni og keppast menn nú um að spá stjórnarkreppu þar syðra. Goria mun hafa slegið á þráðinn til Francescos Cossigas forseta í gær og tjáð honum að ástandið væri orðið allmjög ískyggilegt en lét hjá líða að boða afsögn sína eins- og hann gerði fyrr í vetur þegar liðhlaupar úr stjórnarflokkunum ætluðu hann lifandi að drepa. Stjórnspekingur gekk undir stjórnspekings hönd í gær aö sannfæra fréttamann Reuters um að ástandið væri einu orði sagt skelfilegt fyrir samstjórn Kristi- þingmeirihluta Giovanni Goria. Biðin fer að styttast. lega demókrataflokksins, Sósíal- istaflokksins, Repúblikana- flokksins, Jafnaðarmannaflok- ksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti samningafundur bandarískra og spœnskra stjórnarer- indreka um herstöðvar kana á Spáni fór fram í gœr Fulltrúar spænsku og banda- rísku rflússtjórnanna hófu í gær samningaviðræður um dvöl herliðs þeirra siðarnefndu á Spáni. Nýi samningurinn mun leysa 35 ára gamalt samkomulag Fran- ciscos Francos einræðisherra og Dwights Eisenhowers forseta af hólmi en það hefur ætíð verið ákaflega óvinsælt á Spáni. Spænska sósíalistastjómin hafði lýst því yfir að endir yrði bundinn setu bandarísks herliðs í landinu ef stjórn Ronalds Reag- ans féllist ekki á að flytja 72 F-16 orrustuþotur sínar á brott frá Torrejon flugvelli sem liggur nærri höfuðborginni Madrid. Bandaríkjamenn létu loks undan með semingi þann 15.janúar síð- astliðinn þegar þeim varð ljóst að alvara lá að baki hótunum Spán- verja. Spænska þjóðin ákvað árið 1986 í þjóðaratkvæðagreiðslu að landið yrði áfram aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu en setti þó það skilyrði að banda- rískum dátum yrði fækkað veru- lega. Reuter/-ks. Flmmtudagur 4. febrúar 1988 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 11 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði, laugardaginn 6. febrúar kl. 10-12 í Skálanum, Strandgötu 41. 1) Umræða um stöðu bæjarmála og helstu verkefni framundan. 2) Undirbúningur fyrir^fmælishátíð, blaðaútgáfa og fleira. Félagar eru hvattir til að mæta stundvíslega. Formaður Alþýðubandalagið Byggðamenn Alþýðubandalagsins Boðað er til þings sveitarstjórnarmanna í Þinghóli í Kópavogi 6. og 7. febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 13.00 þann 6. febrúar og er takmarkið að honum Ijúki síðdegis á sunnudeginum. Eftirtaldir málaflokkar verða teknir til umræðu: 1) Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga. 2) Hugmyndir Alþýðubandalagsins um breytingar í stjórnkerfinu. 3) Starf Byggðamanna næstu misseri. Sveitarstjórnarmenn og aðrir áhugamenn innan Alþýðubandalagsins um sveitarstjórnarmál eru beðnir að láta vita sem fyrst um þátttöku á skrifstofu AB, Hverfisgötu 105. Stjórnln Alþýðubandalagið fíeykjaneskjördæmi Vinningar í happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti sem kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Reykjanesi efndi til um áramótin. Aðeins 777 miðar voru gefnir út í þessu happdrætti og allir seldir í kjördæminu. Vinningar komu upp á eftirtalin númer: 1) Sólarlandaferð með Útsýn nr. 138. Ferð til Kaupmannahafnar nr. 591. Flugfar til London nr. 646. Metabo borvél nr. 573. Bókaúttekt hjá Máli og menningu nr. 446. Seiko armbandsúr nr. 278 og bókaúttekt hjá Svörtu og hvítu nr. 238. Vinningshafar hafi samband við skrifstofu kjördæmisráðs sími 41746. Vinningar verða afhentir í kvöldverðarboði kjördæmisráðs á veitingahúsinu A. Hansen í Hafnarfirði laugardagskvöldið 6. febrúar. Menningarnefnd AB Fundurí dag Munið fundinn í dag, fimmtudag. Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20:30 í Hlégarði. Á dagskrá fundarins verða húsnæðismál fólagsins og er áríðandi að allir félagar mæti. - Stjómln Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld í Kópavogi Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7 mars Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- og heildarverðlaun í boði. Mætið tímanlega. Allir velkomnir. Stjórn ABK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.